Fréttablaðið - 29.07.2006, Síða 50
29. júlí 2006 LAUGARDAGUR30
Vorið 2001 var samþykkt tillaga á fundi í heim-spekideild um nafnbreyt-ingu á Stofnun í erlend-
um tungumálum við HÍ í Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur í erlend-
um tungumálum. Tilgangurinn
með nafnabreytingunni var tví-
þættur. Að heiðra Vigdísi fyrir
ómetanleg störf hennar í þágu
tungumála og að efla rannsóknir
og kennslu í erlendum tungumál-
um og íslensku sem erlendu máli.
Nafnbreytingin átti sér síðan
formlega stað 1. október sama ár í
tengslum 90 ára afmæli Háskóla
Íslands.
Viðhorf Íslendinga
„Íslendingar hafa almennt jákvætt
viðhorf til tungumála, bæði
gangvart eigin tungu og erlendum
málum.“ segir Auður. „Sú hefð að
læra þrjú til fjögur erlend tungu-
mál hefur reynst þjóðfélaginu
dýrmæt. Við sem vinnum hjá
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
teljum afar brýnt að viðhalda
þeim margbreytileika og tækifær-
um sem felast í því að læra mörg
tungumál. Ekki má gleyma að
tengslin við útlönd hafa stuðlað að
nýbreytni og framförum á öllum
sviðum svo ekki sé minnst á þann
menningarlega ávinning sem þeim
eru samfara. Þá má ekki gleymast
að það felast gríðarleg verðmæti í
víðsýni og opnu hugarfari gagn-
vart öðrum þjóðum. Þegar kemur
að lifandi samskiptum við útlönd
og ölduróti hnattvæðingar þá ríður
einnig á að hafa menningarlega
kjölfestu og vita hver maður er; að
standa vörð um sína eigin menn-
ingu.“ Auður segir jafnframt að
það sé ekki síst hlutverk stofnun-
arinnar að vekja fólk til vitundar
um mikilvægi tungumála þótt hún
sé vitaskuld fyrst og fremst rann-
sóknastofnun.
Kynningarstarf
Auður rifjar upp að í byrjun hafi
verið lögð áhersla á að efla starf-
semi stofnunarinnar með því að
fara nýjar leiðir. „Af því að við
erum háskólastofnun þar sem
fræðasviðið snýst um tungumál
og menningarlæsi og tengsl
Íslands við útlönd þá ákváðum við
að leita eftir auknu samstarfi við
erlenda háskóla um kennslu og
rannsóknir. Við völdum að fara
fyrst til Japans, meðal annars af
því að þá var í deiglunni að koma á
kennslu í japönsku við Háskóla
Íslands.“
Vilyrði um styrk til að koma á
kennslunni höfðu verið gefin frá
Sazakawa-sjóðnum, en í Japans-
ferðinni var einnig leitað eftir
stuðningi hjá Japan Foundation.
Erindið fékk jákvæða afgreiðslu
og í framhaldinu var tekin upp
japönskukennsla við HÍ. „Stund-
um erum við spurð, hvort við séum
í útrás eins og íslensk fyrirtæki.
Ég neita því ekki, að við höfum
fylgst með útrás íslenskra fyrir-
tækja af miklum áhuga og vissu-
lega hefur krafturinn og árangur-
inn sem henni fylgir gefið okkur
góðar hugmyndir. Mörg fyrirtækj-
anna hafa verið að hasla sér völl í
löndum þar sem fræðimenn stofn-
unarinnar þekkja vel til og þá
sjáum við í hendi okkar, hvernig
reynsla okkar og þekking gæti
nýst og stuðlað að enn betri
árangri. Fyrirtæki og háskóla-
stofnanir þurfa að leggjast á eitt
um að efla rannsóknir og hámarka
árangur.“
Norðurbryggjan og Porsche
Kynning á starfi stofnunarinnar
fór fram í Danmörku í lok nóvem-
ber 2003 í tengslum við vígslu
Norðurbryggjunnar í Kaupmanna-
höfn. Þá stóð stofnunin fyrir fjöl-
sóttri ráðstefnu um rannsóknir á
norrænum bókmenntum og tungu-
málum á Bryggjunni. Hinum sögu-
legu byggingum stóð til að breyta
mikið á sínum tíma en var bjargað
fyrir tilstilli góðra manna. Þar fór
Vigdís Finnbogadóttir fremst í
flokki. „Það er gaman frá því að
segja að nú er stefnt að því að
halda árlega ráðstefnu um rann-
sóknir sem snerta tungumál, bók-
menntir og sögu Norðurlanda-
þjóða í því skyni að heiðra framlag
Vigdísar í sambandi við Bryggj-
una,“ segir Auður.
Gott dæmi um árangur af kynn-
ingum erlendis er verkefnið
„Þýskubíllinn“, sem er samstarfs-
verkefni SVF, Þýska sendiráðsins,
Félags þýskukennara og HÍ. Verk-
efnið er styrkt af Robert Bosch
Stiftung og Würth-stofnuninni.
Leitað var eftir stuðningi við verk-
efnið í tengslum við kynninguna í
Þýskalandi árið 2004. Að frum-
kvæði Oddnýjar G. Sverrisdóttur,
varaforstöðumanns SVF, var efnt
til átaksverkefnis í tengslum við
heimsmeistarakeppnina í Þýska-
landi sem nú er nýlokið. Þýskubíll-
inn var sportjeppi af gerðinni
Porsche Cayenne sem þýskuþjálf-
arinn Kristian Wiegand ók um
Ísland og bauð grunn- og fram-
haldsskólanemum þátttöku í
örnámskeiði í „fótboltaþýsku“, þar
sem fjallað var um knattspyrnu og
heimsmeistarakeppnina.
„Þýskubíllinn hafði það að
markmiði að auka áhuga á þýsku-
námi, en áhugi er auðvitað drif-
krafturinn í öllu málanámi,“ segir
Auður. Verkefnið gekk afar vel og
hefur vakið verðskuldaða athygli
erlendis. Í nóvember 2004 var
stofnunin kynnt í Svíþjóð og vorið
2005 á Spáni. Nú í maí fór fram
kynning í Noregi. „Kynningarnar
hafa tekist afar vel og í því sam-
bandi hefur þátttaka Vigdísar
verið lykilatriði. Þá höfum við
notið frábærs samstarfs við
utanríkisráðuneytið og sendiráð
Íslands í þeim löndum, sem heim-
sótt hafa verið. Nú er stefnt að
kynningum í Frakklandi og Finn-
landi á næsta ári og í framhaldinu
í Bretlandi, Bandaríkjunum og
Kanada.“
Framlag Vigdísar
Því fer fjarri að Vigdís hafi aðeins
ljáð stofnuninni nafn sitt og látið
þar við sitja. „Hún hefur tekið
virkan þátt í starfsemi stofnunar-
innar, bæði heima og erlendis, og
ítrekað hefur hún opnað heimili
sitt fyrir innlendum og erlendum
gestum,“ segir Auður. „Hún starf-
ar mjög mikið með okkur, ekki síst
í tengslum við kynningarnar og
hún hefur farið með okkur á fundi
þar sem mikið hefur legið við.
Þegar maður kemur á fram-
andi slóðir áttar maður sig á því
hvað það er mikils virði að landið
og þjóðin sem maður tilheyrir hafi
jákvæða ímynd. Framlag Vigdísar
á alþjóðavettvangi hefur skipt
sköpum fyrir jákvæða ímynd
Íslands erlendis. Við berum einnig
mikla virðingu fyrir þeim gildum
sem Vigdís hefur haldið á lofti í
menningarlegu tilliti og þegar
tungumálin eru annars vegar fara
baráttumál hennar og hagsmunir
stofnunarinnar beinlínis saman.
Við höfum ítrekað fundið að ráða-
og framámenn erlendis átta sig á
mikilvægu framlagi Vigdísar jafnt
heima sem heiman.“ Aðspurð um
árangur stofnunarinnar segir
Auður að hvernig sem á það sé
litið, þá muni mest um störf
Vigdísar.
Hafnarfjörður og alheimurinn
Auður er uppalin í Hafnarfirði og
hefur ætíð búið þar fyrir utan
námsárin í Kaupmannahöfn. En
hvaðan kemur áhugi Auðar á
tungumálum og fjarlægum lönd-
um? „Ég hef áttað mig á því að
Hafnarfjörður er miklu alþjóð-
legri bær en ég hugði. Sem lítil
stelpa bjó ég við litla götu sem
Tungumálin eru
lykill heimsins
VIGDÍS OG SAMARNIR Samaskólinn í Tromsö í Noregi dvaldi á Íslandi fyrir nokkru. Öll kennsla í skólanum fer fram á samísku en tilgangur
heimsóknarinnar var að fræðast um það hvernig Íslendingum hefur í gegnum tíðina lánast að varðveita tungu sína.
MYND/BERGÞÓR
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er rannsókna-
stofnun innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands sem Auður Hauks-
dóttir, dósent í dönsku, veitir forstöðu. Eins og konan sem stofnunin
dregur nafn sitt af er Auður kraftmikil nútímakona með staðfasta trú
á framtíðarmöguleika þjóðar sinnar. Svavar Hávarðsson heimsótti Auði,
þáði sterkt kaffi og átti skemmtilegt spjall um starfsemi og hlutverk stofn-
unarinnar.
Þá má ekki gleymast
að það felast gríðarleg
verðmæti í víðsýni og
opnu hugarfari gagnvart
öðrum þjóðum. Þegar
kemur að lifandi sam-
skiptum við útlönd og
ölduróti hnattvæðingar
þá ríður einnig á að hafa
menningarlega kjölfestu
og vita hver maður er;
að standa vörð um sína
eigin menningu.