Tíminn - 05.01.1978, Qupperneq 5

Tíminn - 05.01.1978, Qupperneq 5
Fimmtudagur 5. janúar 1978 5 á víðavangi Hver er „sannur”? „Ef varaformaður Alþýðu- bandalagsins telur jafnaðar- stefnuna hina einu réttu póli- tisku stefnu, hvað er hann þá að gera i kosningabandalagi Alþýðubandalagsmanna, sem enn hefur ekki fundið pólitisk- an grundvöll?” spyr ritstjóri Alþýðublaðsins i leiðara f gær að tilefni krataleiðarans sem Þjóðviljinn birti i fyrradag og fjallað var um I þessum þætti I gær. Vonlegt er að vesalings maðurinn spyrji sem svo, og bragð er að þá barnið finnur. Og ritstjóri Alþýðublaðs- ins heldur áfram: „Eða er það bara kosninga- brella hans að renna I orði upp að hlið Alþýðuflokksins og telja almenningi trú um að Al- þýðubandalagið sé jafnaðar- mannaflokkur?” Fyrr i leiðara sinum lætur ritstjóri Alþýðublaðsins þess getið að ummæli varafor- manns Alþýðubandaiagsins komi „eins og skrattinn úr sauðarleggnum” eftir þau ummæli Ragnars Arnalds að „eitt af helztu verkefnum Al- þýðubandalagsins væri að koma Alþýðuflokknum fyrir kattarnef”. A nú enn að fara að sameina? Það fer ekki á milli mála að ritstjóri Alþýðublaðsins tekur yfirlýsingu varaformanns Al- þýðubandalagsins og ritstjóra Þjóðviljans um hollustu við jafnaðarstefnuna ekki af neinni gieöi. Og það sem meira er: Hann trúir ekki orð- um leiöarahöfundar Þjóðvilj- ans. Samkvæmt mati ritstjóra Alþýöublaösins kemur það i mesta lagi til greina, að helm- ingur stuðningsmanna Al- þýöubandalagsins séu jafnaðarmenn, hinir séu ein- hvers konar „kommar”, en eins og getið var i þessum þætti i gær er leiðarahöfundur Þjóðviljans alveg hættur að geta áttað sig á þvi hver er „sósiaiisti” nú á dögum með réttu.þar sem „hóparnir” eru orðnir svo margir og mislitir. Leiðara sinum lýkur rit- stjóri Alþýöublaðsins i gær á þessum orðum: „Ef hins vegar helftin af Al- þýðubandalagsfólki aðhyllist jafnaðarstefnu Alþýðuflokks- ins, þá er ekki lengur þörf fyr- ir tvo verkalýðsflokka i land- inu. Þá er hægt að sameina afl og krafta þeirra karla og kvenna sem I raun og sann- leika vilja efla hreyfingu laun- þega I landinu og stuðla að si- fellt auknum áhrifum hennar á stjórn landsmála. Alþýðu- flokkurinn stendur öllum sönnum jafnaðarmönnum op- inn.” Fagurgali og hálmstrá Svo mörg voru þau orö. Merkilegt má það heita, að Kjartan ólafsson og Arni Gunnarsson Hver á sokk sem gat er á? ritstjórar beggja „jafnaöar- blaðanna” eru I sifellu að tala um „sanna” jafnaðarmenn, þá sem „I raun og sannleika” og svo alla hina sem eru „ósannir” jafnaðarmenn, sem „þykjast” en eru ekki. Er þetta svo að skilja, sem mörg- um hefur nú reyndar fundizt, að flestir sem þessum fögru titium veifa sigli undir fölsku flaggi og séu að reyna að draga til sin fylgi með fagur- gala? Gæti það enn fremur átt sér stað, sem mörgum hefur einn- ig fundizt, að sósialisminn hafi þegar lokið sinu sögulega hlut- verki og sé, eins og kapitalisminn, aöeins leifar iiðinnar tiðar? Að alit þetta Irafár út af „sönnum” mönn- um o.s.frv. sé einfaldlega ör- væntingartilraun til að gripa I eitthvert háimstrá? Svo mikið er vist, að flest hið farsæiasta i jafnaðarstefnunni hefur þegar verið framkvæmt I velferðar- og lýðræðisþjóðfélögum og félagsmálastefna er almennt viðurkennd,- fenda á hún raun- ar rætur sinar viðar en meðal jafnaðarmanna einna. Hvað sem þessu lföur er það alla vega ljóst, að ritstjóri Al- þýðublaðsins telur þá jafnaöarmenn „sanna” sam- herja sem eiga peninga og aðra virkt úti I Skandinaviu — og geta látið einhverja aðstoð i té viö Alþýöublaðiö I erfiðleik- um þess. JS Askorenda- einvígið: Jafntefli í 15. skákinni Belgrad/Reuter. 15. einvigisskák þeirra Korcnois og Spasskys lyktaði með jafntefli f Belgrad I gærkveldi. Korcnoi var með hvitt og bauð jafntefli eftir 34 leiki og féllst Spassky á það eftir nokkra umhugsun. Þvi hefur Korcnoi nú 8 vinninga, en Spassky 7. Korcnoi þarf nú tvo og hálfan vinning til að vinna sigur i áskorandaeinviginu. I fyrsta skipti I einviginu beitti Korcnoi nú ekki franskri vörn og opnaöi meö drottningarpeöi, og beitti Tarasov-vörn þar sem bisk- up á drottningarvæng er fórnaö. I endatafli höföu skákmeistararnir jafn vinningsmöguleika, aö sögn sérfræöinga. Skákmeistararnir sem báöir hafa beitt sálfræöileg- um brögöum hvor öörum til skap- raunar tókust I hendur eftir skák- ina. íslenzk kirkjulist í Bogasal Þjóöminjasafn Islands hefur sett upp sýningu I Bogasal um Is- lenzka kirkjulist frá sföari öld- um. Er hér einkum um aö ræöa altaristöflur og aöra málaöa kirkjugripi bæöi eftir nafngreinda og óþekkta Islenzka listamenn og hafa margir þessir hlutir ekki veriö sýndir I safninu fyrr. Sýningin veröur opin á venju- legum opnunartlma safnsins næstu tvo mánuöi. Aögangur er ó- keypis. Vegna kaup- og ullarhækkana hefur rekstrargrundvöllur prjóna- og saumastofa versnað til muna. Myndina tók M.Ó. hjá Póiarprjóni á Blönduósi. Verða prjóna- og saumastofur á Norðurlandi að segja upp fólki? AÞ-Vegna veröhækkana á ull svo og kauphækkana er hætta á aö segja þurfi upp fólki hjá prjóna- og saumastofum á Noröurlandi, nema aö til komi fyrirgreiösla af hálfu hins opinbera. Fulltrúar Samtaka prjóna- og saumastofa á Noröurlandi,munu koma saman á Blönduósi eöa Akureyri innan skamms til aö ræöa ástand þaö, sem hefur skapazt innan atvinnu- greinarinnar. Alls eru átta fyrir- tæki I samtökunum og veita þau um 240 manns atvinnu. Rekstrargrundvöllurinn er langt frá þvl aö gera góöur eins og málin standa. Verkefnin eru fyrir hendi, en þaö er veröiö sem strandar á, sagöi Zophonfas Zophonlasson framkvæmdastjóri Pólarprjón á Blönduósi. — Sér- staklega hefur ullarhækkunin, sem varö I desember, slæm áhrif á reksturinn. Einnig höföu kaup- hækkanirnar sín áhrif, en fyrir- tæki á þessum vettvangi eru mjög mannfrek og þvl næm fyrir kaup- hækkunum. Aö óbreyttu erum viö ekki samkeppnisfærir á erlendum mörkuöum, nema aö til komi ein- hverjar ráöstafanir. Zophonlas sagöi aö llklegt væri aö t.d. hjá Pólarprjón þyrfti aö segja upp fólki, ef ekki kæmi til aöstoö opinberra aöila. Hjá fyrir- tækinu eru um 60 manns I stöö- ugri atvinnu. Hann taldi aö önnur fyrirtæki innan samtakanna heföu svipaöa sögu aö segja, — Mér sýnist erlendi markaö- urinn I hæsta lagi þola 10% hækk- un, en ég tel aö viö þyrftum um 20% hækkun til þess aö mæta ull- ar- og vinnulaunahækkununum sagöi Zophonlas. — Hækkanirnar komu sérlega illa viö saumastof- urnar, því vinnulaunakostnaöur hjá þeim er mjög mikill. Sá þátt- ur hefur hinsvegar ekki eins mikil áhrif á prjónastofur. Trausti, Einar og Eiríkur f á lausn frá störfum Á fundi Rlkisráös, sem haldinn var aö Bessastööum á gamlárs- dag var eftirtöldum embættis- mönnum veitt lausn frá störfum fyrir aldurs sakir: Dr. Trausti Einarsson, prófessor I eölisfræöi, Einar Bjarnason, prófessor i ættfræöi og Eirikur Benedikz, sendifull- trúi I London. Nýr fram kvæmda stjóri SÍF FRIÐRIK Pálsson hefur veriö ráöinn framkvæmdastjóri Sölu- sambands Islenzkra fiskframleiö- enda frá 1. janúar sl. I staö Helga Þórarinssonar, sem veriö hefur framkvæmdastjóri hjá SÍF sl. 31 ár, en lætur af störfum síöar á þessu ári, aö eigin ósk fyrir ald- urs sakir. Friörik Pálsson er fæddur 19. marz 1947. Hann er sonur hjón- anna Guönýjar Friöriksdóttur og Páls Karlssonar bónda á Bjargi, I Miöfiröi I V-Hún. Hann lauk prófi frá viöskiptadeild Háskóla Is- lands voriö 1974 og tók viö starfi skrifstofustjóra SIF snemma sama ár. Eiginkona Friöriks er ölöf Pét- ursdóttir, lögfræöingur. Jafnframt er Valgarö J. ölafs- son framkvæmdastjóri og sér um sölumál verkaös saltfisks og ufsaflaka, eins og veriö hefur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.