Tíminn - 04.02.1978, Page 3
Laugardagur 4. febrúar 1978
3
Verður Egilsstaðakauptún gert að kaupstað?
Óeðlilegt og rýfur
tengsl við sveitirnar
— segir Magnús Einarsson hrepps-
nefndarmaður
Nauðsyn að setja hér upp umboðsskrifstofu
sýslumanna
Mó — Ég tel það mjög óeðlilegt
að gera Egilsstaði að kaupstað
sagði Magnús Einarsson hrepps-
nefndarmaður á Egilsstöðum i
samtali við Timann, en eins og
sagt var frá i blaðinu i gær verður
um þaðalmenn atkvæðagreiðsla i
hreppnum hvort leita eigi eftir
— Nú fer meginhlutinn af þeim
fjármunum sem við greiðum i
sýslusjöð tíl að byggja upp og
reka ýmisskonar aðstöðu, sem
sýslan á hér á Egilsstöðum. Þar
má nefna dvalarheimili fyrir
vangefnasem nú er ibyggingu og
einnig er hér héraðsskjalasafn
kaupstaðarréttindum fyrir Egils- sem er eign sýslusjóðs.
staði. Fjárhagslega skiptir það
ekki máli fyrir sveitarfélagið
hvort það er hreppur eða
kaupstaður sagði Magnús en
ýmis samvinna við sveitirnar i
kring yrði erfiðari ef þorpið fengi
kaupstaðaréttindi.
Talsmenn kaupstaðaréttinda
hafa það helztá oddinum, að með
þvi' að gera Egilsstaði að
kaupstað fengist hingað meiri
opinber þjónusta en nú er eins og
t.d. sérstakur bæjarfógeti. Dæmi
eru þó um.að slik þjónusta sé veitt
með umboðsskrifstofum i
kaupstöðum.
Ég tel þvi eðlilegast að við höfn-
um þvi að gera Egilsstaði að
kaupstað en leggjum hins vegar
áherzlu á að hér verði sett upp
umboðsskrifstof a frá sýslu-
mannsembættinu i Suður- og
Norður-Múlasýslum. Þannig
gætum við fengið aukna þjónustu
og slikt yrði til mikilla hagsbóta
fyrir þá ibúa Norður-Múlasýslu
sem nú þurfa að fara gegnum
Egilsstaði niður á Seyðisfjörð til
þess að hitta sýslumann sagði
Magnús Einarsson.
Langferða-
bifreið fór út
af í Hvalfirði
— Sjö manns voru fluttir í
sjúkrahúsið á Akranesi
ESE — Um kl. 13.30 i gærdag fór
langferðabifreið út af veginum
við Hrafnabjörg i Hvalfirði, ekki
langt frá Ferstiklu. Mikil hálka
var á veginum og mun ökumaður
bif reiðarinnar hafa misst stjórn á
henni, með þeim afleiðingum að
hún steyptist fram af allháum
vegkantinum.
Nokkur slys urðu á mönnum og
þurftiað flvtja 7 manns á sjúkra-
húsið á Akranesi, en eftir að gert
haföi verið að sárum þeirra,
fengu allir nema einn að fara
heim til sin, en hann mun þurfa að
dveljast nokkra daga á skjúkra-
húsinu.
Tilboð í Hraun
eyjarfossvirkjun
opnuð í gær
— alls bárust 17 tilboð
Kílóið af 1. fl. þorski
hækkað um 12 krónur
GV — Stjórn Verðjöfnunarsjóðs
gekk nýlega frá ákvörðun um nýtt
og hærra viðmiðunarverð freð-
fisks. Þvi hefur Verðlagsráð
sjávarútvegsins nú tilkynnt um
nýtt fiskverð.
Lágmarksverð á kiló af 1. flokks
þorski er 110 krónur, en var áður
98 krónur. Verð fyrir kiló af
meðalstórum þorski í 1. flokki er
89 krónur en var áður kr. 78.
Stór ýsa i 1. flokki var áður seld
á 86 krónur kilóið en er nú á 100
krónur. Verð fyrir kilóið á smá-
ýsu i 1. flokki er nú kr. 48, en var
42 krónur.
Stór ufsi i 1. flokki hefur
hækkað um 16 krónur. Verð fyrir
kilóið i fyrsta flokki er nú 72 kr. en
var 56 kr. per kiló. Fyrir ufsa af
millistærð eru nú greiddar 48
krónur en áður 42 krónur. Kilóið
af hrognum kostar nú 190 krónur.
Hæsta verð sem nú er greitt
fyrirhvertkgaf fiski er fyrir 1. fl.
lúðu 10 kg eða þyngri slægða og
með haus kr. 344.
Um kassafisk segir i til-
kynningu Verðlagsráðs að „þegar
slægður fiskur eða óslægður karfi
er isaður i kassa i veiðiskipi og
fullnægir gæðum i 1. flokki
greiðist 12% hærra verð en að
framan greinir enda sé ekki
meira en 60 kg af fiski isað i 90
litra kassa 45 kg i 70 litra kassa og
tilsvarandi fyrir aðrar stærðir af
kössum.”
t gær voru opnuð tilboð hjá
Landsvirkjun i vélar og rafbúnað
Hrauneyjafossvirkjunar. Alls
bárust 17 tilboð og virðast fimm
lægstu tilboðin vera þessi miðað
við niðurstöðutölur tilboðanna og
skráð gengi islenzku krónunnar
hinn 3. febrúar 1978:
Millj. kr.
1. ASEASviþjóð 2.875
2. AEG-TELEFUNKEN-VEVEY
V-Þýzkal. 3.128
3. AEG-TELEFUNKEN, V-
Þýzkal. 3.129
4. TOSHIBA, Japan 3.226
5. SOBERl-ACEC-VEVEY,
Belgia 3.228
Samtimis voru opnuð tilboð i
lokur, þrýstivatnspipur og
stöðvarhúskrana virkjunarinnar.
Alls bárust 11 tilboð og virðast
þrjú lægstu tilboðin vera þessi á
sömu forsendum og að framan
getur:
Millj. kr.
1. MAGRINI GALILEO,
Italia 1.273
2. VÖEST ALPINE, Austur-
riki 1.314
3. TAMPELLA,Finnland 1.335
Kefla-
víkur, vill annast
um þjóðhátíð
— æfingar hafnar á „Herbergi 213”
eftir Jökul Jakobsson
ESE — Leikfélag Keflavikur
hefur sentbæjarstjórn Keflavikur
bréf, þar sem kemur fram að fé-
lagið lýsir sig fúst til þess að sjá
um þjóðhátiðarhald i Keflavik á
næstu þjóðhátið 17. júni að fullu
og öllu leyti og vera i þvi sam-
bandi ábyrgöaraðili fyrir allri
dagskrá.
Vegna þessa máls var haft
samband við Hilmar Jónsson for-
mann leikfélagsins, og var hann
fyrst spurður að þvi.hvers vegna
leikfélagið vildi ráðast I slikt
fyrirtæki.
Hilmar svaraði þvi tíl að á fjöl-
Hilmar Jónsson, formaður
Leikfélags Keflavíkur.
mennum fundi innan leikfélags-
ins hefðu komið upp þær hug-
myndir að sjá um þjóðhátiðar-
haldið og væri ástæðan fyrst og
fremst sú, að félagsmönnum
hefði fundizt að þjóðhátiðin und-
anfarin ár heföi veriö á það „lágu
plani”, að bráö þörf væri á að
bæta þar úr.
Hilmar sagði að leikfélagið
væriá móti þeirri stefnu, að hafa ■
utan að komandi skemmtíkrafta
á þjóðhátiöinni, en viidi þess i
stað reynda að tjalda þvi sem til
væri af „innlendum” skemmti-
kröftum. Hiimar kvaðst ekki i
vafa um að Keflavíkingar gætu
leyst þessi mál sjálfir og nefndi
sem dæmi að hjá leikfélaginu
væru það margir virkir félagar,
að ekki væru næg verkefni fyrir
þá alla innan félagsins og þvi
kjörið að nýta krafta þeirra i
þágu þjóðhátiðar.
Arið 1974 var haldin hér Kefla-
vikurhátíð og önnuðust bæjarbú-
ar dagskrá að öllu leyti sjálfir og
tókst sú hátið mjög vel.
Því er það von okkar að við fá-
um tækifæri til þess að spreyta
okkur á þessu verkefni og með þvi
að reyna að færa hátiðina á hærra
og menningarlegra stig, sagði
Hilmar Jónsson að lokum. Nú á
næstunni verður tekið til við æf-
ingar á næsta verkefni Leikfé-
lagsins, en það er „Herbergi 213”
eftir Jökul Jakobsson. Hlutverk
eru sex talsins en leikstjóri
verður Þórunn Sigurðardóttir.
Borgarráð vísai máli
borgarlögmanns til rann-
sóknarlögreglustj óra
Skil vantar á rúmum þrem milljónum i borgarsjóð
JB — 1 gær barst Timanum
greinargerð frá skrifstofu
borgarstjóra varðandi rannsókn
endurskoðunardeildar á skilum
Páls Llndals fyrrverandi borg-
arlögmanns á innheimtum bif-
reiðastæðagjöldum og sam-
þykkt borgarráðs um meðferð
málsins. Jafnframt fylgdi
skýrslla stjórnar endurskoðun-
ardeildar borgarinnar svo og
bréf borgarendurskoöanda með
áritun kjörinna endurskoðenda.
Borgarráð hefur nú ákveðið að
visa málinu til frekari meðferð-
ar rannsóknarlögreglustjóra
rikisins.
I greinargerðinni er staðfest-
ur grunur, sem upp kom i byr j-
un desember á fyrra ári um að i
ákveðnum tilvikum hafi ekki
verið gerð skil til borgarsjóðs á
ínnheimtum bifreiðastæða-
gjöldum, sem Páll Lindal þáv.
borgarlögmaður hafði veitt
móttöku i marz og október 1977.
En frekari athugun á þessumáli
leiddi til þess aö Páll Lindal
sagði starfi sinu lausu þ. 12.
desember sl. eins og kunnugt er.
í greinargerðinni segir m.a.:
„Rannsókn endurskoðunar-
deildar, sem nær allt til ársins
1965, hefur leitt i ljós aö á árun-
um 1971-1977 hefur PáU Lindal
veitt móttöku bifreiöastæða-
gjöldum að fjárhæð samtals kr. •
5.069.729 sem ekki verðurséð að
skilað hafi verið i borgarsjóð.
Inn á þessa fjárhæð greiddi Páll
Lindal 9., 14. og 15. des. sl. sam-
tals kr. 1.973.704. Skýrslu endur-
skoðunardeildar fékk Páll Lfn-
dal 31. janúar, en hefur siðan
ekki sinnt tiimælum endurskóð-
unardeildar um að koma og
gera grein fyrir málinu af sinni
hálfu.”
1 skýrslu stjórnar endurskoð-
unardeildar, sem undirrituð er
af Bjarna Bjarnasyni Hrafni
Magnússyni og Berg Tómas-
syni, eru sundurliðaðar greiðsl-
ur, sem ekki hefur verið skilað til
borgarsjóðs, og samkvæmt
þeim gögnum kemur fram að
þann 30. janúar sl. vantar skil i
borgarsjóð að upphæð kr.
3.096.025, en þá hafði Páll Lindal
greitt tæpar tvær milljónir upp I
þær. 5.069.729, kr. sem i borgar-
sjóð vantaði þ. 8. desember 1977.
Eins og fyrr segir hefur
borgarráð ákveðiö að visa mál-
inu til frekari meöferðar rann-
sóknarlögreglustjóra rikisins.
Páll Líndal kærir
uppbrot á hirzlum
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi bréf sem Páll Lindal fyrr-
verandi borgarlögmaður sendi
rannsóknarlögreglustjóra rikis-
ins i gær:
Til rannsóknarlögreglustjóra
rikisins.
Hér með fer ég þess á leit við
yður herra rannsóknarlögreglu-
stjóri að þér látið rannsaka
hvort Bergur Tómasson borgar-
endurskoðandi hafi gerzt sekur
um refsivert atferli með þvi að
brjóta upp læstar hirzlur i skrif-
stofu minni Austurstræti 16,
hinn 12des. s.l., þ.e. á þeim tima
sem ég gegndi starfi borgarlög-
manns.
Virðist mér að atferli Bergs
brjóti í bága við 228 gr. 1. mgr.
almennra hegningarlaga nr.
19/1940 sbr. 66. gr. stjórnar-
skrárinnar nr. 33/1944. Enginn
dómsúrskurður skv. 48. sbr. 51.
gr. laga um meðferð opinberra
mála hefur verið kveðinn upp,
svo að mér sé kunnugt þannig
að veitt geti honum eöa öðrum
heimild til að leita i hirzlum
minum hvað þá að brjóta þær
upp.
Eins og fram kemur i hjá-
lagðri greinargerð var ekki einu
sinni farið fram á það viö mig af
borgarendurskoðanda að ég af-
henti lykla að skrifborðinu sem
brotið var upp. Fæ ég þvi ekki
séð á hvaða heimild umrætt at-
ferli hefur byggzt.
Ég álit að svonefnd „stjórn
endurskoðunardeildar” sem ég
tel, að varla sé til að lögum sbr.
lög nr. 58/1961 og samþykkt um
stjórn borgarmálefna Reykja-
vfkur 10. ág. /1964 gr. 35 beri
ábyrgð á þessu, þar sem hún
hefur látið þetta óátalið svo og
borgarstjórinn i Reykjavik svo
og aðrir viðstaddir borgarfull-
trúar er samþykktu þetta hátta-
lag með þögn sinni á borgar-
stjórnarfundi 2. febrúar s.l.
Ljósrit af greinargerð minni
til borgarráðs frá 31. janúar
1978 fylgir hér með.
Virðingarfyllst,
Páll Líndal
i