Fréttablaðið - 31.07.2006, Side 2
2 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR
Opið: Alla virka daga kl. 9:00 -18:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
TOYOTA AVENSIS SOL EXE
Nýskr 12.05 - ssk, ek. 8 þús. km.
Verð á
ður: 3.
090.00
0,-
Tilboð
:
2.880.
000,-
50.000 kr.
af bensíni fylgja
öllum notuðum
bílum
Engir þvengir Borgarstjórnin í París
hefur ákveðið að banna þvengbikiní
og berbrjósta sólböð á sumarhátíðinni
Strendur Parísar. Ekki er fyllilega ljóst
hvers vegna bannið var sett á núna en
hátíðin, sem stendur yfir í mánuð, hefur
verið haldin um fimm ára skeið.
FRAKKLAND
SAMRÁÐ Kjaranefnd barst ekki
beiðni frá embætti ríkissaksókn-
ara um heimild fyrir aukinni yfir-
vinnu vegna rannsóknar á samráði
olíufélaganna samkvæmt Guðrúnu
Zoëga, formanni kjararáðs, sem
áður hét kjaranefnd. Aðeins einn
starfsmaður ríkissaksóknara
hefur unnið að rannsókn málsins
seinustu mánuði en hann er nú í
sumarfríi og því liggur rannsókn
málsins niðri.
Í Fréttablaðinu á laugardag
sagði Helgi Magnús Gunnarsson,
sá lögfræðingur sem unnið hefur
að málinu, að ríkissaksóknari hefði
sent kjararáði beiðni um heimild
til að vinna frekari yfirvinnu
vegna rannsóknar á málinu, en
þeirri beiðni hafi verið hafnað.
Formaður kjararáðs segir þetta
ekki rétt.
„Kjaranefnd barst beiðni frá
Helga Magnúsi Gunnarssyni um
viðbótargreiðslur vegna málsins,
og hún var afgreidd þannig að
ákvörðun skyldi tekin þegar mál-
inu væri lokið. Það er í samræmi
við afgreiðslu kjaranefndar á svip-
uðum málum,“ segir Guðrún.
„Kjaranefnd hefur ekkert með
heimildir til vinnu að gera en hún
ákveður hins vegar hvernig greitt
er fyrir vinnuna. Í þessu tilviki var
það afgreitt þannig að málið skyldi
skoðað að þessari törn lokinni.“ - sþs
Kjaranefnd fékk ekki yfirvinnubeiðni vegna rannsóknar á olíusamráðinu:
Ráða engu um vinnuheimild
BENSÍNI DÆLT Guðrún Zoëga segir kjara-
nefnd hafa ekkert með heimildir til vinnu
að gera, það sjái formaður embættisins
um.
LÖGREGLUMÁL Betur fór en á horfð-
ist þegar maður beit hluta af eyra
af öðrum manni í átökum þeirra á
milli á Bergstaðastræti snemma í
gærmorgun. Lögreglumenn hand-
tóku árásarmanninn á vettvangi
en fórnarlambið var flutt á slysa-
deild Landspítalans. Að sögn varð-
stjóra tókst læknum að sauma
eyrað saman.
Árásarmaðurinn var látinn
sofa úr sér í fangaklefa. Hann var
yfirheyrður í gær en mun ekki
hafa viðurkennt brot sitt. Fórnar-
lamb árásarinnar hafði síðdegis í
gær ekki lagt fram kæru á hend-
ur árásarmanninum. Rannsókn
málsins heldur áfram. - vör
Lögregla skarst í leikinn:
Eyrnabítur tek-
inn höndum
KINSHASA, AP Kosningar voru haldn-
ar í gær í Kongó, hinu austara, í
fyrsta sinn í fjörutíu ár. Kosning-
arnar þykja marka tímamót og
vonir standa til þess að friðsam-
legri tímar séu í vændum í þessu
landi, þar sem átök og spilling hafa
sligað allt mannlíf áratugum
saman.
„Þetta er sögulegur dagur fyrir
okkur. Við höfum ekkert haft neitt
nema stjórnarbyltingar og einræð-
isherra í þessu landi, draugastjórn-
ir,“ sagði Jean-Pierre Shamba, 44
ára verkfræðingur, eftir að hann
hafði greitt atkvæði í bænum Bunia
í gær. „Núna fáum við stjórn fólks-
ins. Ég þakka guði fyrir það.“
Joseph Kabila, hinn ungi forseti
landsins, þykir sigurstranglegast-
ur af 33 frambjóðendum til forseta-
embættisins, en í hópi þeirra eru
fyrrverandi uppreisnarleiðtogar
sem hann barðist við á sínum tíma.
Fyrir þremur árum var gert
friðarsamkomulag, sem fól í sér
að bráðabirgðastjórn tók við
völdum þar sem Kabila var for-
seti en uppreisnarleiðtogarnir
varaforsetar.
Meira en níu þúsund manns eru
í framboði til löggjafarþings lands-
ins, sem verður skipað fimm hundr-
uð þingmönnum. Íbúar landsins
eru 58 milljónir og af þeim eru 25
milljónir á kjörskrá. - gb
KJÓSENDUR Á KJÖRSTAÐ Í KINSHASA Kjósandi stingur kjörseðli sínum í kjörkassann, en á
bak við má sjá kjörklefana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Miklar vonir bundnar við fyrstu kosningarnar í Kongó í fjóra áratugi:
Kabila þykir sigurstranglegur
WASHINGTON, AP Mun algengara er
að fangar séu misnotaðir kynferð-
islega en tilkynningar um slík brot
gefa til kynna. Þetta er niðurstaða
nýrrar bandarískrar rannsóknar á
vegum dómsmálaráðuneytisins.
Tæplega þrír af hverjum þús-
und föngum tilkynna um slík brot
gegn sér, en talið er að þau séu
mun algengari. Kannanir hafa
meðal annars sýnt að tíu prósent
karlkyns fanga í Miðvesturríkjun-
um hafi verið nauðgað. Þeir veigri
sér þó mjög oft við að segja frá
því.
Þá er sagt frá því að nauðganir
í fangelsum séu ekki bara vanda-
mál fangelsanna, því þeir sem
verði fyrir misnotkun þar brjóti
oft af sér á sama hátt þegar þeir
losna út. - sh
Nauðganir tíðar í fangelsum:
Misnotaðir
fangar þegja
VERSLUN Nokkuð óvenjuleg sjón
blasti við þeim sem leið áttu í Jóns-
búð á Reykhólum á laugardag en
þá voru flugmenn að setja bensín á
fleygan fararskjóta sinn. Flug-
brautin á Reykhólum er ekki nema
um hundrað metrum frá Jónsbúð.
„Ég sá manninn draga flugvél-
ina hingað inn á plan hjá okkur og
ég hugsaði bara, vá,“ segir Ingi-
björg Sæmundsdóttir sem afgreiddi
flugmennina. „Það koma margar
flugvélar hingað á Reykhóla en
aldrei koma þær upp á plan. Reynd-
ar höfum við einu sinni afgreitt
mann sem kom hingað með fisvél,“
segir Ingibjörg. - jse
Jónsbúð á Reykhólum:
Fyllti á tankinn
FLUGVÉL VIÐ JÓNSBÚÐ Það var skrautlegt
planið við Jónsbúð þegar flugvél og fjögur
myndarleg vélhjól stóðu þar meðan eig-
endur fylltu á fararskjóta sinn.
MYND/HLYNUR ÞÓR MAGNÚSSON
ÖRYGGI Nokkuð er um að fyrirtæki
láti starfsmenn sína vinna á lyft-
ara án þess að þeir hafi tilskilin
leyfi eða próf. Starfsmannastjórar
og öryggisfulltrúar hjá Aðföngum,
Eimskip og Rúmfatalagernum
segja að þótt þeir reyni að sjá til
þess að allir sem stýri lyfturum
séu með réttindi þá komi fyrir að
minni lyftarar séu notaðir af mönn-
um sem hafi ekki lyftarapróf.
„Ég get fullyrt að við reynum
okkar besta,“ segir Eyþór Ólafs-
son, öryggisstjóri hjá Eimskip. „Á
stærri lyfturunum eru allir með
réttindi, en á hinum geta verið
nýbyrjaðir starfsmenn sem eru í
þjálfun.“
Hann segir að það taki alltaf
einhvern tíma fyrir menn að fara í
gegnum námið og á meðan vinni
þeir undir leiðsögn kennara á
minnstu lyfturunum.
Á þriðjudaginn var lést fransk-
ur verktaki í vinnuslysi við Hellis-
heiðarvirkjun. Maðurinn stóð á
göfflum lyftara í sjö til níu metra
hæð þegar jörðin undan lyftar-
anum seig, með þeim afleiðingum
að hann valt á hliðina. Við það féll
maðurinn til jarðar og hlaut höfuð-
högg sem dró hann til dauða. Að
mati Vinnueftirlitsins var öryggis-
ráðstöfunum ekki fylgt þegar slys-
ið varð. Lögreglan á Selfossi gefur
ekki upp hvort ökumaður lyftar-
ans hafi verið með lyftararéttindi
eða ekki.
Samkvæmt reglum Vinnueftir-
litsins sem heyra undir lög um
aðbúnað, hollustuhætti og öryggi
á vinnustöðum verður stjórnandi
lyftara að hafa réttindi til að nota
hann. Mismunandi reglur gilda
um mismunandi stærðir á lyftur-
um, en réttindi þarf til að stýra
bæði minni og stærri lyfturum.
„Það sem ég heyri oftast er að það
sé erfitt að halda þessum reglum í
lagi varðandi minnstu tækin,“ segir
Magnús Guðmundsson, deildarstjóri
á vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins.
„Það er þá vegna mikillar starfs-
mannaveltu, fyrirtækin séu að skipta
svo oft um starfsmenn að þau hafi
ekki undan að senda þá á námskeið.“
Hann segir þessa flokkun á
réttindum í endurskoðun hjá
Vinnueftirlitinu. „Það er mat
manna að það sé fullmikið af
minni tækjum í þessum réttinda-
flokki sem væri óþarfi að gera
kröfur um réttindi á. Það eru
alltaf að koma fjölbreyttari tæki
á markaðinn og með endurskoð-
uninni á að reyna að flokka þetta
betur.“
salvar@frettabladid.is
Reglur um lyftara-
réttindi oft brotnar
Fyrirtæki sjá ekki alltaf til þess að þeir sem stýra lyfturum séu með tilskilin
próf. Oftast eru það stjórnendur minni lyftara sem eru próflausir, en það er brot
á reglum. Vinnueftirlitið segir reglur varðandi minni lyftara í endurskoðun.
LYFTARI Öryggisstjóri hjá Eimskip segir fyrirtækið gera sitt besta til að sjá til þess að allir
séu með réttindi sem stýra lyftara. Þó komi fyrir að starfsmenn stýri minni lyfturum án
prófs.
LÖGREGLUMÁL Töluverð ölvun var á
bæjarhátíðinni Á góðri stund sem
lauk á Grundarfirði í gærkvöld.
Að sögn lögreglunnar á Snæfells-
nesi voru um tvö þúsund manns á
hátíðinni og þurftu lögreglumenn
að hafa nokkur afskipti af fólki.
Nokkuð var um minniháttar
pústra manna á millum og voru
nokkrir ólátabelgir fluttir á lög-
reglustöð. Einn var tekinn grunað-
ur um að aka ölvaður í gærmorg-
un. Hann taldi sig vera kominn í
ökuhæft ástand eftir gleði nætur-
innar. - vör
2.000 gestir á Grundarfirði:
Töluverð ölvun
meðal gesta
SPURNING DAGSINS
Dagur, er þetta eitthvað sem
þú hefur alltaf þráð?
„Ég þráði þetta fyrir löngu síðan en
gleymdi því svo en er nú aftur að taka
upp þráðinn.“
Samfylkingin lagði fram tillögu í borgarráði
í liðinni viku um að kannaðar yrðu leiðir til
að koma á þráðlausri nettengingu um alla
Reykjavíkurborg. Dagur B. Eggertsson er
oddviti Samfylkingar.
LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru
handteknir um helgina í heima-
húsi á Sauðárkróki. Annar mann-
anna var með lítilsháttar magn af
hassi. Honum var sleppt að lokinni
yfirheyrslu en talið er víst að hass-
ið hafi verið ætlað til einkaneyslu.
Á hinum manninum fundust sjö
grömm af hassi og smáræði af
amfetamíni. Þá fundust töluverðir
fjármunir í fórum hans og leikur
grunur á að peningarnir séu ágóði
eiturlyfjasölu.
Báðir mennirnir hafa áður
gerst brotlegir við lög. Þeir játuðu
báðir við yfirheyrslur. - vör
Fíkniefnamál á Sauðárkróki:
Tveir menn
handteknir