Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2006, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 31.07.2006, Qupperneq 50
 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR Klámkynslóðin hefur verið mikið í umræðunni undan- farin misseri og sjálf hef ég hneykslast á kynlífsvæðingunni sem ríður yfir heim- inn. Ég hef setið kúrsa í Háskólanum þar sem klám- væðingin er í brennidepli og hef prísað mig sæla að hafa fæðst nógu snemma til að losna undan því að tilheyra klámkynslóðinni. Um daginn renndi ég í gegnum tíu ára gamalt myndaalbúm hjá vinkonu minni og varð dálítið brugðið. Ég minnist þess ekki að hugtakið klámvæðing hafi átt upp á pallborðið þegar ég var unglingur en miðað við tískuna á þessum tíma hefðu foreldrar okkar svo sannar- lega átt að vera áhyggjufullir. Þarna var mynd af okkur, þremur 15 ára bekkjarsystrum á leið á skólaball. Við brostum okkar breið- asta brosi (því á þessum tíma var enn til siðs að brosa framan í myndavélar en ekki setja upp stút), klæddar í fatnað sem hefði sómt sér vel í þrjiðja flokks klámmynd. Pilsið mitt náði varla niður fyrir rasskinnar og þröngur hlýrabolur- inn var óhugnanlega fleginn. Við þessa múnderingu var ég í húðlit- um háglans eróbikksokkabuxum og svörtum lakkskóm, með 11 cm hæl og 5 cm þykkum sóla – skóm sem voru svo klámfengnir að jafnvel fatafellur létu varla bjóða sér þá nú til dags. Klæðnaður vinkvenna minna var ekki skárri. Önnur í magabol með vafasamri áletrun og hin klædd í stutta bláa plastkápu og skó með himinháum hælum. Hún minnti einna helst á barnungan strippara á leið í steggjapartí. Ein- hversstaðar í bakgrunninn ímynda ég mér að lagið „Wannabe“ með Spice girls hafi hljómað: „If you wanna be my lover, you gotta, you gotta.“ Líklega vorum við á barmi þess að tilheyra klámkynslóðinni og þrátt fyrir það hefur ræst furðu vel úr okkur í dag. Með það í huga og minnug þess að mjaðmahnykkir Elvis Presley þóttu argasta klám þegar mamma var unglingur leyfi ég mér að fullyrða að klámkynslóð- in sé afar afstætt hugtak. STUÐ MILLI STRÍÐA: Hefur klámkynslóðin kannski alltaf verið til? ÞÓRGUNNUR ODDSDÓTTIR VEIT EKKI HVORT HÚN TILHEYRIR KLÁMKYNSLÓÐINNI EÐA EKKI. ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ■ Pondus Eftir Frode Øverli Vertu heiðarlegur við mig herra T.! Ljúga þessi augu að þér? Þú skalt fá sannleikann, Raggi! Skódinn er listaverk og hann er þinn fyrir aðeins 2 millur! Af hverju? Af því að ég kann vel við þig, Raggi. Ég var meira að hugsa um... seríuna! Ah. Jæja? Lastu greinina í blaðinu um daginn um eiturefni í tússpennum? Myndasöguhöf- undar fá snemmbæran skalla, verða rangeygðir, getulausir, dýrhneigðir, ha? Gott augnsamband... Halla aðeins höfði... ... lyfta brúnum til að sýna áhuga. ... er það á hreinu, ungi maður? Kinka kolli... ... og brosa örlítið. Ég hlusta sjaldan, en ég er eftirtektarsamur áheyrandi. Já mamma. Þar sem ég ætla að verða vélvirki þegar ég verð stór, myndirðu þá sætta þig við lauslega áætlun? HVUT TI sleik sleik sleik Lít ég kannski út fyrir að vera sleikjó?! Klapp-stapp! Klapp-stapp! Klapp-stapp! Klapp-stapp! Klapp- stapp! Klapp-stapp! Klapp-stapp! Klapp-stapp! Klapp-stapp! Gettu í hverju við erum! Klapp- stöppurum? Neeii... Gúmmí- sandölum. Hvaðan fær hann þessi skrýtnu orð? Hef ekki hugmynd! Klapp-stapp! Klapp-stapp! Klapp- stapp! Klapp-stapp! Klapp-stapp! Klapp-stapp! Klapp-stapp!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.