Tíminn - 10.02.1978, Síða 14

Tíminn - 10.02.1978, Síða 14
14 Föstudagur 10. febrúar 1978 STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. Hversvegna að burðast með allt í fanginu fötusbrúbb, þvottaefni og flr. Hvað með tveggja fötu skruggukerru. sem eyðir engu, kemst yfir 20 km/klst. og er ótrúlega lipur í umferðinni? Dregið var i happdrætti Samvinnuskólans 1. febrúar s.l. Eftirtalin númer hlutu vinninga: Nr. 1, sólarlandaferð eftir eigin vali með Samvinnuferð- um, verðmæti kr. 80 þús. nr. 4104. Nr. 2, sólarlandaferð eftir eigin vali með Samvinnuferðum, verðmæti kr. 80 þús. ni'. 7951. Nr. 3 Toyota saumavél, verðmæti kr. 70 þús. nr. 3741. Nr. 4, 8 mm syningarvél verðmæti kr. 55 þús. nr. 7671. Nr. 5, fataúttekt hjá Karnabæ, verðmæti kr. 40 þús. nr. 5387.Frá 6-10 vasareiknivélar, nr. 3904, 4188, 7733, 4173, 3511. Upplýsingar veitir Guðmundur Guð- mundsson, Bifröst, Borgarfirði. Ferðasjóður S.V.S. Skákþing Kópavogs hefst sunnudaginn 12. febrúar kl. 14. Skráning þátttakenda kl. 13-13,30. Frekari upplýsingar i simum 4-19-07 og 4-17-51. — Stjórnin. Guði Guðmundur Einarsson frá Brautartungu, Heiðarbraut 14, Akranesi lézt á sjúkrahúsi Akraness 7. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 14. febrúar kl. 13.30. F.h. barna, tengdabarna og barnabarna. Marta Jónsdóttir. Eiginmaður minn Friðbjörn Snorrason Bröttuhliö 7, Hveragerði andaðist á Landakotsspitala 8. febrúar s.l. Ingibjörg Guömundsdóttir. Jón Kristjánsson frá Kjörseyri: F ullyrðingar formanns Dýralæknafélags íslands og Sauðfjárveikivarnir Athugasemd við sjónvarpsviðtal Miðvikudagskvöldið hinn 25. janúars.l. átti Ómar Ragnarsson fréttamaður viðtal i fréítatima sjónvarpsins við formann Dýra- læknafélags tslands, Jón Pjetursson, dýralækni á Egilsstöð- um. Viðtalið snerist að mestu um sauðfjárveikivarnir, en einnig var drepið á fleira. í viðtali þessu kom fram, svo mikil vanþekking á málefnum, er snerta Sauöfjárveikivarnir og beinlinis rangt meö farið i sumum atriðum, að furðu gegnir að for- maður D.l. skuli láta slikt frá sér fara i fjölmiðlum. Sauðfjárveiki- varnir og allar framkvæmdir, sem þeim viðkemur snerta svo mjög bændastétt landsins, að hún hlýtur að vera vel á verði, þegar að þeim er vegið og beinlinis lagt til að þær séu lagðar niður. Sauðf járveikivarnir voru á sin- um tima stofnaðar til þess fyrst og fremst, að vinna gegn út- breiðslu næmra búfjársjúkdóma og gera þá útlæga úr landinu, og ég held að flestir geti orðið sam- mála um það, að mikið hefur á- unnizt i þvi efni, þótt sumt hafi mistekizt. Þvi miður eruenn fyrir hendi — og nokkuð útbreiddir — margir smitandi búfjársjúkdómar, og á ég þá fyrst og fremst við þá sjúk- dóma, sem engin lyf eru til við. Það þarf þvi engan að undra, þótt maður hrökkvi við að heyra það frá formanni D.í. að hann telji réttast að leggja þessa starfsemi niður. Jón Pjetursson hlýtur að vita það, að hversu mjög sem honum finnst mál Sauöfjárveikivarna snerta dýralækna landsins, þá snerta þau bændastéttina miklu meira, og hún hlýtur aö láta sig það miklu skipta, hvernig þau mál ráðast i' framtiðinni. Ég ætla ekki að hafa þennan formála lengri, en sný mérbeint að viðtal- inu. Spurningp frá Ómari varðandi sauðfjárveikivarnir svarar Jón á þá leið, að mál þau er þær varöa hafi mikið verið rædd á fundi er D.l. hélt i des. s.l. og einnig á ný- afstöðnum stjórnarfundi D.I. Næsta spurning var þessefnis, að leita álits J.P. á þvi, hvernig staðið skyldi að sauðfjárveiki- vörnum. Svar Jóns var á þá leið, að hann túlki fyrst og f remst sina skoðun, en getur þess þó, að hann búist við þvi, að hinir dýralækn- arnirséusér sammála. Þá bendir hann á sem dæmi um rangar framkvæmdir Sauðfjárveiki- varna að taka eigi blóösýni úr 30 þúsund f jár á Snæfellsnesi, vegna þess aðgarnaveiki kom upp á ein- um bæ vestan varnarlinunnar þar á s.l. hausti. Þessi ráðstöfun sé tóm della, þar hefði aðeins átt að bólusetja allt fé, sem ekki var þegar bólusett. Jón getur þess um leið, að búið sé að bólusetja stór- an hluta af fé þarna á siðustu ár- um. Athugum nú þessa staðhæfingu formanns D.I. nokkru nánar. A Snæfellsnesi vestan varnar- girðingar munu vera um 27 þús- undfjároger þegar búið að bólu- setja töluverðan hluta þess. Dýralæknirinn hlýtur þó aö vita, aðtilgangslausterað takablóð úr bólusettum kindum i leit að garnaveikismiti, þvi að þær svara allar jákvætt. Mér er hrein ráð- gata hvernigalltþetta sauðfé hef- ur komizt inn i kollinn á Jóni. Það erraunaróþarfiað takaþaðfram, að það hefur aldrei staðið til að taka blóðsýni þarna svo að nokkru næmi og enginn hjá Sauð- fjárveikivörnum hefur heyrt það nefnt fyrr en hjá J.P. i umraedd- um fréttatima. Ég ætla að fengn- um þsssum upplýsingum, að öll- um ætti að vera ljóst hvorum megin „dellan” liggur. Ég ætla i leiðinni aðskjóta þeirri spurningu til J.P. hvað hann teldi að það tæki Sauðf járveikivarnir mörg ár að vinna úr 30 þúsund blóðsýnum miðað við þann mannskap og starfsaðstöðu, sem þar er nú. Þá talar J.P. um að miklu frek- ar ætti að taka upp skipulegar varnir þar sem garnaveiki sé ekki, eins og á Vestfjörðum og i öræfum Formaður D.I. virðist vera harla fáfróður um mál Sauðfjárveikivarna. Hann veit ekki, að Vestfirðirog mörg önnur varnarhólf hafa verið varin með varnargirðingum og ýmsum öðr- um ráðstöfunum iáratugi. Hitter svo annað mál, að illa hefur gengið að hefta útbreiðslu garna- veikinnar og hefur hennar orðið vart i nokkrum varnarhólfum nú á siðustu árum, sem áður voru laus við hana, þar á meðal í Vest- fjarðahólfi. Þar kom hún upp á Þúfum i Reykjafjarðarhreppi, N-ls. haustið 1976, og er nú, þegar þetta er ritað, búið að staöfesta garnaveiki á þremur öðrum bæj- um i hreppnum. Þetta hefur alveg farið fram hjá formanni D.I., þótt mikið væri á sfnum tfma um þetta talaö i blöðum og öðrum fjölmiðlum. Auk þess senda Sauðfjárveiki- varnir dýralæknum og mörgum öörum árlega skýrslu um út- breiðslu garnaveiki á öllu land- inu.Þaðlitur útfyrir að formaður D.l. hirði ekki um að lesa slikt plagg. Siðar i viötalinu kemur fram að formaður D.I. vill leggja Sauð- fjárveikivarnir niður og færa þessa starfsemi undir stjórn yfir- dýralæknis og hefur gengið með þá hugmynd f maganum i mörg ár. Hann telur, að við þá breyt- ingu mundu sparast peningar. Þar sem J.P. er búinn að ganga lengi meðþessa hugmynd, verður að ætla að hann sé búinn að gera sér grein fyrir hvar helzt mætti koma við sparnaði. I nefndu við- tali sleppirhannþvialveg aðfæra nokkur rök fyrir þessum tillögum sinum, og er það i meira lagi undarlegt. Rétt er að taka þessa tillögu til nánari skoðunar.Þarerlagt til að sú breyting verði gerð að fela yfirdýralækni framkvæmda- stjórastarf hjá Sauðfjárveiki- vörnum. Það starf er svo yfir- gripsmikið og erilsamt, að óhugs- andi er, að yfirdýralæknir geti sinnt þvi sem aukastarfi. En setj- um svo að hann féUist á það. Er það meining J.P. að hann eigi að annast það án launa? Þaðkemur óbeint fram i viðtal- inu, að J.P. geri ráð fyrir, að sú starfsemi er Sauðfjárveikivarnir annast sé haldið áfram, að minnsta kosti að verulegu leyti og virðist þvi ætlunin, að starfslið Sauðfjárveikivarna haldi áfram störfum, nema að J.P. ætlist til þess að yfirdýralæknir annist þetta einn. Ég kem þvi ekki auga á að fé sparist við þessa breyt- ingu. Þá er komið að varnargirðing- unum, kannski er það þar, sem J.P. vill spara. Um einstakar varnarlinur má alltaf deila, en að leggja þær niður að meira eða minna leyti væri að minum dómi mjög hættuleg stefna. Eins og er geisa hér nokkrir smitandi bú- fjársjúkdómar auk garnaveiki, sem stórir hlutar af landinu eru lausir við. Þar er ekki eingöngu um Vestfirði og öræfi að ræða eins og J.P. virðist halda. Auka þarf þvi fremur en slaka á vörnum gegn útbreiðslu þeirra og það verður tæpast gert nema með þvi að veita meira fé til endurnýj- unar varnargirðinga en verið hefur. Varnargirðingarnar munu sums staðar vera mjög lélegar. Eg nenni ekki að eltast við fleira úr þessu dæmalausa við- tali. Ég hef hér aö framan drepið á það helzta viðkomandi Sauðfjár- veikivörnum, sem J.P. gerði að umtalsefni og sýnt fram á að ekk- ert af þvi sem hann sagði um Sauðfjárveikivarnir stenzt, og sama held ég að gildi um viðtalið allt. Um árás J.P. á Sigurð Sigurðarson, dýralækni, sem gegnt hefúr framkvæmdastjóra- starfi hjá Sauöfjárveikivörnum siðan Sæmundur Friðriksson lét af þvi starfi vil ég litið segja. Mér finnst hún ósvifin og ómakleg. Það ætti að vera öllum búfjáreig- endum ljóst, að Sigurður hefiir i sinu starfi beitt sér mjög fyrir auknum vörnum gegn útbreiðslu búfjársjúkdóma og hefur verið ótrauður við að túlka þau mál bæði i ræðu og riti. Hins vegar minnist ég þessekki að hafa heyrt nokkuð um þessi mál frá hinu merka Dýralæknafélagi íslands. Bændur landsins ætlast til þess af þjónisinum J.P., að hannhugsi betur mál sitt áður en hann kem- ur i sjónvarpið næst. EE^záiÁi! Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla SS* iihfesnifii Auglýsingadeild Tímans Fjármálaráðuneytið. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að 25% dráttarvextir falla á launa- 1 skatt fyrir 4. ársfjórðung 1977 sé hann ekki greiddur i siðasta lagi 15. febrúar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.