Tíminn - 15.01.1978, Blaðsíða 28

Tíminn - 15.01.1978, Blaðsíða 28
28 +> ’x.^Sr* fc* ♦ Sunnudagur 15. janiiar 1978 Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK “ Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku barnatiminn hleypti útöndunarloftinu út úr hjálminum. Um leið og hjálminum var lokað að fullu, úti- lokaðist Ámi að mestu frá umhverfi sinu. Hann stóð að vissu leyti einn og einangraður i heiminum. Ot um „gluggana” á hjálmin- um sá hann hvað fram fór en ekkert hljóð gat borizt til hans utan frá. Hann sá varir báts- manna hreyfast en orðin bárust ekki að eyrum hans. Hjálmurinn var þannig gerður að ekkert hljóð gat borizt i gegn- um hann. Kafara- búningurinn var svo þungur, að Árni gat naumlega hreyft sig. Hann stóð nú þarna á þilfari bátsins albúinn. Nú var næsta skrefið að koma sér ofan i djúpið. Kaðalstigi hékk á borð- stokknum en að komast út að borðstokknunq. og yfir hann var meiri þrekraun en Árni gat innt af höndum. Tveir hásetarnir urðu að hjálpa honum. Stirðlega en mjög gætilega fetaði Árni sig niður kaðalstig- ann. Smátt og smátt þokaðist hann ofan i glóðvolgan sjóinn, og að lokum hvarf hann niður i djúpið. Þessi fyrsta reynslu- för var framkvæmd á tiltölulega grunnu vatni eða á þriggja til fjögra metra dýpi. Sléttur sandbotn var þar sem Árni kom niður og átti þvi að vera sæmilega létt að hreyfa sig. Árni átti erfiðast með að standa uppréttur. Hann tróð marvaðann eins og klaufskur sundmaður og vildi alltaf stingast fram yfir sig. Hann fékk óþægilega suðu fyrir eyrun. Þá mundi hann eftir öryggisstillinum. Hann hreyfði hann litið eitt og minnkaði loft- strauminn. Þá hvarf suðan og hann átti dá- litið hægra með að hreyfa sig. En þrátt fyrir það fannst Árna það eins og lausn úr óbærilegum þjáningum er hann loks var dreginn upp og hjálmurinn þungi losaður af höfði hans og hann gat andað frjálst og óhindrað. Eftir þessa fyrstu kafaratilraunskildi Árni það að starfið sem hann hafði tekið að sér var erfiðara og hættulegra heldur en skipstjóri hafði verla látið. Hann skildi það nú vel að þess- ir rosknu hásetar kærðu sig litið um þetta starf. Hann hefði lika helzt viljað taka aftur loforð sitt en hann vissi lika að ef hann gerði það þá missti hann alla von um það að þau systkinin fengju að fljóta með þessum bát til næstu hafnar. Hann varð að reyna þetta aftur. Ef til vill vandist maður þessu eins og öðru erfiði. Berit varð bæði hrædd og undrandi, er Árni sagði frá þessu nýja starfi sinu við matborðið um hádegið. Hún minnt- ist þess með hryllingi, er hún sá i fyrsta skipti mann i kafarabúningi heima i Noregi. Búning- urinn sjálfur, hjálmur- inn ógeðslegi og blýþung stigvélin voru henni enn i minni. Þetta hlaut lika að vera hættulegt starf. Hún minntist þess, þeg- ar hún rýndi ofan i sjó- inn úr bátnum, er hún kom til eyjarinnar, að þá sá hún marga ógeðs- lega grimmilega fiska i djúpinu. Að hugsa sér ef Árni lenti i kasti við há- karlinn. Lika gæti skeð að þeir, sem ættu að gæta loftsdælunnar, gleymdu sér og lifsloftið þryti. Það var til litils þótt Árni fullvissaði Berit um það að hákarlinn sæ- ist aldrei inni i lóninu. Henni var það lika litil huggup, þótt Árni héldi þvi fram að hásetarnir væri svo hrifnir af þvi að hafa fengið kafara að þeir myndu gæta hans vel. Henni var þvert um geð að Arni tæki þetta að sér. Prestarnir létu þetta hlutlaust. Hér var tækifæri fyrir systkinin að halda ferð sinni á- fram og komast burt frá þessari eyju. sem þau höfðu dagað uppi á. En eitt vildu þeir þó fullvissa gesti sina um: Kafarastarfið var hættulegt. En Árni hlustaði ekki á neinar mótbárur. Hann hafði tekið þetta starf að sér og hann ætl- aði að standa við það. Berit þekkti bróður sinn að þvi, að vonlaust myndi að reyna að sann- færa hann. Hann varð að fá að gera tilraun með þetta. Hún vildi lika gjarnan losna héðan. £ 6- WéF ÞflÐ'H Til ?\fJN\NGUMM) flÐ Hl/a/ Kua/a/Í EKKi fíÐ Mírfí K Þau höfðu þegar dvalið hér alltof lengi. 8. Næstu daga vann Árni stöðugt kafarastörf á skipinu. Hann varð með hverjum deginum ör- uggari. Smátt og smátt æfðist hann i þvi að hreyfa sig og vinna niðri i Djúpinu og lærði að stilla loftþrýstinginn eft- ir dýpinu. Hann kafaði oftast á 15 til 20 metra dýpi, og nú fór hann að skilja, hversvegna bún- ingur og skór voru slengir blýþynnum. Án þess hefði hann flotið of- ansjávar i þessum bún- ingi eins og bolti. Hann var samtals tvo klukku- tima niðri i sjónum, annan klukkutima á timabilinu 9 til 10 að morgni, en hinn klukku- timann eftir hádegið. Lengur þoldi hann ekki að vinna, þá fann hann til svima og ógleði. Starf Árna var að safna perluskeljum sem hér var nóg af. Sumstað- ar þöktu þær hafsbotn- inn, en þó var stundum vont að sjá þær. Þang og margskonar botngróður skýldi þeim. Á öðrum stöðum voru þær undir röndinni á stórum stein- um sem Árni varð að velta i burtu. Sumir steinarnir voru svo helj- arstórir að Áma hefði aldrei dottið i hug að hreyfa þá uppi á landi. Hér niðri á hafsbotni horfði þetta allt öðm visi við. Undir yfirborðinu vega allir hlutir mikið minna en venjulega, þar sem hver hlutur léttist jafnmikið og sá vökvi vegur, sem hann rýmir frá sér. Steinn, sem er þrir teningsmetrar að rúmmáli, léttist um þrjú tonn, af þvi að hver rúmmetri af vatni vegur eitt tonn, en þremur rúmmetrum rýmdi steinninn frá sér ef hon- um væri sökkt ofan i barmafullt ker. Þegar Árni hafði kom- izt niður i góðan blett af perluskeljum, skar hann þær upp með skeiðarhnif og lét þær i körfu, sem ofin var úr stálvir. Þeg-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.