Tíminn - 15.01.1978, Page 8

Tíminn - 15.01.1978, Page 8
8 Sunnudagur 15. janúar 1978 útihúi á Glaumbte 1896 Ingólfur Davíðsson: og búið í gamla daga 205 Torfhús geta veriö býsna fög- ur og farið prýðilega við Islenzkt landslag. Hér sjáið þiö listaverk af þvi tagi, þ.e. útihús á prests- setrinu Glaumbæ I Skagafiröi 1896. Þaö er hlaöiö úr klömbr- um og þekjan grasi gróin. Myndina geröi Daniel Bruun. Fáir kunna nú aö stinga klömbrur og hlaöa úr þeim vegg, en einhvern tíma hefur þeim veriö velt úr flagi á Klambratúni — I Reykjavík. Tölusetta flutningatækja- myndin er einnig úr hinni stór- merku bók Daniels Brujn ,,For- tidsminder og Nutidshjem pS Island” 1. útgáfa 1897, en önnur 1928, báöar I Kaupmannahöfn. Litum á myndina nr. V, efst t.v. er norskur sööull frá 1786, en til hægri (nr. VI) sést færeyskur hestur undir reiöingi og meö laupa á baki. Hrip eöa kláfa heyröi ég þá nefnda á unglings- árum mlnum viö Eyjafjörö. Sjá einnig nr. VIII á myndinni. Nr. VII sýnir heymeis, eöa heykláf, grind meö neti. Heima voru heykláfarnir ekki meö neti, heldur rimlum eingöngu eöa fjölum. Þurfti aö troöa mátu- lega miklu heyi I þá svo aö hver kýr fengi sinn ákveöna skammt I jötuna. „Kýrnar kalla á kláf- inn sinn, kominn er dagurinn ljósi” stendur i gamalli vlsu. Nr. IX sýnir áhald er viö kölluö- um króka. Þeir voru meö lykkju, ætlaöir til aö lyfta á klakk á reiöingi og flytja I taö, hnausa, grjót o.fl. Nr. X sýnir norska hnappeldu frá vlkinga- timanum. Flutningar fara fram meö öörum hætti nú á tlmum. Hafið þiö malaö korn I hand- kvörn eins og hinni gömlu sem sýnd er á myndinni? Þaö vorum viö unglingarnir oft látnir gera. Kvörnin heima á Hámundar- stööum var alveg eins og þessi, stór, þung og mikilvirk. Úr gati eöa járnlykkju á efri kvarnar- steininum gekk standur upp i lyftu I loftinu — og um standinn var haldiö, þegar malaö var þ.e. efri steininum snúið — fyrst hægt og rólega, en svo hraöara og mjög hratt aölokum. Var þaö kallaö aö hrista eða þeyta kvörnina til aö ná finasta mjöl- inu út i kvarnarstokkinn, sem var úr tré. Korninu var smáhellt i holuna gegnum trekt, en hleypilok á stokknum opnað, er tæma skyldi mjöliö úr honum I ilát. Kvarnarstokkurinn var hreinsaöur meö fuglsvæng eöa fisksporöi. Flestir notuöu þá jafnan nýmalaðan rúg og bygg I brauö, grauta og súpur. Sums staðar voru kornmyllur á bæj- um, t.d. ein á æskustöðvum minum Ytri-Reistará. Þótti mér ævintýralegt aö lækurinn skyidi geta malaö — og þægilegt aö heyra seiðandi dyninn i myll- unni. Mikiö hefur veriö ort um kvarnir og myllur og mun hinn forni Gróttusöngur frægastur. Sú náttúra fylgdi kvörninni Gróttu, aö þaö mólst, sem sá mælti fyrir, er mól. A söguöld og allt aftur I forn- eskju, knúðu oft ambáttir kvörnina og var mikiö erfiöi. En kátt gat þó orðið i kvernhúsi á slðkvöldum sbr. visupartinn ,,Er þú á kvernsteininum kysst- ir þýjar”, en þaö var kveöiö i hálfkæringi til Noregskonungs nokkurs, er farið var I mann- jöfnuö. Ekki munu til margir vinnusöngvar Islenzkir, kveönir til aö létta vinnuna. Ég man eftir einum gömlum, er raulaöur var viö kvörnina: „Mala grjón, mala grjón — I munninn á henni Skjaldarvik, Skjaldarvik, Skjaldarvik” — og hert á er kvörnin var þeytt. Hestur og gömul flutningatæki Gömul handkvörn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.