Tíminn - 15.01.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 15. janúar 1978
23
,,Allt mitt ráð..
sagöi áöan, aö upprekstrarlandiö
gæti ekki tekiö viö miklum fjölda
fjár, þá fannst mönnum þó, aö
þeir þyrftu aö fá eitthvaö i staö-
inn, og þá var hafizt handa aö
græöa upp sandinn I þvi skyni aö
beita fé á hann á sumrin.
— Beittuö þiö þá fé ykkar á ný-
ræktina á Skógasandi fyrstu ár-
in?
— Já, þaö var reynt i tvö ár, en
gafst illa. Ærnar fitnuöu, en
lömbin uröu ræflar. Fyrst héldu
menn aö þetta stafaöi af vatns-
skorti, þá var leitt vatn niöur á
sandinn, en allt fór á sömu leiö.
Þá var hætt viö þetta, og nýræktin
á sandinum notuö til heyskapar,
— og þaö hefur, eins og kunnugt
er, gefizt prýöilega.
Þó er þaö nú svo, aö fé okkar
gengur aö mjög verulegu leyti á
ræktuöu landi. Viö sleppum ekki
ánum úr heimahögum á vorin,
fyrr en búiö er aö rýja þær. Eftir
einn til tvo mánuði eru þær búnar
aö notfæra sér heiöarlandiö eins
og þær vilja, og koma aftur niöur
aö bæjum. Þá eru lömbin tekin
frá þeim og látin á betra land, en
ærnar inn á tún. Þetta er
ræktunarbúskapur. Viö erum al-
veg horfnir frá hjarömennsku og
rányrkju.
Hef hvergi séð fegurri
landsýn
— Segöu mér nú eitt, Gissur:
Hefur þú ekki, eins og titt er um
islenzka bændur, gert sitthvaö
fieira en aö stunda bú þitt, og átt
þér einhverja „hjáguöi” þar fyrir
utan?
— Jú. A kreppuárunum fór ég á
togara, en þaö geröi ég einungis
af illri nauösyn, af þvi aö þá var
hart á dalnum i fjárhagslegum
efnum. Á sjómennskuárum min-
um fór ég viöa og sá ýmsa staöi
hér á landi, sem ég haföi aldrei
séö fyrr, en þaö get ég fullyrt, aö
hvergi hef ég séö eins fagra land-
sýn á Islandi og i Mýrdal. Að vera
staddur i góðu veöri þar úti fyrir
og sjá inn með Reynisfjallinu upp
til landsins, — þaö er alveg
ógieymanlegt, hverjum sem séö
hefur.
En ef þú hefur átt viö hitt, hvort
ég hafi unnið meö höföinu sam-
hliöa búskapnum, þá fer ekkert
mikið fyrir þvi. Jú, vist hef ég
stungiö niöur penna öðru hvoru,
og ég var lengi I stjórn ræktunar-
sambandsins. Og i sýslunefnd
komst ég, — á’einu atkvæöi fyrst!
En þá voru 75% kjósenda and-
stæöir mér i stjórnmálum, svo aö
fylgi mitt var áreiöanlega per-
sónufylgi. Sföan var listakosning
tekin upp, en ég var andstæöur
henni vegna þess, aö ég áleit, aö I
svona litlu sveitarfélagi geröi
listakosning fólki erfitt fyrir, eöa
jafnvel hindraöi þaö I þvi aö kjósa
þá menn, sem þaö treysti bezt. —
Mér þótti gaman aö starfa i sýslu-
nefndinni, og ég kynntist þar
mörgum ágætum mönnum.
Góð stund með séra Sigurði
Einarssvni
— Þú sagðist hafa stungiö niöur
penna ööru hvoru. Ég hef ein-
hvern grun meö aö þú sért hag-
orður, — er þaö ekki rétt?
— Þaö get ég varla sagt, en þó
er ég ekki alveg saklaus af þess
háttar iðju.
— Viitu ekki lofa mér aö heyra
eitthvaö af þvi tagi?
— Ég veit ekki... — Jú, annars,
kannski ég segi þér dálitið af
samskiptum okkar séra Siguröar
heitins Einarssonar I Holti, fyrst
þú ert á höttunum eftir kveöskap.
Viö séra Siguröur uröum góöir
vinir, og hann heimsótti mig oft.
Svo var þaö einhvern tima, seinni
hluta sumars, — þaö var komiö
langt fram f ágúst, — aö viö hjón-
in vorum ein heima, þvi aö
krakkarnir höföu brugöiö sér I út-
reiöartúr. Allt i einu er séra
Siguröur kominn heim i hlaö. Ég
tók á móti honum á húströppun-
um, og hann sagbi formálalaust:
,,Ég átti ekkert erindi núna, en ég
haföi þörf fyrir aö blanda geöi viö
einhvern, og þá datt mér þú i
hug.” Og klerkur bætti viö: „Ég
var svo ljónheppinn, aö ég átti
„óafmeyjaða” koniaksflösku inni
Iskáp.” — Nú, presti var auövitaö
boöið inn, kona mfn sótti staup
handa okkur, séra Siguröur setti
„jómfrúna” á boröiö, og hún var
ekki lengi „óspjölluð,” eftir aö viö
höföum fariö höndum um hana,
ég og gestur minn.
Fyrr en varði hafði tal okkar
séra Siguröar þó beinzt inn á
alvarlegar brautir, þvi aö hann
var maöur, sem gott var aö ræba
viö, hvort sem gamanmál voru á
ferðinni eöa hinar alvarlegu hliö-
ar lifsins. Báöir vorum vib sann-
færöir um þaö, aö ekki væri öllu
lokiö meö likamsdauöanum. Allt i
einu spratt séra Siguröur upp úr
stólnum og spurði: „Hvers óskar
þú þér til handa, Gissur, þegar þú
kemur hinum megin?” „Ert þú
þess um kominn, Siguröur minn,
aö úthluta mér einhverju þar?
Þaö er vel þegið, þvi aö ekkert á
ég inni,” svaraöi ég. „Ég skora á
þig aö svara þessu meö visu,”
sagöi prestur þá. „Þaö er nú
vandi fyrir einn bóndastaula aö
standa frammi fyrir þjóöskáldi,
þvi aö þaö ertu, Siguröur”, sagöi
ég. En hvort sem viö ræddum nú
þetta lengur eöa skemur, þá
hrökk út úr mér þessi visa:
Auönist mér I ööru lifi
athöfn frjó og lifsins kraftur,
efalaust meö vænu vifi
vildi ég gerast bóndi aftur.
Séra Sigurður hafði visuna á
brott meö sér um kvöldiö, en
morguninn eftir, þegar ég var
alveg i svefnrofunum, hnoöaöi ég
saman tveimur visum, snaraöi
mér siöan fram úr rúminu og
hripaöi þær á blað. Þær eru
svona:
Unaðs njóta kúa og kinda,
Kunna ráð viö öllum vanda,
allt mitt ráö viö búskap binda,
bjartra vona og gróðurlanda.
Er ég hinztu brúna brenni
og brotin liggja dreifð um veginn,
megi gengið göfugmenni
gleðjast meö mér hinum megin.
Ég hugsaöi meö mér: Ef Pétur
hleypir mér inn fyrir hliðiö og ef
séra Siguröur i Holti veröur kom-
inn á undan mér inn á eilíföar-
landið, þá vona ég aö viö hittumst
fljótt eftir aö mig ber þar að
garði.
Daginn eftir sendi ég séra
Sigurði þessar visur meö mjólk-
urbilnum, og fékk elskulegt bréf
um hæl, þar sem séra Siguröur
gaf mér fyrstu einkunn fyrir
kveöskapinn. Svo aö ég mátti vel
viö una!
— Hefur þú ekki lagt stund á þá
gömlu, þjóölegu iþrótt aö botna
vfsur?
— Ekki fer nú mikið fyrir þvi.
Þaö er miklu meiri vandi aö
botna en að byrja. Jú, ég botnaöi
einu sinni visu, og mér er svo sem
sama, þótt ég hafi hana yfir hér.
Það birtisl einhvern tima i
Morgunblaöinu fyrripartur visu,
og var auglýst eftir botni. Þetta
var á „viðreisnarárunum”
svokölluöu, og fyrriparturinn var
svona:
Viðreisn andans viröist ganga
verr en skyldi á þingi enn.
Ég sendi botn, og hann var á
þessa leið:
t stjórnarráöi heimskir hanga
hæruskotnir ihaldsmenn.
AJdrei var botn minn birtur i
Morgunblaöinu, en einhver haföi
komizt yfir þetta, og botninn kom
I Þjóöólfi einhvern tima seinna. —
Auövitaö var ósköp ljótt af mér aö
botna þetta svona, þvf aö vitan-
lega voru ráöherrarnir i „viö-
reisnarstjórninni”, sem svo var
kölluö, siöur en svo verri ein-
staklingar en aörir stjórnmála-
menn okkar. Og það* vil ég taka
skýrt fram, aö þótt ég sé eindreg-
inn framsóknarmaöur, þá met ég
og viröi fylgismenn annarra
flokka, sem ég veit, aö eru, marg-
ir hverjir, indælismenn. Margir
sjálfstæöismenn eru góöir vinir
minir, og ekki hafa þeir, sem eru
á öndveröum meiöi viö mig f
stjórnmálum, látiö mig gjalda
skoöana minna. Svo fór um
sjóferö þá.
— Þaö fer nú senn aö lföa aö
lokum þessa spjalls okkar, Giss-
ur. Ég veit, aö þú ert frásagnar-
maöur góöur, viltu ekki segja
mér eina góöa sögu, áöur en viö
kveðjumst?
— Jú, þvi ekki þaö? Og þá held
ég aö sé bezt, aö ég segi þér eina
gamansögu um sjálfan mig.
Þaö.var einhvern tima á prests-
skaparárum séra Siguröar
Einarssonar i Holti. Ég var þá, og
lengi siöan, safnaöarfulltrúi og ég
fór jafnan með séra ‘Siguröi á
héraösfundi prófastsdæmisins.
Þegar sá atburöur geröist, sem
nú veröur sagt frá, var séra
Siguröur staddur i Reykjavik, en
fundurinn átti aö vera i Þykkva-
bænum, svo ég tók mér fari út að
Hellu meö Þóröi Tómassyni,
safnveröi I Skógum, sem þá var
aö fara til þess aö veita viötöku
hinni stórmerku gjöf, sem Guöjón
I Ási i Asahreppi gaf byggöasafn-
inu i Skógum.
Sföan segir ekki af ferö minni,
fyrr en niöur I Þykkvabæ var
komiö. Héraösfundurinn var
haldinn i kirkju, og þegar hann
var úti, þurfti ég inn i Ibúðarhús
séra Sveins Ogmundssonar,
þáverandi prófasts i Þykkvabæ,
þvi aö ég átti ógerö reikningsskil
fyrir kirkjukórinn okkar. Mér var
ágætlega tekiö, eins og jafnan, og
frúin tók hatt minn og frakka og
lét hvort tveggja inn i skáp, en
siöan var okkur fundarmönnum
boöiö til kaffidrykkju i félags-
heimili, sem er þarna rétt hjá.
Þegar öllu þessu var lokiö, tók
ég yfirhöfn mina og hatt og bjóst
til ferðar, en Friörik heitinn Friö-
riksson, kaupmaöur i Þykkvabæ,
og kona hans, höfðu tekiö af mér
loforö um þaö aö fara ekki þaöan,
án þess aö lita viö hjá sér. Og þaö
geröi ég, en tíminn leið, og þaö
dimmdi óöum.
Þegar ég kom svo loks upp aö
Hellu, var oröiö dimmt. Þóröur
Tómasson var ekki kominn þang-
aö, en meö honum haföi ég ætlaö
austur undir Eyjafjöll um kvöld-
iö. Ég fór þvi úr yfirhöfn, settist
inn i stofu hjá kunningjafólki og
beiö svo Þóröar. Þegar hann
kom, fór ég f frakkann, setti upp
hattinn, og viö lögöum af staö. En
alla leiöina austur var ég ein-
hvern veginn óánægöur meö
sjálfan mig og frakkann, en lét
kyrrt liggja. Þegar viö komum
austur undir Eyjafjöll, stóö svo á,
aö kvenfélagsskemmtun var aö
Heimalandi, sem er i fæöingar-
sveit Þóröar, þvi aö hann er, eins
og menn vita, frá Vallnatúni i
Vestur-Eyjafjallahreppi. Viö lit-
um nú þarna inn, þá stóö þar yfir
tombóla, og ég dró marga drætti.
Ekki sá ég þó ástæöu tii þess aö
fara úr yfirhöfn, þessa stund sem
viö Þóröur stönzuöum á sam-
komunni, enda geröi enginn neina
athugasemd viö klæöaburö minn.
Segir nú ekki af ferö okkar, en
kominn var ég heim til min
klukkan fjögur um nóttina. Ég fór
þá beina leiö inn I eldhús og fór aö
athuga hvað væri i pökkunum,
sem mér högöu hlotnazt á
tombólunni. Enn fremur fór ég úr
yfirhöfn „minni”, og leit nú betur
á hana. „Ja, hver andsk...!” varö
mér aö oröi. „Ég er þó ekki f
kvenfrakka?” Ó, jú, ekki bar á
ööru. Ég haföi spókað mig f kven-
kápu, og þaö meira aö segja inni á
samkomu, fyrir allra augum,
sem þar voru!
Morguninn eftirdatt mér helzt I
hug, aö yfirhafnaskipti heföu orö-
iö á Hellu um kvöldið, þar sem ég
beiö Þóröar, þvi aö skuggt var i
forstofunni, og ég kveikti ekki,
þegar ég þreif hatt minn og
frakka og snaraðist út til þess aö
verða Þórði samferöa heim. Ég
hringdi þvf i þetta hús, en þar var
þá ekki neinn óskilafrakki. Nú, þá
var aö spyrjast fyrir I Þykkva-
bænum, þar sem ég haföi veriö
um daginn. Ég hringdi nú þang-
aö, geröi boö fyrir frúna, og hún
kom i sfmann — hlæjandi. Hún
sagöi: Mágkona min var aö
hjálpa mér viö kaffiö I gær, og viö
fórum siöastar út úr húsinu. Viö
sáum, aö kápan hennar var farin,
en þessi frakki eftir, og ég þekkti
strax að þaö var frakkinn þinn.
Viö erum mikiö búnar að hlæja aö
þessu. Hvaö skyldi hún Gróa,
konan hans Gissurar segja, þegar
hann kemur heim I kvenfrakka?
sögöum viö I gamni.
En þessi blessuö kona heföi
bara átt aö vita, hvaö var I pökk-
unum, sem ég haföi dregiö á
tombólunni, og lágu á eldhús-
boröinu fyrir augunum á konunni
minni, þegar hún kom á fætur um
morguninn! Þar var kvenslæöa,
bandaskór af kvenmanni,
brjóstahaldari, og auk alls þessa
ein kvenflik enn, — sem ég þori
hvergi aö nefna... -VS
Útsala hefst á
mánudag
Kápur
Ulpur
WRCVF\LL
Stærsta bifreiðastöð
borgarinnar
SÍMI 8-55-22
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
Erum einnig með við Fellsmúla benzinaf-
greiðslu og verzlun er selur ýmislegt er
bilnum við kemur.
Leigjum út sali til
VEIZLU-, DANSLEIKJA
OG FUNDARHALDA
Upplýsingar í síma 85521