Fréttablaðið - 29.07.2006, Síða 29

Fréttablaðið - 29.07.2006, Síða 29
LAUGARDAGUR 29. júlí 2006 3 Ragnar Róbertsson tekur þátt í torfærumótum um land allt. Hann segir töluverðan kostn- að geta farið í að halda úti torfærujeppa. Ragnar segir áhugann fyrir tor- færunni hafa vaknað þegar hann fór að fylgjast með keppnum og ekki hafi liðið á löngu þar til hann settist sjálfur undir stýri. „Ég tók fyrst þátt í einni torfærukeppni árið 1997, nokkrum keppnum árin 1998-99 og hef keppt reglulega eftir það.“ Það er misjafnt hvað Ragnar tekur þátt í mörgum keppnum á ári, enda mismörg mót í boði. Í fyrra keppti hann þrisvar sinn- um, en stefnir á níu mót í sumar. Næst tekur hann þátt í móti á vegum AIFS sem haldið verður á Blönuósi 12. ágúst. Aðspurður segir Ragnar ógern- ing að æfa beinlínis fyrir mót, þar sem engin æfingasvæði séu fyrir hendi. „Við höfum raunverulega engin svæði til að æfa okkur á. Keppnishaldarar leigja yfirleitt malarnámur undir mót af verk- tökum,“ útskýrir hann. „Þetta fer yfirleitt fram í gryfjum á meðan vinna er ekki í gangi. Hella er undantekning þar sem Flugbjörg- unarsveitin heldur keppnina og útvegar svæðið.“ Ragnar bætir við að eitt besta ráð til að undirbúa sig fyrir mót sé að fylgjast vel með keppnum. „Maður getur lært ótal margt af því og eins af akstrinum sjálfum. Segja má að æfingin skapi meist- arann.“ Sjálfur keyrir Ragnar heima- smíðaðan bíl sem hann líkir við Willis. Hann segir mikinn tíma fara í viðhald á bílnum og bætir við að viðhaldskostnaður á tor- færubílum geti verið töluverður. „Ég hef heyrt að átta milljónir hafi farið í viðhald á einum bíl yfir árið. Þetta er náttúrulega há upphæð, en þegar haft er í huga að aðeins eitt dekk kostar 90.000 kr. sést hversu fljótt þetta týnist saman.“ Ragnar segir þátttökugjald og ferðalög hins vegar ekki vera svo kostnaðarsöm. Þátttökugjald fyrir næstu keppni sé til að mynda 7.500 kr. „Þó er gott að hafa styrktaraðila á bak við sig, enda ekki allir í aðstöðu til að bera kostnað af þessu sjálfir,“ bætir hann við í lokin. roald@frettabladid.is Torfæran er kostnaðarsöm Ragnar heldur úti heimasíðunni www.4x4.is þar sem finna má ýmsan fróðleik um torfæru- akstur. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Taka tvö Það hefur örugglega komið fyrir okkur öll að við höfum gert mis- tök sem við sjáum eftir. Hvort það var að svara vitlaust á prófi, gera grín að yfirmanninum meðan hann stóð rétt hjá eða nota pipar í staðinn fyrir hveiti þegar við bökum piparkökur... það skiptir ekki öllu, við þekkj- um tilfinninguna. Þess vegna er svo frábært að yfirleitt getum við reynt aftur og gert betur næst. Við fáum annað tækifæri. Svolítið eins og taka tvö í bíómynd. Þannig er það oft- ast á okkar eigin valdi hvað verð- ur úr lífi okkar. Ef illa tekst til í fyrstu er bara að reyna aftur og hafa gaman af öllu saman. Í umferðinni verðum við að gleyma þessum annars ágætu lífsreglum og leggja alla áherslu á að spila rétt úr því sem við höfum á hendi, strax frá upphafi. Þar er nefnilega ekki víst að tækifærin verði fleiri. Þar spil- um við upp á líf og dauða. Á þessum árstíma fer alltaf um mig smá óhugur. Ég minnist fyrri verslunarmannahelga og þeirra slysa sem orðið hafa í umferðinni á þessari mestu ferðahelgi ársins. Ég get því ekki ítrekað það nógsamlega við þig að fara varlega. Gefðu þér tvær mínútur í upphafi helgar til að hugleiða skynsamlegustu leiðina til að komast frá helginni án þess að þurfa að stóla á annað tæki- færi. Slepptu öllum hraðakstri. Hann skilar þér kannski fimm mínútum fyrr á áfangastað en tekur margfalt meiri tíma af lífi þínu sökum streitu. Ef þú kemst þá á áfangastað. Akstur og áfengi? Ég þarf nú ekki einu sinni að benda þér á hversu heimskulegt það er. Vona bara að þú passir upp á vinina líka. Og mér er líka alveg sama hversu óþægilegt það er að vera með bílbelti. Hefur þú einhvern- tíma flogið í gegnum framrúðu á bíl, eða lent undir honum í veltu? Það er óþægilegra, trúðu mér. Hvort sem þú ert undir stýri eða farþegi þá er það í þínum höndum að standa vörð um þitt líf og þeirra í kringum þig. Ekki láta skemmtilegustu helgi ársins enda með fórn á köldu altari göt- unnar. Þú hefur annað og meira við líf þitt að gera. Því miður er ekki alltaf nóg að passa sjálfan sig. Í umferðinni þurfum við líka að vera vakandi fyrir öðrum vegfarendum og allra helst þegar umferð er mikil eins og raunin verður um næstu helgi. Passaðu því upp á bilið á milli bíla og gættu þín á umferð úr gagnstæðri átt og á vegamót- um. Í sem fæstum orðum: farðu varlega um næstu helgi. Ekki taka áhættu. Ekki giska á svarið eða slumpa á uppskriftina. Kannski færðu ekki annað tæki- færi. Kannski verður engin taka tvö. Hluti af þeirri tækni sem BMW notar til að leggja sjálfur í stæði er þegar til staðar í 7-lín- unni. Tæknin á markað innan þriggja ára. Án þess að það sé algjörlega ljóst af hverju, þá hefur BMW lýst því yfir að innan þriggja ára verði boðið upp á búnað sem sér um að leggja bíl sjálfkrafa í stæði, án þess að manns- höndin komi þar nærri. Bílstjórinn þarf ekki einu sinni að vera í bílnum á meðan. Hluta af þeirri tækni sem búnað- urinn mun styðjast við er til dæmis að finna í 7-línunni frá BMW í dag. Viðbótin felst meðal annars í lítilli linsu sem komið er fyrir við bíla- stæðið eða inni í bílskúr. Lítil mynda- vél í stuðara bílsins sér svo um að reikna stöðu og fjarlægð bílsins frá linsunni og stýrir stjórntækjum bílsins eftir þeim upplýsingum. Allt sem bílstjórinn þarf að gera er að ýta á einn hnapp og bíllinn sér um afganginn. Leggur sjálfur í stæði Nýr Hyundai Coupe kynntur Fyrstu myndirnar af hinni nýju 2007 árgerð af Hyundai Coupe voru kynntar nýlega. Bíllinn, sem er þekktur sem Hyundai Tiburon í Bandaríkj- unum, mun að sögn fyrirtækisins fara fyrst í sölu í Evrópu og síðar í Ameríku. Tveggja lítra vél verður staðal- búnaður í bílnum en einnig kemur bíllinn með 2,7 lítra V6 vél og þá með sex gírum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.