Tíminn - 04.02.1978, Síða 5
Laugardagur 4. febrúar 1978
5
Camilla Söderberg blokkflautuleikari og Snorri örn Snorrason gftar-
og lútuleikari
Háskólatónleikar:
Camilla Söderberg og
Snorri Örn Snorrason
A Háskólatónleikum laugar-
daginn 4. febrúar leika saman
Camilla Söderberg blokkflautu-
leikari og Snorri örn Snorrason
gitar- og lútuleikari. A efnisskrá
eru renaissance dansar fyrir
blokkflautu og lútu eftir Bossin-
ensis, Jacob van Eyck, Caroso og
Dowland, fantasia fyrir blokk-
flautu eftir Telemann og sónasta
fyrir blokkflautu og gitar eftir
sama. Einnig verða flutt Noc-
urnal op. 70 eftir Benjamin Britt-
en og Musica da Camera eftir
Hans Murtin Linde.
Camilla Söderberg og Snorri
örn Snorrason stunda framhalds-
nám í Basel. Þau komu fram
nokkrum sinnum á tónleikum i
Skálholtskirkju i fyrrasumar og
vakti leikur þeirra mikla athygli.
Tónleikarnir verða haldnir i
Félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut og hefjast kl. 17.
Rauno Velling í
Norræna húsinu
Timanum hefur borizt svolát-
andifréttatilkynning frá Norræna
húsinu:
Finnski bókmenntafræöingurinn
Hauno Velling
Finnski bókmenntafræðingur-
inn Hauno Vellingíf. 1937) heldur
fyrirlestur á sunnudaginn kemur,
5. febrúar — Runebergsdaginn —.
Fyrirlesturinn nefnir hann „Fran
skogen till stan, — Ný finsk prosa
söker eftir sig sjálv.”
Þar mun hann leitast við að
skýra hvað það er i finnskum nú-
timabókmenntum, sem er sér-
finnskt og hvað alþjóðlegt. Þetta
samspil milli hins þjóðlega og
hins alþjóðlega I bókmenntum lit-
illa málsvæða er i raun svo við-
tækt viðfangsefni, að Rauno Vell-
ing, sem er deildarstjóri og ráðu-
nautur við Werner Söderströms
bókaforlag, eitt stærsta og virt-
asta bókaforlag Finnlands, er hér
að fást við atriði, sem verður
einnig að telja að eigi við um Is-
land. Fyrirlesturinn hefst klukk-
an 16:00 á sunnudag, 5. febrúar.”
Gunnar S. Hólm bólstrari á verkstæöi sfnu á Njálsgötu 5 en þar varö
milljónatjón af völdum elds fyrr I vikunni.
Tónleikar á Akranesi
G.B. Akranesi — Þriðjudaginn 7.
febrúar nk. kl. 20.30 verða pianó-
tónleikar i sal Fjölbrautaskólans
á Akranesi á vegum Tónlistar-
félagsins.
Brezkipianóleikarinn Philip
Jenkins leikur á tónleikunum
verkeftir m.a. Mozart, Chopin og
Fauré.
Philip Jenkins er islenzkum
tónlistarunnendum að góðu kunn-
ur en þetta er i fyrsta skipti sem
hann heldur tónleika á Akranesi.
Tónleikarnir eru aðrir tónleikar
Tónlistarfélags Akraness á þessu
starfsári.
Sinfóníuhljómsveitin:
Óperutónleikar 16
Nú er að hefjast siðara misseri
þessa starfsárs Sinfóniuhljóm-
sveitar Islands, og eru fyrstu tón-
leikarnir fimmtudaginn 9. febrú-
ar.
Efnisskráin er mjög fjölbreytt
og til hennar vandað. Tónleikun-
um þ. 9. fegrúar mun bandariskur
hljómsveitarstjóri, George
Trautwein, stjórna og einleikari
er Gunnar Kvaran cellóleikari.
Tónleikarnir hefjast á islensku
verki, Gamanforleik eftir Victor
Urbancic, þá er cellókonsert eftir
Shumann og að lokum tvö banda-
risk verk, Sonata eftir Stokes og
Sinfónia nr. 2 eftir Howard Han-
sen.
Aðrir stjórnendur á þessu miss-
eri verða Páll P. Pálsson, Adam
Fischer, Wilhelm Bruckner-
Ruggeberg, Karsten Andersen og
Marteinn Hunger Friðriksson.
Einleikarar verða þessir: Anna
Aslaug Ragnarsdóttir, Györy
Pauk, Hans Ricter-Haaser, Unn-
ur Sveinbjarnardóttir og á loka-
tónleikunum 18. mai rússneski pi-
anósnillingurinn Emil Giles.
A tónleikunum 27. april kemur
Söngsveitin Filharmónia fram
undir stjórn Marteins Hunger
Jón Nordal.
Friðrikssonar og á óperutónleik-
um þ. 16. mars Karlakór Reykja-
vikur.
Sérstök ástæða er til að geta
óperutónleikanna þ. 16. mars
undir stjórn Wilhelms Bruckner-
Ruggeberg, sem er einn af aðal-
hljómsveitarstjórum óperunnar i
Hamborg. A þessum tónleikum
koma fram tveir þýskir söngvar-
ar, sópransöngkonan Astrid
Schirmer og tenórsöngvarinn
Heribert Steinbach. Þessir
söngvarar eru meðal eftirsóttustu
söngvara i Þýskalandi i dag og
syngja sem gestir við öll stærstu
óperuhús i Evrópu. Það sem flutt
verður á þessum óperutónleikum
eru forleikir, ariur og dúettar úr
óperum Fidelio eftir Beethoven,
Meistarsöngvurunum. Tristan og
Isolde, Hollendingnum fljúgandi
og Valkyrjunum eftir Wagner.
Karlakór Reykjavikur mun
syngja tvo kóra úr óperunum
Fidelio og Hollendingnum fljúg-
andi.
Að lokum skal þess getið, að á
þessu misseri verða flutt verk eft-
ir fjögur islensk tónskáld auk
Victors Urbancics: Jón Norðdal,
Snorra Birgisson, Sigursvein D.
Snorri Birgisson.
Samkomuhús Votta Jehóva aö Sogavegi 71, Heykjavlk
Mót Votta Jehóva
um helgina
HH —Nú um helgina halda Vott-
ar Jehóva tveggja daga mót i
samkomuhúsi sinu að Sogavegi
71, Reykjavik. Slik mót eru haldin
tvisvar á ári auk fjögurra daga
móta, er haldin eru árlega.
Guðmundur H. Guðmundsson,
er fundarstjóri þessa móts og
aðalræðumaður þess. Kvað hann
tilgang mótsins vera, að sýna
fram á hagnýtt gildi bibliunnar i
hinu daglega lifi
Mót þessi eru liður i alþjóðlegri
fræðslustarfsemi Votta Jehóva
sem fram fer i 216 löndum. Verða
á þessu ári haldin alþjóðamót
viða um heim þar sem saman
koma Vottar Jehóva frá öllum
löndum heims. Eru slik mót hald-
in á nokkurra ára fresti.
Einn liður i þessari alþjóðlegu
starfsemi, er námskeið fyrir um-
sjónarmenn safnaðanna. Eru
þeim þá gefnar leiðbeiningar um
kennslu i söfnuðum og leiðir til að
veita meðlimum þeirra persónu-
lega aðstoð. Langstærsti þáttur-
inn i starfsemi safnaðanna er þó
trúboðsstarf og byggist það á
þátttöku allra safnaðarmeðlima.
1 janúar var haldið trúboðsnám-
skeið, en slik námskeið eru haidin
um svipað leyti i flestum löndum
heims.
A mótinu um helgina verður
einu kvöldi varið til að fjalla um
málefni ungs fólks og til að hjálpa
þvi að sjá hvernig biblian gæti
mótað lif þess og framtið. Gera
Vottar Jehóva sér grein fyrir
þeim margvislegu vandamálum
er ungt fólk þarf að horfast i augu
við, og reynir söfnuðurinn þvi að
yfirstiga þau, svo og að hjálpa
þvi að stefna markvisst að
heiðarlegu lifi og verða dugandi
þjóðfélagsþegnar. Segja tals-
menn Votta Jehóva þetta bera
góðan árangur.
Allir eru velkomnir á þetta mót,
en aðalræðan verður flutt sunnu-
daginn 5. febr. kl. 14.00. Nefnist
hún,,Gangið veginn til lifs”. Að-
gangur er ókeypis.
. marz
Kristinsson og Guðmund Haf-
steinsson, og er það frumflutn-
ingur á verkum hinna þriggja sið-
astnefndu.
Sala áskriftarskirteina að sið-
ara misseri hljómsveitarinnar er
hafin á skrifstofunni að Lauga-
vegi 120.
Dr. Victor Urbancic.
Sigursveinn D. Kristinsson.
Útför Jóns frá
Loftsstöðum
Jón Jónsson
Jón Jónsson fyrrverandi bóndi
á Vestri-Loftsstöðum i Flóa sem
andaðist nýlega i verður jarð-
settur að Gaulverjabæjarkirkju i
dag, en húskveðja hefst heima á
Loftsstööum klukkan 1,15.
Jón fæddist á Loftsstöðum og
ólst þar upp og bjó þar langa tið.
Fyrir allmörgum árum settist
hann að á Selfossi og fylgdist það-
an með búskap niðja sinna á
Loftsstöðum.
Jón var orðinn nær hálf-niræð-
ur, er hann lézt. Hann var manna
viðræðuglaðastur og mikill fróð-
leiksmaður.
Nýr
yfirþýðandi
sjónvarps
Pálmi H. Jóhannesson hefur
nýlega verið ráðinn yfirþýðandi
hjá islenzka sjónvarpinu. Pálmi
er 26 ára, stúdent frá Akureyri
1969. Hann tók B.A.-próf frá Há-
skóla Islands 1973 og lauk há-
skólaprófi frá háskólanum i
Tours i Frakklandi 1976, en hann
hafði á háskólaárunum lagt stund
á frönsku, sagnfræði, ensku og
latnesku.