Fréttablaðið - 31.07.2006, Side 20
[ ]
Til eru menn sem sérhæfa sig í
hurða- og gluggagerð. Hólmar
Tryggvason í Smíðafélaginu í
Reykjanesbæ er einn þeirra.
„Það er brjálað að gera, vægast
sagt, en ég hef trú á því að þetta sé
vertíð,“ segir Hólmar sem gefur
sér þó smástund til að spjalla. Hann
hefur rekið Smíðafélagið síðan
1998 en segir það byggt á gömlum
merg. „Í þessu húsi hefur verið
framleiðsla á hurðum og gluggum í
tuttugu ár en ég hef breytt fyrir-
tækinu og tölvuvætt það,“ segir
Hólmar og sýnir forláta tölvu-
stýrða vél sem sníður niður efnið.
Segir hann þá tækni hafa breytt
miklu í framleiðslunni, meðal ann-
ars aukið nákvæmnina. En hvað
um gluggana sjálfa, skyldi vera
eitthvað nýtt á ferðinni þar? „Við
byggjum nú einkum á því sem
hefur virkað hér í gegnum tíðina
og erum ekkert alltof spenntir
þegar við sjáum einhverjar inn-
fluttar nýjungar. Okkur finnst þær
ekki taka því fram sem gert er hér
á landi,“ segir hann og útskýrir það
nánar. „Við höfum þróað glugga,
hurðir og þéttingar miðað við okkar
aðstæður og þeirri reynslu verður
ekkert kastað út um gluggann, einn
tveir og þrír. Við erum til dæmis
ekki hrifnir af fölskum póstum
eins og er verið að flytja inn frá
Kanada. Viljum ekki sjá svoleiðis
gervidót. Bara alvöru íslenska
framleiðslu í hæsta gæðaflokki.“
Hann segir furu langmest not-
aða efnið í glugga sem fari undir
málningu en í opnanleg fög noti
hann bara oregon-furu eða mahóní
enda sé það viður sem hafi reynst
vel. „Það sem við erum alltaf að
glíma við hér á landi er svignunin á
efninu, bæði vegna roks og ekki
síður vegna hitamismunarins úti
og inni.“
Hólmar segir mikinn endingar-
mun á gluggum eftir því hvaða
litur sé á þeim. „Þeir gluggar sem
eru málaðir dökkir endast mun
verr en ljósmálaðir. Gæti trúað að
það munaði fimmtán árum. Dökku
gluggarnir springa í sólinni og
svo þegar rigningin lemur á þeim
þá hefur vatnið greiðan aðgang,“
lýsir hann. Þó smíði glugganna sé
í föstum skorðum segir Hólmar
ýmsar breytingar hafa orðið á
frágangi þeirra. „Áður fyrr var
alltaf verið að velta fyrir sér
hvernig ætti að þétta gler þannig
að vatnið kæmist ekki inn. Nú er
farið að þétta það þannig að vatn-
ið komist út,“ nefnir hann sem
dæmi. Hlær svo er hann bætir við
að lokum: „Þetta er dálítið merki-
leg speki.“
gun@frettabladid.is
Tilbúinn gluggi í nýtt hús.
Séð inn á verkstæðið í gegnum glugga-
karm.
Byggjum á því besta sem
staðist hefur tímans tönn
„Ég hef aldrei gert annað en að smíða,“ segir Hólmar glaðlega og gægist út um einn
smíðisgripinn.
„Við notum einungis oregon-furu og
mahóní í laus fög. Það er viður sem hefur
reynst vel,“ segir Hólmar.
Eitt af verkefnum Smíðafélagsins var að
smíða hurðir og glugga í félagsheimilið í
Sandgerði þegar það var gert upp. Gluggar í frönskum stíl skreyta margar hurðir.
Það þarf ekki að vera leiðinlegt að slá garðinn
Þetta er fín líkamsrækt og það er alltaf góð tilfinning að rækta
garðinn sinn.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
����������������
��������������������
���������������������������
���������������������
������������������������������
������������������������
�����������������������
����������������������
����������������������
��������������� ���������
������������������������������
������������������������������
��������������
�������
����������
����
������������
�������������� �