Tíminn - 10.01.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.01.1978, Blaðsíða 20
Enska bikarkeppnin: Fallbyssur Arsenal glumdu á Bramall Lane Aö venju gáfu Englendingar deildarkeppninni fri fyrsta laugardag I janúar, og sneru sér I staöinn aö 3. umferö bikarkeppn- innar, þeirri umferö þar sem íiöin úr fyrstu og annarri deild koma til keppni. 3. umferöin hefur löngum veriö umferö hinna óvæntu úrslita, þegar litlu og óþekktu liöin slá út liöin úr efri deildunum, en I ár var ekki mikiö um óvænt úrslit I þeim skilningi, mest komu á óvart úrslitin I leikj- um fyrstu deildar liöanna inn- byröis. Þaö hefur t.d. ekki komiö fyrir Liverpool I 12 ár aö falla úr bikarnum I fyrstu tilraun, en þeir áttu engan möguleika á móti ungu og frisku Chelsea liöi á Stamford Bridge og töpuöu 2-4. Leikur Chelsea og Liverpool var jafn framanaf, en um miðjan fyrri hálfleik skoraöi Clive Walk- er meö þrumuskoti af um 25 metra færi og skildi þetta mark liöin aö I hálfleik. 1 upphafi seinni hálfleiks geröi Chelsea út um leikinn meö tveimur mörkum meö stuttu millibili. Fyrst skoraöi Finnieston og slöan Langley, og Evrópumeistararnir voru ger- sigraöir. Johnsontókstaö minnka muninn fyrir þá I 1-3, en Walker skoraöi fljótlega sitt annaö mark og fjóröa mark Chelsea. Undir lok leiksins skoraöi Dalglish fyrir Liverpool 2-4, en þaö mark skipti engu máli, Chelsea er komiö i 4. umferö mjög veröskuldaö, en Liverpool er úr leik. Krappur dans hjá United. Bikarmeistarar Manchester United lentu I mjög kröppum ..... — þar sem leikmenn Lundúnaliðsins skutu Sheffield United á bólakaf ★ Liverpool fékk skell á „Brúnni” ★ United slapp með „skrekkinn” i Carlisle ★ Áhorfendur reyndu að stöðva leik Leeds og Manchester City dansi á Brunton Park I Carlisle á móti samnefndu 3 deildarliöi. Manchester skoraöi strax eftir tveggja mlnútna leik og var þar aö verki Macari, en Carlisle gaf ekkert eftir þrátt fyrir þetta áfall og tókst aö jafna metin sex mlnútum síöar meö marki frá McDonald. Carlisle haföi slöan undirtökin I fyrri hálfleik, en þeg- ar sex mínútur voru til leikhlés var Brian Greenhoffvikiö af velli fyrir aö handleika knöttinn vilj- andi, aöeins mínútu eftir aö hann var bókaöur fyrir gróft brot. Manchester varð þannig aö spila einum manni færri þær 50 minútur sem eftir voru, og tókst þeim aö hanga á jafnteflinu og ná öörum leik á Old Trafford á morgun. En oft skall hurö nærri hælum uppi viö mark Mancester liösins, og Roche I markinu bjargaöi oft vel. Margir stórleikir - í 4. umferð ensku bikarkeppninnar Margir Stórleikir Petersbrough eöa Newcastle verða leiknir í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Nottingham Forest mætir Manchester City, Middlesbrough leikur gegn Everton, West Ham mætir Q.P.R. og Derby og Birmingham leiða saman hesta sína. Þá bendir allt til aö Arsenal mæti Clfunum og Manchester United mæti W.B.A. Ipswich fær létta mótherja — leikur gegn Hartlepool á heimavelli slnum, Portman Road. Drátturinn varð þannig i ensku bikarkeppninni: Brighton — Notts County Stoke — Blynt Bristol C. eöa Wrexham Orient eöa Norwich — Blackburn Middlesbrough — Everton Carlisle eöa Manchester United — W.B.A. Chelsea — Burnley West Ham — Q.P.R. Bristol R. — Grimsby eöa Southampton Walsall — Leicester Derby — Birmingham Nott. For. — Man. City Rotherham eöa Millwall — Lutoneða Oldham Tottenham eöa Bolton — Mansfield Arsenal — Exeter eöa Wolves Ipswich — Hartlepool „Super-Mac og félagar hans hjá Arsenal voru heldur betur á skotskónum í Sheffield, þar sem þeir unnu stórsigur. > Áhorfendur reyndu að Stöðva leik Leeds og City Mancester City vann góöan sig- ur yfir Leeds á Elland Road I Leeds 2-1. Eftir markalausan fyrri hálfl eik var þaö City sem náöi forystunni i upphafi seinni hálfleiks meö marki frá Tueart, eftir góöan undirbúning Colin Bell. Enn var Bell á feröinni er hann lagði upp annaö mark Man- chester City og Peter Barn skor- aöi auöveldlega. Viö þetta mark æröust áhangendur Leeds, og fóru þeir nú aö streyma inn á völl- inn I þeim tilgangi aö dómarinn aflýsti leiknum. Dómarinn stööv- aöi leikinn og tók leikmennina inn, og tók þaö lögregluna 15 mlnútur að koma röö og reglu afturá. Þegar leikurinn gat hafizt að nýju skoraöi Leeds sitt eina mark, Frank Gray úr vitaspyrnu. Leeds er þannig úr leik I bikarn- um I ár en Manschester City komst I 4. umferð. Stórskotahríð hjá Arsenal Athyglisveröasti sigurinn á laugardaginn var án efa stórsigur Arsenal yfir Sheffield Utd. á Bramall Lane I Sheffield, 5-0. Sheffield liöiö átti ekkert svar við stórleik Arsenal I fyrri hálfleik, er Arsenal skoraöi fjögur mörk á tiu minútna kafla frá áttundu til átjándu minútu. O’Leary hóf þessa stórskotahrlð og mörk frá McDonald (2) og Stapleton komu Arsenal i 4-0. Sheffield átti einnig sin tækifæri á þessum tlu minútna kafla, Arsenal bjargaöi á llnu, og Sheffield liöiö misnotaöi vlta- spyrnu. 1 upphafi seinni hálfleiks skoraöi Stapletonsitt annaö mark og fimmta mark Arsenal, og lauk leiknum þannig, 5-0 fyrir Arsenal. Hartlepool kom á óvart Þau úrslit sem komu hvaö mest á óvart I þessari umferö voru sig- ur Hartlepool, sem er næst neöst I 4. deild yfir Chrystal Palace, sem er ofarlega I annarri deild, 2-1. Chatterton skoraöi fyrir Palace þegar I upphafileiksins og virtist stefna I sigur þeirra, en tvö mörk á tveimur mlnútum frá Newton I liði Hartlepool sneru dæminu viö, og þrátt fyrir mikla pressu C. Palace I seinni hálfleik tókst Hartlepool aö halda hreinu og komast áfram. Middlesbrough vann óvæntan GEORGE ARMSTRONG... skoraöi sigurmark Leicester. stórsigur yfir Coventry 3-0, og getur iiö Coventry nú einbeitt sér aö deildakeppninni, þaö sem eftir er vetrar. Mills skoraöi tvlvegis fyrir „Boro” I fyrri hálfleik, og I seinni hálfleik innsiglaöi McAndrew sigurinn meö góöu skallamarki. Stórsigrar Utandeildaliöin féllu öll út úr keppninni, nema lið Blyth Spart- ans, sem átti I höggi viö Enfield, sem einnig leikur utan deilda. Wigan tapaöi 0-4 á St. Andrew’s á móti Birmingham, mörk Birm- ingham geröu þeir Francis (2) og Bertschin (2). Q.P.R. vann Wealdstone meö sömu marka- tölu, mörkin geröu Givens, James, Bowles og Howe. Stoke vann Tilbury einnig meö 4-0, mörkin I þeim leik geröu Coop (2), Gregory og Waddington. Brighton vann Scarborough 3-0, með mörkum frá Ward, Potts og Horton. Tvö efstu liðin I annarri deild, Tottenham og Bolton mættust á TREVOR FRANCIS... lék meö Birmingham'-liöinu. vel White Hart Lane I London. Var þar um mjög jafnan og spennandi leik aö ræöa, þar sem Spurs tók tvivegis forystuna, en Bolton tókst aö jafna. Eina mark fyrri hálfleiks skoraði Duncan fyrir Tottenham, en i upphafi seinni hálfleiks hafnaði Greaves fyrir Bolton úr vitaspyrnu. Þegar átta minútur voru til leiksloka skoraöi Hoddle annað mark Tettenham, en á loka minútunni tókst What- more aö jafna fyrir Bolton og ná þannig veröskulduöu jafntefli. Liöin reyna aftur meö sér I Bolton i kvöld. West Ham vann nauman sigur yfir Watford, liöi Elton John, sem trónir á toppi 4. deildar. Leikur liöanna var allan timann jafn og skemmtilegur, og ekki hægt að greina á milli hvort liöiö spilaöi I fyrstu deild og hvort I fjóröu deild. Þaö var ekki fyrr en tiu minútur voru til leiksloka aö „Pop” Robsontókst aö skora eina mark leiksins fyrir West Ham eftir skemmtilega útfæröa sókn- arlotú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.