Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 6
6 29. júlí 2006 LAUGARDAGUR Bavaria, hollenskur gæðabjór: Kom best út í blindprófun Bavaria bjórinn kom best út í könnun sem hollenska dagblaðið De Telegraaf gerði á dögunum. 10 vinsælar tegundir af bjór voru prófaðar með blindprófi og fékk Bavaria bjórinn hæstu einkunn. LÉTTÖL SLYS Stúlka um tvítugt var flutt slösuð á Landspítalann í Fossvogi á öðrum tímanum í fyrrinótt eftir að bíl var ekið upp á hringtorg á gatnamótum Hringbrautar og Suðurgötu með þeim afleiðingum að hann hafnaði á tré. Að sögn lög- reglu ók ökumaðurinn, sem var um tvítugt líklega heldur geyst og missti stjórn á bílnum. Ekkert far- þegasæti var frammi í bílnum og kastaðist stúlkan, sem sat í aftur- sætinu, á mælaborðið. Hún hlaut talsverða höfuð-, andlits- og brjóstáverka, en að sögn læknis á Landspítalanum var hún aldrei í lífshættu. - sh Ung stúlka í umferðarslysi: Slasaðist þegar bíll lenti á tré SAMRÁÐ Enginn starfsmaður rík- issaksóknara vinnur að rannsókn á samráði olíufélaganna, eins og mál standa nú, en Ríkislögreglu- stjóri sendi málið frá sér til emb- ættisins 17. nóvember á síðasta ári. Eini starfsmaðurinn sem unnið hefur að málinu, Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, er í sumarfríi til 21. ágúst og á meðan verður ekki unnið að framgangi málsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara. Helgi Magnús segir ríkissak- sóknara hafa óskað eftir því að fá leyfi til þess að leggja meiri kraft í rannsókn málsins, með því að vinna meiri yfirvinnu, en þeirri beiðni var hafnað. „Það var óskað eftir rýmri heimild til að vinna lengri vinnudaga til þess að geta flýtt rannsókn málsins en því var hafnað af kjaranefnd. Það eru allir starfsmenn embættisins hlaðnir verkum þannig að það gefst einfaldlega ekki tækifæri á því að sinna rannsókninni af meiri krafti. Ég býst við því að niður- staða, af hálfu okkar, verði ljós á haustmánuðum.“ Helgi Magnús vildi ekki láta uppi hversu margir einstaklingar væru til rannsóknar vegna máls- ins, en í Fréttablaðinu 1. febrúar á þessu ári var haft eftir Helga Magnúsi að 34 einstaklingar hefðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Það kann að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri samkeppniseftirlitsins, telur brýnt að samráðsmál af þeirri stærðargráðu sem nú er til rann- sóknar hjá ríkis- saksóknara fái eins skjóta með- ferð og kostur er. „Það er almennt viður- kennt að sam- ráðsmál af þessu tagi geta verið alvarleg fyrir samfélag- ið og varða almannahagsmuni. Það er því mjög brýnt að unnið sé að fram- gangi rannsókna á slíkum málum, af eins miklum hraða og kostur er.“ Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra vildi ekki svara því hvort hann teldi að unnið væri að rannsókn á samráði olíufélaganna að nægilegum krafti, og beindi spurningum til „ríkissaksóknara til að svara þessu erindi“. Rannsókn samkeppnisyfir- valda á samráði olíufélaganna hófst með húsleit í aðalskrifstof- um félaganna 18. desember 2001. Hinn 28. október 2004, eftir að rannsókn á vegum eftirlitsins lauk, sektaði samkeppnisráð olíu- félögin um 2,6 milljarða fyrir brot gegn samkeppnislögum. Áfrýjun- arnefnd samkeppnismála gaf út úrskurð sinn 29. janúar 2005 og lækkar sektir félaganna um rúman milljarð, í 1,5 milljarða. magnush@frettabladid.is Enginn að vinna að rannsókn á samráði Eini starfsmaður ríkissaksóknara sem vinnur að rannsókn á samráði olíufélag- anna er í sumarfríi og liggur vinna við rannsóknina því niðri til 21. ágúst. Kröfu um heimildir til fleiri vinnustunda við málið var hafnað af kjaranefnd. SAMSTARF OLÍUFÉLAGANNA Einn starfsmaður ríkissaksóknara hefur unnið að rannsókninni á samráði olíufélaganna, frá því embættið fékk málið frá Ríkislögreglustjóra 17. nóvember á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PÁLL GUNNAR PÁLSSON KJÖRKASSINN Ert þú fylgjandi eyðingu máva? Já 47% Nei 53% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú fylgjandi birtingu álagningaskráa? Segðu skoðun þína á Vísi.is FRÉTTABLAÐIÐ Miklar breytingar verða gerðar á dreifikerfi Frétta- blaðsins á næstunni. Á höfuðborgar- svæðinu verður blaðið nú borið út á nóttunni en ekki milli sex og sjö að morgni eins og nú. Talsverð upp- stokkun verður í blaðberahópnum á þeim svæðum sem þessar breyting- ar ná til þar sem bannað er að ráða unglinga til starfa um nætur. Á næstu dögum verður auglýst eftir fullorðnu fólki í fullt starf við að bera út frá klukkan eitt að nóttu til sjö. Stjórnendur Pósthússins, sem annast dreifingu Fréttablaðs- ins, telja breytingarnar óhjákvæmi- legar vegna aukinna krafna um áreiðanleika. - sþs Dreifing Fréttablaðsins: Blaðið borið út að nóttu til LEIKSKÓLAR Nemendur við Háskóla Íslands sem eiga börn eru í mikl- um vandræðum með að koma þeim fyrir á leikskólum Félagsstofnun- ar stúdenta. Stofnunin rekur þrjá leikskóla og tekur við rekstri eins, Leikgarðs, hinn 1. september næst- komandi. Þá verður rekstri leik- skólans við Efrihlíð hætt svo leik- skólar stofnunarinnar verða enn þrír. Að sögn Guðrúnar Björnsdótt- ur, framkvæmdastjóra Félags- stofnunar stúdenta, eru biðlistar á leikskóla stofnunarinnar algengir. „Varðandi Leikgarð er bara ekki enn ljóst hversu mörg pláss losna þegar við tökum við leikskól- anum í haust. Því þurfa margir enn að bíða eftir svari.“ Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir ekki nýtt að stúdent- ar eigi erfitt með að koma börnum sínum inn á leikskóla en Félags- stofnun stúdenta hafi gert sitt besta til að mæta þeirri þörf. Hann segist ánægður með að stofnunin hafi tekið við rekstri Leikgarðs, þar sé verið að mæta þörfum for- eldra með yngstu börnin. Tölu- verðrar óánægju varð vart meðal starfsfólks Leikgarðs þegar ljóst varð að Félagsstofnun stúdenta tæki við rekstrinum en Guðrún segir búið að leysa vandann. - sþs Háskólastúdentar sem eiga börn eru í vanda: Biðlistar eru á öllum leikskólum LEIKGARÐUR Framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta segir ekki enn ljóst hversu mörg pláss losni þegar stofnunin tekur við rekstri Leikgarðs í haust. MÓTMÆLI Samtök herstöðvaand- stæðinga efndu til mótmælastöðu fyrir framan bandaríska sendiráð- ið við Laufásveg í Reykjavík vegna stríðsins í Líbanon í gær. Á fundinum létu um 200 íslensk- ir friðarsinnar í ljósi andstöðu sína við stuðning Bandaríkjanna við árásarstefnu Ísraelsríkis á hendur nágrönnum sínum. Kröfðust þeir þess að íslensk stjórnvöld skipuðu sér í raðir þeirra ríkja sem krefjast friðar í Líbanon og að alþjóðalög yrðu virt. Mótmælastaðan fór frið- samlega fram í alla staði þótt mönn- um hefði verið heitt í hamsi. - shá Herstöðvaandstæðingar: Kröfðust friðar í Líbanon MÓTMÆLASTAÐA Mönnum var heitt í hamsi í mótmælastöðu herstöðvaandstæð- inga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FETAOSTUR Osta- og smjörsalan hefur sakað Mjólku um að herma eftir umbúðum fetaosts fyrirtæk- isins og krefst þess að Mjólka hætti sölu síns fetaosts án tafar. Í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu segir að nýverið hafi Mjólka byrjað að nota sexhyrndar krukkur með hvítu loki undir sinn fetaost, sem heitir Feti, en feta- ostur Osta- og smjörsölunnar hafi verið seldur í þannig krukkum í mörg ár. Einnig séu umbúðir feta- osts Mjólku sláandi líkar umbúð- unum sem notaðar eru undir fetaost Osta- og smjörsölunnar. Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, segir að til- gangur Mjólku sé að rugla neyt- endur í ríminu. Ólafur Magnússon, forstjóri Mjólku, þvertekur fyrir að um eftirlíkingu sé að ræða. „Við erum stoltir af okkar vörumerki og merkjum krukkurnar vel með merki Mjólku. Það að fetaostur sé seldur í sexhyrndum krukkum er ekkert nýmæli enda er það komið frá Grikkjum, sem eiga nafnið feta. Okkar vörumerki, Feti, er lögverndað, sem er annað en Osta- og smjörsalan getur sagt.“ Hann segir þessa kröfu enn eina tilraun Osta- og smjörsöl- unnar til að drepa samkeppni með öllum tiltækum ráðum. - sþs Osta- og smjörsalan krefst þess að Mjólka hætti sölu á fetaosti sínum: Sakaðir um blekkingarleik FETAOSTAR FYRIRTÆKJANNA Fetaostur Osta- og smjörsölunnar er í miðjunni en fetaostur Mjólku er á endunum. Osta- og smjörsalan segir Mjólku herma eftir umbúðum sínum. TÓNLEIKAR Rafmagnskaplar hafa verið grafnir niður í göngustíga á Klambratúni til að sjá tónleikum Sigur Rósar á morgun fyrir rafmagni. Að sögn Svanhildar Konráðsdóttur, forstöðumanns Höfuðborgarstofu, munu raf- magnskaplarnir verða í túninu um ókomna tíð. Þannig sé þeim mögu- leika haldið opnum að fleiri hljóm- sveitir geti haldið tónleika á svæð- inu á komandi árum. Búist er við mörgum gestum á tónleikana, sem eru hluti af ferða- lagi Sigur Rósar um Ísland, og segist Svanhildur hafa heyrt af því fregnir að fólk hafi jafnvel frestað utanlandsferðum til að missa ekki af tónleikunum. - sh Rafmagnskaplar í Klambratúni: Túnið rafvætt fyrir Sigur Rós KLAMBRATÚN Unnið var hörðum höndum að undirbúningi tónleikanna í gær. SAMGÖNGUMÁL Tengivagnar ættu að vera bannaðir við olíu- og vöru- flutninga, að mati Guðmundar Hall- varðssonar, formanns samgöngu- nefndar Alþingis. „Þetta verðum við að gera þar til vegakerfið er komið í staðlað form, og vegirnir verða sjö og hálfs metra breiðir,“ segir Guðmundur. „Ef sjóflutning- ar lognast af verður að stoppa þessi ósköp þar til vegakerfið er komið í lag. Sveitarfélög og ríki þurfa að taka á þessum hafnarmálum, því svona tengivagnar geta verið stór- hættulegir, það þekkja allir sem hafa ekið um þjóðvegina,” segir Guðmundur. - sgj Formaður samgöngunefndar: Tengivagnar verði bannaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.