Fréttablaðið - 31.07.2006, Síða 22

Fréttablaðið - 31.07.2006, Síða 22
 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR4 Unglingarnir í Vinnuskólanum skila víða góðu verki í görðum eldra fólks og öryrkja. „Við byrjuðum fyrir fimm vikum og förum garð úr garði,“ segir Guð- rún Björg Sigurðardóttir, flokks- stjóri yfir sex manna hópi sem er að vinna skammt frá höfuðstöðvum Fréttablaðsins í góðviðrinu. Sá hópur reynist sinna tuttugu og átta görðum fyrir eldri borgara og öryrkja í Hlíða- og Háteigshverfi. „Að slá og raka, reyta illgresi og sópa eru þau verkefni sem lögð er áhersla á,“ segir Guðrún Björg aðspurð. „Hins vegar klippum við ekki runna. Það gera aðrir.“ Hver og einn garður er heim- sóttur þrisvar yfir sumarið. Í fyrstu umferð er hann tekinn vel í gegn, segja krakkarnir, og í seinni umferðunum er grasið slegið og beðin hreinsuð eftir því sem þörf krefur. Guðrún Björg segir hreins- unina minnka eftir því sem á líði ef vel sé vandað til verka í upphafi þó vissulega vaxi illgresið vel í rign- ingartíð eins og ríkt hefur hér í sumar. En skyldi ekkert vera erfitt fyrir unglingana að vita hvað er ill- gresi og hvað ekki? „Jú, sérstak- lega fyrst en svo lærist það,“ er svarað og í ljós kemur að flestir í hópnum hafa verið í Vinnuskólan- um áður og byrjendurnir fá ráð hjá þeim reyndari. En hvernig er sambandi þeirra við garðeigendur háttað? „Við förum í byrjun og tölum við þá og heyrum hvort það er eitthvað sérstakt sem þeir leggja áherslu á. Svo reynum við að vinna samkvæmt því,“ segir Guðrún Björg. Einhver bætir því við að stundum komi eigendurnir að heilsa upp á hópinn í garðinum og jafnvel lauma að honum einhverju góðgæti. Hópurinn er sammála um að það sé skemmtilegra að vinna í einkagörðum en á opnum svæðum og almenningsgörðum borgarinnar og einnig sé þar mun minna rusl. „Svo er alltaf gaman að sjá hvernig fólk hefur garðana sína. Fjölbreyti- leikinn er svo mikill og hver og einn garður hefur sinn svip,“ er niður- staðan. En hvað skyldi krökkunum þykja ánægjulegast við vinnuna, fyrir utan það að vera úti þegar veður er blítt. „Að slá,“ svarar einn af drengjunum strax og blaðamaður dregur þá ályktun að vélknúin tæki séu í meira uppáhaldi en handverk- færin. Þó segja krakkarnir vélina svolítið þunga. „Hún er ekki á hjól- um þannig að maður verður að vera dálítið massaður til að slá,“ segir stráksi og bætir við. „En maður verður það nú fljótt.“ gun@frettabladid.is Sláttur og rakstur eru fastir liðir í hirðingu einkagarða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Daníel Björn og Helgi undirbúa flutninginn í næsta garð sem er skáhallt hinum megin við götuna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Daníel Björn Ingvarsson, Haukur Barri Símonarson, Helgi Brynjarsson, Aðalsteinn Hjörleifsson, Nikolína Hildur Sveinsdóttir og Bryndís Helga Ellertsdóttir hjálpast að við garðvinnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hver garður hefur sinn svip Guðrún Björg er röggsamur flokksstjóri enda hefur hún reynslu í garðyrkju. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Nikolína Hildur kann vel við sig í Vinnuskólanum, ekki síst þegar sólin skín. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.