Tíminn - 10.01.1978, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 10. janúar 1978
15
boim leika Sellósónötu I e-
moll op. 38 eftir
Brahms. Búdapest-kvart-
ettinn leikur Strengjakvar-
tett nr. 16 I F-dúr op. 135
eftir Beethoven.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Er Reykjavik eina at-
hvarfið? Þáttur um vanda-
mál aldraðra og sjúkra.
Ums: Ólafur Geirsson.
15.00 Miðdegistónleikar.
Hljómsveit Tónlistarskól-
ans i Paris leikur Spænska
rapsódiu eftir Maurice
Ravel; André Cluytens
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp-
17.30 Litli barnatiminn. Asta
Einarsdóttir sér um timann.
17.50 Að taflLGuðmundur Arn-
laugsson flytur skákþátt.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 „Skuggar af skýjum’’
Thor Vilhjálmsson rithöf-
undur les úr nýrri bók sinni.
20.00 Konsert fyrir tvö pianó
og hljómsveit eftir Bohuslav
Martinu.Franz Joseph Hirt,
Gisela Ungerer og Filhar-
mónlusveit hollenska út-
varpsins leika; Jean Four-
net stj.
20.30 Ctvarpssagan: „Silas
Marner” eftir George Eliot.
Þórunn Jonsdóttir þýddi.
Dagný Kristjánsdóttir les
sögulok (17).
21.00 Kvöldvaka: a. Einsöng-
ur: Einar Markan syngur
fslensk lög.Dr. Franz Mixa
leikur á planó. b. Þórður
sterki.Frásaga eftir Helgu
Halldórsdóttur frá Dag-
verðará. Björg Arnadóttir
les fyrri hluta frásögunnar.
c. Hugsaö heim.Guðmundur
Þorsteinsson frá Lundi fer
með fimm frumort kvæði. d.
Utanfarir önfirðinga og
Dýrfirðinga. Jóhannes Dav-
Iðsson I Neðri-Hjarðardal
segir frá fólksflutningum til
Amerlku og Afrlku fyrir og
eftir aldamót. Baldur
Pálmason les frásöguna. e.
Kórsöngur: Karlakór Akur-
eyrar syngur Islenzk lög.
Söngstjóri: Guðmundur Jó-
hannsson.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Harmonikulög. Toradder-
trlóiö frá Hallingdal leikur.
23.00 A hljóðbergi. Vangede
Billeger. Peter Rasmussen
lektor les úr samnefndri bók
eftir Dan Turéll.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Þriðjudagur
10. janúar
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Landnám I Slberlu Þýsk- ■
ir sjónvarpsmenn feröuðust
um 8000 km veg um Siberfu.
Þeir fylgdu farvegi Ob-fljóts
sem á upptök sln I
Altai-fjöllum I Suö-
ur-SIberlu og rennur til
norðurs. A þessum slóðum
hefur á undanförnum ára-
tugum risið fjöldi nýrra
borga og stór héruö hafa
byggst, þar sem þótti óbú-
andi áður. Þýðandi Guð-
brandur Glslason. Slðari
hluti myndarinnar er á dag-
skrá þriðjudaginn 17. janú-
ar nk.
21.15 Sjónhending Erlendar
myndir og málefni. Um-
sjónarmaður Sonja Diego.
21.35 Sautján svipmyndir að
vori Sovéskur njósna-
myndaflokkur. 8. þáttur.
Þýðandi Hallveig Thor-
lacius.
22.45 Dagskrárlok.
David Graham PhiHips:
110
SUSANNA LENOX
að henni var liðið úr minni, hve undarlega hann brást við
orðum hennar, hélt hún áfram að minnast þessarar
„fullkomnu" konu —og rif ja upp fyrir sér hvert smáatr-
iði í klæðaburði hennar.
Við þróumstán þess að verða þess vör, og oftast á þró-
unin rót sína að rekja til einhverra smáatvika, sem í
fljótu bragði virðast harla ómerkileg. Eins og allir aðrir
hafði Súsanna átt sér sína óskadrauma — en hingað til
hafði henni ekki dottið í hug, að þeir gætu orðið að veru-
leika. Það, sem f yrst hafði þokað henni í þá átt að breyta
þessum draumum sínum úr óhlutlægum órum í raun-
veruleika, var frásögn Rodericks um líf leikaranna,
kvöldið sem hann reiddi hana fyrir framan sig niður að
fIjótinu. Þá hafði henni fundizt, að eina lífið, sem henni
stæði til boða, þar sem litið yrði á hana sem manneskju
— ekki kynveru einvörðungu — væri á vettvangi leik-
listarinnar. Og óskir hennar og girndir tóku á sig nýja og
formfastari mynd upp frá þeim degi, að hún sá þessa
konu við sýningargluggann.
En Roderick fannst hrifning hennar aðeins sönnun
þess, að hún þráði í hjarta sínu að verða rík, til þess að
hún gæti leyft sér munað og eyðslu. Hún þráði soll. Hann
leit konurnar smáum augum. Þær voru í vitund hans
orðnar kynverur eingöngu, og fyrirlitning hans á anda
þeirra og sál jókst að sama skapi. Hann gerði sér varla
lengur það ómak að dylja þetta með síðustu leif unum af
almennri kurteisi.
Dag nokkurn um miðsumarleytið brá Súsanna sér af
tilviljun inn í Astor-gistihúsið til þess að kaupa timarit.
Hún hafði ekki komið þangað fyrr, og þess vegna villtist
hún inn í veitingasalina. Þar sá hún Roderick sitja inni i
einu horninu bak við storan pálma og hjá honum mjög
friða stúlku, sem í útliti, klæðaburði og háttum minnti
mjög á leikkonu. Hún laut að honum yfir borðið, snart
hönd hans og horfði á hann af svo ódulinni ástleitni, að
reyndum manni hefði f logið í hug, að það byggi eitthvað
viðsjált á bak við það og kannski væri vissara að hafa
auga á hverjum fingri — og buddunni líka.
Ef til vill hef ur af brýðisemi átt þátt í því, að hún felldi
svo skjótan dóm um þessa konu. Að minnsta kosti hef ur
afbrýðisemin ýtt undir hana. Hún sneri við í flýti og
komst út óséð. Henni kom ekki einu sinni til hugar að
njósna um gerðir hans. Hún blygðast sín meira að segja
fyrir að hafa séð þau. I stað þess, aðjsvona atvik hefði
vakið ofsareiði hégómagjarnrar konu, hvort sem henni
hef ði þótt vænt um mann sinn eða ekki, f annst henni hún
haf a verið sárlega auðmýkt. Hún hafði ekki verið honum
nóg, hún hafði ekki getað gefið honum allt, sem hann
girntist. Hann mátti ekki komast að þessu— mátti það
ekki. Ef hann fengi vitneskju um það, myndi hann ef til
vill alls ekki þola návist hennar og yfirgefa hana. Hún
þorði ekki að hugsa um það, hvaða líf biði hennar án
hans, eina mannsins, sem hún gat lagt lag sitt við og
djúpið staðfest á milli snapþekkingar og andlegra hæfi-
leika og álits og eiginleika. Súsönnu gazt vel að honum,
því að hann var svo margfróður. Henni var meðfædd
löngun til þess að menntast, og hún hafði þroskað hana.
Hún vildi vita allt um allt. Hann sagði henni, hvað hún
skyldi lesa, kenndi henni, hvernig hún ætti að lesa bækur
— list, sem hann hafði ekki nema að litlu leyti náð að til-
einka sér sjálfur. Hann vissi, hvaða sagnfræðibækur og
ævisögur voru skemmtilegastar, áreiðanlegastar og
gagnorðastar. Hann sagði henni skil á helztu leikrita-
skáldum og skáldsagnahöfundum og Ijóðskáldum og
skýrði fyrir henni með orðum kunnra gagnrýnenda, er
hann lét eins og kæmu frá hans sjálfs brjósti, í hverju
meginþýðing þeirra var fólgin. Hann leiðbeindi henni
einnig um það, hvaða vísindarit hún ætti að lesa — sem
sagt ekki þau leiðinlegu og ekki þau, sem fólu hin ein-
földu og dásamlegu rök tilverunnar i þvælu hálærðrar,
torskilinnar mærðar.
Fyrst í stað hafði hann aðeins komið í fylgd með
Spenser. Þegar fram í sótti, tók Spenser upp á þvi að
senda hann heim til þess að snæða með Súsönnu og vera
henni til skemmtunar á kvöldin, þegar hann varð sjálf ur
að vera annars staðar — eða vildi vera annars staðar.
Hann þóttist viss um það, að hún væri þó ekki að „iðka
gamlar listir", þegar Drumley var hjá henni. Drumley
varð strax hrifinn af henni, en hann gerði sér ekki
minnstu von um, að sér mætti takast að ná ástum henn-
ar, sem þó er bráðnauðsynl. hverjum þeim, er ætlar sér
að f leka konu vinar síns, því að reynslan hafði sannfært
hann um það, að konurnar voru bæði kaldgeðja og karl-
mönnum f rábitnar. Ef Drumley heyrði talað um, að ein-
hver kona færi laus á kostunum, andmælti hann jafnan
harðlega, eins og slíkt væri sár móðgun við hið dyggða-
ríka kvenkyn, svofremi sem ekki átti hlut að máli hrein
og bein götudrós. Væru þá færð fram óhrekjandi rök,
brást hann reiður við og jós yf ir hlutaðeigandi mann öll-
um þeim verstu svívirðingum, sem öfundsjúkur maður
getur haft á takteinum handa þeim, sem betur hefur
vegnað. Auðvitað voru til þær konur, sem leitað höfðu
lags við hann, því að hann var í fastri og þægilegri stöðu
og hafði önglað talsvert saman. En þær, sem höfðu gert
það til þess að eignast heimili, höfðu ekki f reistað hans,
og hvaðsnerti hinar, sem laglegri voru og skemmtilegri
og höfðu einkum í huga að krækja í dálitla aukafúlgu sér
til f ramdráttar, þá voru veiðibrellur þeirra mjög óhyggi-
legar, svo að hann fann strax, eftir hverju þær voru að
slægjast.
Um það bil, sem Spenser hafði unnið eitt ár hjá Herald
— það var snemma sumars — tók að sækja á hann svo
mikið og langvinnt mislyndi, að Súsanna var ekki í rónni.
Hún var því að vísu vön, að hann fengi þessi amaköst,
sem oft ásækja vanstillta og sjúklega tilfinninganæma
menn og endurtaka sig með stuttu millibili, ef lifað er
óreglusömu og taumlausu lífi. En nú tók hann að iðka
þrásetur heima og virtist jafnvel orðinn jafn of urhrif inn
og hann hafði verið fyrstu ástardaga þeirra. Stundum
hjúfraði hann sig upp að henni af ástríðufullri ákefð,
sem fékk mjög á hana. Þegar þessu hafði farið fram á
annan mánuð, afréð hún loks að reyna að komast eftir
því hjá Drumley, hvað olli þessum umskiptum. Vera
mátti, að hún gæti hughreyst hann, ef hún vissi bara, af
hverju þetta stafaði.
Kvöld eitt í júnímánuði kom Drumley og bauð henni að
snæða með sér.
Þau ætluðu að borða á veitingastað í lystigarði borgar-
innar. Þau tóku sér sæti undir laufhvolfi trjánna. Til
beggja handa uxu fögur blóm. Drumley bað um mat,
sem henni þótti sérstaklega góður, eina flösku af
kampavíni og eina flösku af Búrgundarvíni. Það var
hans uppáhaldsdrykkur— helmingur af hvoru, kampa-
víni og Búrgundarvíni. Hann var með allan hugann við
skáldskap þetta kvöld og vitnaði til skiptis í Keats og
Swinburne. Eftir dálitla stund tók hann að þylja kvæði
ef tir Dowson. —,, Ég rakst á það í dag. Það er eina kvæð-
ið eftir hann, sem nokkurs er vert, held ég — og það er
svo fallegt, að Swinburne hlýtur að hafa öf undað hann af
því, þegar hann las það. Boðskapur þess er svo sem ekki
mikils virði, en það er svo fallegt, að ég ætla að leyfa
mér að fara með það f yrir þig. Hlustaðu bara á":