Tíminn - 15.01.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.01.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 15. janúar 1978 5 Undanrenna og aðrir drykkir bað hefurorðið nokkur þytur i blöðum vegna verðs á undan- rennu. Undanrennan kostar nú 100 krónur litrinn og skilst mér að sumir látieins og fólki sé þar með bannað að neyta hennar. Hver bannar það? Og hvað fá menn ódýrara? Einn litri af kókakóla kostar nú 170 krónur sé hann keyptur i litraflösku og flöskunni skilað. Ekki er það ódýrari svala- drykkur. Sé það rétt skilið að undan- rennan sé kjarninn úr mjólkinni ætti mönnum að vera ljúft að borga vel fyrirhana. Hins vegar er vert að hafa í huga varnaðar- orð landlæknis I sambandi við það að fóðra böm og gamal- menni á undanrennu. Nú er það svo að margir lækn- ar telja að mjólkin hafi þá nátt- úru að vinna gegn æðakölkun og blóðtöppum. Vitað er að hún er sú fæða sem náttúran ætlar ung- viði tii þroska og hún fullnægir allri fæðuþörf mannsins. En það má éta of mikið af öllu. Hitt er hjátrú að fita i smjörliki sé holl- ari en fita i smjöri. Ef manneldisfræðingar vilja hafa áhrif á fæðuval fólks með verðlagi vörunnar f innst mér að þeir ættu að beita sér fyrir verð- hækkun á hvitu hveiti, sykri og þar með sykurvatni hvers kon- ar. Ég er ekki talsmaður þess að slikt sé gert, enda eru á þvi margs konar vandkvæði. En hvers vegna reka læknar ekki áróður gegn kókakóla? Þeim hefur tekizt að minnka mjólkurneyzluna i landinu um það bil um fimmta hlut á fáein- um árum. Nú er það algengt að fólk sem kaupir sér hressingu velur sér kókakóla eða ámóta drykk og einhvers konar súkku- laði eða sætabrauð með. Hvar og hvenær tala manneldisfræð- ingar um það? Hvenær leita blöðin álits þeirra á þvi viður- væri? Það er talað um að við séum þung, of feit. Hvaö gefur sykur- neyzlan i kóladrykkjum og öðr- um gosdrykkjum mörg kg á hvern landsmann á mánuði ef jafnt er skipt? Ef við vissum það sæjum við hve mikið þyrfti að minnka þessa neyzlu til að ná kjörþyngdinni. Og hvernig er svo með tenn- urnar? H.Kr. w&m lesendur segja NY SÖLUSKRÁ Bílasalan BRAUT s.f. —Skeifunni 11 — Símar: 81502 — 81510 Komið - hringið eða skrifið og fáið eintak endurg j aldslaus t Borgarnes: Samvinnutryggingar Egilsstaðir: Bilasalan Fell s/f ísafjörður: Esso Nesti Keflavik: Bilasalan Hafnargötu 50 Vestmannaeyjar: Jóker v/Heimatorg 'A HEIMILIS r Þessi nýja saumavelin draumavél húsmóðurinnar hefur a/ia he/stu nytjasauma - svo sem: Zig-Zag, teygju Zig-Zag, hnappagöt, over-lock, teygjusaum, blindfald og teygjublindfald. Hún er auðveld i notkun og létt i með- förum (aðeins 6,5 kg). Smurning óþörf. Þessi sænsksmiðaða vél frá Hus qvarna er byggð á áratuga reynslu þeirra i smiði saumavéla sem reynzt hafa frábærlega — eins og flestum landsmönnum er kunnugt. V7ið bjóðum viðhaldsþjónustu i sér- flokki. t>að eina sem kerlingin hún Pálina átti var saumamaskina. Þess vegna spyrjum við: Getur nokkur húsmóðir verið án sauniamaskinu? Nú — við tölum nú ekki um ósköpin þau — að hún sé frá Husqvarna! Á Suðurlandsbraut 16 1 <*; Reykjavík - Sími (91) 35-200 7 fNCHesl 11 á og umboðsmenn víða um land Sendum gegn póstkröfu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.