Tíminn - 15.01.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.01.1978, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 15. janúar 1978 Gissur Gissurarson. Timamynd: Gunnar. ,, Allt mitt ráð við búskap binda...” — Rætt við Gissur Gissurarson, bónda og hrepp- stjóra í Selkoti undir Eyjafjöllum Flestir sem eru kunnugir á SuBurlandi eða hafa ferðazt þar eitthvað aö ráði munu róma náttúrufegurðina undir Eyjafjöll- um. En erindi þessa greinarstúfs er nú samt ekki að fjalla um vfð- fræga náttúrufegurð þessarar sveitar, heldur veröur hér minzt stuttlega á búskap og bjargræöis- vegi undir Eyjafjöllum eins og þeir voru áður fyrr og eins og þeir eru nú. Og jafnframt verður hugaö að mannlffinu á þeim slóö- um, þar sem einna skemmst er á milli hafs og jökla á landi hér. Hvar er Selkot? Tilefnið er þaö að hingað er kominn til okkar aldinn bóndi undan Eyjafjöllum, Gissur Gissurarson i Selkoti 1 Austur- Eyjafjallahreppi. Gissur er nú kominn langt á sjötugasta og ni- unda æviár sitt, en hress og glaöur eins og hann hefur jafnan verið um dagana. Viö skulum heyra hvaö hann hefur aö segja. — Þó aö margir eigi leiö um Suöurland, er ekki vist aö menn þekki nöfn á ölium bæjum. Og þess vegna langar mig aö spyrja þig fyrst, Gissur: Hvar er Selkot? — Selkot er nokkurn veginn miösvæðis i Austur-Eyjafjalla- hreppi uppi undir fjalli. Þeir sem einhvern tima hafa lagt leið sina i Seijavallalaug, hafa séð bæinn S blasa viö I hliðinni á hægri hönd Iþegar ekið er inn aö lauginni. — Ert þú ekki Eyfellingur að ■ uppruna? — Jú, ég fæddist i Eystri-Skóg- um austasta bæ i hreppnum, og jafnframt austasta bæ f Rangár- vallasýslu. Þar bjuggu afi minn og amma og foreldrar minir áttu þar heima fyrstu tvö árin eftir aö þau gengu I hjónaband. En árið 1901 þegar ég var tveggja ára gamall fluttust þau að Drangshlfð undir Eyjafjöllum og þar ólst ég upp eftir það og átti þar heima þangað til ég kvæntist árið 1928. — Fórst þú þá aö búa i Selkosti? — Nei ekki alveg strax. Ég bjó aö Felli I Mýrdal fardagaáriö 1929-30 en vorið 1930 fluttumst við hjónin að Selkoti og þar hef ég bú- ið siðan. Selkot var föðurleifð eig- inkonu minnar, Gróu Sveinsdótt- ur bónda i Selkoti og mér hefur veriðsagtað Selkot sé eina jörðin á þessum slóöum, þar sem sami ættbálkurinn hefur búiö samfellt i meira en þrjú hundruð ár. Sjósókn og fuglatekja — Þó aö fagurt sé undir Eyja- fjöllum þá hefur ekki alltaf veriö þar eins búsældarlegt og nú á öld tækni og ræktunarbúskapar. — Nei, þaö hefur oröiö gifurleg bylting þar eins og allsstaöar annars staöar á landinu. Ég man vel þá daga þegar ég var að alast upp að sultur var i búi á mörgum hinna fátækari heimila undir Eyjafjöllum. Or þvf rættist ekki fyrr en fiskur fór að ganga meö suðurströndinni siöari hluta vétr- ar og gaf á sjó. Búin voru svo lftil að þau hrukku ekki til þess að framfleyta heimilunum en fólk var tiltölulega margt á flestum bæjum. — Rerir þú kannski til fiskjar á æskuárum þfnum? — Já bessaöur vertu! Fermingaráriö mitt reri ég sem hálfdrættingur frá Jökulá eins og það var kallað en þá var lending f ósi Jökulsár á Sólheimasandi. Ég man vel eftir því aö einn veturinn fórum við alla góuna á hverjum einasta degi austur við Jökulsá en reyndar var ekki róiö alveg alla daga. Það var bæöi seinlegt og kaldsamt að rorra þetta á hesti á hverjum morgni — og alls ekki neitt upplifgandi! — Hvaö var þetta lengi fariö á hestum? — Við vorum fulla tvo klukku- tima, þvi aö aldrei var hægt að fara nema lestagang. Hestarnir voru mikiö notaðir og þvi lúnir. Þeim var ekki aðeins riðið þetta á hverjum degi heldur var aflinn lika fluttur heim á þeim að kveldi, og siöan ýmist saltaöur eða hertur, þegar heim koma. Ég vil taka þaö fram að þótt þetta sjávarfang væri helzti bjargræðisvegur margra heimila siðari hluta vetrar þá var ekki þvi til að dreifa um foreldra mina, þvi að þau voru dável efnum búin eftir þvi sem þá gerðist. — Var ekki llka mikil björg I fuglinum? — Jú, aö vfsu en ekki nema á mjög takmörkuðu svæöi. Það voru aöallega nokkrir bæir sem nutu þeirra hlunninda og einn þeirra var heimili mitt. Við veidd um alltaf fýl, og sigum eftir hon- um. Ég seig eftir fýl i mörg ár. — Þú hefur ekki verið loft- hræddur? — Nei, ekki svo mjög,' mér þótti alltaf gaman að sfga en með þvi er ég þó ekki að segja að ég hafi verið neinn garpur á þvi sviði. Mikil samskipti viö Vest- mannaeyjar — En svo viö vikjum aö bú- skapnum aftur: Var ekki ein- göngu sauöfjárbúskapur undir Eyjafjöllum á uppvaxtarárum þlnum? — Nei, búskapurinn var blandaður og til dæmis heima hjá foreldrum mfnum voru kýr meira en til heimilisnota. Það var alltaf safnaö sméri og þaö siðan selt. En þó voru þau heimili miklu færri sem gátu selt smér. Faðir minn átti alltaf fasta viöskipta- menn i Vestmannaeyjum sem keyptu af honum smérið. Ég man til dæmis eftir ólafi Jónssyni póstmeistara f Eyjum hann keypti alltaf smér af pabba og sömuleiöis nokkrir útgerðarmenn, þeirra á meöal Arsæll Sveinsson. Vöruskipti voru llka tfð. Pabbi fékk oft fisk fyrir afurðir sínar og enn fremur mjölvöru. En á upp- vaxtarárum mfnum áttu Ey- fellingar mjög veruleg verzlunar- viðskipti við Vestmannaeyjar. — Þiö átt.uö annars langt aö sækja i kaupstaö — Já, ekki er þvi að neita. Verzlaö var i Vik^en þangað voru á milli þrjátiu og fjörutiu kfló- metrar að heiman frá mér. En svo breyttist þetta þegar kaup- félögin komu til sögunnar. fyrst Kaupfélaga Hallgeirseyjar, svo Kaupfél. Rangæinga og loks Hella. — Verzluöuö þiö lengi viö Vest- mannaeyjar? — Já sú verzlun hélzt allt fram undir 1920. Heita mátti að hver einasti maður undir Eyjafjöllum, sem gat losað sig frá heimili færi á vertiö til Eyja. Þannig sköpuðust mikil kynni og viðskipti og alltaf var það vfst, að um vertiöarlokin kæmi bátur frá Vestmannaeyjum hlaöinn vörum. — Var verzlunin þá mest tengd vertiöarmönnunum, eöa fóruö þiö Eyfellingar skipulegar kaupstaðarferöir til Eyja? — Ekki man ég eftir skipuleg- um kaupstaðarferöum, þær hafa þá veriö af lagðar fyrir mitt minni. — Nú hefur löngum þótt brima- samt við suöurströnd Islands. Uröu ekki slys 1 sambandi viö þessa miklu sjósókn og feröir á milli lands og Eyja? — Jú, þvi miður hefur slikt gerzt. Vorið 1901 þegar ég var aöeins tveggja ára og tæplega þó fórst bátur út við Eyjar með tuttugu og átta manneskjum, en allar voru undan Eyjafjöllum. Þetta hefur sennilega verið kaupstaðarferö farin I þeim til- gangi aö verzla. Formaöur var Björn Sigurðsson f SkarðshlIB undir Eyjafjöllum. Þótt sumum kunni aö þykja það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.