Fréttablaðið - 29.07.2006, Side 10
29. júlí 2006 LAUGARDAGUR10
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.291 +0,61% Fjöldi viðskipta: 231
Velta: 2.750 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 61,70 -0,16% ... Alfesca
4,10 +2,50% ... Atlantic Petroleum 585,00 +0,86% ... Atorka
6,05 -0,82% ... Avion 32,70 +0,62% ... Bakkavör 47,60 +2,37%
... Dagsbrún 5,46 +1,68% ... FL Group 15,50 +0,00% ... Glitnir
16,80 +1,82% ... KB banki 707,00 -0,42% ... Landsbankinn 20,60
+1,48% ... Marel 73,90 +0,82% ... Mosaic Fashions 16,80 +1,82%
... Straumur-Burðarás 15,80 +1,28% ... Össur 108,50 +1,40%
MESTA HÆKKUN
Alfesca +2,50%
Bakkavör +2,37%
Mosaic +1,82%
MESTA LÆKKUN
Atorka -0,82%
KB banki -0,42%
Actavis -0,16%
Fjárfestingarbankinn Morgan
Stanley hefur hækkað verðmats-
gengi sitt á easyJet úr 360 pensum
á hlut í 450 og spáir góðu ferða-
mannasumri eins og sést berlega á
farþegatölum í júní. EasyJet
kemur einnig vel út þegar kenni-
tölur stærstu lággjaldaflugfélag-
anna eru bornar saman.
Gengi easyJet stendur nú í 440
pensum á hlut en FL Group seldi
tæplega sautján prósenta hlut í
mars á 340 pens. Bréfin hafa því
hækkað um þrjátíu prósent frá
sölunni. - eþa
EasyJet orðið enn
verðmætara
ICEX-15 5.291 +0,61%
Fjöldi viðskipta 231
Velta 2.750 milljónir
Mesta hækkun
Alfesca +2,50%
Bakkavör +2,37%
Mosaic +1,82%
Mesta lækkun
Atorka -0,82%
KB banki -0,42%
Actavis -0,16%
MARKAÐSPUNKTAR
Hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum
ársfjórðungi mældist 2,5 prósent á
ársgrundvelli. Er það talsvert undir
væntingum sérfræðinga sem bjuggust
að meðaltali við um þriggja prósenta
hagvexti.
Innlendir aðilar seldu meira af erlendum
verðbréfum en þeir keyptu í júní og var
munurinn rúmlega 6,5 milljarðar króna.
Er það um 15 milljarða króna viðsnún-
ingur í þessu fjármagnsflæði frá sama
tíma í fyrra.
Finnska flugfélagið Finnair, sem FL
Group og Straumur-Burðarás eiga
sameiginlega um tuttugu prósenta hlut
í, hefur aukið sölu á ferðum til Asíu um
27 prósent á árinu og með því höggvið
vel í markaðshlutdeild SAS.
Hagnast á hitanum
Salan hjá Bakkavör hefur gengið vel í sumar sökum
einmuna veðurblíðu á Bretlandseyjum og í mest-
allri Evrópu. Félagið er einn stærsti framleiðandinn
á Bretlandseyjum í ferskum tilbúnum matvælum
eins og salati og tilbúnum réttum sem seljast eins
og heitar lummur þegar hlýna tekur. Er frábært til
þess að vita að íslenskir fjárfestar skuli annars vegar
græða á hitabylgjunni í Evrópu og hins vegar losna
undan áreiti af hennar völdum.
Hins vegar er ekki þar með sagt
að hitinn sé ávallt góður og kemur
það berlega í ljós í ofsahit-
anum undanfarna daga
þar sem hvert hitametið
fellur. Þegar hitastigið er
komið yfir 35 stig hætta
Bretarnir nefnilega að
borða og hella í sig
vatni og öli.
Beggja vegna borðs
Á þriðja eða fjórða ársfjórðungi búast stjórnendur
Bakkavarar við því að hagnast um 20-25 millj-
ónir punda (allt að 3,3 milljörðum króna) þegar
félagið fær út úr tryggingum vegna brunans á einni
verksmiðju í fyrra. Þetta er engin smáupphæð
og hefur mikil áhrif á afkomu félagsins á öðrum
hvorum fjórðungnum. Bakkabræður voru spurðir
á hvorum fjórðungnum þeir byggjust við upphæð-
inni. Lýður Guðmundsson sagði
að því gætu þeir ekki svarað. En
þar sem hann væri nú kominn í
tryggingarbransann, og átti
við eignarhlut bræðranna
í VÍS, þá vissi hann að
þeim megin frá reyndu
menn að borga eins
seint og þeir
kæmust upp
með.
Peningaskápurinn ...
Vöruskiptahalli nam 66,8 milljörð-
um króna á fyrri helmingi árs, sam-
kvæmt Hagstofu Íslands, og hefur
aldrei verið meiri. Það er tæplega
þrjátíu milljarða aukning frá fyrra
ári. 15,7 milljarða króna vöruskipta-
halli var í júní, en var til samaburð-
ar 8,1 milljarður í fyrra, og er það
mesti halli í einum mánuði frá því
Hagstofan hóf að birta tölur.
Alls voru fluttar út vörur fyrir
114,3 milljarða króna fyrstu sex
mánuði ársins og jókst verðmæti
útflutts varnings um 4,9 prósent
miðað við sama tímabil í fyrra.
Sjávarafurðir voru 55,9 prósent alls
útflutnings en iðnaðarvörur rúm-
lega 39 prósent. Hagstofan metur
tölur um inn- og útflutning á föstu
gengi og samkvæmt þeim hefur
verðmæti sjávarafurða aukist um
2,1 prósent. Björn Rúnar Guðmunds-
son, sérfræðingur hjá Greiningar-
deild Landsbankans, bendir á að
útflutningur á sjávarafurðum hafi
þó dregist töluvert saman að magn-
inu til á öllum sviðum sjávarútvegs.
Á sama tíma hafi gengi krónunnar
veikst og afurðaverð hækkað og því
sé samdrátturinn ekki greinilegur í
framsetningu Hagstofunnar. Mestur
varð hann í útflutningi á loðnu- og
síldarafurðum, eða um fimmtíu pró-
sent miðað við sama tímabil í fyrra
að raungildi.
Verðmæti vöruinnflutnings á
fyrstu sex mánuðum ársins nam
181,2 milljörðum króna og jókst um
34,7 milljarða frá fyrra ári. Aukning
varð á öllum sviðum innflutnings en
mest í fjárfestingavöru, sem að
mestu má rekja til aukinna stóriðju-
framkvæmda, auk hrá- og rekstrar-
vöru. Mun minni aukningar gætir nú
í innflutningi á neysluvörum en fyrr
á árinu. Björn segir þó ólíklegt að
samdráttar fari að gæta í innflutn-
ingi þeirra fyrr en á næsta ári.
Verð á útfluttum vörum eykst
hraðar en verð á innfluttum vörum,
sem Björn segir jákvæðar fréttir
fyrir íslenska þjóðarbúið. Skýrist
það meðal annars af hækkandi verði
á sjávarafurðum og áli.
Vöruskiptahallinn fyrir allt árið í
heild var 93 milljarðar króna í fyrra.
Miðað við hvað hann er orðinn nú
leikur enginn vafi á að meiri halli
verði á vöruskiptum í ár en var í
fyrra. Fjármálaráðuneytið gerir ráð
fyrir halla upp á 110 milljarða, sem
er í takt við væntingar Greiningar-
deildar Landsbankans.
jsk@frettabladid.is / holmfridur@frettabladid.is
Júníhallinn slær öll met
66,8 milljarða vöruskiptahalli var á fyrri helmingi árs. Mikil aukning varð í
innflutningi á fjárfestinga- og rekstrarvörum. Samdráttar gætir í útflutningi.
Álagning tekjuskatts og útsvars
nam 163,5 milljörðum króna árið
2005 og hækkaði um tæp þrettán
prósent frá fyrra ári, segir í
tilkynningu frá fjármálaráðu-
neytinu. Þá hækkaði álagður
fjármagnstekjuskattur um sex-
tíu prósent milli ára og var 12,2
milljarðar.
Heildarfjöldi framteljenda
þessa árs er 241 þúsund manns og
er það tæplega þriggja prósenta
fjölgun frá fyrra ári. Megin-
ástæðan er aukinn fjöldi erlendra
ríkisborgara sem
greiða skatt hér
á landi.
Heildareignir
heimilanna voru
tæplega 2.500
milljarðar króna
í lok síðasta árs
og jukust um
tuttugu og sjö
prósent milli ára.
Framtaldar skuld-
ir heimilanna voru 918 milljarðar
króna. - jsk
Vöxtur hjá skattinum
Þrettán prósenta aukning varð á álagningu tekju-
skatts og útsvars á síðasta ári.
Føroya Sparikassi Group, sem er
stærsti stofnfjáreigandinn í
SPRON, skilaði methagnaði á
fyrra hluta ársins. Nam hagnað-
ur bankans um 122 milljónum
danskra króna, eða 1,5 milljörð-
um króna. Þetta er nánast jafn
mikill hagnaður og bankinn skil-
aði allt árið í fyrra.
Stjórnendur Sparikassans
reikna með að hagnaður bankans
á árinu verði um 2,8 milljarðar
króna fyrir skatta.
Af einstökum tekjuliðum hækk-
uðu þóknunartekjur mest milli ára
eða um 92 prósent. Hreinar rekstr-
artekjur bankans voru 2,7 millj-
arðar króna. Stór hluti af tekjum
Sparikassans kemur nú frá dönsku
dótturfélögunum EIK Bank og
Ejendomsvækst. Bankinn fékk
einnig 165 milljónir króna í arð frá
SPRON.
Eigið fé Sparikassans er nú í
fyrsta skipti komið yfir einn millj-
arð danskra króna og eignir yfir
tíu milljarða danskra króna sem
gera 120 milljarða króna.
Føroya Banki, hinn stóri við-
skiptabankinn í Færeyjum, hagn-
aðist um 460 milljónir króna á
fyrri hluta ársins sem er 35 pró-
senta minni hagnaður en á sama
tíma í fyrra.
Eignarhald í færeysku bönkun-
um er á fárra hendi. Sparikassa-
grunnurinn, sem er sjálfseignar-
stofnun, á fjóra fimmtu hluta
bréfa í Sparikassanum en níu þús-
und fjárfestar um fimmtung. Yfir
99 prósent hlutafjár í Føroya
Banka eru í eigu færeysku lands-
stjórnarinnar.
Stjórnendur Sparikassans hafa
lýst yfir áhuga sínum að skrá
félagið í Kauphöll Íslands árið
2007 og nú er unnið að einkavæð-
ingu Føroya banka. - eþa
Føroya Sparikassi
skilar metafkomu
Stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON hagnaðist um
1,5 milljarða króna á fyrri hluta árs.
ÞINGHÚSIÐ Í ÞÓRSHÖFN Sparikassinn skilaði 1,5 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins.
GÁMAR FULLIR AF GÓSSI Ekkert lát er á innflutningi til landsins. Enn eykst innflutningur á
neysluvörum þótt aukningin sé minni en oft áður.
NÝTT VERÐMAT Á EASYJET Verðmatsgengi
easyJet er komið langt yfir það gengi sem
FL Group seldi á.
Vöruskipti á fyrstu sex mánuð-
um árs
Útflutningur
Sjávarafurðir 63,9
Iðnaðarvörur 44,7
Landbúnaður 2,0
Innflutningur
Fjárfestingavörur 48,9
Hrá- og rekstrarvörur 48,5
Flutningatæki 32,4
*Allar upphæðir í milljörðum króna
INDRIÐI H.
ÞORLÁKSSON