Fréttablaðið - 31.07.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 31.07.2006, Síða 4
4 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR ���������������������������������� ������������� ������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� �������������� ������������� �������������� ����������������� ������������� ��������������� ��������������� ��������������� ����������� ����������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� �������������� ������������� ���������� ������������ �������������� ����� ��� � ������� ������������� ��� ����� ����������� � �� ���������� ����������� �� ������������� ������� ������������ ������� �� ��������� �������� ���� ����������� � ���� ���������������� ������������� ��� ����� ������ �������������� � ���������������������� ��� ������������ ���� ������������������ �� ����� ������������� ����������� ����������� ��������� ��������� �� �������� ������������ ���������������� �������� ��������� �������� ��� ������������� ������ ������������������������������������� ������������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� � � � � � � � � � � �� �� �� �� �� ���� �� �� �� �� �� GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 28.7.2006 Bandaríkjadalur 72,85 73,19 Sterlingspund 135,38 136,04 Evra 92,33 92,85 Dönsk króna 12,375 12,447 Norsk króna 11,735 11,805 Sænsk króna 9,996 10,054 Japanskt jen 0,6301 0,6337 SDR 107,67 108,31 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 127,9599 Gengisvísitala krónunnar N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› Slagsmál á Borðeyri Tveir voru fluttir í fangaklefa fyrir ölvun og óspektir á Borðeyrarhátíð aðfaranótt sunnudags. Um það bil 300 manns voru saman- komin við hátíðarhöldin. Þá liggur annar mannanna undir grun fyrir fíkniefnamis- ferli. Báðir voru vel við skál og voru þeir vistaðir á lögreglustöðinni á Blönduósi. LÖGREGLUFRÉTTIR Þung umferð á Búðardal Fjórir voru teknir fyrir hraðakstur og einn fyrir ölvunarakstur nálægt Búðardal aðfaranótt sunnudags. Að sögn lögreglu var mikil umferð á svæðinu enda veður með eindæmum gott og nokkur stór ættarmót haldin á svæðinu. Umferð gekk greiðlega og engin slys á fólki. VIÐSKIPTI Straumur-Burðarás fjár- festingabanki hefur fest kaup á helmingshlut í breska ráðgjafa- fyrirtækinu Stamford Partners í London. Breska fyrirtækið sér- hæfir sig í ráðgjöf fyrir matvæla- og drykkjarvörufyrirtæki og eru þekkt fyrirtæki í þeim geira meðal viðskiptavina þess. Jafnframt hyggst Straumur opna útibú og hefja útlánastarfsemi í London síðar á árinu. Seljendur eru stofnendur fyrir- tækisins og lykilstarfsmenn. Þeir munu allir starfa áfram hjá fyrir- tækinu. „Við erum að fara inn á áhugaverðan og mikilvægan mark- að og gerum það með kaupum á sér- hæfðu fyrirtæki sem náð hefur frá- bærum árangri og sjáum möguleika í að samhæfa ráðgjöf og fjármögn- un,“ segir Friðrik Jóhannsson, for- stjóri Straums-Burðaráss. Markmið Straums með kaupun- um er að koma sér fyrir á breska markaðnum sem er skilgreindur sem einn af kjarnamörkuðum bankans. Guðmundur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, segir seljendurna sjá, eins og Straumur, mikil tækifæri í því að tengja saman ráðgjöfina og lánagetu Straums. „Þeim finnst spennandi við þessi kaup að geta boðið sínum viðskiptavinum upp á fjölbreyttari þjónustu en þeir geta í dag.“ Guðmundur segir kaupin lið í þeirri stefnu sem var mörkuð við sameiningu Straums og Burðaráss, þegar stefnan var sett á að bankinn yrði leiðandi fjárfestingabanki á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Straumur hefur þegar hafið starf- semi í Danmörku með því að byggja upp frá grunni. Hann segir London erfiðan markað þar sem mikil samkeppni ríki. „Við völdum því þá leið að kaupa fremur en að byggja upp frá grunni. Það að við kaupum fyrirtæki sem þjónar þess- um tilteknu atvinnugreinum, hefur enga merkingu í sjálfu sér.“ Þeir segja tækifærin liggja í að koma sér fyrir á markaði með öflugu samstarfi og breikka verkefnaval- ið út frá því. Stjórnendur Stamford Partn- ers hafa áratuga reynslu af ráð- gjöf í matvæla- og drykkjar- vörugeiranum og höfðu fyrir stofnun fyrirtækisins unnið hjá fjárfestingabönkum að slíkum verkefnum um árabil. Meðal við- skiptavina má nefna fyrirtæki eins og Northern Foods, Barilla og Cadbury Schweppes. Þeir segja gríðarleg tækifæri í sameiningarverkefnum í matvæla- geiranum, en markmiðið sé að ná fótfestu á markaðnum og breikka tekjugrunn bankans, þannig að hann verði leiðandi fjárfestinga- banki í Norður-Evrópu. Stamford Partners er ekki stórt fyrirtæki í starfsmönnum talið en leiðandi á sínu sviði. Að kröfu selj- enda eru ekki gefnar upp tölur um kaupverð og veltu. Þeir segja þó leitun að félagi sem skili jafn miklu á starfsmann og að félagið njóti mikillar virðingar, kaupin styrki því Straum-Burðarás verulega á þessum markaði. Hugmyndin að kaupunum hafi komið upp þegar Straumur-Burðarás vann með Stam- ford fyrr á árinu. haflidi@frettabladid.is UPPHAFSSKREF Á BRESKA MARKAÐNUM Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss, og Friðrik Jóhannsson forstjóri. Bankinn hefur stigið fyrsta skrefið á breska markaðnum með kaupum á reyndu og virtu ráðgjafarfyrirtæki. Straumur kaupir ráðgjafa í London Straumur-Burðarás hyggst opna útibú í London. Fyrstu skrefin að innkomu á breska markaðinn hafa verið stigin með kaupum á helmingshlut í hinu virta ráðgjafarfyrirtæki Stamford Partners. ÍSRAEL Sautján ára Íslendingur, Yousef Ingi Tamimi, var í haldi landamæravarða á flugvellinum í Tel Aviv í 13 klukkustundir í gær. Hann fékk hvorki vott né þurrt í tíu klukkustundir og vissi aldrei hvenær eða hvort hann yfirleitt kæmist inn í landið. Yousef var á leið ásamt ísra- elskum frænda sínum í mánaðar- heimsókn til föðursystur sinnar í Jerúsalem. Flugvél hans lenti í Tel Aviv klukkan fimm að morgni að staðartíma, eða klukkan tvö að íslenskum tíma. Eftirlitsmönnum á flugvellinum þótti hann grun- samlegur og trúðu ekki sögunni um að hann væri á leið til frænku sinnar. Vegabréfið var því tekið af honum til skoðunar, en frænda hans var hleypt inn í landið. Þegar vegabréfið var tekið af honum var honum sagt að athugunin gæti tekið frá fimm mínútum til sólar- hrings. „Vegabréfið kemur þegar það kemur, sögðu þeir. Samt lá það á borði hjá þeim allan tímann. Þeir voru bara að reyna að brjóta mig niður á einhvern hátt,“ sagði Yousef þegar hann var kominn til frænku sinnar í gær. „Ég held að þetta hafi verið fyrirfram ákveð- ið. Þeir ætluðu bara að láta mig vera þarna í tólf tíma.“ Yousef, sem átti allt eins von á því að vera sendur til baka, fékk loks eitthvað að borða eftir tíu tíma dvöl á flugvellinum, og var þá orðinn sársvangur. Honum var loksins hleypt inn í landið klukkan þrjú að íslenskum tíma. Salman Tamimi, faðir Yousefs, segir svona hegðun landamæra- varða í Ísrael engin nýmæli. „Það er alltaf látið svona við fólk, sér- staklega þegar það er vitað að það er á leiðinni í arabíska hlutann. Þeir reyna að gera þetta eins leið- inlegt og hægt er svo fólk vilji örugglega ekki koma aftur.“ Yousef segir þetta atvik þó alls ekki fæla hann frá því að heim- sækja landið. „Ef maður trúir á málstaðinn þá bara kemur maður oftar til að sýna þeim það að það er ekki hægt að brjóta mann auð- veldlega niður.“ - sh Sautján ára Íslendingur laus úr haldi landamæravarða á flugvellinum í Tel Aviv eftir þrettán klukkustunda dvöl: Lætur ekki brjóta sig auðveldlega niður YOUSEF INGI TAMIMI Landamæraverðir stöðvuðu för Yousefs og héldu honum föngnum í þrettán klukkustundir. LÖGREGLUMÁL Ungur ökuþór á Sel- fossi stakk lögreglu af í fyrri- nótt, ók yfir hringtorg þar sem hann affelgaði eitt hjól bílsins og endaði ferðina loks inni í garðin- um heima hjá sér. Lögreglumenn höfðu ætlað að stöðva manninn fyrir reykspól þegar hann brást svona við. Hann var á Camaro-bíl sem hann hafði í láni og segir lögreglan bílinn sennilega vera nokkurra milljóna króna virði. Nú lítur allt út fyrir að hann verði að kaupa bílinn, sem skemmdist töluvert. Maðurinn var allsgáður og hafði ekki mörg umferðarlagabrot á skrá. Hann var þó sviptur öku- réttindum fyrir athæfið. - vör Ökuníðingur á Selfossi: Staðnæmdist í eigin húsgarði Í GARÐINUM HEIMA Maðurinn affelgaði bílinn í hamaganginum. SJÓFERÐIR Stór floti gúmmíanda sem féll af flutningaskipi árið 1992 fer brátt að koma að landi, en um tíu þúsund slíkar endur hafa siglt um heimshöfin síðustu fjór- tán ár. Þetta kemur fram á frétta- vefnum Sunday Mirror. Endurnar féllu í Kyrrahafið ásamt froskum og skjaldbökum úr gúmmíi, en talið er að endurnar hafi yfirgefið hópinn ári seinna og haldið inn Beringssund. Þar frusu þær í ís og ferðuðust norður fyrir til Atlantshafsins. Að lokum lenda þær í Golfstraumnum sem ber þær til Bretlands. Vísindamenn hafa fylgst með ævintýri andanna til að fræðast betur um hafstrauma. - sþs Fjórtán ára ferðalagi lýkur brátt: Gúmmíendur sigla um höfin GÚMMÍÖND Þegar ferðalaginu lýkur hafa endurnar siglt yfir þrjátíu þúsund kílómetra. LÖGREGLUMÁL Mönnunum fimm sem handteknir voru fyrir grófa líkamsárás á Selfossi aðfaranótt laugardags hefur verið sleppt úr haldi. Yfirheyrslum yfir þeim lauk í fyrrakvöld. Mennirnir réðust á tvo aðra með bareflum, meðal annars keðju sem lögreglan hefur undir hönd- um. Ekki liggur fyrir hvað árásar- mönnunum gekk til en fórnar- lömbin eru talsvert meidd, annað höfuðkúpubrotið. Málið er enn í rannsókn lög- reglunnar á Selfossi. - sh Fólskuleg árás á Selfossi: Árásarmönnum sleppt úr haldi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.