Tíminn - 05.01.1978, Page 20
Fimmtudagur
5. janúar 1978
18-300
Auglýsingadeild
Tímans.
J
w
Sýrö eik
er sigild
eign
fiCiöGiie
Að loknu metári i fiskveiðum:
¥
“V"
Astæða til bjartsýni
um aflabrögð
þótt takmarka þurfi
sókn í suma stofna,
segir Már Elísson
— Þaö er nú ljóst, aö heildar-
afli landsmanna á siðasta ári
verður meiri en nokkru sinni
áður, og samkvæmt siðustu
bráðabirgðatölum sem ég hef,
er afli siðasta árs milli 1340—
1350 þús. iestir, sagði Már Elis-
son fiskimálastjóri I samtali við
Timann i gær um fiskveiðarnar
siðastliðið ár og horfurnar á
þessu ári.
— Það er margt gleðilegt um
þróunina i fiskveiðum þetta
metár að segja og þá kannski
helzt, hvaö veiöar hafa aukizt á
fisktegundum, sem litið eöa
ekkertvorunýttarfyrir lOárum
eða svo, og þar er fyrst að nefna
loðnuna, en af henni veiddust á
siðasta ári rúmlega 800.000 lest-
ir. Þá má nefna veiðar á spær-
lingi og kolmunna, sem ekki
hafa verið stundaðar að neinu
marki fyrr en á allra siðustu ár-
um. Þótt miklar rannsóknir séu
eftir varðandi gönguvenjur
þessara tegunda og annað i
þeim dúr, má samt fastlega btl-
ast viö auknum veiöum á þeim á
komandi árum og þar með
auknum tekjum fyrir þjóðarbú-
ið, ef hægt verður að vinna þær
á hagkvæman hátt og fá góðan
markað fyrir þær. Þá eru bata-
horfur á afla botnlægra tegunda
merkjanlegar þegar á heildina
er litið, sagði Már.
— Aftur á móti er ýmislegt
sem ekki hefur gegnið eins vel,
og má i þvi sambandi t.d. nefna
að afli linu-og netabáta, einkum
á Suöur- og Vesturlandi, hefur
verið lélegur á siðasta ári, og
hefur það lika bitnað á frysti-
húsum og vinnslustöðvum á
þessum svæðum. Sildveiðarnar
fyrir Suður- og Vesturlandi i
haustkoma þó á móti sem nokk-
urs konar búdrýgindi. Það sem
gerist þarna er, að hlutdeild
linu- og netabáta i botnfiskafl-
anum minnkar, en hlutdeild
Már Elhson, fiskimálastjóri.
stærri togskipa eykst nokkurn
veginn aö sama skapi. — Það er
fyllsta ástæða til að fara var-
lega i veiöar á þorskstofninum.
Þær friðunaraðgerðir, sem
staðið hefur verið fyrir á þorsk
stofninum og reyndar öðrum
stofnum, eru nauðsynlegar, þótt
þær hafi enn ekki náð þvi mark-
miði að byggja upp hrygningar-
stofna. Karfa- og ufsaafli er
nokkru minni en áður, og ástand
þessara tegunda er ekki alltof
gott. Aftur á mótier von til þess
að úr fari að rætast hvað þaö
snertir. Þjóöverjar, sem mikið
hafa veitt af þessum tegundum
um langtárabil, eru nú farnir af
miðunum og þá ættu togarar
okkar að fá aukið svigrúm til
veiða á karfa og ufsa, þótt auö-
vitaö sé nauðsynlegt að auka
rannsóknirá þessum tegundum
til að hægt sé að ákvarða nánar
hve mikið magn sé óhætt aö
veiða. En almennt séð held ég
að ástæða sé til hóflegrar bjart-
sýni á þessu ári, sem nú er að
byrja og alveg ljóst að enn verð-
ur að takmarka sókn i suma
stofna, sagði Már.
— Hvernig skiptist aflinn sið-
asta ár og hvernig er hann i
samanburöi við siðasta ár i
grófum dráttum?
— Samkvæmt þeim bráða-
birgðatölum sem ég hef núna
eruallarlikurá aö heildaraflinn
verði milli 1340—1350. þús. lestir
á siðasta ári, samanborið við
982 þús lestir áriö 1976. Þetta er
mesti afli siðan 1966, en þá var
ársaflinn 1243 þUs. lestir.
Lausleg skipting aflans er i
stórum dráttum þannig, aö af
heildaraflanum er loðnuaflinn
væntanlega rúmar 800 þús. lest-
ir, en var 460 þús. lestir 1976 og
er þvi tæplega helmingi meiri.
Botnfiskafli þ.e. þorskur, ýsa,
karfi og fl. teg., var siðasta ár
um 460 þús. lestir, en var árið
1976 445 þús. lestir. Sú aukning,
sem þarna er á milli ára, stafar
af auknum þorskafla.
Svo nefndar séu nokkrar aðr-
ar tegundir má t.d. nefna að 28
þús. lestir veiddust af sfld á sið-
asta ári og veiddist að öllu leyti
hér við land, en árið 1976 veidd-
ust 30 þús. lestir, þar af 12 þUs.
lestir i Norðursjó. 23 þUs. lestir
veiddustaf spærlingi á árinu, en
um 27 þús. lestir á árinu áður.
Allt útlit er fyrir, að humar-,
skelfisk- og rækjuafli verði
mjög svipaöur og árið 1976, en
einsogerhef ég ekki nákvæmar
tölur yfir hann, sagði Már Elis-
son aö lokum. Sst—
FJARSVIKIN I ÁBYRGÐADEILDINNI:
„Gerðar ráðstafanir til að
koma í veg fyrir slíkt”
— segir Helgi Bergs bankastjóri
GV — Okkur er það mikið
umhugsunarefni hvcrnig svona
getur átt sér stað, og við munum
gera ráðstafanir eftir beztu föng-
um til aö koma i veg fyrir slikt,
sagði Helgi Bergs bankastjóri
Landsbankans i viðtali við blaðið
i gær, varðandi fjársvikamái það,
sem komið hefur upp i ábyrgöa-
deild bankans. Varðandi yfirlýs-
ingu Jónasar Haralz I fjölmiðlum
um máiiö bendi til veikleika I
stjórn bankans, sagði Helgi
Bergs, aö sér fyndist yfirlýsingin
ekki óeðlileg, þetta ætti ekki aö
gerast. — Það verður athugað á
næstu dögum og vikum hvernig
þetta getur átt sér stað, sagði
Helgi Bergs.
Lítið
flogið
í gær
KEJ — t gærdag var Iftiö flogið
vegna veöurs, og mun óhætt að
fullyrða að einmitt þessi árstfmi
er hvaö verstur gagnvart flugi.
Flugvellir vfðast hvar á landinu
tepptust auk þess sem ekki var
flugveöur. 1 gærmorgun voru þó
farnar nokkrar feröir. A vegum
Flugfélags tsiands voru farnar
þrjár ferðir til Akureyrar og ein
til Egilsstaða, en vél sem átti aö
lenda I Vestmannaeyjum varð að
snúa viö. Flugfélagið Vængir
flaug I gær á Stykkishólm, Eif og
Holt, en þar tepptist vélin og
komst ekki aftur til Reykjavfkur.
Um okurlánastarfsemi sem
fyrrv. forstjóri ábyrgðadeildar-
innar á að hafa stundaö, sagðist
Helgi Bergs ekki vita og byggðust
þær upplýsingar, aö þvl er hann
bezt vissi á yfirlýsingum
Björgójfs Guðmundssonar, for-
stjóra Hafskips hf. Þvi hefur ver-
ið fleygt að Björgólfur
Guðmundsson hafi hlotið for-
stjórastöðu Hafskips hf að kröfu
Landsbankans, vegna rekstrar-
öröugleika sem fyrirtækið hafi átt
við aö strlöa. Helgi Bergs banka-
stjóri sagði að það væri af og frá,
þvi Landsbankinn og Hafskip hf.
hefðu engin viðskipti.
Blaöið hafði samband við
Björgólf Guðmundsson forstjóra
Hafskips hf. og formann Lands-
málafélagsins Varöar og próf-
kjörsnefndar Sjálfstæðisflokksins
og spurði hvort að hann hefði I
hyggju að segja af sér
formennsku, en hann vildi ekkert
um málið segja á þessu stigi.
Viðgerð á Arnari HU
lokið um mánaðamót
— Nokkurt atvinnuleysi á Skagaströnd
AÞ —Ljóst er, að viögerö á togar-
anum Arnari HU 1, veröur ekki
lokiö fyrr en um næstu mánaða-
mót. Búið er að skipta viðgeröinni
I verkþætti og sér Slippstööin á
Akureyri um viðgerðina. Togar-
inn var I klössun hjá fyrirtækinu
er eldur kom upp f honum f sl.
mánuði. Einn 65 tonna bátur sér
um hráefnisöflun fyrir frystihúsið
á Skagaströnd, og fer hann f dag I
sinn fyrsta róður eftir alllangt
hlé. Atvinnuástand er þvl fremur
slæmt á Skagaströnd, en ekki er
um neitt „neyöarástand” að
ræða, eins og sveitarstjórinn
komst aö oröi.
— Línubáturinn Clafur HU hef-
ur ekki getað fært frystihúsinu
nægjaniegt hráefni, þannig að
vinna hefur ekki verið nema öðru
hverju. Hins vegar var aflinn á-
gætur I desember og kom bátur-
inn með 6 til 8 tonn á landi Ur
hverjum róðri, sagöi Lár--
us Ægir Guömundsson sveitar-
stjóri. — Það er aðallega kvenfólk
sem er atvinnulaust vegna stöðv-
unar togarans. Þá var frystihúsið
tekið I gegn, en viö það fengu all-
margir karlmenn atvinnu.
Til skamms tlma hefur verið
hægt að vinna viö byggingar á
Skagaströnd og einnig hefur
Rækjuvinnslan veitt mörgum at-
vinnu.
. 1
Bruninn á Arnari HU 1 hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnu-
lif Skagstrendinga. Myndin var tekin af togaranum, þar sem hann ligg-
ur við bryggju á Akureyri. Eins og sjá má varð aö skipta um plötur I
bakboröshliö togarans. Timamynd: ÁÞ.
TRÉSMIDJAN MÉIDUR
SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
menn
þjálfaðir í
Mývatns-
sveit
AÞ — í gær hófst námskeið i um-
ferðarstjórn fyrir löggæzlumenn I
Mývatnssveit. Kennarar eru frá
lögregluskólanum I Reykjavik, og
frá Almannavörnum rikisins.
Námskeiðið sækja 8 menn.
— Það er verið að þjálfa lið
innan sveitarinriar til þess að sjá
um umferðarstjórn á fyrstu
klukkustundum hættuástands,
sagði Jón Illugason oddviti i
Skútustaðahreppi. — Námskeiðið
byrjaði eftir hádegi, og ráögert er
að þvi ljúki annaö kvöld. Það eru
Almannavarnir rikisins sem
standa fyrir námskeiðinu.
Antik-
málið
til
réttar
AÞ — í gær barst Hæstarétti
greinargerð Þóris Oddssonar
rannsóknardómara, en hann úr-
skurðaði þann 30. desember að
ekki væri ástæða til að hann viki
úr sæti I máli Björns Vilmundar-
sonar fyrrverandi forstjóra
Ferðaskrifstofu rikisins. Lög-
maður Björns, Tómas Gunnars-
son.kærði þann úrskurö þegar til
Hæstaréttar.
Hæstiréttur mun taka málið til
meðferðar innan skamms. Þar til
niðurstaöa fæst, liggur rannsókn
niðri I hinu svonefnda „antik-
máli”.
Bláskógar
urðu að
Bláfeldi
GV.— í frétt I blaðinu I gær varö-
andi Landsbankamálið var talað
um að Björgólfur Guðmundsson
hefði áður veitt Dósagerðinni og
Bláfeldi forstööu. Rétt er, að
Björgólfur er fyrrverandi for-
stjóri Bláskóga og Dósagerðar-
innar, og biður blaðið velvirðing-
ar á þessum mistökum.
Blaðburðar
fólk óskast
Timann vantar fólk til
blaðburðar i eftirtalin
hverfi:
Melabraut
Háteigsvegur
Hátún
Miðtún
Skúlagata
Hagamelur
Grenimelur
fjr
SIMI 86-300