Tíminn - 24.01.1978, Page 8
8
Þriðjudagur 24. janúar 1978.
Einar Ágústsson og Þórunn eiginkona hans fengu mörg
heillaóskaskeyti í gær.
Að
loknu
prófkjöri
Einar
Ágústsson:
Þakka
veittan
stuðning
JS — „Ég þakka minum
stuðningsmönnum og er ánægður
með mina útkomu. úrslitin liggja
ekki endanlega fyrir og þvi tel ég
rétt að biða með frekari yfir-
lýsingar þar til svo verður.”
Að áliðnum degi í gær
var Ijóst í aðalatriðum
hver úrslit yrðu í próf-
kjöri Framsóknarmanna
i Reykjavík. Tíminn sneri
sér til nokkurra fram-
bjóðenda í prófkjörinu og
spurði þá álits. Svör
þeirra birtast hér á síð-
unni en á næstu síðu birt-
ast atkvæðatölurnar og
nokkrar svipmyndir frá
talningu atkvæða að
Rauðarárstíg 18 í fyrri-
nótt.
Guðmundur G. Þórarinsson:
Flokkurinn
í sókn
— Ég er mjög ánægður með
þessa niðurstöðu, sagði Guð-
mundur G. Þórarinsson.— Sér-
staklega er ég ánægður með
þátttökuna i prófkjörinu, sem
bendir til að Framsóknar-
flokkurinn sé I sókn. I síðustu al-
þingiskosningum fékk Fram-
sóknarflokkurinn rúm 8000 at-
kvæöi, en þátttakendur í próf-
kjörinu voru 6.200. Ef borið er
saman viö Sjálfstæöisflokkinn,
sem fékk um 24.000 atkvæði I
siöustu kosningum, en aðeins 9-
10.000 þátttakendur i prófkjör-
inu i vetur, sést að Framsóknar-
flokkurinn kemur mjög vel út úr
þessu prófkjöri.
I öðru lagi er ég mjög ánægð-
ur með mína niðurstöðu, ekki
hvaðsízt vegna þess að ég hafði
mjög sterkt afl á móti mér þar
sem fjórir frambjóðendur höföu
sameinazt I bandalag, sem mið-
aði að því að halda okkur hinum
frá þessum fjórum sætum.sem
kosið var um. Þarna var um að
ræða varaformann flokksins,
aðalritstjóra Timans, varaþing-
mann okkar I Reykjavfk og for-
mann fulltrúaráðs Framsókn-
arfélaganna I Reykjavik. Auk
þess unnu með þeim formaður
Framsóknarfélags Reykjavík-
ur og formaður Félags ungra
Framsóknarmanna I Reykja-
vík, svo það má segja að ég hafi
haft alla flokksvélina á móti
mér I kosningunum.
í ljósi þess er þetta náttúru-
lega mikill sigur og hann vannst
fyrst og fremst með mikilli
skipulagningu og glfurlegri
vinnu fjölmargra stuðnings-
manna og vina.
Ég er mjög þakklátur þeim
fjölmörgu aðilum sem unnu að
þessum sigri. 1 baráttu sem
Guðmundur G. Þórarinsson á kosningaskrifstofu sinni I fyrradag.
þessari kemur mjög glöggt I ljós unin. Framundan er mikil vinna
hvar maður á vini. að undirbúningi kosninganna I
Þetta er hins vegar bara byrj- sumar.
Kristján Friöriksson
Kristján
Friðriksson:
Nýjar
hugmyndir
eru að vinna
fylgi
JS -..Úrslitin sýna að nýjar hug-
myndir eru að vinna fylgi. Þau
sýna m.a. aö hagkeöjuhug-
myndin og fleiri af kenningum
minum njóta vaxandifylgis, þar
sem ég, fulltrúi þeirra, skuli fá
nánast jafnt fylgi og vel metinn
og mætur maður, mikill gáfu-
maður, Þórarinn Þórarinsson
ritstjóri, sem skipað hefur þing-
sæti i 20 ár, — að við skulum
gera næstum þvl jafntefli.
Ég held að ihaldssömustu öfl-
um flokksins muni ekki takast
lengur að þegja i hel bráðnauö-
synlegar tillögur um nýskipan
mála. Dægurmálastefna flokks-
ins tel ég að sé úrelt.
Flokkurinn hefur nú aðstöðu
til aö ganga I endurnýjungu llf-
daganna, mál er til komiö og
þótt fyrr hefði verið.
Ég fagna þvi úrslitunum þótt
þau séu ekki I samræmi viö
björtustu vonir. Þetta er allt I
óvissu þegar þetta er sagt, svo
að þessi skemmtun,sem ég met
á viö sólarlandaferð framleng-
ist eitthvaö — svona eins og þeg-
ar sllkar ferðir framlengjast
stundum vegna vélarbilunar.”
Kristján á ráðstefnu um atvinnu
mál höfuðborga
JS — Ekki var unnt aö ná tali af
Kristjáni Benediktssyni borgar-
ráðsmanni I gær. Hann hélt utan
snemma I gærmorgun á ráð-
stefnu i Stokkhólmi um atvinnu-
mál höfuðborga á Noröurlönd-
unum.
— Miðað við þá rógsherferð,
sem verið hefur gegn mér und-
anfarnar vikur má ég vel við
una að hafa hlotið næstflest at-
kvæði i fyrsta sætið á borgar-
stjórnarlistanum, sagði Alfreö
Þorsteinsson.
— Almennt vil ég segja um
þetta prófkjör að það var ekki
framsóknarfólk sem réði úrslit
um I þvi, hvorki I sambandi við
borgarstjórnar- né þinglistann.
Það er mjög miður, að einn
ágætasti og mikilhæfasti þing-
maður Framsóknarflokksins
Þórarinn Þórarinsson, skuli
hafa verið felldur I þessu próf-
kjöri af fólki, sem kemur aldrei
til með að kjósa flokkinn, og ég
óttast að það muni bitna á
flokknum I kosningunum I vor.
Þessi úrslit I prófkjörinu
breyta litlu fyrir mér. Ég hafði
hvort eð er hugsaö mér að draga
úr störfum minum að borgar-
málum. Starf borgarfulltrúa er
mjög erilssamt, og með þvl að
losna undan þvl mun ég hafa
betri tima til aö sinna öðrum
hugðarefnum.
Þrír borgarstj órnar-
fulltrúar
— Ég er mjög ánjegð að hafa
hlotið annað sætið á framboðs-
lista flokksins til borgarstjórn-
arkosninga I þessu prófkjöri,
sagði Gerður Steinþórsdóttir.
Ég tel að góður árangur hafi
verð af prófkjörinu fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar. Ég er
einnig mjög ánægð með að Ei-
rikur Tómasson verði I þriðja
sæti og tel miklar llkur á að
Framsóknarflokkurinn fái þrjá
borgarstjórnarfulltrúa I kosn-
ingunum I sumar.
Ég vil gjarnan færa stuðn-
ingsmönnum mlnum þakkir. Ég
varð vör viö mikinn áhuga hjá
fólki að styðja mig og það var
góð uppörvun, ekki slzt unnu
margar konur kappsamlega að
þvi að éff næði kiöri.
Mikið fylgi í Reykjavík
— Ég er eftir atvikum ánægð-
ur með þessi úrslit, sagði Eirik-
ur Tómasson,— ég hafði að visu
gert mér vonir um að hreppa
annaö sætið, og það munaði
litlu aö svo yrði, aöeins nokkr-
um tugum atkvæða. Ég álit að
úrslitin I heild séu hagstæð fyrir
flokkinn út á við, þau boði viss
timamót hér I Reykjavlk og
nýja sókn sem vonandi veröur
upphaf að nýrri fylgisaukningu
flokksins.
Ég tel að við eigum hiklaust
að stefna að þvi, að ná þrem
mönnum I borgarstjórn I
Reykjavlk eins og náðist 1970,
þegar Guðmundur G. Þórarins-
son náði kjöri sem þriðji borg-
arfulltrúi Framsóknarflokks-
ír»o
Ég tel, að þessi mikla þátt-
taka i prófkjörinu nú sýni svo
ekki verður um villzt,að Fram-
soknarflokkurinn á miklu fylgi
að fagna hér I Reykjavik, og ég
álit að ef vel verður unnið til
vors, þá eigi flokkurinn ekki að
fá færri atkvæði en hann fékk
siðast og eigi jafnvel að geta
bætt við sig einhverju atkvæða-
magni.
Ég vil að lokum óska þeim
sem náðu góðum árangri til
hamingju, og sérstaklega Gerði
Steinþórsdóttur, sem ég tel að
muni skipa annað sætið á lista
Framsóknarflokksins I borgar-
stjórnarkosningunum með mik-
illi prýði.
Loks þakka ég kærlega öllum
þeim sem studdu mig I þessu
prófkjöri, sem margir hverjir
lögðu á sig mikla vinnu I þvi
skyni. Ég endurtek að ég tel að
árangur minn sem nýliði á
stjórnmálasviðinu hljóti að telj-
ast mjög góður.
Þessi mynd af Eiriki Tómassyni, Kristjáni Benediktssyni og Geröi Steinþórsdóttur var tekin I fyrrinótt
meðan talning stóö sem hæst.
Alfreð
Þorsteinsson:
Utanflokks-
fólk réð
úrslitum