Fréttablaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 6
6 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR
www.lyfja.is
- Lifið heil
FLJÓTVIRKT VERKJALYF VIÐ M.A. TÍÐAVERKJUM.
INNIHELDUR ENGIN ÁVANABINDANDI EFNI.
Voltaren Dolo
FÆST ÁN LYFSEÐILS
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
L†
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
YF
3
32
04
06
/2
00
6
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn
Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði
Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd
Selfossi - Laugarási
Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem
höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum. Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum skal
leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu
að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgu-
eyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði
við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfja- fræðings um milliverkanir við önnur
lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
KJÖRKASSINN
Ætlar þú á útihátíð um verslun-
armannahelgina?
Já 31%
Nei 69%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Fórst þú á tónleika Sigur Rósar í gær?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
LISTAVERK Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, sitjandi forsætis-
og menntamálaráðherra, segir
ástæðulaust að finna listaverk-
um í eigu Ríkisútvarpsins nýjan
stað á safni. Eins og greint var
frá í Fréttablaðinu fyrir skömmu
taldi Hilmar Einarsson, forvörð-
ur í Morkinskinnu, sem vann að
mati á listaverkunum, að far-
sælast væri að finna listaverk-
unum stað á Listasafni Íslands.
Listaverkin eru samkvæmt mati
Hilmars metin á tæpar 52
milljónir króna.
Þorgerður segir listaverkin
sóma sér vel á veggjum útvarps-
hússins við Efstaleiti. „Ég held að
það sé ástæðulaust að finna verk-
unum stað á Listasafni Íslands,
þar sem þau glæða menningarlega
ásýnd Ríkisútvarpsins miklu lífi
og gefa stofnununni mikilvæga
menningarlega ásýnd. Auk þess er
ég þeirrar skoðunar að það sé
íslenskri menningu til hagsbóta að
jafn glæsileg listaverk og þau sem
eru í eigu RÚV séu fyrir augum
þeirra fjölmörgu sem sækja höf-
uðstöðvar Ríkisútvarpsins heim.“
Ólafur Kvaran, forstöðumaður
Listasafns Íslands, sagði í viðtali
við Fréttablaðið fyrir skömmu að
listrænt gildi þriggja verka Gunn-
laugs Scheving, sem metin eru á
rúmar 40 milljónir, gæfi tilefni til
þess að koma verkunum fyrir innan
veggja Listasafns Íslands. Hann
sagðist þó vel skilja það sjónarmið
að verkin væru hluti af mikilvægri
menningarlegri ásýnd RÚV. - mh
Menntamálaráðherra segir verk í eigu RÚV sóma sér vel innan stofnunarinnar:
Óþarft að færa listaverkin
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR
Segir listaverkin glæða RÚV menningarlegu
lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HOUSE OF FRASER Áreiðanleikakönnun er
á lokastigi.
VIÐSKIPTI Baugur er að leggja loka-
hönd á 47 milljarða yfirtökutilboð
í House of Fraser (HOF) sem lík-
lega verður lagt fram um miðjan
ágúst. Áreiðanleikakönnun er á
lokastigi að sögn Daily Telegraph
og þykir jafnvel líklegt að tilboðið
liggi fyrir í þessari viku.
Don McCarthy, sem var meðal
fjárfesta og stjórnenda í Rubicon
Retail sem tískuverslunarkeðjan
Mosaic Fashions keypti á dögun-
um, verður stjórnarformaður
HOF, gangi áformin eftir.
Philip Mountford, forstjóri
herrafatakeðjunnar Moss Bros,
þykir líklegur að taka við stjórnar-
taumunum í HOF en ekki er úti-
lokað að núverandi forstjóri, John
Coleman, haldi starfi sínu.
FL Group og Kevin Stanford
munu einnig koma að yfirtökunni
ásamt bankanum HBOS. - eþa
Tilboð í House of Fraser:
Lagt fram á
næstu dögum
Stakk lögreglu af Lögreglan í Reykja-
vík mældi vélhjólamann á 148 kílómetra
hraða á Vesturlandsvegi á laugardags-
kvöldið. Lögregla veitti vélhjólamannin-
um eftirför en tókst ekki að ná honum
þar sem hann keyrði í burtu á um það
bil 160 kílómetra hraða.
LÖGREGLUFRÉTTIR
LÍBANON, AP Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna var kallað saman á neyð-
arfund í gær vegna loftárása ísra-
elska hersins á þorpið Kana í
Líbanon í fyrrinótt. Kofi Annan,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, sagði við upphaf fundarins að
ráðið verði að grípa til aðgerða nú
þegar, „áður en mikið fleiri börn,
konur og menn falla í átökum sem
þau hafa enga stjórn á“.
Að minnsta kosti 56 manns féllu
í loftárásinni, sem gerð var í fyrri-
nótt. Þrjátíu og fjórir hinna látnu
voru á barnsaldri. Björgunar-
starfsmenn og íbúar unnu að því
fram eftir öllum degi að bjarga
fólki úr rústunum og grafa upp lík
hinna látnu.
Ísraelar réttlæta árásina með
því að hundruðum flugskeyta hafi
verið skotið frá Kana yfir landa-
mærin til Ísraels. Þeir segjast einn-
ig hafa varað íbúana við árásunum
bæði með útvarpstilkynningum og
dreifimiðum. Fáir íbúanna ákváðu
þó að flýja borgina, þrátt fyrir
þessar viðvaranir. Fólk leitaði frek-
ar skjóls í kjöllurum, sem dugði
skammt þegar húsin hrundu.
Ehud Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, sagði í gær að Ísraelar
væru „ekkert að flýta sér“ að koma
á vopnahléi. Fyrst vilji þeir ljúka
því verkefni, að afvopna Hizbollah-
samtökin. Hann sagði við
Condoleezzu Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, að þeir
þyrftu tíu til fjórtán daga í viðbót
til þess að ljúka því sem þeir ætla
að gera í Líbanon.
Rice var stödd í Ísrael þegar
fréttir bárust af árásinni á Kana og
ákvað þá að snúa strax heim til
Washington. Hún sagðist vilja að
vopnahlé kæmist á sem allra fyrst,
og hefur ekki fyrr tekið jafn
afdráttarlaust til orða um það.
Fyrir tíu árum gerðu Ísraelar
einnig harða árás á Kana og drápu
þá meira en hundrað líbanska borg-
ara sem höfðu leitað þar skjóls í
bækistöðvum Sameinuðu þjóð-
anna. Sú árás, sem iðulega er nefnd
„fjöldamorðin í Kana,“ vakti hörð
viðbrögð um heim allan og átti sinn
þátt í að Ísraelar hættu árásum
sínum á Líbanon.
Þessar síðustu árásir hafa nú
staðið yfir frá 12. júlí og kostað
meira en 510 manns í Líbanon lífið,
og voru langflestir þeirra almennir
borgarar í landinu. Meira en 750
þúsund Líbanar hafa flúið að
heiman vegna átakanna.
gudsteinn@frettabladid.is
BJÖRGUNARMAÐUR MEÐ EITT BARNSLÍKANNA Í KANA Að minnsta kosti 34 börn fundust
látin í rústunum í Kana í gær eftir árásir Ísraela. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Tugir barna meðal
hinna látnu í Kana
Að minnsta kosti 56 manns, flestir konur og börn, létu lífið í loftárásum á
líbönsku borgina Kana í fyrrinótt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað
á neyðarfund. Ísraelar segjast ekki vera að flýta sér að koma á vopnahléi.
LONDON, AP Sviðsmynd nýrrar
kvikmyndar um njósnara hennar
hátignar, James Bond, gereyði-
lagðist í miklum
eldsvoða í gær-
morgun. Verið
var að fjarlægja
leikmuni úr
Pinewood Studios-
kvikmyndaverinu
í Buckingham-
skíri á Englandi
þegar mikill eldur
blossaði upp og sviðsmyndin varð
fljótt alelda.
Rúmlega fimmtíu slökkviliðs-
menn á átta dælubílum börðust
við eldinn og eldtungur teygðu
sig tugi metra í loft upp. Gríðar-
mikinn reyk lagði yfir nágrennið
upp um þak kvikmyndaversins
sem hrundi að mestu. Þeir þrír
sem í húsinu voru þegar eldurinn
kviknaði sluppu heilu og höldnu.
Nýja kvikmyndin, Casino
Royale, er 21. Bond-myndin í röð-
inni, og sú fyrsta sem skartar
breska leikaranum Daniel Craig í
aðalhlutverkinu. Myndirnar hafa
oftar en ekki verið teknar upp í
Pinewood-kvikmyndaverinu, en
það var reist árið 1935. Fyrsta
Bond-myndin, Dr. No, var tekin
þar upp árið 1962.
Tökusalurinn þar sem eldurinn
kviknaði hafði að geyma eftir-
mynd af Feneyjum, en sami salur
brann til grunna árið 1984 við
tökur á annarri Bond-mynd, The
Spy Who Loved Me, og var endur-
reistur fyrir tveimur árum. - sh
Yfir fimmtíu slökkviliðsmenn börðust við eld í kvikmyndaveri á Englandi í gær:
Bond-sviðsmynd eldi að bráð
DANIEL CRAIG
SVARTUR MÖKKUR Mikinn reyk lagði yfir nágrenni kvikmyndaversins, en þak þess hrundi í
hitanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SLYS Harkalegur árekstur varð við
Svignaskarð um sex leytið í gær,
með þeim afleiðingum að fjórir
slösuðust. Tveir voru fluttir á
slysadeild til aðhlynningar.
Báðar bifreiðarnar eru óöku-
færar eftir áreksturinn en lög-
regla telur líklegt að annar bíllinn
hafi verið á öfugum vegarhelm-
ingi þegar þeir rákust saman.
Hvorugur ökumaðurinn er grun-
aður um að hafa ekið of hratt eða
undir áhrifum áfengis. - sþs
Árekstur við Svignaskarð:
Tveir á sjúkra-
hús eftir slys
UPPGRÖFTUR Rústir miðaldakirkju
hafa fundist við uppgröft á Gásum
í Eyjafirði. Er um að ræða rústir
af þremur kirkjum sem stóðu á
sama kirkjustæðinu á mismun-
andi tímabilum og er sú yngsta frá
því eftir 1300.
„Þetta hefur verið gríðarlegt
mannvirki á þeim tíma og sett
mikinn svip á staðinn,“ segir Orri
Vésteinsson fornleifafræðingur.
Talið er að kirkjan hafi þjónað
erlendum kaupmönunnum sem
stunduðu viðskipti á Gásum.
Þetta er sjötta og jafnframt
síðasta árið sem unnið er að
uppgrefti á Gásum. - öhö
Uppgröftur á Gásum:
Fundu rústir
miðaldakirkju
KIRKJURÚSTIR Þrjár kirkjur stóðu á kirkju-
stæðinu, sú síðasta upp úr 1300.
SJÁVARÚTVEGUR Togarinn Þórunn
Sveinsdóttir fékk trollið frá
Bylgju VE í skrúfuna í fyrradag
þegar togararnir voru á veiðum
um níu sjómílum vestur af Sand-
gerði. „Til allrar hamingju fór
vírinn ekki í skrúfuna því þá
hefði líklega þurft að draga tog-
arann í land,“ segir Sigurður
Stefánsson kafari, sem losaði
veiðarfærin úr ásamt öðrum
kafara.
Björgunarsveitarmenn frá
Sigurvon komu köfurum á hrað-
báti fljótt á vettvang en svo fylgdi
björgunarskipið Hannes Haf-
stein á eftir og var í viðbragðs-
stöðu ef draga þyrfti skipið. - jse
Togarinn Þórunn Sveinsdóttir:
Fékk troll í
skrúfuna