Fréttablaðið - 29.07.2006, Side 26

Fréttablaðið - 29.07.2006, Side 26
 29. júlí 2006 LAUGARDAGUR26 Skýrsla jarðfræðinganna Kristjáns Sæmundssonar og Hauks Jóhannessonar um sprungur á fram- kvæmdasvæðinu við Kárahnjúka, sem nýlega var gerð opinber og unnið var að í júlí og ágúst í fyrra, leiðir í ljós að sprungusvæðið liggur nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið. Ítarleg rann- sóknarvinna var unnin í kjölfar þessara upplýsinga, á vegum Landsvirkjunar, til þess að meta hvort þær breyttu einhverju um hönnun stíflunnar og hvort nauð- synlegt væri að bregðast við þeim með aðgerðum. Niðurstaða umsjónarmanna framkvæmdanna var sú að upplýsingarnar gæfu ekki tilefni til að breyta fyrirhug- uðum áætlunum. Nýjar upplýsingar glæða umræðu Umræða um það hvort Kára- hnjúkavirkjun sé reist á sprungu- svæði er ekki ný af nálinni. Fyrri rannsóknir, sem unnar voru áður en framkvæmdirnar á Kárahnjúk- um hófust, gáfu þær niðurstöður að sprungubeltið væri tólf kíló- metrum vestan Kárahnjúkastíflu og því þyrfti ekki að grípa til sér- tækra aðgerða til þess að treysta stoðir stíflunnar. En niðurstöður rannsókna Kristjáns og Hauks glæða þetta djúpstæða og tilfinn- ingaríka deilumál lífi að nýju þar sem ótvírætt er, út frá þeim upp- lýsingum sem fyrir liggja, að framkvæmdirnar fara fram á sprungusvæði og sprungubeltið er nær stíflustæðum en áður var talið. Það þarf þó ekki að þýða að varhugavert sé að reisa stífluna á svæðinu, þar sem með þéttingum og öryggisaðgerðum er hægt að búa þannig um hnútana, að stoðir virkjana séu traustar, þrátt fyrir að þær séu reistar á sprungu- svæði. Niðurstöður Kristjáns og Hauks eru túlkaðir með þeim hætti, af hálfu framkvæmdaaðila, að litlar sem engar vísbendingar séu fyrir því að jarðskjálftavirkni á svæðinu hafi verið einhver síðan á ísöld. Á þeim forsendum er sú ályktun dregin að sprungusvæðið tilheyri ekki virku jarðskjálfta- svæði. Sem síðan dregur stórlega úr möguleikanum á því, að það hrikti í stoðum Kárahnjúkavirkj- unar vegna jarðskjálfta á svæð- inu á næstu áratugum eða öldum. Miðað við aðstæður á svæðinu og burðarvirki virkjunarinnar er talið að virkjunin þoli jarðskjálfta upp á 6,2 á Richter-kvarða. Sú túlkun niðurstaðna rann- sókna Kristjáns og Hauks, að virkjunin á Kárahnjúkum sé ekki á virku sprungusvæði, er ekki ein- róma álit jarðvísindamanna. Þvert á móti telur Grímur Björnsson, jarðeðlisfræðingur og sérfræð- ingur í forðafræði jarðhita frá Berkeley háskóla í Kaliforníu, að niðurstöður rannsókna á jarð- fræði svæðisins bendi til þess að um virkt sprungusvæði sé að ræða sem verði að rannsaka betur. Búast má við því, þar sem það er ekki lengur deilumál hvort framkvæmdirnar eru á sprungu- svæði, að miðpunktur umræðunn- ar um virkjanaframkvæmdirnar á Kárahnjúkum, beinist nú að þeirri grundvallarspurningu hvort það geti haft afdrifaríkar afleiðingar að virkja á sprungu- svæði. FRÁ FRAMKVÆMDASVÆÐINU VIÐ KÁRAHNJÚKA Nýjustu rannsóknir á framkvæmdasviðinu við Kárahnjúka sýna ótvírætt að Kárahnjúka- virkjun er reist á sprungusvæði. Niðurstöðurnar eru þó ekki taldar hafa áhrif á framgang Kárahnjúkaverkefnisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA YFIRLITSKORT AF SVÆÐINU Kortlegging, er byggir á rannsóknum á Kárahnjúkasvæðinu, sýnir jarðfræði Kárahnjúkasvæðisins út frá rann- sóknum sem unnar voru í júlí og ágúst í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ÍSOR Stendur enn á traustum stoðum „Undir öllum eða langflestum stíflum er eitthvað sem kallar á aðgerðir til þéttingar og Kárahnjúkastíflan er engin undantekning frá því. Til dæmis má nefna, að stíflurnar í Tungnaá standa á hraunum sem runnu eftir ísöld. Þar var vandamálið ekki sprungur, heldur það, að hraunin frá þessum tíma eru lek og hafa ekki verið þjöppuð af ísaldarísnum. Þetta var töluvert mikið mál þegar að stíflunum var unnið en með tímanum hefur þetta lagast. Við vissum af sprungu sem var skáhallt yfir gljúfrið þar sem hún sást greini- lega í bergveggnum. En þrátt fyrir athuganir á svæðinu þá er aldrei hægt að fullvissa sig algjörlega um aðstæður, fyrr en búið er að moka lausum jarðvegi ofan af undirstöðunni. Þegar því verki lauk var stíflan endanlega hönnuð miðað þær upplýsingar. Ráðstafanir sem gripið er til við svona aðstæður, eru þéttingar og svo aðlögun stíflunnar að fræðilegri hreyfingu sprungna. Þá þurfti að hanna steyptar undirstöður með þeim hætti að þær gætu hreyfst. Þetta var hannað þegar menn höfðu það fyrir augum hvernig aðstæður á stæðinu væru. Snemma á byggingartímanum fengu Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannes- son það hlutverk að kortleggja jarðhita á svæðinu. Þeir reka fljótlega augun í sprungur, sem menn höfðu ekki rekið augun í áður, ekki undir stíflunni heldur inni í lóninu. Þetta var rannsakað frekar, með það að markmiði komast að því hvort jarðvegurinn, sem varð til eftir ísöld, hafi hreyfst eða ekki. Niðurstaðan úr þessari rannsókn var sú að sprungurnar á Kárahnjúkasvæðinu væru eldri og teljast því ekki til virkra sprungubelta. Það sem breytti heildarmynd jarðfræðilegra forsendna á svæðinu var það að eystri mörk sprungusvæðisins, sem kennt er við Kverkfjöll, voru talin vera um tólf kílómetra vestan Kárahnjúkastíflu. En miðað við nýjustu rannsóknir, sem gerðar voru í júlí og ágúst í fyrra, er sprungusvæðið mun nær svæðinu. Þá þurfti að endurmeta forsendur fyrir jarð- skjálfta á svæðinu og til þess voru fengnir sérfræðingar frá Rannsóknarstofnun Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði. Þeir gáfu út skýrslur sem hönnuðir stíflunnar notuðu til þess að yfirfara þær forsendur sem lágu fyrir þegar framkvæmdir hófust. Niðurstaðan úr endurmati á stöðunni, í ljósi upplýsinganna sem rannsóknir Kristjáns og Hauks leiddu í ljós, var sú að stíflan stendur traustum stoðum, en nokkrum atriðum var breytt til frekara öryggis. Ef svo ólíklega vildi til að jarðskjálftar yllu hreyfingum á jarðvegi, sem er afar ólíklegt í ljósi upplýsinganna sem liggja fyrir, þá er hönnun stíflunnar miðuð við þær. Það er alltaf heppilegt að vita allt um þau svæði þar sem unnið er að byggingum. Nýjar upplýsingar um jarðfræði svæðisins á Kárahnjúkum skiptu ekki sköpum um heildarmynd verkefnisins við Kárahnjúkastíflu og það er kjarni málsins. Ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir, þegar ákvörðun um byggingu stíflunnar var tekin, þá hefðu þær engu breytt um framgang verkefnisins.“ Skýrsla er byggir á nýjustu rannsóknum á fram- kvæmdasvæðinu við Kárahnjúka, sem átti að vera lokuð til ársins 2015, þykir sýna ótvírætt að framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka sé á sprungusvæði. Niðurstöður rannsóknanna gefa þó ekki tilefni til þess, að mati Landsvirkjunar, að breyta fyrirhuguðum áætlunum. Magnús Halldórsson skoðaði niðurstöður skýrslunnar. Hriktir í stoðum Kárahnjúkavirkjunar? Framkvæmdirnar á virku sprungusvæði „Út frá jarðvísindalegum niðurstöðum þessarar skýrslu, er að mínu mati ótvírætt að stíflurnar eru reistar á virku sprungusvæði. Þess vegna finnst mér rökrétt, og nauðsynlegt, að áhættumat á svæðinu verði endurtekið. Það þyrfti að setja upp jarðskorpulíkön, sem tengja saman spennusviðið í berginu, og vatnsþrýstinginn. Út frá þess háttar rannsóknum er hægt að fá niðurstöður sem mark er á takandi. Það hljómar ekki vel að dýrasta og stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, sem íbúar landsins gangast í ábyrgð fyrir, skuli felast í því að reisa risavaxið mannvirki á virku sprungusvæði. Til þess að það hljómi vel þá þurfa ítarlegar rannsóknir á jarðfræði svæðisins í heild að hafa farið fram, og þær þurfa að sýna ótvírætt að áhættan sé ekki það mikil að það borgi sig að fara út í framkvæmdina. Þessar rannsóknir lágu ekki fyrir þegar ákveðið var að ganga til samninga við Alcoa, og því má leiða af því líkur að ekki hafi verið nægilega vel vandað til verka. Hugmyndalíkanið af Íslandi, í jarðvísindalegu tilliti, hefur alltaf verið það að ef fyrir finnst jarð- hiti þá séu sprungur á því svæði virkar. Það sést á korti, sem fylgir skýrslunni, að jarðhiti finnist á svæðinu og út frá því er hægt að tala um virkt sprungu- svæði. Niðurstöður Kristjáns og Hauks sýna að jarðhiti sé á svæðinu þar sem stíflur eru reistar. Ég get vel skilið að menn geti verið ósammála um þær niðurstöður sem fyrir liggja í rannsóknum á svæðinu. Það er alþekkt í vísindum. En þegar þannig blasir við, þurfa menn að leita leiða til þess að rannsaka málið enn frekar með ítarlegri rannsóknum, sem gefa betri vísbendingar um það hvernig jarðfræði svæðisins er í raun og veru. Áhættumat vegna þeirra niðurstaðna sem fyrir liggja verður fara fram að nýju. Það liggur fyrir að framkvæmdirnar hófust án þess að svæðið hafi verið rannsakað nægilega vel. Nýjustu rannsóknir staðfesta það. Ein helsta ályktunin sem hægt er að draga af þeim niðurstöðum, sem leiða það í ljós að undirbún- ingurinn fyrir framkvæmdina var ekki nægilega góður, er að aðferðafræðin við að fjármagna virkjunina var ekki nægilega vel ígrunduð. Það er best að þeir sem lána fé til mannvirkja af þessu tagi þurfi að taka veð í mannvirkinu, því þá hafa þeir mikla hagsmuni af því að meta niðurstöður rannsókna eins og þeirra sem liggja fyrir nú. Miðað við þá fjármögnunarleið sem valin var, það er fjármögnun með ríkis- og borgarábyrgð, þá liggur fyrir að það er freistandi að leiða hjá sér niðurstöður nýrra rannsókna á framkvæmdatíma. Það er mín skoðun. Það er alveg ljóst að ef stíflurnar á svæðinu eru reistar á virku sprungubelti sem getur gliðnað og hreyfst til og þar af leiðandi valdið minni framleiðslu virkjunarinnar, þá tapast peningar sem Íslendingar ábyrgjast. Það er ekki úr vegi að minnast á það, að Sauðárfossmisgengið, sem liggur í gegnum framkvæmdasvæðið á Kárahnjúkasvæðinu, hefur hreyfst þrisvar á nútíma. Það er óumdeilt. Það þýðir að það hefur gerst á 3.000 ára fresti. Ef menn trúa því, að jarðhreyfing verði með reglulegu millibili, eins og oft er gengið út frá, þá má geta sér þess til að jarðhreyfing gæti orðið á svæðinu á næstu áratugum eða árhundruðum. Ég hef lengi haft, út frá mínum bakgrunni sem vísindamaður, mikla ónotatilfinningu fyrir þessu stíflustæði. Nýjustu rannsóknir styrkja þá tilfinningu enn frekar.“ SIGURÐUR ARNALDS Tals- maður Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GRÍMUR BJÖRNSSON Jarðeðlis- fræðingur og sérfræðingur í forðafræði jarðhita. FRÉTTABLAÐIÐ/GRÍMUR Ágreiningur um niðurstöður rannsóknanna á virkjunarsvæðinu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.