Tíminn - 11.01.1978, Síða 7

Tíminn - 11.01.1978, Síða 7
Miðvikudagur 11. janúar 1978 7 Siðasta fórnardýrið borið til grafar. Demantsalar fjöimenntu við útförina eins og sjá má. New York: Sjöundi drepinn Demantsalar á Manhattan i New York mega vara sig um þessar mundir. Maður gengur laus, sem vill þá feiga, hvað sem það kostar. Hefur hann þegar drepið sjö á þremur ár- um. Nú siðast ungan Gyðing Pinchos Jaroslawicz aðeins 25 demant s salinn á Manhattan ára gamlan. Sá fannst ofan i kassa, snúinn úr hálsliðnum. Erdemantsölum nú eins innan brjósts og negrastrákunum tiu isögu Agötu Christie— enginn veit hver verður næstur. Lögreglan telur að morðing- inn komi frá Porto-Rico, sem orðin er eitt mesta demant- smyglarabæli i heiminum. Eru tollayfirvöld sögð hygla undir með smyglurunum. Og meðan ekkert er klárt i málinu halda demantasalar i New York áfram að skjálfa af hræðslu. Siglfirðmgar: Vilja ekki að Norglobal verði leigt á komandi loðnuvertíð A fundi bæjarráðs Siglufjarðar fyrir skömmu lögðu tveir bæjar- ráðsmanna, þeir Bogi Sigur- björnsson og Sigurjón Sæmunds- son, fram eftirfarandi tillögu um leigu og starfrækslu á bræðslu- skipinu Norglobal á komandi loðnuvertið: „Vegna þeirrar heimildar, sem rikisstjórnin hef- ur veitt til leigu og starfrækslu á bræðsluskipinu Norglobal á kom- andi loðnuvertið innan Islenzkrar landhelgi vill bæjarráð Siglu- fjarðar taka eftirfarandi fram: 1. Loðnubræðsla er vaxandi, og er orðin afgerandi þáttur i at- vinnulifi meira en 20 sveitarfé- laga um land allt. Arið 1977 var allur loðnuafli landsmanna unn- inn i verksmiðjum i landi, sam- tals rúmlega 800 þús. tonn, að út- flutningsverömæti um 15 millj- arðar króna og gekk sú vinnsla vel, þó ekki hafi þá verið um er- lendar verksmiðjur að ræða. Bæjarráð Siglufjaröar telur þjóðhagslega rétt, að allur loðnu- afli landsmanna verði áfram unn- inn I Islenzkum verksmiðjum og af islenzku verkafólki, og að afla- geta loðnuveiðiflotans veröi frek- ar tryggð með flutningi aflans þegar þess er þörf frá miðunum til þeirra verksmiðja, sem til eru á landinu, en með leigu á erlend- um verksmiðjum. 2. Bæjarráð Siglufjarðar vill vekja athygli á þvi, að ekki verð- ur annaö séð en hráefnisnýting bræðsluskipsins Norglobal sé óvenjulega léleg og jafnvel óeðli- leg, og af þeirri ástæðu sé það þjóðhagslega nauðsynlegt að loðnuaflinn veröi allur unninn i landi þar sem hráefnisnýting hef- ur orðið mun betri. A vetrarvertiðinni 1976 var lýsisnýting hráefnisins hjá S.R. á Reyðarfirði 6,4%, en lýsisnýting um borð i Norglobal aðeins 2,5%. Mjölnýting hjá S.R. á Reyðarfirði var 16,4%, en mjölnýting i Nor- global 14,6%. Af framangreindum ástæðum telur bæjarráö Siglufjarðar alveg fráleitt aö Alþingi veiti samþykki sitt til starfrækslu bræðsluskips- ins Norglobal innan Islenzkrar landhelgi. Þessi tillaga var samþykkt með þrem atkvæðum. Áskorun til Almannavarna ríkisins Nýja neyðartalstöð að Lindarbrekku í Kelduhverfi Austurgörðum I Kelduhverfi I samtali við Tfmann I gær, en Keldhverfingar finna mjög fyrir því nú I jaröskjálftahrinunni að neyðartalstöðin I Lindarbrekku var fjarlægð í nóvember sl. og flutt, að þvi er sagt var upp I Mý- vatnssveit. Talstöð þessari var komið fyrir I Lindarbrekku i jarðskjálftahrin- unni fyrir tveimur árum eða I des. 1975, og hefði hún að sögn Þórar- ins átt að standa óhreyfð. — Leyfi ég mér að skora á Almannavarnir ríkisins að setja stöðina upp aftur eða útvega nýja. Þetta eru óafsakanleg vinnubrögö, sagöi Þórarinn Björnsson. FI — Varnarkerfi hér hjá okkur hefur verið véikt meö því að taka niður neyöartalstöðina, og eru pessi vinnuDrogð Almannavari rlkisins fyrir neðan allar helli sagði Þórarinn Björnsson Keflavík Blaðbera vantar. Upplýsingar í sima 1373. Akstur í myrkri III. Sálræn blinda er hættulegust Ef það á sér stað að öku- maður blindast aflgjörlega af sterkum ljósum er aðeins um eitt að velja. Það er að reyna að stöðva ökutækið og aka ekki lengra fyrr en hann sér aftur. UMFERÐARRÁÐ Viljofostur og othugull ökumofiur reynir oÖ hafa vald ó gerðum sínum meÖ því a6 sporna gegn utanofikom- andi truflun, svo a6 hún raski ekki oksturshæfni hans og gerfium. Oft finnst ökumanni honn blindast ón þess að svo sé í raun og veru. Þessi sólræna eða imyndaöa blinda gerir vart við sig er maður hefur ekið góða stund í myrkri og mætt stöðugt öku- tækjum meö Ijósum. Þessi óumflýjan- lega, en sem þó mætti segja, ómerki- lega truflun — einnig fró lógum Ijós- um, getur valdið öryggisleysistilfinn- Só viljalausi og óathuguli stillir sig ekki, en æsist smótt og smótt í skapi, svo að truflunin verkar þannig ó hann, aÖ aksturinn verÖur krampa- kenndur, og óyfirvegaðar skyndiat- hafnir taka við af rólegum og ó- kveðnum handbrögðum. incfu og þar meÖ raskað sólarlegu jafnvægi. Og því meira sem menn þvingast af þessari truflun fró Ijósum onnarra, því frekar hættir mönnum til að gera einmitt þaÖ, sem þeir skyldu ekki gera, — þ.e. að horfa beint í Ijós ökutækja, sem ó móti koma. En við það, að horfa beint í Ijósin, magn- ast oð sjólfsögðu truflunin. Fyrstu tónleikar Sinf óníuhlj óms veitar- innar á árinu verða á fimmtudag Næstu tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar Islands, sem eru hinir fyrstu á þessu ári, verða i Há- skólabiói næstk. fimmtudag kl. 20.30, og verða þar flutt eftirtalin verk: Bartok: Tvær myndir Chopin: Pianókonsert nr. 2 Brahms: Sinfónia nr. 4 Stjórnandi er VLADIMIR ASHKENAZY, einleikari JOSEPH KALICHSTEIN. Vladimir Ashkenazy er þegar orðinn Islenzkúm tónleikagestum kunnur sem afbragös stjórnandi ekki siöur en pianósnillingur. Hann er nýkominn úr langri tón- leikaferö sem náði yfir hálfan hnöttinn: Skandinaviu, England, Honolulu, Japan, Kóreu, Hong- kong, Astraliu og Suður-Afriku. Auk þess hefur hann fengizt viö hljómsveitarstjórn til plötuupp- töku. í desember siðastl. stjórn- aði hann flutningi Philharmonic hljómsveitarinnar á Sinfóniu nr. 5 eftir Tsjaikovsky fyrir Decca, og ennfremur 2 Mozart konsertum þar sem hann var bæði einleikari og stjórnandi, og fleiri slikar upp- tökur eru I undirbúningi. Ariö 1979 er fyrirhuguð tónleikaferö The Philharmonic um Þýzkaland meö Ashkenazy sem stjórnanda. Pianóleikarinn Joseph Kalich- stein fæddist I Tel Aviv 1946, en fluttist til Bandarikjanna árið 1962. Eftir að hafa unnið tvær píanókeppnir þar, fór hann I slna fyrstu tónleikaferð til Evrópu ár- ið 1970 og hélt tónleika I helztu borgum i Bretlandi, Þýzkalandi, Frakklandi og Austurriki og var jafnframt einleikari með Fil- harmóniuhljómsveit Israels á listahátiö I Flandern. Siðan hefur frami hans farið sivaxandi jafnt I Evrópu sem Bandarikjunum, og hann hefur farið tvisvar á ári hverju til tónleikahalds i Evrópu. Hljómplötur hans hafa einnig hlotiö einróma lof tónlistargagn- rýnenda. Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.