Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 31.07.2006, Qupperneq 62
 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR34 Fréttablaðið birti nú um helgina hverjir væru tilnefndir sem eftirminnilegustu sjónvarpsmenn landsins og hvert væru eftirminni- legustu atvikin í íslensku sjón- varpi. Í dag verður hleypt af stokkunum kosningu á síðunni www.visir.is þar sem þjóðinni gefst kostur á að segja sitt álit. Niðurstöðurnar verða birtar í laugardagsblaðinu eftir viku en tilefnið var að fjörutíu ár eru liðin síðan Ríkissjónvarpið fór fyrst í loftið og tuttugu ár síðan Stöð 2 birtist fyrst á skjám lands- manna. Báðar þessar stöðvar eiga það reyndar sameigin- legt að byrjunin fór heldur brösu- lega af stað. Prufuútsending RÚV fór óvart í loftið degi áður en upp- haf- lega var gert ráð fyrir og eins og margir muna var Stöð 2 hljóðlaus í fyrsta skipti. Fimmtán val- inkunnir ein- staklingar sátu í dóm- nefndinni og gáfu þeir allir álit nafnlaust. Ómar Ragnarsson, Bryndís Schram, Gísli Marteinn Baldursson, Magn- ús Bjarnfreðsson, Hermann Gunn- arsson og Ólafur Ragnar Gríms- son eru þau sex sem eru tilnefnd sem eftirminnilegasti sjónvarps- maður Íslands. Atvikin þegar Bubbi Morthens gefur fingurinn í áramótaþætti árið 1980, Skeiðarárhlaupið 1996, þegar Gísli á Uppsölum birtist í fyrsta skipti, þegar Hemmi Gunn týnist í beinni útsendingu og þegar stjórninni slitið á Stöð 2 árið 1988 koma öll til greina sem eftirminnilegasta atvikið í íslensku sjónvarpi. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Kínverskur 2 Grundarfirði 3 Grænland LÁRÉTT 2 teikning af ferli 6 hljóta 8 fisk- ur 9 suss 11 hætta 12 seytla 14 lúkar 16 í röð 17 niður 18 ennþá 20 guð 21 velta. LÓÐRÉTT 1 ákaflega 3 slá 4 veit allt 5 ham- fletta 7 áleitinn 10 rá 13 tangi 15 hástétt 16 húðpoki 19 núna. LAUSN LÁRÉTT: 2 graf, 6 fá, 8 áll, 9 uss, 11 vá, 12 rælni, 14 káeta, 16 hi, 17 suð, 18 enn, 20 ra, 21 snúa. LÓÐRÉTT: 1 ofur, 3 rá, 4 alvitur, 5 flá, 7 ásækinn, 10 slá, 13 nes, 15 aðal, 16 hes, 19 nú. FRÉTTIR AF FÓLKI Verið er að klippa kvikmyndina Kalda slóð sem Saga Film framleiðir en Björn Brynjólfur Björnsson leikstýrir. Þau Þröstur Leó Gunnarsson og Elva Ósk Ólafsdóttir leika aðalhlutverkin en hún segir frá harðsvíruðum blaðamanni sem heldur upp að hálendisvirkjun og rannsakar þar dularfullt morð. Áætlað er að frumsýna myndina um jólin og því er ljóst að íslenskir krimmaaðdá- endur fá sitthvað fyrir sinn snúð þegar sól fer að lækka á lofti því Mýrin hans Baltasars Kormáks verður einnig frum- sýnd um svipað leyti. Verið er að leita eftir tónskáldi fyrir kvikmyndatónlistina í Kaldri slóð og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tilkynnt eftir helgi hver hreppir hnossið. Nokkrir valin- kunnir tónlistarmenn hafa að undan- förnu reynt fyrir sér í þessari tegund tónlistar og má þar nefna Jóhann G. Jóhannsson, sem gerði tónlistina fyrir Blóðbönd, og Mugi- son, sem samdi hina mögnuðu tónlist fyrir A Little Trip to Heaven og er nú á fullu við að klára tónlistina við Mýrina. Miklar getgátur og sögusagnir eru uppi um það hverjir standi að baki Orðinu á götunni, ordid.blog.is, vinsælli bloggsíðu um stjórnmál og fjölmiðla. Nafn Andrésar Jónssonar, almanna- tengils og frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar, er gjarnan nefnt í sömu andrá og bloggsíðan en vitað er að fleiri koma að skrifunum. Einn þeirra sem talið er að skrifi reglulega inn á Orðið er Jakob Hrafnsson, forystumaður meðal ungra framsóknarmanna og bróðir Björns Inga Hrafnssonar borgarfulltrúa. Ef rétt reynist á Andrés þar góðan bandamann enda er Jakob vel tengdur inn í stjórn- málalíf- ið. - fgg „Maður þarf virkilega að vilja hanna föt til þess að geta komist af í þessum fallvalta bransa sem tískuheimurinn er,“ segir Eygló Margrét Lárusdóttir fatahönnuð- ur. Hún er nýbyrjuð að selja hönn- un sína undir nafninu EYGLÓ í búðinni Kronkron á horni Lauga- vegs og Vitastígs. Eygló er útskrifuð úr fatahönn- unardeild Listaháskóla Íslands og eftir námið þar hélt hún beint út til Los Angeles þar sem hún var í læri hjá hinum virta hönnuði Jeremy Scott. „Það var alveg frá- bært að komast út strax eftir útskrift og þá slapp ég til allrar hamingju við valkvíðann sem fylg- ir því að vera búinn með námið sitt og vita ekkert hvað má á að taka sér fyrir hendur. Þetta var mjög lærdómsríkur tími og ég kynntist fullt af skemmtilegu fólki.“ Eygló vann hjá Scott í þrjá mánuði og gerðist hún meðal ann- ars svo fræg að sauma búning fyrir Madonnu, „Ég veit ekki hvort hún sé búin að klæðast honum ein- hverntímann en mér var sagt að hún væri mjög ánægð með hann og ég sá mynd af henni í búningn- um. Það var mjög skemmtilegt upplifun,“ segir Eygló og hlær. Eygló hannar fötin sín í litlu vinnu- herbergi á heimili sínu og segir að það sé nú stundum mjög þröngt en sættir sig þó við vinnuað- stöðuna enn sem komið er. Hún við- urkennir að fatahönnun sé mikið hark og að þetta sé mjög erfitt. „Þetta er eiginlega bara spurning um að duga eða drepast þegar kemur að fata- hönnun og ég held að ég þrái þetta nógu mikið til þess að geta harkað þetta í þó nokkurn tíma í viðbót. Það þýðir ekkert að gera þetta fyrir peninga enda koma þeir síðar.“ Eygló reynir að eyða sem mestum tíma í saumaskap og hönnun en vinnur með í ljósmyndaraverslun- inni Hans Petersen. Eygló kaupir öll efnin í gegn- um netið eða hér heima og segist vera byrjuð að leggja mikinn metnað í gæðaefni. Margir af kjólunum og flíkunum sem eru til sölu í Kronkron eru úr 100% silki. Nýja línan hennar Eyglóar ber keim af útskriftarverkefni henn- ar en hún segist þó vera búin að róast mikið og hún sé ekki eins flippuð og hún var einu sinni. „Línan mín einkennist af kven- leika og einfaldleika. Flíkurnar eru fyrir fólk sem vill klæðast bæði hversdags og fínt. Ég held að það sé parturinn af því að eld- ast sem hönnuður. Þá fer maður að meta vandaðan saumaskap og gæðaefni betur, en það einkennir mína hönnun,“ segir Eygló. alfrun@frettabladid.is EYGLÓ MARGRÉT LÁRUSDÓTTIR: SELUR HÖNNUN SÍNA Í KRONKRON Saumaði búning fyrir poppdívuna Madonnu EYGLÓ MARGRÉT LÁRUSDÓTTIR Ungur og upprennandi fatahönnuður sem var í læri hjá snillingnum Jeremy Scott og selur nú fatnað sinn í Kronkron undir merkinu EYGLÓ. FRÉTTBLAÐIÐ/HARI GULLLITAÐUR KJÓLL Hér er glæsilegur kjóll úr smiðju Eyglóar. „Það eru nýdottnar inn spár fyrir þessa mestu ferðahelgi sumars- ins,“ segir Sigurður Þ. Ragnars- son, gjarnan kallaður Siggi stormur, veðurfræðingur frétta- stofu NFS. Hann segir að það séu komnar reiknaðar tölvuspár sem spá mildu veðri um verslunar- mannahelgina með hita á milli 12 til 20 stiga. „Það verður þó ekki sólríkt en skýjað með köflum,“ segir Sigurður og bætir því við að það sé flökt á úrkomuspám en blástur úr suðri sem þýðir að það verði heitt og gott veður. Sigurður segir að oft hafi verið verri spá en núna fyrir verslunar- mannahelgina og geta því tjald- ferðalangar og útihátíðarsinnar haldið út á land án þess að óttast kaldar og blautar nætur og elting- arleiki á eftir tjaldinu í miklu roki. „Þessa spá ber samt að varast og gæti hún breyst en þó leggur hún línurnar fyrir næstu helgi,“ segir Sigurður að lokum. Milt veður um versl- unarmannahelgina SIGGI STORMUR Spáir mildu og almennt góðu veðri um verslunarmannhelgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sjónvarpskönnunin hafin á Vísi.is GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Er einn þeirra sem er tilnefndur sem eftir- minnilegasti sjónvarpsmaður landsins. BUBBI SÝNIR FINGURINN Bubbi Morthens lét sitt ekki eftir liggja í áramótaþætti sjónvarpsins árið 1980 og sýndi þjóðinni fingurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/RÚV HRÓSIÐ ... fær Dorrit Moussaieff sem verður íslenskur ríkisborgari í dag. �������� ��� ���� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ������ ����� �� �� � �� �� �� �� �� �� �� �� �� � ��������� � � �� ��������� � �
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.