Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2006, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 31.07.2006, Qupperneq 52
 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR24 LOGI BERGMANN EIÐSSON Logi líkist töffaranum Anthony Hopkins, en er þó aðeins meiri skóla- strákur í samanburði við mannætuna úr Silence of the lambs. UNNUR BIRNA VILHJÁLMSDÓTTIR Unnur og Miranda Otto sem lék Eowyn í Lord of the Rings eru með svipaða andlitsbyggingu, en Unnur er samt gerólík Miröndu enda með dökkt hár og væna brúnku. Nú geta netverjar skemmt sér yfir forriti sem sérhæfir sig í að finna tvífara. Hægt er að mata forritið með mynd af hverjum sem er og fá úr skorið hvaða stjörnu úti í heimi maður líkist, en forritið reiknar út andlitsföllin og ber þau saman við fræga fólkið. Greini- legt er að ekki er tekið tillit til litarafts, hárlitar og aldurs, því frumniðurstöður Fréttablaðsins eru nokkuð skrautlegar. Bubbi breytist í François Mitterand, fyrrverandi Frakklandsforseta, og Logi Bergmann Eiðsson er tví- fari Anthony Hopkins, en forritið virðist vera glöggara á kven- mannsandlit. Auðvelt er að rugla forritið með því að gefa upp nokkr- ar myndir af viðkomandi og fá mismunandi niðurstöður og gerir það leikinn enn skemmtilegri. Hægt er að nálgast tvífaraforritið á myheritage.com. ELÍSABET DAVÍÐSDÓTTIR Fallegasta fyrir- sæta landsins er tvífari Mischu Barton úr The OC, en hún er einmitt þekkt fyrir mikinn sjarma og fegurð. Tvífarar fræga fólksins á Íslandi BUBBI Þó Bubbi sé ekkert unglamb lengur er hann heldur yngri en François Mitterand, sem lést 1996. ÁSDÍS RÁN GUNNARS- DÓTTIR Ásdís er samkvæmt forritinu tvífari Gwen Stefani. 50% AFSLÁTTUR 20.000 AFSLÁTTUR kr. 20.000 AFSLÁTTUR kr. UMFJÖLLUN [TÓNLIST] Aðdragandinn að þessari fyrstu sólóplötu Thom Yorke, söngvara Radiohead, var svolítið undarleg- ur. Fyrr á þessu ári fengum við þær fréttir að hljómsveitin væri við það að klára nýja plötu og útgáfudagurinn væri innan seil- ingar. Flestum kom því á óvart þegar tilkynning barst þess efnis að búið væri að fresta Radiohead- plötunni en söngvarinn Thom Yorke ætlaði í staðinn að gefa út sólóplötu. Það hefur svo sem ekki verið neitt leyndarmál að seinni ár hafa menn innan Radiohead verið nokk- uð ósammála um það hvaða stefnu sveitin eigi að taka. Thom og Jonny Greenwood fannst Kid A ekki nægilega tilraunakennd og vildu sökkva sér dýpra í tilraunabrunn- inn á meðan gítarleikarinn risa- vaxni Ed O´Brien hefur viljað halda fastar í rokkrætur sveitar- innar. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að sólóplata Thom Yorke skuli öll vera í sama stíl og lagið Idioteque af áðurnefndu meistarastykki Radiohead. Platan hljómar öll eins og Thom hafi verið í kjallaranum heima hjá sér að fikta í nýja trommuheilan- um sínum og hljóðgerflum og svo raulað ofan á. Lagasmíðarnar eru svo þannig að ef platan væri ekki gefin út undir nafni Thom þá væri engin leið að vita að þetta væri ekki Radiohead. Töluverðrar naumhyggju gætir í útsetningum og fáir hlutir í gangi, oft bara tvær hljómborðslínur, hljóðlátir tölvu- taktar og sveimandi raddir eða annars konar stafræn hljóðfæri. Thom gerir engar tilraunir til að semja grípandi popplög. Hann hefur kannski ákveðið að skilja það verkefni eftir í höndunum á hljómsveitinni sinni sem þýðir þó ekki að hér séu ekki frambærileg lög. Öll mjög keimlík en eitt og eitt festist betur í manni en annað. Til dæmis lögin Harrowdown hill, Black Swan auk hins frábæra titil- lags The Eraser. Platan kemur varla á óvart. Ég vissi svo sem alveg við hverju ég ætti að búast frá Thom. Ég átti hins vegar ekki von á því að platan yrði svo mikið á jaðrinum að marg- ar hlustanir þyrfti til að melta hana. Við fyrstu tvö rennslin renn- ur ýmislegt saman en kannski er það vegna þess að hún er svona lágstemmd. Ég er vanari því að heyra Thom syngja ofan á beittari takta eða við urrandi gítarspil. Hann hefur aldrei hljómað jafn afslappaður og öruggur og hér. Tilfinningin af plötunni er eins og manni hafi verið boðið í te hjá Thom. Í fyrstu verður maður svolít- ið órólegur og veit ekki alveg hvern- ig maður á að vera. Svo þegar hann kemur loksins með tebakkann úr eldhúsinu og sest niður kemur í ljós að þetta er gæðablóð og hinn besti gestgjafi. Þetta er því bara spurn- ing um að sökkva aðeins niður í sóf- ann, hlusta á það sem Thom Yorke hefur að segja því þó þetta hljómi örlítið kunnuglega þá leynast þarna fróðleiksmolar sem þið viljið ekki missa af. Birgir Örn Steinarsson Í te hjá Thom Yorke THOM YORKE: THE ERASER Niðurstaða: Fyrsta sólóplata Thom Yorke kemur lítið sem ekkert á óvart en er engu að síður vandað og fallegt verk sem vinnur á við hverja hlustun. Englasöngur yfir lágstemmdum krúttlegum töktum við sveimandi hljómborð og gítarlínur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.