Fréttablaðið - 31.07.2006, Side 10

Fréttablaðið - 31.07.2006, Side 10
10 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Innan við tíu Íslendingar hafa verið valdir til stofnfrumugjafar síðan Blóðbank- inn hóf skipulega skráningu á þeim sem tilbúnir eru til slíks en rúmlega fjögur hundruð manns eru alls á skránni. Stofnfrumugjöf er tvenns konar, frá blóði eða beinmerg, en er ekki ýkja erfið eða sársaukafull aðgerð. Þeir sem gefa verða þó að fara til Noregs þar sem aðgerðin fer fram á þarlendum spítala. Stofnfrumugjöf úr blóði tekur innan við viku og fylgja henni lítil óþægindi en sé um stofnfrumu- gjöf úr beinmerg að ræða finna gjafarnir gjarnan fyrir sársauka í baki eða mjaðmagrind í nokkra daga eftir á. Aðeins skráðir blóðgjafar hér á landi koma til greina sem stofn- frumugjafar og hefur þeim fjölg- að talsvert á síðustu árum enda Blóðbankinn lagt í talsvert kynn- ingarstarf vegna þessa. Stofnfrumugjöf er í vaxandi mæli eina mögulega lækningin fyrir sjúklinga með hvítblæði og eitlakrabbamein auk margra þeirra er hafa meðfædda efna- skiptasjúkdóma. Er þá stofn- frumum sjúkra skipt út fyrir frumur úr heilbrigðum einstakl- ingi en úr stofnfrumum koma blóðfrumur að nokkrum vikum liðnum. Vegna þess hve vefja- flokkar manna eru mismunandi þarf marga gjafa á skrá til að auðvelda leitina að heppilegum gjafa. - aöe STOFNFRUMURÆKTUN Stofnfrumugjöf er í mörgum tilfellum eina von margra sjúklinga um betra líf. NORDICPHOTOS/AFP Rúmlega 400 Íslendingar eru skráðir stofnfrumugjafar hjá Blóðbankanum: Innan við tíu voru valdir Mest sala á mánudegi Mest er selt af fiski á fiskmörkuðum á mánudögum af öllum vikudögum fyrstu sex mánuði ársins. Aflaverðmæti hans er einnig mest þann sama dag. Þetta kemur fram í frétt frá Íslandsmarkaði. Salan dregst saman það sem eftir lifir vikunnar og nær lágmarki á laugardegi. FISKMARKAÐIR LISTIN OG LÍFIÐ Listamaðurinn Pricasso legg- ur hér lokahönd á eitt verka sinna, en hann sýnir á SEXPO-sýningunni í Sydney í Ástralíu. Sýningin er haldin í tíunda sinn í ár. NORDICPHOTOS/AFP UTANRÍKISMÁL Ögmundur Jónas- son, þingmaður vinstri grænna segir það fagn- aðarefni að rík- isstjórn Íslands hafi farið þess á leit við stjórn- völd í Ísrael að látið yrði af árás- um og efnt til vopnahlés. Hann segir þó að mun afdráttarlausar hefði þurft að kveða að orði í bréfinu sem utanríkisráðherra sendi stjórnvöldum í Ísrael. „Í bréfinu er talað um að leitað verði leiða til að koma á vopna- hléi. Við aðstæður þar sem ein milljón manna er komin á ver- gang og búið að drepa mörg hundruð óbreyttra borgara, er til- efni til þess að setja fram afdrátt- arlausar kröfur um vopnahlé þegar í stað og skilyrðislaust,“ segir Ögmundur. - öhö Ögmundur Jónasson: Vill afdráttar- lausa kröfu ÖGMUNDUR JÓNASSON HEILBRIGÐISMÁL Ófeigur Tryggvi Þor- geirsson, yfirlæknir bráða- og slysa- deildar LSH í Fossvogi, segir þeim hafa fjölgað nokkuð sem komi á deild- ina vegna líkamsáverka sem rekja megi til ofbeldis. „Það hefur verið 10 til 11 prósenta aukning á ofbeldismál- um á slysadeildinni milli ára eða um 2.000 tilfelli árlega.“ Alls koma 67 þúsund manns á slysa- og bráðamóttöku LSH árlega, þar af 44 þúsund á slysadeildina. „Af þeim sem koma á bráðadeild koma um 14 þúsund með sjúkrabílum en þar eru veikindi eins og lungnabólga og hjartabilanir algengastar.“ - hs Aukin umsvif á slysadeild: Æ fleiri koma vegna ofbeldis UTANRÍKISMÁL Sendiráð Íslands í Washington og auðlindaskrifstofa utanríkisráðuneytisins stóðu nýlega fyrir kynningarfundi um áform Íslands um aukna nýtingu vetnis- orku og jarðvarma. Fundurinn fór fram í Banda- ríkjaþingi í samstarfi við áhugahóp fulltrúadeildar um vetni. Fundurinn var vel sóttur, einkum af sérfræð- ingum úr starfsliði bandarískra þingmanna, ráðuneyta, fyrirtækja og stofnana sem starfa á sviði vetnisorku og jarðvarma. - sdg Kynning í Bandaríkjaþingi: Nýting vetnis og jarðvarma MAROKKÓ, AP Evrópusambandið og Marokkó hafa gert samning sem heimilar 119 bátum ESB-landa að veiða á umráðasvæði konugsríkis- ins í Atlantshafi næstu fjögur árin gegn því að greiða samtals þrettán milljarða í ríkiskassa Marokkó. Svíþjóð og fjölmargir aðrir hafa mótmælt samningnum, því hann tekur jafnframt til svæðisins undan ströndum Vestur-Sahara en ekkert land í heimi viðurkennir yfirráðarétt Marokkó yfir því. Árið 2002 bönnuðu Sameinuðu þjóðirnar Marokkó að ráðstafa rétti til olíuleitar undan ströndum Vestur-Sahara. - smk Atlantshaf við Vestur-Sahara: Marokkó og ESB leyfa veiðar PHOENIX, AP Tveir fjöldamorðingjar hafa sett líf íbúa Phoenix-borgar í Arizona úr skorðum undanfarið ár. Morðingjarnir tveir, sem talið er víst að hafi myrt samtals 13 manns og sært eða misþyrmt tæplega þrjá- tíu til viðbótar, eru sagðir í einhvers- konar drápskeppni hvor við annan. Fyrsta morðið var framið í ágúst á síðasta ári, en áður höfðu nokkrir hestar og hundar fundist skotnir á víð og dreif um borgina. Lengi vel var talið að um einungis einn mann væri að ræða og var sá kallaður Baseline-morðinginn, eftir götunni þar sem fyrsta fórnarlambið fannst. Nú þykir ljóst að annar maður ber ábyrgð á hluta morðanna. Baseline-morðinginn er talinn hafa myrt samtals átta manns, þar af sjö konur, og nauðgað og rænt 20 til viðbótar. Lögreglan hefur sent frá sér mynd af ætluðum sökudólgi sem teiknuð var eftir lýsingum vitna. Hún sýnir blökku- mann með svokallað „dreadlock“- hár. Sú var þó sögð geta verið óná- kvæm þar sem maðurinn klæddist jafnan mismunandi dulargervum. Hinn morðinginn gengur undir heitinu „the Serial Shooter“, eða raðskyttan. Hann skýtur fólk og dýr handahófskennt úr launsátri úr bíl sínum og er talinn hafa myrt fimm og sært að minnsta kosti 17 aðra. Fólk hefur verið skotið aftan frá þar sem það það hjólar um borgina, ryksugar bílinn á bíla- þvottastöð eða bíður eftir strætis- vagni. Raðskyttan lætur yfirleitt til skarar skríða undir kvöld á meðan Baseline-morðinginn athafnar sig á nóttunni. Flestir borgarbúar eru sammála um að mennirnir tveir séu í keppni, meðal annars um fjölmiðlaathygli, og þegar einn myrðir þá fylgi hinn fljótlega í kjölfarið. Atburðirnir hafa breytt hegðun íbúa borgarinnar og nú þorir fólk ekki lengur eitt út úr húsi á nótt- unni. Samstarfsfólk gengur í hópum út í bíla sína eftir vinnu- daginn og foreldrar sleppa varla sjónum af börnum sínum. Sjálfs- varnarnámskeið hafa verið þétt- setin og íbúar með farsíma og neyðarflautur í hönd hafa tekið sig saman um aukna hverfagæslu. Leyniskyttumorðin í Phoenix vekja upp slæmar minningar í hugum margra Bandaríkjamanna um samskonar morðöldu sem reið yfir Washington árið 2002 þegar tíu manns voru skotnir til bana úr launsátri. Upp komst um mennina tvo sem þar voru að verki fyrir tilviljun og hlaut annar maðurinn dauðadóm fyrir. stigur@frettabladid.is Fjöldamorðingjar í keppni um athygli Tveir fjöldamorðingjar í Phoenix, sem talið er víst að hafi myrt samtals 13 manns, eru sagðir í drápskeppni hvor við annan. Annar skýtur fólk úr launsátri, sem vekur upp minningar um samskonar morðöldu í Washington árið 2002. BASELINE-MORÐINGINN Lögreglan í Phoenix hefur birt myndir úr öryggismynda- vél sem eiga að sýna Baseline-morðingjann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.