Fréttablaðið - 31.07.2006, Síða 48

Fréttablaðið - 31.07.2006, Síða 48
 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR20 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér á síðunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Ingibergsson (frá Hjálmholti, Vestmannaeyjum) Smárabarði 2b, Hafnarfirði, sem lést á Landspítala Landakoti 21. júlí, verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 2. ágúst kl. 13.00. Eyrún Hulda Marinósdóttir Guðjón Ingi Ólafsson Hildur Hauksdóttir Birna Ólafsdóttir Sveinn Ingason Viðar Ólafsson Heba Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson MERKISATBURÐIR 1556 Stofnandi Jesúíta, Ignatius de Loyola, deyr í Róm. 1667 Breda-samningurinn batt enda á annað ensk- hollenska stríðið. 1919 Þýska þjóðþingið tekur upp Weimar-stjórnarskrána. 1971 Geimfarar úr Apollo 15 geym- ferjunni eru fyrstir til þess að keyra um í „tunglflakk- aranum“. 1991 Börn náttúrunnar er frumsýnd í Reykjavík. Hún var sýnd daglega í yfir ár og var síðar tilnefnd til Óskarsverðlauna. 1992 Fyrsta barnið sem fæðist eftir glasafrjógvun á Íslandi kemur í heiminn. 1999 Rolling Stones-meðlimurinn Mick Jagger spókar sig á Ísafirði. MILTON FRIEDMAN FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1912. „Ríkisstjórnir læra aldrei, aðeins fólk getur lært.“ Milton Friedman er bandarískur hagfræðingur. Þýski nasistaflokkurinn komst til valda í Þýskalandi árið 1933 og stjórnaði landinu með alræðis- valdi til loka seinni heimsstyrjald- arinnar árið 1945. Flokkurinn var stofnaður af Anton Drexler árið 1919 sem verkalýðsflokkur og sama ár hóf Adolf Hitler að mæta á fundi. Með mælsku sinni og krafti náði Hitler fljótlega völdum innan flokksins, breytti nafni hans og kom á fót áætlun sem fólst í því að Þjóðverjar ykju landsvæði sitt og sneru baki við Versalasamning- unum. Undir stjórn Hitlers jókst stuðningur við flokkinn og árið 1923 gerðu flokksmenn uppreisn gegn Weimar-lýðveldinu sem varð til í Þýskalandi þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Uppreisnin mistókst, flokkurinn var bannaður og Hitler var dæmdur til fangelsisvistar. Þegar að Hitler losnaði úr fangelsi árið 1924 hóf hann þegar að endurreisa flokkinn og ákvað að að þessu sinni skyldi flokkurinn fara að lögum og reglum og komast til valda með kosningasigri, ekki valdaráni. Vendipunkturinn í frama flokksins var krepp- an mikla og atvinnuleysið og angistin sem fylgdi henni á árunum í kringum 1930. Nasistaflokkur- inn náði vel til atvinnulausra sem vildu breyting- ar á stjórn landsins og fylgi flokksins jókst enn frekar. Í kosningunum í júlí árið 1932 fékk flokkurinn 14 milljónir atkvæða eða 38 prósent fylgi og var þar með orðinn stærsti flokkurinn á þýska ríkisþinginu. Hitler var síðan kanslari tæpu ári síðar og tók sér einræðisvald og í júlí árið 1933 gaf ríkisstjórnin það út að Nasistaflokkurinn væri eini flokkurinn í Þýskalandi. ÞETTA GERÐIST 31. JÚLÍ 1932 Nasistar vinna kosningarnar Skúli Sæland sagnfræðingur hefur tekið saman rit um Ísleif biskup, sem var fyrsti íslenski biskupinn og fyrst- ur til þess að stofna biskupsdæmi hér á landi. Skúli segir að ritið hafi komið til vegna þess að ekki hafi verið til neitt sérrit um Ísleif en í ár eru 950 ár síðan hann var vígður til embættis. „Ég tók saman það sem til er í frumheimildum af Ísleifi og reyndi að setja saman heillegt yfirlit um ævi hans. Þar sem heimildir stönguðust á þar bar ég saman skoðanir fræði- manna og reyndi að setja fram frek- ari hugmyndir af álitamálum sem upp hafa komið,“ segir Skúli en Ísleifur var bæði biskup yfir Íslandi og Græn- landi. „Hann er líka frumkvöðull, hann er fyrsti íslenski maðurinn sem vitað er með vissu að hafi farið út í nám og sömuleiðis sá fyrsti sem kemur á fót skóla hér á Íslandi,“ segir Skúli. Ísleif- ur var líka einn af ættfeðrum helstu valdaættar Íslendinga á sínum tíma, Haukdælinga. „Ég starfa í hlutastarfi sem skjalavörður hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga og svo er ég að vinna við skráningu menningarsögu uppsveita Árnessýslu,“ segir Skúli og útilokar ekki að fleiri rit eftir hann komi út. Rit um Ísleif biskup kemur út SKÚLI ÁSAMT SYNI SÍNUM, GÚSTAF Ísleifur biskup var biskup yfir Íslandi og Grænlandi og frum- kvöðull á sviði menntunar hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL BJARNASON. AFMÆLI KOLBRÚN HALLDÓRS- DÓTTIR ÞINGKONA ER 51 ÁRS. ÚTFARIR 11.00 Jóhanna Björg Th. Ingi- mundardóttir frá Patreksfirði verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. 13.00 Björn Lárusson, fyrrver- andi bóndi á Auðunnarstöðum, Sléttuvegi 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 13.00 Jón Pálsson, húsasmíða- meistari, Fannafold 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju. „Það er voða líkt með okkur, við eigum báðir konu þó að hann hafi gifst fjór- um árum seinna. Báðir eigum fjögur börn og báðir eigum við ellefu barna- börn hvor og ég á fjögur langafabörn sem hann á ekki,“ segir Sæmundur Pálsson og bætir við að þeir hafi sam- band oftar en einu sinni á dag en tví- burabræðurnir Magnús og Sæmund- ur verða sjötugir í dag og ætla að fagna deginum með fjölskyldum sínum. Bræðurnir hafa mikið yndi af því að dansa og var Sæmundur meðal annars Rokkkóngur Íslands og Rokk- meistari Reykjavíkur á sínum tíma en með árunum hefur danssporunum fækkað. Sæmundur kenndi dans í nokkurn tíma en dóttir hans og tengda- sonur eiga í dag dansskólann Dans- smiðjuna. „Þau hafa nú tekið við krakkarnir þó ég hafi nú verið að sýna þeim ýmislegt af þessu eldra sem er ávallt klassískt, eins og rokkdans,“ segir Sæmi. Magnús hljóp stundum í skarðið fyrir Sæma þegar hann var upptekinn eða þegar hann var meidd- ur. „Við unnum einu sinni stóra keppni 1980, ég og Didda á Spáni, með dans- pörum frá öllum þjóðum,“ segir Sæmi og bætir við að þau hafi verið með þeim elstu sem tóku þátt. Magnús lærði bæði raftækni og kerfisfræði og vann í tæp fjörutíu ár hjá Rafveitu ríkisins. „Það var ofsalega gaman í gamla daga þegar maður var að hanna spennuvirki og annað, þá var tíminn svo fljótur að líða en þetta er orðið meira þannig að menn eru í sér- herbergjum núna,“ segir Magnús. Hann á hús á Spáni þar sem hann dvelur jafn- an á sumrin með fjölskyldu sinni og þrátt fyrir nokkur óhöpp í ferðinni í sumar þá finnst honum gott að vera á Spáni. „Við eigum stóra fjölskyldu, fjögur börn, tvo stráka og tvær stelpur og ellefu barnabörn, tíu stráka og eina dömu þannig að þetta er aldeilis hópur,“ segir Magnús. Ljóst er að nóg er að gera við að sinna fjölskyldunni en Magnús hefur líka verið að mála og dytta að húsunum sínum tveimur á Spáni og hér heima og lagði rafmagn í hús dóttur sinnar. „Maður hefur haft mikið að gera síðan maður hætti að vinna, það er ekk- ert minna að gera,“ segir Magnús og hlær. Hann ætlar líka að sinna golfinu meira, en hann fékk sitt fyrsta sett í fimmtugsafmælisgjöf. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi lítið stundað golf að undanförnu þá hafi hann unnið mót á Leirunni sem fjölmargir kerfis- fræðingar og tölvunarfræðingar tóku þátt í. Sæmundur starfaði hjá lögregl- unni í 36 ár en hætti fyrir tveimur árum síðan en hann er lærður tré- smíðameistari. Þegar hann gekk í lög- regluna hafði hann hugsað sér að vera þar í aðeins skamman tíma á meðan lítið var að gera í smíðunum en þegar upp var staðið voru liðnir tæpir fjórir áratugir. Þeir eru báðir að dytta að húsunum sínum í sumar og eru sammála um að það sé nóg að gera þó þeir séu hættir að vinna. gudrun@frettabladid.is TVÍBURABRÆÐURNIR SÆMUNDUR OG MAGNÚS: SJÖTUGIR Í DAG Líkir í útliti en ólíkir í sér TVÍBURABRÆÐURNIR MAGNÚS OG SÆMUNDUR Segjast tala saman að minnsta kosti einu sinni á dag og telja að það sé tími til kominn að þeir haldi upp á afmælið saman og bjóði nánustu fjölskyldu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA. Allar nýjustu upplýsingar og fréttir á ensku á vefnum reykjavik.com og í blaðinu Reykjavikmag. Allt um allt sem skiptir máli í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.