Tíminn - 15.01.1978, Qupperneq 33
Sunnudagur 15. janúar 1978
33
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900
vandamál koma einkum upp
viðvikjandi þessum tækjum.
Raunhæfa fræðslu vantar i
þessu efni og væntanlega get-
um við veitt betri leiðbeining-
ar um kaup á eldavélum og
þvottavélum þegar unnið
hefur verið Ur könnuninni sið-
ar á þessu ári.
— Vekja má athygli þeirra,
sem fá spurningalista senda,
að spurt er um hve margar
eldavélar hafi verið i ibúðinni,
og væri æskilegt að fólk gæti
grafið það upp.ef um gamlar
ibúðir er að ræða, sem margir
hafabúiði. Einniger spurtum
hve margar þvottavélar fjöl-
skyldan hefur átt, en þar er
auðveldara um vik þvi' megin-
reglan er sú, að eldavélar
fylgja ibúðunum en þvottavél-
ar eru aftur á móti fluttar úr
ibúðunum ef fjölskyldan skipt-
ir um húsnæði.
— Kvenfélagasambandið
hefur þegar gefið út fræðslurit
um þvottavélar?
— Já, fyrir nokkrun árum
þ.e.a.s. um kaup á þvottavél-
um og raunar einnig upp-
þvottavélum. Þessi rit eru i
hópi fræðslurita okkar, sem
fjalla um ýmis efni, svo sem
mat, fatnað, blettahreinsun,
skipulagningu heimilisstarfa,
og senn kemur tólfta fræðslu-
rit okkar og er i þvi fjallað um
mat og hreinlæti.
— Það er mjög áriðandi að
sem flestar konur, sem fá
spurningalista okkar senda,
útfylli þá og svari en eheimil-
istækjakönnun þessi hefur að-
eins gildi ef þátttaka i henni
verður góð.
SJ
AUGLYSINGAST OTU- SAMÐANDSINS
Frcmstur
meðal jafningja!
Opel Record hefur í nokkur ár verið mest seldi bíll í sínum stærðarflokki
í Evrópu. Astæðan er einföld: ökumenn gera alls staðar sömu kröfur þegar
þeir velja sér bíl.
Öryggi, þægindi, sparneytni, kraft og snerpu. Vandlátur kaupandi gerir
samanburð og velur ekki fyrr en hann er ánægður.
Komið-hringið-skrifið-við veitum allar nánari upplýsingar fljótt og
örugglega. Sýningarbíll í salnum.
Til afgreiðslu strax, beinskiptir, sjálfskiptir.
Sigrlður Haraldsdótdr á skrif-
stofu Kvenféiagasambands is-
lands að Hallveigarstöðum.
Timamynd: Gunnar.
— Það er viðskiparáðuneyt-
ið, sem fékk okkur hér hjá
Kvenfélagasambandi íslands
til að annast þessa könnun hér
á landi, sagði Sigriður Har-
aldsdóttir, húsmæðrakennari
og starfsmaður Leiðbeininga-
stöðvar húsmæðra og Kvenfé-
lagasambandsins i viðtali viö
Tímann. — Margir leita til
Leiðbeiningastöðvarinnar
þegar þeir ætla að- kaupa sér
heimilistæki, og þá ekki sizt
þvottavél eða eldavél, en við
fréttum minna um hvaða
Framleiöendur keppa um hylli neytenda og oft er torvelt að velja rétt.
Veiztu hve margar
eldavélar hafa verið
i íbúðinni?
t siðustu viku sendi Kvenfé-
lagasamband tslands spurninga-
lista til 3000 heimila, þar sem
spurt er um kaup notkun og um
endurnýjun eldavéla og þvotta-
véla.
Þvi er oft haldið fram að seldur
sé varningur, sem endist of
skamman tima, slitni of fljótt og
sé dýr I viðgerð. En það hefur
reynzt erfitt að fá yfirlit yfir
raunverulega endingu vara og
vandamál neytenda I þvi sam-
bandi. þvi er nú ráöizt i að fram-
kvæma könnun á endingu nokk-
urra heimilistækja og er hún gerö
á öllum Norðurlöndum i sam-
vinnu við Rannsóknarstofnun
norska rikisins um neytendamál
(Statens institutt for forbruksfor-
sikning.
Norræna ráðherranefndin
greiðir kostnaðinn af könnuninni
en á vegum hennar starfar nor-
ræn embættismannanefnd sem
fjallar um neytendamál. Island á
þrjá fulltrúa i nefndinni, einn frá
Neytendasamtökunum, einn frá
Kvenféiagasambandi islands og
einn frá viðskiptaráöuneytinu.
Formaður islenzku fulitrúanna er
Björgvin Guðmundsson, skrif-
stofustjóri i viðskiptaráðuneyt-
inu.
Niöurstöður af þessari könnun
eiga að fást siðar á árinu. Þær
munu koma að gagni i upplýs-
ingastarfsemi i þágu neytenda og
geta einnig orðið þáttur ■ að finna
skynsamlegan grundvöll fyrir
lagasetningum og öðrum ákvæð-
um um neytendavernd á þessu
sviði. Þess má geta að algengustu
spurningar sem berast til Leið-
beiningastöðvar húsmæðra fjalla
um heimilistæki, og er t.d. ljóst að
Leiðbeiningastöðin getur veitt
traustari upplýsingar að lokinni
þessari könnun varðandi þau
tæki, sem hún nær til.
Hér á landi voru valin af handa-
hófi 3000 nöfn úrhópi alira kvenna
á aldrinum 16-74 ára, hefur 23.
hver kona á þessum aldri fengið
spurningalista. Spurningunum er
þó beint til heimilisfólksins alls
ekki bara til þeirrar konu sem
bréfið er stilað til. M jög áríðandi
er( að sem allra flest heimili sendi
svar sem fyrst. Að sjálfsögðu
verður fariö með þær upplýsingar
sem berast sem algjört trúnaðar-
mál. Ef menn eru i vafa um
hvernig svara beri spurningum
eru upplýsingar veittar á Leið-
beiningastöð húsmæðra, simi
12335.
Hótel Borgarnes
Kynnir þjónustu sina.
Þorramatur, þorrablót, þorrakassar.
Viö höfum ávallt vant fólk til aö annast
þorrablótin.
Dúkar, hnifapör og leir ef óskað er, —
fyrir þá sem heima sitja.sjáum við lika
fyrir bita„ okkar vinsælu þorrakassar.
Sendum heim góðan mat, gott verð, góða
þjónustu, góðan frágang.
Reynið viðskiptin.
Hótel Bogarnes
simi (93) 7119 og (93) 7219.
2rEGc£QJGJ
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla
I