Tíminn - 11.01.1978, Síða 15

Tíminn - 11.01.1978, Síða 15
MiOvikudagur XI. janúar 1978 15 Valgeir Sigurðsson frá Þingskálum: Beinþursar við vegagerð Fyrir tveimur áratugum var á or&i haföur hér um slóðir, sá fá- heyrði þursaháttur vegagerðar- manna, að Hagabraut I Holtum var lögð þvertyfir rústir bæjarins Gömlu Pulu og hinn foma kirkju- garðþarog hvorttveggja eyöilagt algerlega að þarflausu, þvi auð- velt var að finna þeim vegi annan stað. Ætla mætti.að slikt skemmdar- æði heyrði til liðinni tiö, en nú væri um það séð aö þeir, sem út- sjá vegarstæði fyrir Vegagerðina gættu þess að eyðileggja ekki fornar minjar, sem á yfirborði sjást, eða viðkvæm náttúrufyrir- brigði. Sliku er þó ekki að heilsa, þvi nú i sumar hafa fjölmiðlar flutt þær fréttir að fyrir fáum ár- um hafi Vegagerðin eyðilagt fornar rústir norður á Húsavlk, sem hefðu, ef tóm hefði gefist til að kanna þær, getað varpað ljósi yfir frumsögu landsins, og þegar Borgarfjarðarbrúnni var fundinn staður, var það gert á svo hagan- legan hátt, að óvist er hvort vatnsból Borgnesinga verður lengur nothæft þegar vegarlagn- ingu að henni er lokið. Þegar þetta er haft i huga, ásamt fjölda annarra náttúru- fyrirbrigða og mannvistarminja, sem eyðilögð hafa verið við vega- gerð og aðrar verklegar fram- kvæmdir verður þaö harla smá- vægilegt, sem ég ætla áö rita hér um, en tilgangur minn með þess- ari grein er annarsvegar að vekja athygli á hverskonar handar- bakavinna er ástunduð við sumar þær framkvæmdir, sem kostaðar eru af almannafé, og hinsvegar að beina þvi til allra, þar sem vegarlagning er framundan eða aðrar stórframkvæmdir, að mót- mæla sem fyrst og kröftuglegast öllum óþörfum skemmdarverk- um, hvort sem er á mannvistar- leifum eða náttúruminjum. NU isumar hefur verið unnið að vegagerð hér um slóðir og á sá vegur er fram liða stundir að koma nokkrum bæjum i öruggt vegasamband, sem fram að þessu hefur skort ýmsa félags- lega þjónustu sökum samgöngu- leysis. Er þetta bráðnauðsynleg framkvæmd, sem allt of lengi hefur dregist og verið hornreka þeirra þingmanna, sem útdeila rikisfé til atkvæðaveiða. t fyrrasumar var mælt fyrir veginum á sæmilega skynsam- legum stað og skyldi vegurinn koma þvert yfir hæö nokkra, er Höfði nefnist. Ekki fékk sú mæl- ing þó að haldast, þvi um sólstöö- ur Isumar var önnur mæling gerð og nú á öðrum staö, en i fyrra. Nú var þrætt yfir öll jarðföll og skorninga, sem fundust og til að kóróna sköpunarverkið var veg- urinn lagður utan i Höfðann og þar yfir upptök smálækjar, er spratt þar fram undan Höföan- um. Hvort veginum var fundinn staður til að drýgja nauma fjár- veitingu eða til að sanna mönnum j að verkþekking mæhngamanns- ins væri i lagi veit ég ekki, en svo var nákvæmnin mikil aö sima- staur, er þar hafði lengi staðiö, var hafður i miðju vegarstæðinu og var hann ekki fluttur til hliðar fyrr en veginum hafði verið rutt upp allt I kringum hann. Ekki hefði þurft aö hafa veginn nema breidd sinni austar til að sleppa við þetta allt, jarðföllin. lækinn og simastaurinn, en hvorki var þá né fyrr haft sam- band við neinn kunnugan um það hvar væri heppilegasta vegar- stæðið. Það veröur þó ekki flokk- að undir annað en hreinan döna- skap að vaða meö stórfram- kvæmdir um lönd manna án þess að við þá sé talaö áður en fram- kvæmdir hefjast, og skiptir þar engu þó framkvæmdaraðili eigi rétt til f ramkvæmda, ef ekki verð- ur samkomulag. öllum sem sáu, þótti þetta hið undarlegasta vegarstæði, en ekki varð þó af að ég mótmælti, sem þó hefði vert verið. Réöi þvi framtaksleysi mitt og vanþekk- ing á vinnubrögðum Vegagerðar- innar, þjösnaskap hennar og vélabrögðum. Þegar ég siðar spurðist fyrir um ástæður þess- arar tilfærslu var svariö það, að hefði vegurinn orðiö á fyrrnefnda staðnum hefði þurft að flytja til sandgræðslugirðingu, sem þarna liggur, á nokkrum kafla til að rýma fyrir veginum. Varla hefði þó staðið á að fá leyfi til siks, þvi þessari viðbáru til háðungar fluttu húskarlar landgræðslu- stjóra girðinguna til i sumar með- an á vegaframkvæmdunum stóð, næstum eins mikiö og þurft heföi ef fylgt hefði verið fyrri mæling- unni. Framkvæmdir hófust með þvi að ýtt var niður lágri brún með þeim afleiðingum, að vegurinn varð þarmun lægri en umhverfiö, en síðan var tekið til að ryðja niður Höfðanum unz vegarstæðið þar var orðið á þriðja metra lægra en brúnin austan við. Var sú skýring gefin á þeim vinnu- brögðum, að hæð vegarins væri ákveðin á teikniboröum fag- manna i Reykjavik, sem aldrei heföu á staðinn komið. Ekki var haft fyrir þvi að aka grjóti f uppsprettu lækjarins litla eða gera aörar ráðstafanir til þess að vatnið þar mætti fá fram- rás, heldur var mold rótað i upp- sprettuna til að kæfa hana. Þegar lokið var viö að fylla upp lækjar- farveginn á fyrirhuguðu vegar- stæði var tekið til að róa mold i aðrar uppsprettur, sem lágu til hliðar við hinar fyrri spölkorn utan vegar, i grænum hvammi undir lágri bergbrún. Minnti sú framkvæmd mest á lækningatil- raunir á þekktu sjúkrahúsi hér- lendis á fyrri hluta þessararald- ar, eins og sagt er að þær hafi verið framkvæmear því lækurinn bar hluta moldarinnar burt jafn- óðum og i hann var rutt. Þegar hér var komið sögu, geröi ég tilraun til að fá þessari til- gangslausu herferð á hendur lækjargreyinu hætt, og taldi mig þá hafa fengið loforð verkstjórans fyrir þvi að þar yrðu ekki framin fleiri hervirki eða þannig skyldi ég orð hans: „það veröur ekki farið lengra með þetta”, er hann benti á moldarstálið sem hann haföilátiö ryðja fram, en t(Mc það þó fram, að hann yrði aö láta hlaða grjóti utan á vegkantinn, þar sem uppsprettan væri undir til að koma i veg fyrir aö hún græfi undan veginum. Þegar að þvi kom að það var framkvæmt var það gert á þann hátt að mörg- um tugum bílhlassa af grjóti var dyngt ofan I uppsprettu þá undir bergbrúninni, sem ég haföi reynt að fá hlift, en sáralitiö sett þar, sem uppsprettan er undir veg- inum. Þess er þvi að vænta að vatnið éti þar undan veginum er timar liða, og ef forráðmenn Vegagerðarinnar vantar verkefni I vetur fyrir þá, sem stjórnuðu þessu verki, er vanséö að þeir finni þeim þarfara verkefni en að velta þessu grjóti þangað, sem það kemur að gagni!!! Eitthv. mun hafa hvarflað að þeim sem þarna áttu um að véla, að ekki væri heppilegt aö vegur- inn væri viða lægri en umhverfi hans. Voru þvi kvaddir til tveir menn með mælitæki til að endur- skoða þá reikninga. Ráfuöu þeir þarna um i tvo daga. Niðurstaða þeirra varð sú að á brúninni, sem fyrst var rutt skyldi vegurinn hækka á annan metra, og var þvi moldinni, sem áður var ýtt burt, rutt upp I vegarstæðiö aftur, en á Höfðanum var vegurinn látinn standa óbreyttur og má þvi búast við að i hvert sinn og gerir byl- gusu af austri, leggi þar fönn og teppi veginn. En þeir mælinga- mennimir komu viðar við. Norð- an við Höföann hafði hæö vegar- ins af einhverjum ástæðum verið tekin með sjónhendingu. Við mælingu reyndist hann örfáum sentimetrum of lágur, og var þá jarðýtan, sem er ein hin stærsta sinnargerðar og kostar við vinnu tiu þúsund krónur á klukkustund, látin vera margar stundir I þeirri teskeiðarvinnu að bæta þar um. Hér verður ekki tlundað fleira af afrekum þessara vlsu manna. Hefði þó mátt geta um fleira svo sem breytinguna á afleggjarnan- um heim að Kaldbak og vanefnd undirtyllu einnar, sem lofaði að visu með semingi aö láta aftur lagfæra gamla vegarspottann. Og vonandi er að laupar þeir sem styðja brúna yfir Höfðalækinn endist ekki verr, eöa þoli lakar þegar Rangá i flóðum helypur upp fyrir brúna, heldur en stöplar gömlu brúarinnar, sem byggðir voru úr hraungrýti af bændum á Rangárvöllum, sem höfðu aöeins brjóstvit sitt og reynslu kynslóð- anna við að styðjast. „Það er ekkert transport, þar sem ekkert fer I súginn” var haft eftir bónda einum I Amessýslu á siðustu Öld. Þetta gæti vel verið kjörorð margra þeirra sem fram- kvæmdum ráöa, þvi stundum mætti ætla að þeim þyki, sem þá fyrst hafi framkvæmdin sannað nauðsyn sina og ágætief hægt er i leiðinniaö eyðileggja hreina lind, grænan hvamm eða leifar gam- alla húsa og ef mótmælt er, þá er sést hverju fram fer, er svariö það að of seint sé mótmælt, þvi eyðileggingin sé þegar hafin, og þá skipti ekki máli þó hún sé full- komnuö. Mál er aö þeim bein- þursahætti linni. ValgeirSigurösson, Þingskálum. Launaj öfnuður í framkvæmd Launajöfnuður i framkvæmd er það, þegar hægt er að hækka laun þeirra hæsflaunuðu meira en nemur öllum mánaðarlaun- um lágtekjufólks eins og Sóknarkvenna og annarra slikra ónytjunga þjóðfélagsins, og réttlæti i launajöfnuði er það þegar sagt er blákalt nei 'viö þvi að Sóknarkonu-ræflarnir fái álag á launin sin allan laugar- daginn, en er svo hægt að láta þá, sem vinna við hlið þeirra, á hærrilaunum en I hvitum slopp, fá þessi hlunnindi. Enda hefur Sóknarkonan svo litið kaup að það tekur þvi ekki að borga henni þessar krónur. Hún fær heldur ekki nema 33% álag á sin laun, og það yrði svo litiö frétt- næmt svo það svararekki kostn- aði að reikna þaö. Að sjálfsögðu þarf lika ein- hver að taka á sig að bjarga fjárhag rikisins. Sem betur fer er þó hægt að láta hækkanir á vörum og þjónustu ganga jafnt yfir alla. Þeim er ekki alls varnaö sem tala um jöfnuð stétta og manna i þjóöfélaginu, þeir vita sko hvernig á að jafna lifskjörin. Þar skortir hvorki stórlyndi né reisn. Virðingarfyllst 8480-S548 Höfum til sölu: Tegund: Ford pick-up Scout II V-8 sjálfsk. D.L. Mercedes Benz 406 D ber 2.41. Chevrolet Malibu, 6 cyl, sjálfsk. Bedford sendif. disel lengri Ford Pick-up Bronco V-8 sjálfsk. Hanomag Henchel, ber4t. Ford Cortina 2000 S Vauxhall Viva station Scout II, V-8sjálfsk. Chevrolet Malibu 2ja d. Passat VW Dodge Dart4d Opel Record 11 Toyota Cressiba Volvo 142 d.l. M. Comet 2 d. Custom Peugeotdiesel504 Ford Taunus 17 M Datsun 120 Y sjálfsk. CH. Blazer Datsun 180 B Scout II 6 cyl. sjálfsk. Ch. Nova Concours, 4d G.M.C. RallýWaqon Opel Record Chevrolet Blazer C.S.T. ScoutTravelerdisel Chevrolet Nova Hatsback Vauxhall Victor sjálfsk. Datsun diesel með vökvast. Ch. Nova Consors4 dv. Opel Caravan Toyota II Arg. Verð í þús. '71 1.600 '76 3.900 '70 1.600 '73 1.850 '72 1.500 '71 1.450 '74 2.400 '71 Tilboð '77 2.600 '72 825 '74 2.700 '71 1.500 '74 1.650 '71 1.200 '72 1.200 '78 >00 '74 2.100 '74 2.200 '72 1.200 '72 950 '76 1.750 '73 2.650 '74 1.600 '74 2.300 '77 3.500 '7 A 9.800 73 1.300 '70 2.350 '76 5.500 '73 1.700 '72 Tilboð '71 1.100 '77 3.400 '73 1.700 '72 1.200 Verkamannafélagið Dagsbrún Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1978 liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og með fimmtud. 12. janúar. öðrum tillögum ber að skila i skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17 föstudaginn 13. janúar 1978. Kjörstjórn Dagsbrúnar Auglýsing um bæjarþing í Kópavogi Fyrst um sinn verða regluleg bæjarþing i Köpavogi háð i salarkynnum tómstunda- ráðs að Hamraborg 1. jarðhæð. Gengið er inn i norðvesturhomi hússins. Bæjarþing verða haldin svo sem verið hef- ur hvern virkan fimmtudag kl. 15.00 Bæjárfógetinn i Kópavogi Húsaviðgerðir Tökum að okkur viðhald og viðgerðir á húseignum stórum og smáum svo sem; Sprunguviðgerðir, ál, járn stálklæðning- ar, glerisetningar og gluggaviðgerðir, uppsetningar á eldhúsinnréttingum, milli- veggjum, hurðum, parketi o. fl. Húsprýði h.f. Simar: 7-29-87 og 5-05-13 eftir kl. 7.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.