Fréttablaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 56
28 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚLÍ 28 29 30 31 1 2 3 Mánudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Tveir leikir í Landsbanka- deild karla þegar Fylkir mætir KR og Valur tekur á móti ÍBV.  20.00 Keflavík og Grindavík mæt- ast í Landsbankadeild karla. ■ ■ SJÓNVARP  16.25 Helgarsportið á RÚV.  16.40 Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum á RÚV.  19.45 Keflavík-Grindavík á Sýn.  22.00 Landsbankamörkin á Sýn.  23.10 Fótboltakvöld á RÚV. FÓTBOLTI „Menn voru aðallega að hlera mig þar sem ég var ekkert búinn að vera að spila í sumar,“ sagði Ágúst Gylfason aðspurður um fyrirspurnir annarra liða í hans garð en hann er samnings- bundinn KR-ingum út sumarið. „En það var ekki vegna getuleysis heldur vegna þeirra meiðsla sem hafa verið að hrjá mig í allt sumar,“ sagði hann í léttum dúr. „Þetta hafa í raun verið 4-5 meiðsli og ein löng sorgarsaga. Nú síðast átti ég að fá að spreyta mig gegn ÍBV en ég meiddist í upphituninni og gat því ekki verið með. Þetta var fyrir viku síðan og er ég enn frá vegna þessara meiðsla.“ Ágúst finnur nú fyrir meiðslum í mjóbaki en að öðru leyti er hann í góðu standi. Hann var að vísu í hópnum hjá KR í fyrsta leik sum- arsins en síðan þá hefur hvert óhappið rekið annað. Hefur hann meðal annars gengist undir kvið- slitsaðgerð í sumar. „Ég fékk til að mynda frí til að fara með fjölskyldunni til Spánar í sumar og náði mér ágætlega þar en svo kom þetta upp nú síðast. Það hefði verið gott að geta notað mig í leiknum gegn Fylki þar sem við erum fáliðaðir á miðjunni vegna leikbanna og meiðsla,“ sagði Ágúst. Indriði Sigurðsson gekk um helgina til liðs við KR en hann verður ekki orðinn gjald- gengur fyrr en á morgun en KR mætir Fylkismönnum í kvöld. Ágúst segir að KR-ingar hafi ekki verið reiðubúnir að sleppa sér nú um mitt sumar þar sem liðið þyrfti á öllum sínum mönn- um að halda á lokasprettinum. „Staðan er einfaldlega þannig að KR er í þriðja neðsta sæti deildar- innar og við þurfum alla sem við höfum. Sérstaklega þekki ég botn- baráttuna vel og ekki verra að hafa einhvern með reynslu þar. Það er nefnilega oft sem góðir knattspyrnumenn ná ekki að tak- ast vel á við þrýstinginn sem fylg- ir því að vera í fallslag. Þar skiptir reynslan miklu máli.“ Samningur Ágústs við KR renn- ur út í haust og er óvíst hvað tekur við. En eitt er víst að hann ætlar að halda áfram. „Ég er ekki tilbú- inn til að hætta alveg strax. Menn hafa verið að athuga að fá mig í þjálfun en maður getur alltaf þjálfað, þess vegna langt fram á eftirlaunaaldur. En ég ætla að reyna allt sem ég get til að halda áfram sem leikmaður og tel mig eiga fullt erindi í efstu deild í 2-3 ár til viðbótar. Meiðslin geta vitan- lega stoppað mann eins og þau hafa gert í sumar en ég ætla að láta reyna á þetta.“ Ágúst hefur aldrei orðið Íslandsmeistari með meistara- flokki en þrívegis bikarmeistari, ávallt með Val. „Það hefur auðvit- að alltaf verið draumurinn að verða Íslandsmeistari og ekki útséð um það enn. En hvað þetta tímabil varðar ætla ég nú að sjá til hvort ég lagist ekki í bakinu fljót- lega og komi sterkur inn, til dæmis í bikarúrslitaleikinn,“ sagði hann og hló. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is ÁGÚST GYLFASON Hefur ekkert náð að spila í sumar vegna meiðsla en vonast til að geta verið með KR á lokasprettinum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ Hef ekki sagt mitt síðasta Ágúst Gylfason hefur ekkert spilað með KR-ingum í sumar vegna þrálátra meiðsla. Hann var næstum genginn til liðs við annað félag nú fyrir skömmu en KR þarf á öllum sínum mönnum að halda á lokasprettinum. FÓTBOLTI Tólftu umferð Lands- bankadeildarinnar lýkur í kvöld en þá fara fram þrír athyglisverð- ir leikir. Fréttablaðið fékk Ásgeir Elíasson, þjálfara Fram, til að spá fyrir um úrslit þessara leikja en Framarar eru langefstir í fyrstu deildinni og fátt sem getur komið í veg fyrir það að þeir spili í Lands- bankadeildinni á næsta ári. Á Laugardalsvellinum mætast Valur og ÍBV í kvöld klukkan 19:15. Valsmenn hafa ekki tapað deildarleik síðan í fimmtu umferð en hafa reyndar verið mjög dug- legir við að gera jafntefli. „Ég sá Eyjamenn ekki gegn KR en skilst að þeir hafi spilað alveg ágætlega í þeim leik. Þeir munu berjast fyrir lífi sínu og er mikilvægt fyrir þá að fara að ná inn fleiri stigum. Ég held samt að Valsmenn muni ná að vinna þennan leik, þeir eru á heimavelli og ná naumum sigri,“ sagði Ásgeir. ÍBV er í neðsta sæti deildarinn- ar en það verður þó að horfa til þess að aðeins sex stig eru upp í annað sætið. Valsmenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í þriðju umferð og unnu 3-0 útisigur. Sam- kvæmt því ættu þeir að taka þenn- an leik í kvöld en þeir verða þó án Garðars Gunnlaugssonar sem er kominn til Svíþjóðar en hann skor- aði tvö mörk í Eyjum. Á sama tíma mætast Reykja- víkurliðin Fylkir og KR í Árbæn- um. „Fylkismenn töpuðu á KR- vellinum í fyrri umferðinni og voru hundsvekktir eftir þann leik, töldu sig hafa verið betra liðið í leiknum. Ég held að þeir muni núna ná að koma fram hefndum og vinni á heimavelli sínum,“ sagði Ásgeir en KR vann 1-0 í Vestur- bænum þar sem Tryggvi Bjarna- son skoraði eina markið. Þetta verður tíundi deildarleikur Fylkis og KR á Fylkisvelli, heimamenn hafa sigrað í fjórum leikjum, tvisvar hafa félögin gert jafntefli en KR hefur sigrað þrisvar. Klukkan 20 verður síðan athyglisverður grannaslagur þegar Keflavík tekur á móti Grindavík en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Þetta verður ellefti leikur liðanna á Keflavíkurvelli í efstu deild. Keflavík hefur unnið fjóra leiki, þrír hafa endað með jafntefli og Grindavík hefur unnið þrjá leiki. „Þetta verður hörkuslagur eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast. Það er erfitt að spá fyrir um úrslit- in í þessum leik og ég hallast því bara að jafntefli,“ sagði Ásgeir Elíasson, en leikur liðanna í Grindavík fyrr í sumar endaði með 1-1 jafntefli. - egm Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram sem er í toppsæti 1. deildar, spáir í leiki kvöldsins í Landsbankadeild karla: Spáir jafntefli í Suðurnesjaslagnum REYKJAVÍKURSLAGUR Hér eigast Páll Einarsson og Gunnlaugur Jónsson við í fyrri viðureign Fylkis og KR í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Fleiri en eitt lið í Lands- bankadeildinni gerðu tilraun til að fá Helga Sigurðsson, sóknarmann Fram, lánaðan út tímabilið. Fram- arar eru með örugga forystu í 1. deildinni og staðfesti Ásgeir Elías- son, þjálfari Fram, að nokkur lið hefðu sýnt áhuga á að fá Helga að láni seinni hluta tímabilsins. Helgi kom heim úr atvinnumennskunni fyrir tímabilið og er hann marka- hæstur í 1. deildinni með átta mörk. Ásgeir sagði þó að það væri alveg ljóst að Helgi myndi spila í búningi Fram út þetta tímabil. - egm Markakóngur 1. deildar: Lið vildu fá Helga lánaðan HELGI SIGURÐSSON Hefur skorað mikið að undanförnu. HANDBOLTI Handknattleiksdeild ÍR er þessa dagana að ganga frá leik- mannamálum sínum fyrir næsta vetur en liðið mun spila í úrvals- deildinni. Línumaðurinn Jón Heið- ar Gunnarsson skrifaði um helg- ina undir samning við ÍR en hann kemur til félagsins úr röðum HK. Honum er ætlað að fylla skarð bróður síns, Karls Jóhanns Gunn- arssonar, sem er farinn til Dan- merkur ásamt Hafsteini Ingasyni og Tryggva Haraldssyni. Miklar breytingar verða því á leikmannahópi ÍR en liðið hefur fengið þá Hjörleif Þórðarson frá FH og hornamanninn Ólaf Sigur- geirsson frá KA. Auk þess hefur Brynjar Steinarsson snúið aftur frá Danmörku. - egm ÍR-ingar eru að safna liði: Jón fyllir skarð bróður síns KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfubolta skipað leikmönn- um átján ára og yngri lauk í gær keppni í B-deild Evrópumótsins sem fór fram á Ítalíu. Liðið lék í lokaleik sínum gegn Írum og tap- aði, 71-63, og féll því niður í 11. sæti keppninnar. María Ben Erlingsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 22 stig en Helena Sverrisdóttir kom næst með sautján. - esá U-18 lið Íslands í körfu: Í 11. sæti á EM eftir tap í gær FÓTBOLTI Hjálmar Þórarinsson, leikmaður Hearts í Skotlandi, mun í dag eða á morgun halda til Álasunds í Noregi þar sem hann verður til reynslu hjá norska 1. deildarfélaginu þar að sögn Ólafs Garðarssonar umboðsmanns hans. Hjálmar var fyrir skömmu til reynslu hjá AIK í Stokkhólmi en félagið kaus að semja ekki við hann þá. Hjálmar fékk að vita fyrr í sumar að hann væri ekki hluti af framtíðaráætlunum þjálf- ara liðsins. Með Álasundi leikur Keflvíkingurinn Haraldur Freyr Guðmundsson. - esá Hjálmar Þórarinsson: Til Álasunds á reynslu Heiðar Davíð öflugur Kylfingurinn úr Mosfellsbæ, Heiðar Davíð Bragason, lék vel á móti í sænsku mótaröðinni sem fór fram í Eistlandi um helgina. Heiðar lék í gær á 67 höggum, fimm undir pari vallarins, og var samtals sjö undir pari að mótinu loknu. Varð hann í 11.-13. sæti og átta höggum á eftir efsta manni. > Birgir og Ólöf neðarlega Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson og Ólöf María Jónsdóttir luku keppni á mótum sínum í gær. Birgir Leifur á Áskorenda- móti í Wales en í gær lék hann á fjórum höggum yfir pari og varð í 54.-59. sæti á átta yfir pari. Ólöf María Jónsdóttir slapp naumlega í gegn- um niðurskurðinn á næstsíðasta degi mótsins en í gær lék hún, eins og Birgir, á fjórum yfir pari og samtals tólf yfir. Varð hún í 31.-34. sæti. Það var mikið um dýrðir á Borgar- firði eystri um helgina í tengslum við tónleika Emilíönu Torrini og skosku hljómsveitarinnar Belle & Sebastian í Bræðslunni á laugardagskvöldið. Íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist um helgina og knattspyrnulið bæjarins, UMF Borgarfjörður, fékk óvæntan liðsstyrk í leik sínum gegn Hetti B í hinni svoköll- uðu Malarvinnslubikarkeppni. „Hann var með lausan samning og við tókum hann á staðnum,“ sagði Ásgrímur Ingi Arngrímsson, formaður UMFB, í samtali við Fréttablaðið, um Stuart Murdoch, aðalsöngvara Belle & Sebastian, sem spilaði með liðinu í gær. „Hann reyndist vera liðtækur leikmaður,“ bætti hann við en var ekki jafn ánægður með annan leikmann sem þeir fengu úr fylgdarliði hljómsveitarinnar. „Nei, hann stóð ekki undir væntingum,“ sagði hann og hló. Höttur B fór þrátt fyrir þetta með öruggan sigur af hólmi, samtals 9-5, en leikið var í bikarkeppni UÍA. „Þetta er utandeildarkeppni sem hefur verið á dagskrá hér fyrir austan í fjöldamörg ár.“ Ásgrímur segir að óvenju margir áhorfendur hafi verið á leiknum án þess að hafa verið að fylgjast nákvæm- lega með hversu margir komu. „En það var fleira sem trekkti að, til að mynda var Njáll Eiðsson þjálfari með í liðinu og var enginn á vellinum í betra formi en hann, sem er nú 48 ára gamall. Svo var einnig gestaþjálfari sem sá um að halda ræðu í hálfleik og endurskipu- lagði leik liðsins,“ sagði Ásgrímur og átti þar við Guðlaug Baldursson, þjálfara ÍBV, en bæði hann og Njáll eru gamlir Borgfirðingar. „Þetta var mikil hátíðarstemn- ing og ekki skemmdu tónleikarnir um kvöldið fyrir, þeir voru hreint frábærir.“ SÖNGVARI BELLE & SEBASTIAN: SPILAÐI MEÐ UMF BORGARFIRÐI EYSTRI Á LAUGARDAG Nokkuð liðtækur knattspyrnumaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.