Tíminn - 15.01.1978, Page 12

Tíminn - 15.01.1978, Page 12
12 Sunnudagur 15. janúar 1978 Skirnir. Timarit Hins Islenzka bók- menntafélags. Ritstjóri Ólafur Jónsson. 1977. Sklrnir er að vanda eingöngu helgaður Islenzkum bókmennt- um, tungu og sögu. Fyrsta grein þessa árgangs er erindi sem Kristján Arnason flutti á aöal- fundi Bókmenntafélagsins 18. des. 1976. Griskar fornmenntir á Islandi nefnist þaö. Er þar fjall- aö um þekkingu Islendinga fyrr og síöar á forngrlskum fræöum. En þá kemur I ljós aö litiö er vit- aö um þaö hvernig Islendingar höföu kynni af grlskum bók- menntum á fyrri öldum. Og Kristján reynir ekki aö leysa þá gátu hvaöan Snorra Sturlusyni komu hugmyndir sem falla viö gríska speki og vitneskja um grískar sagnir. Hann telur eng- an vita hvaö kennt var I fyrstu skólum á Islandi og lltur smáum augum á skólanám og lærdóm á siðustu öldum kaþólsku kirkj- unnar hér. Telur hann mjög hafa skipt um til bóta I mennta- málum hér á landi eftir siöa- skiptin „þegar konungsvaldiö danska beitir sér fyrir eflingu lærdóms og endurnýjun skóla- valds, bæöi meö stofnun tveggja latlnuskóla á Islandi áriö 1552 sem og meö þvl, aö veita tslend- ingum tækifæri til aö nema viö Hafnarháskóla”. Sjálfsagt er þetta rétt en þó er á þaö aö llta aö íslenzkir menn sóttu nám I önnur lönd fyrir 16. öld og einhvern veginn höföu þeir þann undirbúning aö þeir gátu notiö háskólanáms. Nægir þar aö nefna fjóra fyrstu bisk- upa I lútherskum siö sem allir stunduöu nám erlendis fyrir siöaskiptin aö ónefndum Oddi Gottskálkssyni. Kvennarannsóknir og kvenréttindi. Helga Kress má kallast heimamaöur I Skírni þar sem hún birtir ritgerö á hverju ári. 1 þetta sitt heitir ritgerðin: Kvennarannsóknir I bókmennt- um. Þessi grein er aö öörum þræöi upptalning bóka og ritgeröa um konur og bókmenntir I nálægum löndum. Þá er vitnaö til skoöana sem þar koma fram og þarf stundum aðgæzlu til aö greina milli þess sém er endursögn og skoöana höfundar. En auövitaö eru skoöanir jafn veröar um- hugsunar og umtals hvort held- ur er. Mér viröist Helga hafa aö grundvelli þaö sem liggur I þessum oröum: „Konur eru og hafa veriö kúg- aöar, jafnt I bókmenntum og bókmenntafræöum sem I lífinu sjálfu, og raunar á öllum sviö- um rannsókna”. Þaö er haft eftir Mary Ann Ferguson aö kvengeröir bók- menntanna skiptist I þrjá meg- inflokka sem eru skassiö, skækjan og gyöjan. Slöan segir að gott dæmi „um kvenlýsingu úr Islenzkum bókmerintum, sem rúmar allar kvengeröirnar þrjár, er Hallgeröur langbrók I Njálu. Hún er falleg, kynæsandi og grimm”. Ekki veit ég hvort Helga meinar aö feguröin ein sér geri konu aö gýöju. Ég hélt aö meira og annaö þyrfti til og fáir teldu aö Njála skipaöi Hallgeröi I gyöjuflokk. Hitt er bull aö kalla hana skækju. Þaö er allt annaö aö vera kynæsandi. Skækja er sú kona sem gerir kyntöfra aö verzlunarvöru. Hvar bendlar Njála Hallgeröi viö sllkt? Hins vegar á ég ekki von á þvl aö Helga Kress ætlist til aö konum sé lýst sem kynlausum undra- verum. Rætt er um goösögnina um konuna. Þá segir svo: „Konan er hafin á stall, gerö dulræn og gjörsamlega óraunveruleg. Fyrir þessu er einnig löng hefö I Islenzkum bókmenntum.------- Einna skýrast kemur þessi dýrkun konunnar á hátlölegum stundum fram I kvæöi Matthlas- ar Jochumssonar, Minni kvenna”. Slöan er fariö ýmsum oröum um kvæöi Matthlasar, fullyrt aö hiö þríeina hlutverk konunnar (móöir, kona, meyja) sé tengt eillföinni (ljós I þúsund ár) og konur teljist ekki til lands og lýöa. Þessu siöasta vil ég svara meö spurningu. Taldi Ibsen konur ekki til mannfélagsins þegar hann lét kalla þær mátt- arstoöir þess? Samfundets Stötter. Þegar skáldiö talar um ljós lands og lýöa I þúsund ár er hann aö minnast þúsund ára þjóöllfs I landinu og þaö er dállt- iö annaö en eillföin. Þegar Matthlas talar um gull- iö tár ber að hafa I huga ávarp- iö: Fósturlandsins Freyja og minnast þess aö tár Freyju voru gull. Hvort var svo Freyja fremur gerandi en þolandi I goö- sögninni þegar hún fór um mörg lönd aö leita aö Óöni? Hvaö er átt viö meö þvi aö kona sé hafin á stall? Er þaö aö hún sé tekin til skoöunar, athygli beint aö henni? Þegar Matthlas blessar bros og tár kvenna er hann vitanlega aö tala um tilfinningar þeirra. Hins vegar er kvæöiö ávarp karla til kvenna og þvl er eöli- legt aö þaö sé viöhorf karl- manna almennt sem reynt er aö túlka. Og hvort sem Helgu Þaö er móöurástin, öryggi, vernd og umhyggja sem hún veitir sem kennir mannanna börnum aö meta kærleikann, treysta honum og leita hans. Mér kenndi móöir mitt aö geyma Helga Kress þær kröfur viröist ekki sættan- legar: „Bæöi fyrsta og slöasta krafan eru I beinni mótsögn viö hinar þrjár. Raunsæjar kven- lýsingar sem veriö er aö biöja um I fyrstu kröfu og þjóöfélags- veruleiki þeirrar slöustu sam- rýmast ekki þvl draumalandi sammenningar, systralags og frelsis, sem hinar kröfurnar vilja láta lýsa”. Þessi fullyrðing viröist mér athyglisverö skýring á sálar- ástandi höfundar slns. Hún veröur varla skilin ööru vlsi en svo, aö réttar og sannar lýsing- ar þess sem séu undantekning- arlaust „I beinni mótsögn” viö „jákvæöar og uppörvandi” kvenlýsingar sem geta „þjónaö sem fyrirmyndir fyrir konur I leit aö nýjum kvenhlutverk- um”. Segjum aö kúgun kvenna sé mikil og almenn og þær séu af- skræmdar og skemmdar bæöi I bókum og lífi veruleikans. En nú spyr ég. Hvaö vilja þær? Hvert er takmark kvenréttinda- baráttunnar? Ég hélt aö öll mannréttinda- barátta heföi þaö takmark aö menn gætu notið hæfileika sinna, notiö Hfsins og náö þeim Og satt aö segja finnst mér þaö vesaldarleg sjálfsmeöaumkvun sem nálgast sálsýki þegar kon- ur tala eins og þær einar séu þolendur I sambúöinni. Þaö er þó nokkur raun aö þola þær sumar viröist hlutlausum áhorf- anda. Ég vona aö Helga Kress viröi þaö viö mig aö ég hef tekiö „gagnrýna afstööu” til þess sem ég las eins og hún segir aö nauðsyn sé aö kenna börnum. En ég vil ljúka þessari hugleiö- ingu um grein hennar meö þvl aö taka upp niöurlagsorö úr annarri grein I Sklrni: „Segja má aö höfundur Njálu skrifi um konur og karla I þeim anda sem Siguröur Guömunds- son málari oröaöi á öldinni sem leiö: Konan er jafnskyld karl- manninum og karlmaöurinn konunni. Persónulýsingar eru jafnmerkar hvort sem um kon- ur eöa karla er aö tefla. Höfund- ur lýsir manneskjum og kann skil á báöum kynjum, a.m.k. geta konur vel viö unaö. Þar eru konurnar konur, aö sjálfsögöu konur sins tlma. Þær beita ekki vopnum fremur en Njáll en þær koma fram málum slnum eins og hann. Þær eru yfirtak mann- SKÍRNISMÁL Kress líkar betur eöa verr þá var og er hiö þrleina kvenhlut- verk veruleiki. Allar fæöast meyjar, allir fæöast af móöur og allar mæöur eru konur. Þegar Matthias blessar tilfinningar konunnar hefur hann I huga eitt- hvað svipaö og Jakob Thoraren- sen þegar hann yrkir um móð- urina I Eldraunum: „Hún gladdist af öllu sem efldi hans lán, en æli hún grunsemd um blett eöa smán I fylgsnum hans sálar er sér ætti rætur þá samdi hún viö drottin um gráthöfgar nætur”. Menn geta afneitaö guöi og hafnaö allri trú á mátt og gildi bæna en þeir geta ekki þurrkaö út þær tilfinningar sem hér er lýst. Þær hafa lengi veriö raun- verulegar. Og þær eru ljós I þjóöllfinu. Svo er rétt aö minna á þaö aö þegar Matthlas hefur ort fjögur erindi I kvennaminni sínu segir hann: Þegar mannast maöur miklast, snót, þln stétt haröra herra smjaöur helgan snýst I rétt. Sjálfsagt hefur honum fundizt eins og málum var háttaö, aö lofsöngur hans væri aö vissu leyti haröra herra smjaöur. Kannski á Helga Kress viö til- beiöslu þegar hún talar um aö hefja á stall. Hún segir aö „fegrun kvenna I bókmenntum mætti kalla „öfuga” kynkúgun. 1 staö hinnar augljósari kúgun- ar, þar sem þær eru niðurlægö- ar og einskis metnar, eru þær haföar á stall, geröar aö tákni hins góöa og leiöarljósi mann- kynsins”. Ég held aö þaö sé nauösynlegt aö taka þaö fram til skilnings- auka aö sr. Matthtas var I hópi þeirra sem trúöi á hiö góöa I mannlegu eöli. Hann trúöi þvl aö þaö sem birtist sterkast, bezt og fórnfúsast I ástinni — móöur- ást og konuást — væri „tákn hins góöa og leiöarljós mann- kynsins”. Þaö var þetta sem hann var aö segja I kvenna- minni stnu, ekki aö hver einasta kvenvera væri gyöja og verö til- beiöslu. Matthías orti líka: Móöur sinnar á morgni lífs barn er brjóstmylkingur. En I vetrarhríö vaxinnar ævi gefst ei skjól nema guö. Kristján Árnason hjarta trútt þótt heimur brygöist, segir Gröndal. Helga Kress segir þær fréttir aö nú sé taliö mikilvægt aö kenna börnum og unglingum gagnrýna afstööu til þess sem þau lesa og I þvl skyni sé fariö aö gera vikublöö og reyfara aö skyldunámsefni viö skóla I Skandinavlu. Ekki er þaö of snemmt aö reyna aö þroska dómgreindina enda ekki alveg nýtt I skólum heimsins. En hvers vegna þarf aö lesa viku- blöö? Má ekki lesa greinar bók- menntafræöinga t.d.? Eöa á aö trúa þeim i blindni? Sjaldnast hafa þeir veriö allir á einu máli? Mér viröist Helga Kress aö- hyllast þá skoöun aö almennt séu konur þolendur en karlar gerendur I sögum. Konur séu yf- irleitt ekki aöalpersónur. Aherzla sé lögö á andlega eigin- leika karlmanna en holdleg ein- kenni kvenna. Nú spyr ég hvaö manneskj- urnar hafi lesiö? Ég nefni af handahófi höfunda eins og Ib- sen, Björnsson og Kielland, Lagerlöf, Topelius og Rune- berg. Meöal landa okkar getum viö nefnt Jón Trausta og Einar Kvaran. Ég vona aö ekki þurfi aö nefna einstök dæmi. En vilji Helga Kress halda þvl fram I al- vöru aö þessir höfundar lýsi ekki andlegum eiginleikum kvenna og konur séu bara auka- persónur I skáldskap þeirra, þá veröur vitanlega aö ræöa þetta nánar. Rætt er um svokallaöa for- skriftarstefnu I kvennarann- sóknum og fimm reglur sem henni séu settar. Helga segir aö Eysteinn Sigurösson þroska sem þeim væri eiginleg- ur. Nú veit ég aö til eru kven- menn sem stundaö hafa æöra nám og hafa ýmislegar lær- dómsgráöur I bókmenntum og llffræöi og margs konar vlsind- um. Konur eru prófessorar, læknar og dómarar, þingmenn og ráöherrar, og sumar helga sig göfugum listum og hafa þær aö llfsstarfi. Þaö vantar mikið á aö þær skipi þar sætafjölda aö „réttri tiltölu” viö fjölda sinn en samt er þetta veruleiki. Þó er hér ekki frá neinu sönnu aö segja svo aö vera megi til fyrir- myndar. Allt er þetta „I beinni mótsögn” viö „draumaland sammenningar, systralags og frelsis” sem krafizt er. Virðið mér nú til vorkunnar þó aö ég spyrji aftur: Hvert er takmark kvenréttindabarátt- unnar? Ég mun ekki hætta mér I um- ræöur um þaö hvort Selma Lag- erlöf hafi lýst ööru en hún ætl- aöi sér þegar hún sagQi sögur. Mér hefur raunar alltaf skilizt aö hún hafi viljaö lýsa öllu sem hún lýsir, ekki bara sólskininu, heldur llka skuggunum. En hvaöan kemur höfundi eins og Helgu Kress vald, umboö og myndugleiki til aö tala um „til- gang og yfirlýsta meiningu” höfundar I sambandi viö skáld- skap Selmu? Þar er ekki nóg aö vitna I eitthvert blaður úr sænskum ritum 1976. Hvar segir Selma Lagerlöf sjálf frá þvl svo aö tæmandi sé, hverju hún vildi lýsa? Gerendur og þolendur, — um þaö má segja margt. Ætli þaö hafi ekki lengstum oröiö svo I sambúö karla og kvenna aö á ýmsu hafi gengiö hver var þol- andinn? Svo mun þaö vera nú. Sveinn Skorri Höskuldsson legar I mætti slnum og van- mætti og hafa meiri reisn yfir- leitt en Njálukarlar”. Þetta skrifar Nanna Ölafs- dóttir. Menningarsöguleg dæmi. Nanna kallar grein slna nokk- ur menningarsöguleg dæmi úr Njálu. Hún leitar þar skýringar á þvl hvers vegna vlg Höskuldar Hvltanessgoöa var svíviröilegra en önnur vlg aö dómi samfé- lagsins. Skrifar hún I þvl sam- bandi athyglisveröa hugleiöingu um fóstur, og samband fóstur- sonar og fósturfööur og fóstur- bræöra innbyröis. 1 þvl sam- bandi vitnar hún I írskar sögur og Irsk lög. Þaö út af fyrir sig þætti sennilega ekki mikiö aö marka ef ekki kæmi fleira til. Nanna minnist á hjónaskiln- aöi I Njálu og mannaforráö þeirra Bergþóru og Hallgeröar. Hvorugu veröur fundin stoö I Grágásarlögum. En nú vitnar Nanna enn I hin fornírsku lög. Þar finnur hún þau ákvæöi aö kona geti hvenær sem er hætt aö ganga I eina sæng meö manni slnum og valiö um hvort hún slltur hjónabandinu eöa ekki. Samkvæmt þeim lögum var högg I andlit skilnaöarsök. Aö lokum segir Nanna: „Eins og þráfaldlega hefur veriö tekiö fram af ýmsum veröur aö gera ráö fyrir aö þessi dæmi I Njálssögu séu sam- kvæmt eldra lagastigi en Grá- gás greinir. Eins og sýnt hefur veriö fram á hér er skyldleikinn viö fornar lagagreinar Keltanna fyrir hendi og mjög trúlegt aö llk ákvæöi hafi veriö í gildi á ts- landi”.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.