Tíminn - 15.01.1978, Blaðsíða 25

Tíminn - 15.01.1978, Blaðsíða 25
Sunnudagur 15. janúar 1978 25 Lifstykkið er aftur komið í notk- un, þótt í nýrri mynd sé — sem gallabuxur! Gallabuxur, þessi þægilegi, hentugi klaiðnaður, sem hægt er að nota við öll tækifæri eru vegna fáránlegrar tízku svo þröngar að þær hafa svipuð áhrif og lífstykkin i gamla daga. Þegar verst lét olli lífstykkið lifrar- skaða, en þröngar gallabuxur geta þegar verst lætur komið í veg fyrir að mjaðmargrindin þroskist eðlilega — og valdið því að konur eigi erfitt með að faiða börn eðlilega. Minnkuð sæðis- framleiðsla og mikið hætta á sveppamyndunum í kynfærum eru einnig meðal afleiðinga þess að ganga i níðþröngum gallabux- um. stað er hætta á að mjaðmar- grindin þroskist ekki eðlilega. Mest er hættan hjá unglings- stúlkum, sem enn eru að vaxa. En það er einkum meðal þeirra, sem þrönga buxnatizkan herjar sem ákafast.' Þröngar buxur eru auk þess kaldar á vetrum og þegar mitt- isjakkar eru notaðir við er mikil hætta á blöðrubólgu. Gallabuxur sem ekki eru lit- ekta („blæðandi”) eru ekki lengur i tizku guði sé lof. bær lituðu bæði húðina og nærfötin og það gat verið mjög erfitt að ná burt litnum. Flóð af lélegum tegund- um. Gallabuxur voru frá upphafi tilvalin hversdagsflik. Sterkar buxur, sem þoldu allt, saumað- ar eftir hentugu sniði, sem hæfði mörgum. En þegar tizkan náði tökum á þessari ágætu flik fór svo að gallabuxnaúrvalið er orðið að frumskógi. Enn finnast góðar gallabuxur af upprunalegri gerð, en einnig er til fjöldi teg- unda, sem eru lélegar, bæði hvað gæðum og sniði viðkemur. Efni, sem ekki er sterkt held- ur brestur i sundur bæði sjálfur vefnaðurinn og við sauma, rennilásar sem bila, skálmar sem snúast um kálfana — það eru margir vankantar á gallabuxum, sem nú eru fram- leiddar. Margt af þessu stafar af þvi að gallabuxurnar eru tizkuföt. Sniðið og vörumerkið skipta viðskiptavininn máli Þess vegna geta framleiðendur prangað út lélegum efnum með vefnaðargöllum, sem geta raknað upp og skilið eftir gat i efninu. Oft er reynt að dylja lélegt efni með þvi að stifa efnið mjög mikið á röngunni. Nýjar eru gallabuxurnar stifar og falleg- ar. Það er ekki fyrr en eftir fyrsta þvott að þær sýna sitt rétta andlit, og sést að efnið er lausofið og ekki sérlega sterkt. (Þarna hafa þvegnu galla- buxurnar, sem lita út fyrir að vera notaðar þegar i búðinni, yfirburði. baþ sést strax á þeim hvort efnið er gisið eöa snúning- ur á skálmunum). Rangt sniönar. Ef skálmarnar vindast eru buxurnar rangt sniðnar. Hinir ýmsu sniðhlutar hafa verið lagðir f ranga stefnu á efninu. Það sparar framleiðendum efni, en viðskiptavinurinn fær óþægi- legar og ljótar buxur. Allir vita, að rennilásinn er veikur punkt- ur og það er i nánum tengslum við þröngu buxnatizkuna. Þröngar buxur krefjast fín- gerðra rennilása, alltof fin- gerðra til að þeir þoli það átak, sem þeir verða fyrir þegar litli maginn á aö klemmast inni i alltof þröngum buxum. bröngu buxurnar eru óþægi- legar og hindra hreyfingarnar. Peningaveskið kemst ekki i vas- anná þröngum buxum. Piltarn- ir verða lika að dragnast með handtöskur. Þröngu buxurnar falla þétt að maga og lærum en um kálfa og ökkla eru þær við- ar. Frumskógur Gallabuxnamarkaðurinn er frumskógur. Enginn veit hvað- an buxurnar koma. Þær eru sendar um þvera og endilanga jörðina, og kaupmenn andvarpa og segja, að ekki sé auðvelt að greina á milli góðra og lélegra buxna. Ekki nægir að lita á verðið, en dýrar tegundir þar sem merkið er saumað i eða ofið um leiö og flikin, eru að öllum likindum vandaðar. Sænskar gallabuxur eru venjulegar góðar, og einnig buxur frá öðrum Norðurlönd- um. En efnið er ekki ofiö i Svi- þjóð. Sviar flytja nú inn allt gallabuxnaefni. Sú litaða fram- leiðsla sem var af þvi i landinu lognaðist út af þegar ólitekta „blæðandi” efnið komst i tizku. Sviar gatu ekki framleitt það. A þeim tima var allt efni flutt inn og innlend framleiösla leið und- ir lok. bvi miður er það þannig með gallabuxur, að menn vita ekkert um gæði þeirra fyrr en þeir reyna þær. Góðar buxur endast árum saman — en lélegar eru kannski ónýtar eftir einn þvott. Góðar buxur eiga aö þola þvott við 60 gráður. Ef renni- lásnum er lokað áður en flikin er sett i þvottavélina eru meiri lik- ur á að hann bili ekki. Aldrei á að leggja gallabuxur i bleyti þvi þá geta málmsmell- ur og annað ryðgað. Gallabuxur mega hlaupa um 3% og gera það einnig. Þvi þarf að reikna með við innkaup. Ef þið viljið eignast gallabux- ur# sem endast árum saman, kaupið þá ekki þrengstu gerð og kaupiö grjótharðar buxur, sem ekki eru sérlega fallegar nýjar, en mýjast við hvern þvott. En þið þurfið að gera ykkur ljóst eftir hvoru þið sækist: sterkri flik eða tizkufyrirbæri. (Þýtt ogendursagt: SJ) Niöþröngar gallabuxur eru heiisuspillandi um það eru læknar sammála. Þaö er greini- legt samband miili þess að si- fellt verður algengara að karlar og konur smitist af sveppa- gróðri i kynfærum og sifellt fleiri ganga i þröngum galla- buxum. Þröngar buxur koma i veg fyrir aö húðin andi og raki gufi upp. Þær valda auk þess kláða og óþægindum þegar þær strengjast að kynfærunum. Þröngar gallabuxur geta dregið úr frjósemi pilta. Einnig er vel þekkt að hiti dregur úr sæðis- framleiðslu. Upp á siðkastið hafa læknar farið að velta þvi fyrir sér, hvort samband sé á milli fjölgunar keisaraskurða vegna þess hve konur hafa þrönga mjaðma- grind og þröngu buxnatizkunn- ar. Það hefur verið þekkt stað- reynd að óhentug föt geta af- myndaö unga líkami, sem eru að vaxa. Hættulegar unglings- stúlkum Einn sænskur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir, Allan Tamm hefur kveðið upp úr með þá skoðun sina, að þrönga buxna- tizkan núna sé engu betri en sú tizka, þegar kinverskar stúlkur voru látnar reyra fætur sina og svo lifstykkjatizkan foröum daga. Allir vita, að reyrðir fætur urðu ævilöng fötlun og jafnaug- ljóst er að þaðTiindraði öndun- ina að reyra sig i lifstykki. Þau gátu einnig valdið lifrar- skemmdum þegar mjög þrengdi að lifrinni. Gallabuxurnar eru ekki svo hættulegar. Mjaðmargrindin hlifir innri liffærunum. En þess i * gallabuxur litlu betri en lífstykki Þröngar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.