Tíminn - 15.01.1978, Qupperneq 17

Tíminn - 15.01.1978, Qupperneq 17
Sunnudagur 15. janúar 1978 17 tltgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsiinar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuði. Blaðaprent h.f. Um fjárfestingu Mörgum gerist tiðrætt um fjárfestingu um þessar mundir, og hnigur orðræða þeirra sem talgleiðastir eru i þá átt, að hún hafi verið ofmikil á liðnum ár- um. Minna fer fyrir hinu að greinarmunur sé gerður á f járfestingu eftir þvi, hvort hún er fallin til þess að styrkja þær atvinnugreinar, sem þjóðin á afkomu sina undir svo sem sjávarútveg, landbúnað og iðnað og gera ungum og gagnmenntuðum visindamönn- um okkar kleift að stunda rannsóknir sinar og fræði alþjóð til hagsbóta — eða beinist að þvi sem i engu eykur raunverulegar þjóðartekjur né uppfyllir heldur neinar félagslegar þarfir, sem ekki er full- borgið fyrir. Svo fjarri er sumum þessara manna slik hugsun, að þeir hrópa hæst um það að svonefnt ,,arðsemis- sjónarmið” skuli einrátt um það hvert peningum úr bönkum og sjóðum er veitt. Samkvæmt rangnefndu „arðsemissjónarmiði” ætti ekki i það að horfa þótt framleiðslutæki stöðvuðust og mikilvægum verk- stöðvum væri lokað og heil byggðarlög lömuðust þegar við andbyr væri að striða ef meiri gróði til handa einstaklingum væri i sjónmáli við aðrar teg- undir fyrirtækja en þær, sem byggjast á framleiðslu og aukningu verðmæta. Þá yrði vafalaust mikil dýrð á sumum bæjum. En það yrði skammvinn dýrð. Hin mikla eik mannfélagsins myndi fljótt fella laufið og greinar hennar visna, ef á ræturnar væri höggvið. Þann dag, er vélar fiskiskipanna fengju hvildina, færiböndin i vinnslustöðvunum hættu að hreyfast,bóndinn lokaði bæ sinum, verksmiðjufólkið léti arma falla niður með siðum og hefillinn stöðvaðist i höndum smiðsins.væri dauðinn kominn yfir þjóðlifið allt og hin falska arðsemiskenning orðin lik skældum krossi á lágu leiði manns, sem orðið hefði úti. Það er nefnilega arðsemi þjóðarbús- ins alls. sem sköpum ræður. Um það hefur verið talað að ofgert hafi verið i kaupum fiskiskipa. Rétt mun.að við gætum veitt það sem óhætt er að veiða eins og nú er komið af þeim fiskstofnum, er mest hefur verið sótt i með færri skipum en úti er haldið. En það er ekki nema einn þáttur málsins. Vert er að hafa i huga, að við erum að byrja að temja okkur fjölbreyttari öflun sjávarfangs og að þvi er einnig að hyggja að með skynsamlegum veiðitakmörkunum vex vonandi þeim stofnum, sem mest hafa verið veiddir hingað til,svo fiskur um hrygg,að þeim skipum,sem nú kann að vera ofaukið,megi þá beita eins og afkasta- geta leyfir. Loks er með öllu ósannað mál og óreiknað dæmi, hvort f járfestingin hefði orðið minni, ef færri fiskiskip hefðu verið keypt. Þegar vinstristjórnin komst til valda árið 1971, hafði dauð hönd legið eins og þrúgandi hönd um langt árabil á fjölda sjávarplássa og sums staðar stóðu hús og önnur mannvirki auð og yfirgefin.af þvi að fólkið hafði séð sér þann kost vænstan, þótt illur væri,að ganga frá öllu sinu. Hefðu þessi sjávarpláss og önnur, sem kannski voru þó nokkru skár sett, ekki fengið sin framleiðslutæki,sem gáfu fólki nýja trú á heimahagana, fer ekki hjá þvi,að áfram hefði sigið á ógæfuhlið. Engar likur eru til þess að það hefði kostað minni fjárfestingu að sjá þessu fólki fyrir ibúðumoggatnakerfiöllu,sem til þarf i nútimaþjóð- félagi á nýjum stað, ef ekki átti beinlinis að reka það úr landi, heldur en kaupa framleiðslutæki og dubba upp verkstöðvar, sem siðan hafa skilað þjóðarbúinu miklum fúlgum fjár. Þannig er að ýmsu að gæta.þegar talað er um fjárfestingu. Blindar kennisetningar eru ekki ein- hlitar. TTI ERLENT YFIRLIT Afhenda Israelsmenn Egyptum Sínaískaga? Pad yrði þó engin endanleg lausn Sinaiskaginn FYRIR nokkru settu stjórn- ir Egyptalands og tsraels á laggirnar sérstaka nefnd her- foringja undir yfirstjórn her- málaráöherra landanna. Hlut- verk þessarar nefndar er aB ræöa um brottflutning herja lsraels af herteknu svæöun- um, en þó fyrst og fremst af Sinaiskaganum, en þaö land- svæöi myndu ísraelsmenn láta fyrst af hendi, ef til kæmi. Til oröa mun hana komiö ef ekki tekst aö ná heildarsamn- ingi milli Egypta og Israels- manna, sem feíur i sér lausn á málum Palestlnumanna, aö geröur veröi nýr bráðabirgöa- samningur um aö Israels- menn láti Egyptum eftir meirihluta eöa mestan hluta Sinaiskagans og flytji til herliðsittá honum samkvæmt þvi. Þetta yrði eins konar áfangasamningur I fram- haldi af bráðabirgðasamn- ingnum, sem geröur var milli þessara þjóða i októ- ber 1975 aö frumkvæði Kis- singers, þáverandi utan- rikisráðherra Bandarikjanna. Samkv-hohúm létu tsraélsmenn Egyptum eftir 90 metra langa landræmu meöfram Súez- skuröi og Súezflóa, þannig aö Egyptar hafa nú yfirráö yfir landsvæöum beggja vegna skuröarins. Til þess aö koma I veg fyrir aö Egyptar misnot- uöu þetta, var jafnframt sam- iö um hlutlaust belti meöfram áöurnefndri landræmu, og tækju Sameinuöu þjóöirnar aö sér aö annast gæzlu þess. Inn- an þessa svæöis eru tvö hern- aöarlega þýöingarmikil fjalla- skörö, Gidi Pass og Mitla Pass. Þá fengu Egyptar afnot oliulinda, sem tsraelsmenn höföu hafiö aö nýta viö Abu Rudels, en landsvæöiö þar I kring var gert aö hlutlausu svæöi undir yfirumsjón Sameinuöu þjóöanna. Síöan þetta geröist telja Israels- menn sig hafa fundiö stórar oliulindir á botni Súezflóans, I nánd viö E1 Tur, sem er suöur af Abu Rudels. Allir þessir staöir eru merktir á meöfylgj- andi landabréfi. ÞAÐ YRÐI nokkur ávinn- ingur fyrir Egypta aö fá aukin yfirráö á Sinaískaga, en þó færi þaö nokkuö eftir hvaða skilyröi væru sett fyrir þvi. Sennilega eru Israelsmenn ófúsir til þess á þessu stigi aö láta allan skag- ann af hendi. Þannig þykir liklegt aö þeir vilji halda talsveröri landræmu meöfram Aqabaflóa alla leiö til Sharm el Sheik, en þaöan er unnt aö takmarka allar siglingar um flóann, en þær eru þýöingar- miklar fyrir Israelsmenn sem hafa komiö sér upp góöri höfn i Elath (sjá landabréfiö). Þá þykir liklegt, aö lsraelsmenn vilji áfram tryggja aöstööu fyrir israelsktlandnám vestan Gazasvæöisins. Þar eru land- kostir sæmilegir og hafa risiö þar upp nokkurný þorp byggö af ísraelsmönnum. Landnám Israelsmanna á Slnafskaga siöan þeir hertóku hann 1967 er merkt meö ferköntuöum dökkum deplum á landabréf- inu. Israelsmenn hafa haft ráöageröir um þaö aö undan- förnu, aö færa út þetta land- nám sitt. Sumir fréttaskýr- endur telja þetta þó ekki al- vöru þeirra, heldur séu þeir með þessu aö bæta vlgstööu sina. Þeir munu bjóöast til aö gefa þetta eftir, ef þeir fái eitt- hvaö I staöinn. FYRIR Egypta yröi ávinn- ingur aö þvl aö endurheimta meira af Slnalskaga mest metnaöarlegs eölis. Eins og áöur segir, fer þaö þó eftir þvl, hvaöa skilyröi eru sett fyrir þvl af hálfu tsraelsmanna, t.d. I sambandi viö herbæki- stöövar. Þá geta fundizt þar fleiri ollulindir, en annars hefur Sinaiskagi þótt li;t eftir- sóknarveröur af efnahagsleg- um ásætöum. Mestur hluti skagans, en hann er um 25 þús. fermllur, er hálend eyöi- mörk. Landkosti má nokkuö ráöa af þvl, aö Ibúar eru um 75 þús., aöallega hiröingjar. Vegna þess, aö skaginn hefur þótt lltt byggilegur, hefur lftiö verið sótzt eftir yfirráöum þar, þegar undan er skilin strandlengjan meöfram Miö- jaröarhafi, en hún þótti hafa mikla hernaöarlega þýöingu áöur fyrr, þar sem hún var eina landleiöin milli Afriku og Aslu. Nafn sitt dregur skaginn af fjalli þvi, þar sem Móses á aö hafa fengiö boöoröin. Ýmsar kenningar eru nú uppi um, hvaöa fjall þaö hafi veriö. Fyrir sambúö Egypta og Israelsmanna gæti nýr bráöa- birgöasamningur um Slnai- skagann veriö heppilgur, ef ekki næst heildarsamkomu- lag. Slikt bráöabirgöasam- komulag gæti tryggt þaö, aö ekki slitnaöi alveg upp úr, og aö hægt væri aö halda viöræö- um áfram, þótt litiö þoki áleiö- is varöandi helztu deiluefnin. En sennilega yröi þetta þó fyrst og fremst stundarfrest- ur, þvf aö ekki veröur lengi haldiö áfram viöræöum, ef ekkert þokar áfram á öörum sviöum og þó fyrst og fremst, ef ekki finnst lausn á málum Palestlnumanna. Þ.Þ. Frá Sharm el Shelk

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.