Tíminn - 10.02.1978, Qupperneq 11

Tíminn - 10.02.1978, Qupperneq 11
 Föstudagur 10. febrúar 1978 11 Augnlækningatæki í heilsugæzlustöð Kópavogs — frá Kiwanisklúbbnum Eldey A myndinni sést, er forseti Eldeyjar þetta starfsár, Arnór Pálsson af- hendir bæjarstjóra Kópavogs Björgvin Sæmundssyni gjafabréf yfir augnlækningatækin, sem brátt veröa tekin i notkun i nýju húsnæöi heilsugæzlustöövar Kópavogs aö Fannborg 7. FI — A almennum fundi í Kiwan- isklúbbnum Eldey i Kópavogi á miövikudagskvöldiö 18. febrúar fór fram afhending auglýsinga- tækja til augnlækningadeildar heilsugæzlustöövar Kópavogs. Tæki þessi munu gera augnlækn ingadeild heilsugæzlustöövarinn- ar möguiegt aö veita alla augn- lækningaþjónustu til Kópavogs- búa, aöra en þá,sem krefst upp- skuröa á augum. Tækin munu gera heilsugæzlustöö Kópavogs aö einni af bezt búnu stöö sinnar tegundar á landinu og er þetta mikilvægt, þar sem mjög erfitt er aö komast aö hjá augnlæknum og biötimi er mjög langur. Tækin, sem hér um ræöir eru sjóngler og öll tæki til gler- augnamælinga. Tæki til gláku greiningar og til aö fylgjast meö gláku og meöhöndlunar gláku- sjúklinga. Svokallaður rauf- lampi, sem er tæki til eins konar smásjárskoðunar á augum. Tæki til aðgeröa á augnlokum og til að fjarlægja aðskotahluti úr augum. Tæki til aðgerða á tára- göngum augna og skoðana á tára- göngum. Tæki til athugunar á litaskyni eða athugun varðandi litblindu. Fyrir þrem árum valdi Kiwan- isklúbburinn Eldey kaup á augn- lækningatækjum sem sérstakt styrktarverkefni fyrir klúbbinn. Til öflunar fjárins safna Kiwanis- menn i Eldey fé meðal Kópavogs- búa og annarra með sölu kerta fyrir hver jól. Þannig eiga Kópa- vogsbúar mikinn heiður af fram- gangi þessa máls. Verðmæti augnlækningatækjanna er sam- tals um fjórar milljónir króna. „Fréttir um heildarbílainn- flutning til landsins villandi” — segir Bílgreinasambandið JB — Bilgreinasambandið hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem það vill koma á framfæri nokkrum atriðum varðandi bila- innflutning til landsins á siðasta ári. í fréttatilkynningunni segir: — Heildarbifreiðainnflutningur er 7776bifreiðar árið 1977 sem er rétt yfir meðaltal áranna 1971-1977, sem er 7041 bifreið. Inn- flutningurinn á enn langt i land meðaðnáþeim fjölda sem fluttur var inn árið 1974 sem var metár. Bifreiðainnflutningur var i lág- marki árið 1975 eða tæpar 3500 bifreiðar. Siðan þá hefur verið eðlileg stigandi i bifreiðainnflutn- ingi. Bilgreinasambandið telur eðlilegt miðað við það að i landinu eru tæplega 80 þús. bifreiðar að meðalinnflutningur sé 8-10 þús. bilar á ári. Þá er þvi mótmælt i fréttatilkynningunni sem komið hefur fram að aukning á innflutn- ingi vörubifreiða hafi verið mikil, og bent á með vörubifreiðum séu taldir ,,pick-up bilar”, sem ekki séhægt að telja til vörubifreiða — Iiinflutningur vörubila 1977 er að- eins 122 bílar en meðaltal áranna 1971-1977 var 188 bilar sem er allt- of litið, þar sem 60% vörubíla nú eru eldri en 10 ára, en árið 1969 varekki nema 44% vörubila eldri en 10 ára. 1 dag er meðalaldur vörubila tæp 13 ár — segir i fréttatilkynningunni. Þá segir að ástæðan fyrir þessu sé sú, að vörubill i dag er dýrt tæki og stór hluti bilverðs renni beint i rikiskassann auk þess sem verðbólga undanfarinna ára hafi einnig gert mönnum nær ókleift að fjárfesta i slikum tækjum þar sem lánafyrirgreiðsla og aðstoð við þá, sem kaupa og reka þá, hefur nánast ekki verið til. Að sið- ustu segir: „Þess má geta að tollur af vörubifreiðum er 30% auk þess 25% innflutningsgjald auk sölu- skatts og rennur til rikisins yfir 40% af útsöluverði. Af fólksbif- reiðum er tollur90% og innflutn- ingsgjald 50% og fara tæp 60% af útsöluverði þeirra beint til rikis- ins sbr. meðfylgjandi teikningu. atlantic SS5TRK B3ÖRNSSON Orðsending til viðskiptavina Vegna flutninga á fyrirtæki voru i nýtt húsnæði að Bíldshöfða 16 verður varahlutaverzlun, bilasala og skrifstofur lokaðar dagana 13.-16. febrúar. Opnum aftur 17. febrúar að Bildshöfða 16. BJÖRNSSONACo. Tek að mér að leysa út vörur fyrir innflytjendur, með l-2ja mánaða greiðslufresti. Þeir sem hafa áhuga, leggi tilboð inn á afgreiðslu blaðsins, merkt, Fyrirgreiðsla. FLUTNÍNGUR RÍKIÐ uíkíumr. V6RKSMIOJAN 28.5°! INNFtYTJANOi Ala^nins og i HEILDARVERO Tll KAUPANDA 100« Mynd þessi sýnir hvernig andvirði bilsins skiptist. Þar kemur fram að rikið hirðir meginhlutann eða 58.9%. 28.5% innkaupsverö bllsins er- iendis,6.1% er flutningsgjaid og innflytjendi fær 6.5% hrelntt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.