Fréttablaðið - 31.07.2006, Page 8
8 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR
UTANRÍKISMÁL EFTA-ríkin og Perú
undirrituðu nýlega samstarfsyfir-
lýsingu sem miðar að því að auka
samstarf á sviði viðskipta- og efna-
hagsmála. Yfirlýsing af þessu tagi
er gjarnan undanfari samninga-
viðræðna um fríverslun.
Sett verður á fót sameiginleg
nefnd ríkjanna sem mun funda reglu-
lega um viðskiptamál.
Í yfirlýsingunni er einnig lögð
áhersla á að auka viðskiptafrelsi
milli landanna, einkum með því að
ryðja úr vegi tæknilegum við-
skiptahindrunum, lækka tolla,
stuðla að góðum vinnubrögðum við
tollaafgreiðslu og fleira. - sdg
Samstarfsyfirlýsing undirrituð:
Aukin viðskipti
EFTA og Perú
NEYSLA Fiskneysla hefur minnkað
um þrjátíu prósent á seinustu
árum, mest meðal ungs fólks, og
mun það hafa neikvæð áhrif á
markaðssetningu og sölu fisk-
afurða í framtíðinni. Aðstandendur
rannsóknarverkefnis um hvernig
auka megi vinsældir fiskafurða
vilja bregðast við þessari þróun
og segja fræðslu um fiskupp-
skriftir og hráefni sárvanta.
Ýmsar niðurstöður úr umræð-
um við rýnihópa ungs fólks komu
mjög á óvart, að sögn aðstandenda
verkefnisins. Til að mynda þótti
ungu fólki umræða um fisk á
Íslandi vera í neikvæðari kantin-
um, aðallega væri talað um kvóta-
kerfið og hvað fiskur væri dýr. Að
sama skapi væri fiskur ekkert
auglýstur og öll þekking ungs
fólks á fiski kæmi frá foreldrum.
Hvað varðar matreiðslu á fiski
töldu fæstir sig kunna að undirbúa
og elda fisk, hvað þá þekkja fersk-
leika, gæði eða mun á fisktegund-
um. Flestir sögðu þó að afstaða sín
mundi breytast í kjölfar barneigna
og með stofnun fjölskyldu.
Í haust munu niðurstöður
verkefnisins liggja fyrir, en
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins, Háskóli Íslands, Landspítali -
háskólasjúkrahús og Icelandic
Services eru aðilar að rannsókn-
inni. - sgj
Niðurstöður rannsóknar á fiskneyslu og viðhorfi ungs fólks verða kynntar í haust:
Kunna ekki að matreiða fisk
GLÆSILEGIR FISKRÉTTIR Samkvæmt
rannsókninni kýs ungt fólk frekar fisk sem
heilsutengt fæði en skyndibita.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HREINSUN Tæplega tvö hundruð
bílar voru fjarlægðir úr bíla-
kirkjugarði á Garðsstöðum við
Ísafjarðardjúp á dögunum, en það
er liður í hreinsunarátaki
Súðavíkurhrepps. Í janúar var
gerður samningur milli hreppsins
og Þorbjarnar Steingrímssonar,
eiganda bílanna, um að pressa þá
og flytja á brott, en um fjögur
hundruð bílar eru nú eftir.
Að sögn Ómars Más Jónssonar,
sveitarstjóra Súðavíkurhrepps,
olli mikil rigningatíð því að ekki
náðist að klára flutningana í ár
eins og vonast var til, en áætlað er
að þeim ljúki næsta vor. - sþs
Fækkun í bílakirkjugarði:
Tvö hundruð
bílar fjarlægðir
BÍLHRÆ VIÐ BÆINN Um sex hundruð bílar
voru við bæinn þegar mest var, en nú hefur
þeim fækkað um þriðjung.
FRAMKVÆMDIR Landspítali-háskóla-
sjúkrahús, LSH, er á rúmlega tut-
tugu stöðum á höfuðborgarsvæð-
inu með alls um 150 þúsund
fermetra undir starfsemi sína.
Stærsta einingin er gamli Land-
spítalinn við Hringbraut með um
sjötíu þúsund fermetra í nokkrum
byggingum, um þrjátíu þúsund fer-
metrar eru í Fossvogi, Kleppsspít-
ali er um átta þúsund fermetrar að
stærð, sex til sjö þúsund fermetrar
eru í Landakoti og Grensásdeild
hefur um þrjú til fjögur þúsund
fermetra til umráða. Aðrar eining-
ar eru smærri.
„Það er óvenjulegt að starfsem-
inni sé dreift svona mikið og við
finnum mjög fyrir því. Með þess-
um hætti verður allt erfiðara. Það
er dýrara og erfiðara að reka litlar
einingar úti um allan bæ. Bæði
þarf að senda sjúklinga og upplýs-
ingar á milli og svo þarf að halda
utan um þetta allt. Einingarnar
ættu að liggja saman. Það myndi
vinnast mikið með því,“ segir Aðal-
steinn Ingólfsson, sviðsstjóri tekna
og eigna hjá LSH.
Aðalsteinn segir að ekki verði
hægt að sameina alla starfsemi
háskólasjúkrahússins á einn stað
því að alltaf verði eitthvað um lang-
legudeildir og heimiliseiningar ann-
ars staðar á höfuðborgarsvæðinu.
Hins vegar sé æskilegt að sameina
sem mest, helstu deildir spítalans,
skrifstofur og rannsóknarstofur á
spítalasvæðið, og þá losni um
eignir víða í borginni.
„Þetta gengur að hluta til út á
það að skipta út eignum, losa hús-
næði og byggingarland fyrir aðra
starfsemi,“ segir hann og bendir á
að margar af þessum eignum séu á
góðum stöðum. Þannig eigi ríkið til
dæmis Vífilsstaði og landið
umhverfis, meðal annars landið
undir golfvellinum og allt að nýrri
verslun Ikea í Garðabæ.
Ingólfur Þórisson verkefnis-
stjóri telur að tvær eignir ríkisins í
umsjón LSH séu verðmætastar,
Vífilsstaðir og spítalinn í Fossvogi,
og giskar á að verðmæti þeirra
nemi samtals minnst um tíu millj-
örðum króna en samkvæmt verð-
mati frá 2001 nemur það sjö millj-
örðum króna. Þessar eignir væri
hægt að selja til að fjármagna nýtt
húsnæði fyrir háskólasjúkrahúsið.
Ingólfur segir að undirbúningur
að háskólasjúkrahúsi gangi í sam-
ræmi við áætlanir. Ekki fáist
mikið með því að fresta undir-
búningi því aðeins séu 200 milljónir
ætlaðar í hann á næsta ári. Fram-
kvæmdir við bygginguna eigi að
hefjast árið 2009. ghs@frettabladid.is
Landspítalinn er á
rúmlega 20 stöðum
Starfsemi Landspítala-háskólasjúkrahúss er á tuttugu og tveimur stöðum á höfuð-
borgarsvæðinu. LSH gæti selt tvær dýrustu eignirnar, Vífilsstaði og byggingarnar í
Fossvoginum, fyrir minnst tíu milljarða króna til að fjármagna háskólasjúkrahús.
STARFSEMI LANDSPÍTALA-HÁSKÓLA-
SJÚKRAHÚSS LSH er með starfsemi á um 20
stöðum í borginni. Rannsóknarstofur, skrifstofur
og deildir eru dreifðar hingað og þangað.
Hagstætt væri að flytja sem flestar einingar
á einn stað.
VEISTU SVARIÐ?
1 Hvers lenskur var bóndinn sem fékk nýtt andlit ágrætt?
2 Hvar fór hátíðin Á góðri stund fram um helgina?
3 Í hvaða landi er Hrókurinn að kynna skáklistina í fjórða skipti?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34
ÚT UM BORG OG BÝ
Landspítali-háskólasjúkrahús
á höfuðborgarsvæðinu
Sambýli og íbúðir
fyrir aðstandendur
Vífilsstaðir (eru í eign ríkisins
en LSH er þar ekki með neina
starfsemi lengur)
JAFNRÉTTI Kærunefnd jafnréttis-
mála hefur komist að þeirri niður-
stöðu að Eimskipafélag Íslands
hafi ekki brotið ákvæði jafnréttis-
laga þegar karlmaður var ráðinn í
tímabundið starf tækjastjóra hjá
félaginu á síðasta ári.
Annar karlmaður sem sótti um
starfið kærði ráðninguna á þeim
forsendum að kona hefði fengið
starf hjá félaginu áður, án þess að
gerðar væru sömu hæfniskröfur
til hennar og gerðar voru við þessa
ráðningu.
Komst kærunefndin að þeirri
niðurstöðu að þar sem annar karl-
maður hefði verið ráðinn í starfið
gæti kynferði ekki hafa haft áhrif
á ráðninguna sem kærð var. - öhö
Eimskipafélag Íslands:
Braut ekki
á karlmanni
GÁMASVÆÐI EIMSKIPA Eimskip braut ekki
á karlmanni með ráðningu annars manns.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Ísafirði
stöðvaði um helgina eftirlitslausa
útilegu þriggja unglinga í
Dagverðardal skammt frá Ísa-
firði. Voru ungmennin mjög ölvuð
og flutti lögregla tvo pilta heim en
þeir eru báðir fæddir árið 1989.
Þriðja ungmennið, sem er fjórtán
ára gömul stúlka, var sótt af
foreldrum sínum.
Lögreglan á Ísafirði brýnir
fyrir foreldrum að fylgjast með
ferðum barna sinna, sérstaklega
nú þegar styttist í mestu ferða-
helgi ársins. - öhö
Eftirlitslaus í útilegu:
Lögregla tók
ölvaða unglinga
BANDARÍKIN, AP Nektardansmær í
New Jersey, Bandaríkjunum,
hefur verið kærð fyrir ólöglega
varðveislu á líkamsleifum, en lög-
regla fann sex hauskúpur og
afhöggna hönd við leit á heimili
hennar. Dansarinn, Linda Kay,
ætlar að lýsa yfir sakleysi sínu og
heldur því fram að ekkert ólöglegt
sé við þetta safn hennar.
Samkvæmt fyrrverandi her-
bergisfélaga hennar var höndin
gjöf frá læknanema, og móðir
hennar segir Lindu hafa keypt
hauskúpurnar úr póstlista. Lög-
fræðingur hennar bíður nú eftir
að saksóknari ákveði hvort glæpur
hafi verið framinn. - sþs
Nektardansmær í New Jersey:
Með stórt safn
af líkamsleifum
KAUPMANNAHÖFN Þegar fárið út af
dönsku skopmyndunum af
Múhameð spámanni stóð sem
hæst í byrjun febrúar munaði
minnstu að fjórum dönskum
konum hefði verið rænt á Vestur-
bakkanum í Palestínu.
Hending ein varð til þess, í öll
fjögur skiptin, að konurnar sluppu.
Þrjár kvennanna voru ekki heima
hjá sér þegar vopnaðir menn réð-
ust inn á heimili þeirra, en sú fjórða
bjargaði sér með því að gefa snögg-
lega í botn þegar reynt var að
draga hana út úr bíl sem hún ók.
Frá þessu skýrir danska dag-
blaðið Jótlandspósturinn, sem
vitnar í skýrslu danska utanríkis-
ráðuneytisins um málið.
„Eitt atvikið átti sér stað í
Nablus, þar sem ung dönsk kona
bjó í húsi vinar síns,“ segir Rolf
Holmboe, yfirmaður dönsku ræðis-
mannsskrifstofunnar á Vestur-
bakkanum, í viðtali við Jótlands-
póstinn. „Konan hafði yfirgefið
svæðið fáeinum klukkustundum
fyrr þegar tólf grímuklæddir og
vopnaðir menn réðust inn í húsið
og kröfðust þess að fá hana
afhenta.“
Skopteikningarnar af Múhameð
spámanni birtust í Jótlandspóstin-
um síðastliðið haust og vöktu
mikla reiði meðal múslima víða
um heim nokkrum mánuðum eftir
að þær birtust. - gb
DÖNSKU TEIKNIMYNDUNUM MÓTMÆLT Þessi mynd er tekin í Nasaret í byrjun febrúar
þegar mótmælin stóðu sem hæst. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Reiði múslima vegna Múhameðsteikninga Jótlandspóstsins:
Nærri lá að konum yrði rænt