Tíminn - 10.02.1978, Side 5

Tíminn - 10.02.1978, Side 5
Föstudagur 10. febrúar 1978 5 Myndin er frá afhendingu verölaunaskjalanna. Frá vinstri: Emil Guö- mundsson aðstoðarhótelstjóri, David C. Dorf framkvæmdastjóri hjá „Hotel Sales Management Association” og GIsli B. Björnsson frá Aug- iýsingastofunni hf. Lágmúla. Auglýsingar Hótel Loftleiða vinna til verðlauna Hótel Loftleiðir vann nýlega til tveggja verðlauna i auglýsinga- keppni á vegum H .S.M ,A., alþjóð- legra samtaka i hótelrekstri, Hotel Sales Management A^sociation. Hótelið vann 2. verð- laun i flokki herbergjaauglýsinga og 2. verðlaun I flokki auglýsinga fyrir fundi og ráðstefnur. Fleiri hundruð aðilar, hótel og hótel- hringir viðsvegar úr heiminum sendu auglýsingar sinar i keppni þessa, en úrslitin voru birt fyrir skömmu. Hótel Loftleiðir sendi i keppn- ina 4 auglýsingar af þeim sem gerðar voru á siðasta ári, til kynningar Islandsferðum og dvöl á hótelinu. Hafaauglýsingar þess- ar birzt i blöðum og timaritum, hérlendis sem erlendis, og veriö liður i skipulögðu auglýsinga- starfi hótelsins. Auglýsingarnar voru gerðar i Auglýsingastofunni hf. Lágmúla, sem hefur undanfarin ár séð um gerð auglýsinga og skipulagningu auglýsingastarfsemi fyrir hótel- ið. Keppni eins og sú sem Hótel Loftleiðir tók nú þátt i hefur verið haldin árlega frá þvi 1955. Stefnt að skerðingxi á réttindum iðnaðarmanna með iðnlagafrumvarpinu JB — Blaðinu hefur borizt álykt- anir, sem gerðar voru á sam- bandsstjórnarfundi Rafiðnaðar- sambands tslands fjórða febrúar sl. Fjalla samþykktirnar um lif- eyrissjóðsmál og iðnlöggjöf. I fyrrgreindri ályktun segir: — Sambandsstjórnarfundur R.S.I.: mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Alþingis að skylda lif- eyrissjóði stéttarfélaganna með lögum til þess að kaupa verð- tryggð skuldabréf fjárfestingar- lánasjóðs fyrir 40% af ráðstöf- unarfé sjóðanna. Telur sam- bandsstjórnin slika ihlutun stjórnvalda um málefni lifeyris- sjóðanna, sem stofnaðir eru með frjálsu samkomulagi aðila vinnu- markaðarins með öllu óviðunandi og jafnast á við hreina upptöku á fjármunum sjóðanna. — Bendir fundurinn á, að Li'feyrissjóð félagsins verði ókleyft að standa við eðlilegar skuldbindingar vegna slikrar lagaþvingunar og hvetur til þess að gripiö verði til aðgerða til að rétta hlut lifeyrissjóðanna gagn- vart þessari freklegu ihlutun ríkisvaldsins i fjármálum, — eins og það er orðað. Vegna framkomins frumvarps tiliðnaðarlaga ályktaði fundurinn eftirfarandi: — Rafiðnaðarsam- band Islands hefur frá stofnun sambandsins barizt fyrir aukinni verkmenntun, svo og þvi að gildi verklegra starfa sé metið að verðleikum. Sambandsstjórnin telur það ekki i samræmi við þessa meginstefnu aðdregið sé úr gildismati verklegra starfa með skerðingu á réttindum iðnaðar- manna svo sem stefnt er að með frumvarpi þessu. Sérstaklega bendir sambandsstjórnin á, að þegar fjallað er um iðnréttindi og iðnaðarstörf verður að taka tillit til mikilvægis löggiltra iðngreina hverrar um sig, þar sem mjög mismunandi kröfur eru i raun gerðar til hinna ýmsu greina bæði hvað þekkingu snertir og ábyrgð. Þá er varað við þvi, að gerðar verði breytingar á núverandi lög- um sem stefnt geti gildi verk- menntunar og framtið iðnaðar i voða, og að siðustu lýstyfir and- stöðuvið8. gr. frumvarpsins svo og það ákvæði um að fella niður heimild gildandi laga til að áskilja próf frá Meistaraskóla sem skilyrði fyrir meistararétt- indum. Bændur - Verktakar Höfum stóraukið varahlutalager okkar, og höfum fyrirliggjandi flestalla varahluti i Perkingsmotora og Massey Ferguson dráttarvélar og traktor gröfur. Vélar og þjónusta h.f. Smiðshöfða 21, simi 8-32-66. IJTSALA TORGSINS í Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1 NÆST SlÐASTI DAGUR Vlikið úrvai fra öHum dei/dum TORGSINS Opið til hádegis á morgun simi: 27211 Austurstræti 10 1 p ■ M m

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.