Fréttablaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 55
Lindsay Lohan og elskhugi hennar
Harry Morton hafa fengið sér ný
húðflúr. Leikkonan úr Mean Girls
heimsótti húðflúrstofu í Vestur-
Hollywood síðla kvölds, eftir að
hafa setið að sumbli á skemmti-
stað, og og lét húðflúra hvítt hjarta
á milli þumals og vísifingurs.
Morton á víst að hafa fengið sér
svipað húðflúr á ónefndum stað.
Hvíta hjartað er ekki fyrsta
húðflúrið sem hin tvítuga Lohan
fær sér. Hún hafði áður fengið
orðið „breathe“ á hægri rist og
stjörnu á þá vinstri.
Rauðhærða kvendið er einnig
með ítölsku setninguna La Belle
Vita (hið ljúfa líf) húðflúraða á
bakið.
Lohan er nýkomin af spítala en
hún var lögð inn á miðvikudaginn
var eftir að hún féll í yfirlið við
tökur á myndinni „Georgia Rule“.
Talskona Lohan sagði að veðrið
hefði leikið leikkonuna svo illa en
sumir miðlar vilja meina að hún
hafi verið á útstáelsi með Morton
kvöldið áður og hafi því verið
orðin orkulaus.
Lohan með hvítt
hjarta á hendinni
LINDSAY LOHAN
Rauðhærða leikkonan er komin með enn
eitt húðflúrið.
Gítarinn sem Paul McCartney
lærði sín fyrstu gítargrip á verður
seldur á uppboði í hinu goðsagna-
kennda upptökuveri Bítlanna,
Abbey Road Studios, en talið er að
hann verði seldur fyrir meira en
hundrað þúsund pund sem sam-
svarar þrettán milljónum íslenskra
króna.
Gítarinn hefur mikið gildi
fyrir sögu Bítlanna því sagan
segir að það hafi verið í gegnum
gripinn sem Paul fékk góðvin
sinn, John Lennon, til að ganga til
liðs við hljómsveitina The
Quarrymen árið 1957 en hún varð
seinna upphafið að vinsælustu og
áhrifamestu hljómsveit heims,
Bítlunum.
Með gítarnum fylgir handskrif-
að bréf frá Paul þar sem stendur
að umrætt hljóðfæri sé gítarinn
sem hann lærði fyrst á og hafi í
fyrstu verið í eigu góðvinar hans,
Ian James, en það var einmitt
James sem kenndi John Lennon
nokkur grip til viðbótar við það
sem Bítillinn sálugi kunni þegar.
Ómetanlegur gítar
PAUL OG REX Gítarinn hefur mikið gildi fyrir sögu Bítlanna en hann leiddi til þess að John
Lennon gekk til liðs við The Quarrymen. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Bíómyndirnar um njósnara henn-
ar hátignar, James Bond, njóta
mikilla vinsælda áhorfenda og er
kvikmyndanna alltaf beðið með
eftirvæntingu. Í nóvember verð-
ur 25. kvikmyndin um James
Bond frumsýnd og ber hún nafnið
Casino Royale. Af því tilefni ákvað
kvikmyndatímaritið Empire Maga-
zine að halda kosningu meðal les-
enda sinn um hvaða
leikkona væri flott-
ust af öllum þeim
kvennafans sem
hefur umvafið
njósnarann gegn-
um tíðina.
Kvenkyns per-
sónur hafa
nefnilega
alltaf haft
mikið að
segja í James
Bond myndun-
um og venjulega
eru tvær aðal-
konur í hverri
mynd, ein sæt
og góð og önnur
illmenni sem
tælir njósn-
ara hennar
hátignar og
kemur honum fyrir kattarnef.
Það kemur ekki mörgum á óvart
að það var þokkagyðjan Ursula
Andress sem vann þessa
kosningu enda sem fáir
geta gleymt atriðinu
fræga þegar hún stíg-
ur upp úr sjónum í
bikiní einum klæða í
myndinni Dr.
No. Annað
sætið hlaut
Famke
Jansen fyrir
frammistöðu sína í
Goldeneye með Pier-
ce Brosnan og hin
fagra Jane Seym-
our hreppti
þriðja sætið en
hún lék í mynd-
inni Live and
Let Die. Feg-
urðardísin Halle
Berry vermdi
fjórða sætið en
hún lék mynd-
inni Die Another
Day sem tekin
var upp að að hluta
hér á landi. Fimmta
sætið samkvæmt
lesendum tímarits-
ins fór svo til Lois Chile
en hún lék í myndinni
Moonraker
með Rooger
Moore í hlut-
verki James
Bond frá
árinu 1979.
Þokkagyðjur Bond
FIMMTA SÆTIÐ
Nafn Lois
Chiles hefur
lítið borið á
góma síðan
hún lék í í
Bond-mynd-
inni Moonraker
með Rooger
Moore en þar
sló hún í gegn.
ANNAÐ SÆTIÐ
Famke Jansen var valinn í annað sætið en
hún lék með Pierce Brosnan í myndinni
Goldeneye.
KVENNALJÓMI Rooger Moore sést hér umkringdur fallegu kvenfólki eins og sönnum njósnurum hennar hátignar sæmir.
FRÉTTABLAÐIÐ/APPHOTOS
FYRSTA SÆTIÐ
Ursula Andress vakti mjög mikla athygli í
kvikmyndinni Dr. No en þetta var í fyrsta
skiptið í sögunni sem einhver kom fram í
kvikmynd í bikiní einu klæða.
ÞRIÐJA SÆTIÐ
Jane Seymour var
náttúrulega falleg í
myndinni Live and
Let Die.
FJÓRÐA SÆTIÐ
Halle Berry var flott í
myndinni Die Another
Day.