Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 18
 29. júlí 2006 LAUGARDAGUR18 ME‹ Í FRÍINU ÁSKRIFT LOTTAR‹U NÚ lotto.is Me› LOTTÓ Í ÁSKRIFT gætir flú líka unni› einn af 30 stórglæsilegum aukavinningum í áskriftarleiknum. LOTTÓ ÁSKRIFTAR LEIKUR E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 6 3 9 Flugdólgar í flugfreyjubúningi Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar Í Dagbók Þráins Bertels- sonar er sagt frá hámarki hvíldarinnar, svala fyrir 25 evrur, skemmtilegu ferðalagi og dularfullri útleigu á ókeypis barnarúmum. Einnig er fjallað um húsnæðismál, sólskin handa öllum og lands- föðurlegan eiginleika fyrsta þingmanns Reykjavíkur. ■ FÖSTUDAGUR, 21. JÚLÍ 37° HITI Ferðalagið gekk vel. Við Sólveig sóttum ferðafélaga okkar, barna- börnin Andra og Litlu-Sól, klukk- an níu í gærmorgun og lögðum af stað í hádeginu í langþráð sólarfrí til hinnar yndislegu eyjar Majorku. Sú eyja er svo vinsæl af ferða- mönnum að þangað kemur að minnsta kosti tíföld íbúatala eyj- arinnar á hverju ári - sem sam- svarar því að þrjár milljónir erlendra ferðamanna kæmu að Gullfossi og Geysi árlega - en um slíka framtíð dreymir suma heima á Fróni. Innritun gekk fljótt og vel og stimamjúkir Securitas-liðar leituðu okkur vopna með gúmmíhönskum. Í Mæjorka- vélinni frá Futura- flugfélaginu var hvert sæti skipað og okkur til mikillar ánægju sáum við að frændi minn dr. Össur Skarphéðinsson for- maður Spes hafði líka látið heillast af ferðatilboði Heimsferða ásamt dr. Árnýju konu sinni og heima- sætunum Ingu og Birtu. Það voru fagnaðarfundir. Það á greinilega ekki við alla að starfa í ferðamannaiðnaði og flugþernur Futura höfðu sumar hverjar komið sér upp þeim sið að stynja og ranghvolfa í sér aug- unum, ef einhver farþeg- anna gerðist svo djarfur að biðja þær um viðvik, eink- um barnafólk. Með þessu móti gátu þær sparað sér töluvert ónæði. Flugdólgar voru engir um borð aðrir en flugfreyjurnar, og lá við að ég sakn- aði þeirra, þegar mér blöskraði seinagangur og yfirlæti starfs- fólksins. Þó mátti hafa af því nokkra afþreyingu. Tveggja tíma munur er á Íslandi og Mæjorku og var klukkan farin að ganga sjö þegar við lentum. Það fór ekki milli mála að við vorum í alvöru sólarlandaferð því að við gengum út úr flugvélinni í 37° hita; það glaðnaði yfir stirðum liðamótum og svitakirtlarnir brugðu á leik. Eftir klukkutíma rútuferð komum við svo á hótelið sem mun hýsa okkur næsta hálfa mánuð. Það heitir Park og er íbúðahótel við litla vík sem er kennd við gull og heitir Cala d’Or. Þetta hótel er nokkuð við aldur og býður ekki upp á nútímaþægindi eins og loftkæl- ingu, þess í stað gafst okkur kostur á að leigja ofurlitla viftu fyrir 25 evrur. Barnarúmið handa Litlu-Sól sem ferðaskrifstofan hafði lagt áherslu á að við greiddum sjö þús- und krónur fyrir með góðum fyrir- vara var hvergi sjáanlegt, en lipur- mennið Antonio í afgreiðslunni útvegaði okkur samanbrotið barna- rúm, nokkuð sjúskað að vísu, en barnarúm samt. Þegar ég sagði honum að ég hefði greitt fyrir fram fyrir afnot af rúminu sagði Antonio að það gæti ekki staðist - af þeirri einföldu ástæðu að afnot af barna- rúmum væru ókeypis á þessu hót- eli, þannig að einhver á ferðaskrif- stofunni Heimsferðir virðist hafa af því aukatekjur að leigja barna- fjölskyldum rúm sem hótelið lætur af hendi ókeypis. Þetta mál gæti verið hæfilega flókið fyrir Ríkis- lögreglustjóraembættið að æfa sig á. Allt var þetta umstang dásam- legt og hressandi eftir langt ferða- lag og um síðir sofnaði fjölskyldan við notalegt suðið í viftunni sem gaf frá sér táknrænan svala. Morguninn fór í húsnæðismál. Þótt samkomulagið sé gott í fjöl- skyldunni er útilokað að við getum eytt hálfum mánuði saman í einni kös í þeirri skonsu sem okkur var úthlutað í gærkvöldi. Lipurmennið Anton í afgreiðsl- unni taldi samt öll tormerki á því að hægt væri að finna handa okkur rýmri eða loftbetri húsakynni. Kveinstafir um fjölskyldu- stærð, hita og heilsu- spillandi húsnæði breyttu engu þar um, uns þar kom í samtalinu að ég dró upp lúið seðla- veski og spurði hvort hugsanlega væri hægt að notast við fáeinar evrur sem rök í málinu. Af þykkt og ummáli pyngjunnar réð Anton sam- stundis að ég væri enginn alþýðumaður og það rifjað- ist upp fyrir honum að handan götunn- ar væri björt og rúmgóð íbúð sniðin að þörfum heldra fólks fyrir tíu evrur auka- lega á dag. Dagurinn fór að mestu leyti í flutninga. Starfslið hótelsins varð ósýnilegt um leið og ég fór að basla við að draga á eftir mér ferðatösk- ur enda er á engan mann leggjandi í 40° hita að erfiða meira en sem samsvarar því að blaka blævæng. Eftir flutningana ákvað ég að gera mér glaðan dag og bauð Öss- uri frænda mínum á kaffihús, þar sem við sátum um stund og röbb- uðum saman samkvæmt þeirri verkaskiptingu sem við höfum gert með okkur, en hún felst í því að ég útskýri stjórnmál fyrir Össuri en hann upplýsir mig um bókmenntir. Kvöldverð snæddu síðan fjöl- skyldurnar saman þar sem eldað var við opinn eld. Máltíð fyrir fjóra fullorðna og fjögur börn, ásamt gosdrykkjum, vatni, vínflösku og kaffi kostaði 50 evrur. Um tíu-leytið fórum við svo heim í háttinn. Það tók nokkra stund að koma börnunum í ró, enda var líkamsklukka þeirra stillt á átta að íslenskum tíma. ■ LAUGARDAGUR, 22. JÚLÍ LANDSFÖÐURLEGUR EIGINLEIKI Össur hefur þann landsföðurlega eiginleika að hann þarf lít- inn svefn. Þetta er ein- kennandi fyrir mikil- menni. Eins og Napóleón sem var úthvíldur eftir fjóra tíma og rauk á fætur fyrir allar aldir og vildi gera eitthvað þannig að öll franska þjóðin, og raunar öll Evr- ópa, var orðin vansvefta þegar Eng- lendingar gómuðu keisarann að lokum og komu honum fyrir á Eyju heil- agrar Helen- ar þar sem hann gerði fólki ekki rúmrusk framar. Snemma á morgnana fer Össur í langar gönguferðir og kannar staðhætti. Í morgun fann hann netkaffi með heitum reit og þegar ég var búinn að ná mínum átta tíma svefni vísaði hann mér á stað- inn svo að ég gæti sent bakþanka heim fyrir mánudagsblaðið. Þenn- an bakþanka hafði ég rekið saman með harmkvælum því að 40° hiti hefur kæfandi áhrif á andagift rit- höfundar af norðlægum slóðum að minnsta kosti fyrstu dagana. Annars líður öllum vel þrátt fyrir hitann. Maður kælir sig bara í sjó eða sundlaug eða kaldri sturtu og gætir þess að þamba vatn í lítravís. Á nóttunni gefst vel að bleyta lak eða handklæði og breiða yfir sig til kælingar. Þetta ráð gaf okkur dr. Össur frændi minn og lét fylgja eðlisfræðilega skýringu sem ekki er nauðsynlegt að skilja til að ráðið komi að notum. Í kvöld fórum við í nokkuð langa gönguferð og borðuðum hroðalega vondar argentínskar steikur. Sú máltíð kostaði þrisvar sinnum meira en kvöldmaturinn í gær, eða 150 evrur. Héðan í frá verður borðað heima nema á stór- hátíðisdögum. ■ SUNNUDAGUR, 23. JÚLÍ HÁMARK HVÍLDARINNAR Það var þröng á þingi á baðströnd- inni í morgun en sem betur fer var kappnóg sólskin handa öllum. Það eru mikil hlunnindi að geta svamlað í volgum sjó. Hámarki hvíldarinnar er náð þegar maður flýtur á bakinu og vaggar á volg- um bárum. Þegar ég sveigi höfuð- ið aftur hverfa eyrun ofan í sjóinn sem flæðir inn í hlustirnar og skol- ar burt gömlu þrasi. Í heimi þagn- arinnar eru óp og hlátrar baðgesta eins og umferðarniður frá annarri plánetu. Allar áhyggjur heimsins duga ekki til að sökkva mér þar sem ég flýt í fjöruborðinu og nýt lífsins þessa sólskinsstund. ■ FIMMTUDAGUR, 27. JÚLÍ SUMARLEYFISPARADÍS Hér í Cala d’Or hefur ekkert merkilegt gerst svo lengi sem elstu menn muna. Hér eru engin náttúru-undur eða byggingar sem maður þarf að skoða. Þetta er hin fullkomna sumarleyfisparadís. Við höfum sofið, borðað, legið í sólbaði, leikið okkur, spjallað saman og fengið okkur síðdegis- blund. Gæti ekki verið betra. Z-z-z-z-z-z.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.