Fréttablaðið - 31.07.2006, Page 12

Fréttablaðið - 31.07.2006, Page 12
 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR12 hagur heimilanna MATUR Á MÁNUDEGI: GUÐJÓN SIGMUNDSSON (GAUI LITLI) ATHAFNAMAÐUR Alinn upp við rónasteikina Það kostar sitt að fara á útihátíð um verslunarmannahelgina, og er verðið æði mismunandi eftir hátíð- um. Sumar hátíðir rukka aðeins eitt gjald inn á svæðið, sem felur í sér aðgang á tjaldsvæði og böll, en aðrar rukka ekkert inn á sjálft hátíðarsvæðið. Þar kostar hins vegar oft inn á tjaldsvæði og ein- stök böll. Miði á Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum kostar 9.900 krónur en er seldur á 8.500 krónur í forsölu. Aðgangur að tjaldsvæði og á dans- leiki er innifalinn í þessu verði. Gestir þurfa að koma sér út í eyj- una með einhverjum hætti og kostar ein ferð með Herjólfi 1.800 krónur. Meðal helstu gesta í Eyjum eru Todmobile, Bubbi, Stuðmenn og Í svörtum fötum. Á Akureyri er hátíðin Ein með öllu, og kostar ekkert inn á sjálft svæðið enda svæðið allur bærinn. Að tjalda á tjaldsvæðum bæjarins kostar milli 800 og 1.000 krónur fyrir nóttina og miði á dansleiki, sem eru meðal annars haldnir í Sjallanum og í KA-heimilinu, kost- ar 1.500 til 2.500 krónur. Fyrir norðan spila Sálin hans Jóns míns, Skítamórall, Páll Óskar og KK ásamt fleirum. Vímulaus fjölskylduhátíð verð- ur haldin í Galtalæk sem áður, og er svipað fyrirkomulag á verði þar og í Eyjum. Aðeins er eitt gjald inn á hátíðina, 5.800 krónur í forsölu, og er bæði aðgangur á tjaldsvæði og á dansleiki innifal- inn í því. Stuðmenn, Skítamórall og Paparnir eru meðal þeirra sem stíga á svið í Galtalæk. Á Neistaflug í Neskaupstað kostar ekkert inn á svæðið og tjaldsvæði eru ókeypis fyrir alla fjölskylduna. Það eina sem þarf að kaupa eru miðar á einstaka dans- leiki, en þeir kosta 1.500 til 2.300 krónur. Hægt er að kaupa passa sem gildir á alla dansleiki helgar- innar. Stærstu nöfnin á Neista- flugi verða Sálin hans Jóns míns, Skítamórall og Í svörtum fötum. Síldarævintýri verður á Siglu- firði um verslunarmannahelgina og kostar ekkert inn á sjálft svæð- ið. Þeir sem vilja tjalda á tjald- svæðum bæjarins borga 700 til 1.000 krónur fyrir nóttina, og inn á böllin kostar frá 500 til 1.500 krón- ur. Á Siglufirði spila Geirmundur Valtýsson, Páll Óskar og Spútnik ásamt fleirum. Hátíðarhöld verða á mörgum fleiri stöðum um verslunarmanna- helgina, hér voru aðeins nefndar fimm hátíðir sem hafa verið meðal þeirra stærstu undanfarin ár. salvar@frettabladid.is 76.912 130.503 HVAÐ KOSTAR Á ÚTIHÁTÍÐIRNAR? Staður Inn á hátíðina Nóttin á tjaldsvæði Inn á böll Eyjar 9.900 0 0 Neistaflug 0 0 1.500 - 2.300 Akureyri 0 800-1000 1.500 - 2.500 Galtalækur 5.800 0 0 Síldarævintýrið 0 700-1000 500 - 1.500 Öll verð eru í krónum og með virðisaukaskatti. Misjafnlega dýrar hátíðir Mörg þúsund manns leggja leið sína á útihátíðir um helgina. Aðgangseyrir á hverja hátíð er æði misjafn. Fréttablaðið kannaði kostnaðinn við fimm af stærstu hátíðunum. EIN MEÐ ÖLLU Margir leggja eflaust leið sína á Akureyri um helgina, en þar verður hátíðin Ein með öllu. Meðal annarra hátíða eru Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Fjölskylduhátíð í Galtalæk, Síldarævintýri á Siglufirði og Neistaflug í Neskaupstað. Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, er að vinna í framleiðslu- fyrirtækinu Basecamp. Gaui segir að ekki sé haldið partí eða veisla nema hann komi þar að og þegar blaðamaður hafði sambandi við hann var hann önnum kafinn við að undirbúa partí fyrir Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Enn sem komið er lætur Gaui sér næja rigninguna á suðvesturhorninu en segir ferðinni heitið út fyrir landsteinana um næstu mánaðamót. „Það er fastur liður hjá mér að snæða svokallaða rónasteik á mánudögum en þetta er siður sem ég man eftir frá því ég var að alast upp.“ En fyrir þá sem ekki vita upplýsist það hér með að róna- steik er kjötfars og brauð steikt saman. „Nú í seinni tíð er ég farinn að nota gróft heilsubrauð í rónasteikina og kjötfarsið, og brauðið steiki ég á sitt hvorri hliðinni og nota til þess ólífuolíu.“ Innihald: 200 grömm kjötfars gróft brauð sveppir hvítlaukur ólífuolía „Kjötfarsinu smyr ég á báðar hliðar brauðsins og finnst betra að steikja þær þar til þær verða dálítið dökkar. Síðan fínsaxa ég hvítlauk og fáeina sveppi og steiki með.“ Gaui segist nota laukinn og sveppina af því það sé ódýrasta græn- metið í borðinu. „Með þessu verða mánu- dagar hálfgerðir sparnaðardagar í leið- inni.“ Gaui viðurkennir að aðrir fjölskyldu- meðlimir séu ekki mjög hrifnir af róna- steikinni og því snæði hann hana einn. Þegar Gaui er spurður um hollustu rónasteik- arinnar segir hann hana mun hollari en t.d. djúpsteikta ýsu í orlý deigi sem sumir snæði á mánudög- um. Síminn hefur sett á markað nýja þjónustu sem nefnd hefur verið Tölvusím- inn. Með honum geta viðskiptavinir hringt, án þess að greiða mínútugjald, í alla heimasíma innanlands hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Einnig er mögulegt að hringja án þess að greiða mínútugjald í aðra Tölvusíma. Þjónustunni er ætlað að koma til móts við þann hóp viðskiptavina sem óskar eftir föstum mánaðargjöldum og vill eiga möguleika á lægri símgjöldum. Ekki er þörf á sérstöku símtæki til að geta hringt úr Tölvusímanum en mælt er með að notast verði við höfuðheyrnartól með hljóðnema. Tölvusímann er mögulegt að nota með öllum tölvum sem keyra Windows XP eða ME stýrikerfi og með háhraðatengingu við internetið. Ekki eru skilyrði um önnur viðskipti við Símann. ■ Verslun og þjónusta Tölvusíminn - ný þjónusta frá Símanum Heimild: Hagstofa Íslands 19 89 19 99 19 79 262.605 > Erlendir farþegar til Íslands Fréttablaðið fór á stúfana á dögunum og lét kanna verð á þremur algengum en ólíkum vörum í heims- borgunum London, Kaupmannahöfn og Reykjavík. London 12.478 kr. 101.478 kr. 146 kr. Kaupmannahöfn 9.939 kr. 108.372 kr. 155 kr. Reykjavík 15.995 kr. 124.900 kr. 180 kr. VERÐ Í ÞREMUR BORGUM Öll verð eru með virðisaukaskatti og miðast við gengi gjaldmiðla þegar þau voru könnuð. ■ Að þessu sinni var borið saman verð á Casio FX2.0 Algebra Plus grafískri reikni- vél, Apple Macbook fartölvu með 1.83GHz örgjörva og dós af Magic. Öll verð eru með virðisaukaskatti. Ekki var leitað eftir lægsta verði á hverri vöru.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.