Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 54
 29. júlí 2006 LAUGARDAGUR34 FUGLAR Mikið fuglalíf er á svæðinu við Borgarfjörð eystri. Birgir Ottósson heldur á spóaunga sem hann hitti fyrir á leiðinni. FERÐALANGAR Ferðalangar ganga á leið sinni úr Stórurð niður í Borgarfjörð þar sem lita- samsetning landsins er stórkostleg. KVÖLDLEIKFIMI Eftir erfiði dagsins er ástæða til að teygja og sveigja búkinn svo að harð- sperrurnar nái ekki tökum á ferðamanninum. URÐ OG GRJÓT Líparítið er í öllum regnbog- ans litum og er það góður siður ferða- mannsins að setja stein í vörðu á leiðinni. Eyjólfur Árni Rafnsson sinnti skyldu sinni vel. STAÐARFJALL Annað sérkenni sveitarinnar og var oft viðfangsefni Kjarvals í myndum hans. Í græna sverðinum sem konurnar á myndinni ganga í eru mjög sérkennilegar myndanir í jarðvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DYRFJÖLL Eitt helsta einkenni Borgarfjarðar eystri þar sem þau gnæfa yfir þorpið. Göngu- hópurinn í snjóskaflinum er á leið í Stórurð. Á litaslóðum forfeðranna Í VÍKUNUM Þegar best lét samkvæmt manntali voru um 300 manns búsettir í víkunum suður af Borgarfirði eystri um aldamótin. Víða sjást þess merki. Borgarfjörður eystri er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, jafnt fyrir gangandi sem akandi. Litadýrðin í Borgarfirði er engri lík þar sem sjónarspil náttúrunnar er meðal annars myndað af líparítfjöllum og svörtum stöpum Dyrfjalla. Saga forfeðra okkar gustar um svæðið sem nú er grasi vaxið og blómahafið einstakt. Vinahópur einn, sem hefur hist árlega undanfarin sumur og lagt land undir fót, hittist á Borgarfirði eystri og gekk yfir í Stórurð og síðar Brúnuvík, Breiðuvík og Húsavík. Gangan endaði í Loðmundarfirði en í allt tók hún fjóra daga. Vinahópurinn naut mikillar gestrisni Borgfirðinga sem fluttu varning á milli áfangastaða og sóttu hópinn í Loðmundarfjörð og slógu upp veislu í lok síðasta dags. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fer fyrir vinahópnum en hann þykir feiknaduglegur útivistarmaður, bæði til göngu og á hrossum, eins og frægt er orðið. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari slóst í för með hópnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.