Tíminn - 04.02.1978, Síða 1

Tíminn - 04.02.1978, Síða 1
Kristján Benediktsson i borgarráði: Alvarlegar veilur í stjórnkerfi borgarinnar JB — A borgarráðsfundi i gær, þar sem mál borgarlögmanns var tekið til meðferðar, lét Kristján Benediktsson bóka það, að hann vildi láta utanað- komandi aðila rannsaka málið. Blaðið hafði samband við Kristján Benediktsson og sagði hann: ,,Ég lét gera bókun á þessum fundi þar sem ég taldi að mál hefðu þróaðzt þannig að eðlilegt sé að hlutlaus utanaðkomandi aðili rannsaki málið og taldi þvi eðlilegt að rannsóknarlögreglu- stjóri tæki að sér rannsóknina. Hins vegar hefur þetta leitt i ljós alvarlegar veilur I stjórn- kerfi borgarinnar sem nauðsyn- legt er að ráða bót á nú þegar. I þvi sambandi minnti ég á ó- tal tillögur minar og félaga minna um nauðsyn á úttekt og um að tillögur væru fengnar frá utanaðkomandi aðilum um bætt stjórnkerfi borgarinnar.” Þá lét Björgvin Guðmundsson bóka það eftir sér, að mál þetta sýndi slappleika i endurskoðun, og sagði hann að það að slikt sem þetta gæti viðgengizt svo lengi sem raun var, sýndi að kerfið væri mjög ótryggt, þar sem einum manni væri falið svo mikið vald á fjármunum borgarinnar. Danska herskipið Fylla liggur hér við festar við Ægisgarð í Reykjavík. Skipið kom við í svokallaða kurteisisheimsókn á leið til Danmerkur en það hef ur verið við gæzlu undan ströndum Grænlands undanfarinn tvo og hálfan mánuð. Það mun algengt að dönsk herskip komi við á (slandi á ferðum sínum til og frá Grænlandi. Fylla kom hingað árdegis í fyrradag og mun leggja úr höf n klukkan níu f.h. í dag. Tímamynd: Róbert Reykj avíkurskákmótið: DREGIÐ UM TÖFLURÖÐ / SSt — Þessar myndir voru tekn- ar á Hótel Loftleiðum I gær- kveldi, en þar voru saman- komnir keppendur á mótinu til að draga um töfluröð og sjást Guðmundur Sigurjónsson og Hort frá Tékkóslóvakiu draga sér númer úr hendi Guðmundar Arnlaugssonar, en fyrsta um- ferð á mótinu hefst i dag eins og kunnugt er ki. 14. Töfluröð er þessi: 1. Helgi Olafsson 2. William Lombardy 3. Bent Larsen 4. Hort 5. Leif Ogaard 6. Browne 7. Jón L. Arnason. 8. Miles 9. Poluga- evsky 10. Smejkal 11. Margeir 12. Kuzmin 13. Friðrik 14. Guö- mundur. Þessir tefla þá saman i fyrstu umferð: Lombardy og Friðrik, Larsen og Kuzmin, Hort og Margeir, Browne og Poluga- evsky, Jón L. og Miles, Helgi Ólafsson og Guðmundur, Sigur- jónsson. Einni skák hefur þegar verið frestaðy en það er skák þeirra Ogaards frá Noregi og Smejkals frá Tékkóslóvakiu, en hann er ei enn kominn til lands- ins og kemur ekki fyrr en i dag. Skák þeirra verður tefld á mið- vikudaginn, sem er fridagur hjá keppendum. Útlit er fyrir margar spennandi skákir i dag og ekki gott að segja um hver verður skák dagsins, en ekki er óliklegt að mikil barátta verði i skák þeirra Larsens og Kuzmin frá Sovétrikjunum, sem teflir nú i fyrsta sinn hér á landi. Hægt á gjaldeyrisafgreiðslu: Gerzt áður fyrir gengis- breytingar GV — Það er ekki hægt að neita þvi að það hefur verið gripið til þess áður fyrir gengisbreytingar að hægja á gjaldeyrisafgreiðslu, sagði Björgvin Guömundsson fulltrúi viðskiptaráðuneytisins i gjaldeyrisdeild bankanna i viðtali við Timann i gær. Björgvin sagöi þó, að ekki væri þetta eingöngu bundið við sérstakar ráðstafanir t.d. hefði núá annað ár verið hæg- gengi i gjaldeyrisafgreiðslu á inn- fluttum bilum og vegna hús- gagnakaupa erlendis frá. Meginhluti vöruinnflutnings er á frilista og er gjaldeyrir vegna vörukaupa afgreiddur sam- dægurs i gjaldeyrisdeildum bank- anna sagði Björgvin. Nú er breytingin sú að leggja þarf allar gjaldeyrisumsóknir vegna inn- flutnings á öllum frilistavörum fyrir fund hjá gjaldeyrisdeild bankanna. Umsóknirnar eru sett- ar fyrir fundinn eins og um leyfis- bundna vöru væri að ræöa. Að sögn Björgvins stafar hæggengi gjaldeyrisafgreiöslunnar frá þvi á hádegi á fimmtudag af þvi að frllistavörurnarsæta nú sérstakri meðferð. Ýms mál hafa forgang um afgreiðslu s.s. hráefni til iðnaðar, lyf og aðrar nauðsynjar. Bilar hljómflutningstæki og heimilistæki eru ekki afgreidd þessa dagana. Þorsteinn Friöriksson deildar- stjóri i' gjaldeyrisdeild Útvegs- bankans sagði i viðtali við blaðiö aö það væri mesta furða hvað fólk tækiþessum ráðstöfunum rólega. Þó var mikil ös i bankanum I gær og sagði Þorsteinn að fólk reyndi að leysa út allan þann gjaldeyri sem það mögulega gæti. Einnig herjaumboðin eins og þau geta á að fá gjaldeyrisafgreiöslu. Hafrún dregin upp í f jöru vegna veöurs SJ — Vélbáturinn Hafrún, sem strandaði i Arnarfirði aðfaranótt fimmtudags náðist á flot 1 fyrri- nótt og var siðan dreginn að bryggju á Bildudal. Mikill sjór var i skipinu og var unnið að þvi aö dæla úr því. Talsvert miklar botnskemmdir urðu á skipinu og einnig þarfnast vél þess og raf- kerfi viðgerðar. Siðdegis I gær var orðið mjög hvasst og þótti ekki óhætt að hafa skipiö við bryggju og var það dregiö upp i fjöru. Fiskvinnslan h.f. er eigandi Hafrúnar 1S 400. Mennirnir tveir sem slösuðust voru Óli Valur Sigurðsson stýri- maður sem var fluttur til Reykja- vikur,marðist hann illa á fæti en brotnaði ekki og Heiðar Baldurs- son stýrimaður á Hafrúnu sem maröist á baki er hann f pr frá Bildu dal. I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.