Tíminn - 10.02.1978, Síða 15

Tíminn - 10.02.1978, Síða 15
Föstudagur 10. febrúar 1978 15 Þaö er ekkert skemmtilegt aö búa viö svona aöstæöur, Gripahús og geymslur voru lika I hættu. sagöi ungi bóndinn i Ferjunesi, sem býr meö fjölskyldu sinni I þessu nýja húsi Hér má iitiö út af bera. VARNARAÐGERÐIR A BOKKUM ÞJÓRSÁR í VILLINGAHOLTS- HREPPI ÞOLA EKKI BIÐ ,, Varnargarðurinn við Þjórsá reynist vel” Þannig er yfirskrift á greinar- korni, sem ég afhenti einum af blaðamönnum Timans nýlega, meö þeim ummælum að ég eftirléti honum aö semja fyrir- sögnina.Þegarfásögn súerhér um ræðir birtist i 22. tölublaði Timans (3. siðu) með ofan- greindri fyrirsögn, sá égsvartá hvitu, að vinur minn, blaðamað- urinn hafði skotið framhjá stað- reyndum. Staðreyndin er sú, að enn hefur ekki reynt á hinn nýgerða varnargarð, vegna þess að það sem af er vetri er Þjórsá, sem um þetta leyti i fyrravetur ógn- aði mannlifi á þessum slóðum og að þvi' er virtist til „allra bragða búin”, er nú i lágmarki: Auðað mestu við Urriðafoss og ishellan á ánni eftir að hún breiðir ur sér, neðan við Egils- staðahverfi, niðri á eyrum. (Sbr. mynd sem birt er með frá- sögn af varnargarðinum nýja). Þar sem vandamál það, er blasti við á bökkum Þjórsár i neðanverðum Villingaholts- hreppi i fyrravetur, hefur ekki verið leyst nema að litlu leyti, meðhinum 300 m langa varnar- garði á árbakkanum á móts við MjósundogForsætisbæina, hitti ég að máli, Harald Einarsson bónda á Urriöafossi, oddvita Villingaholtshrepps, og bað hann að segja frá þróun mála við ána i fyrravetur og fram- tiðarhorfum með varanlegar varnaraðgerðir. Haraldur sagði m.a.: — I fyrravetur, þegar vatns- borð Þjórsár tók að hækka og náði hámarki hér hjá Urriða- fossi 14. og 15. janúar, og þann 4. febrúar tók vatn að flæða yfir Egilsstaðaveg austan við Vill- ingaholt og Villingaholtsveg neðan við Villingaholtið, var auðséð að mikil hætta var á ferðum. Þaö var oröiö þröngt um fóik og fénaö I Ferjunesi þegar flóöiö var I hámarki. . Sár I árbakkanum af völdum Þjórsár. Þann 7. febrúar boðaði hreppsnefnd Villingaholtshrepps til fundar i Þjósárveri með full- trúum frá Landsvirkjun, Almannavarnarráði, Samtök- um sunnl. sveitarfélaga og skólanefnd Villingaholtshrepps. Á þessum fundi var rætt um málið frá ýmsum hliöum. I bók- un þessa fundar segir m.a.: „Nú þegar hafa orðið umtals- verð spjöll á mannvirkjum, girðingum, túnum og garðlönd- um. Einnig er komið vatn i hlöðu á Mjósundi, og sama ástand gæti skapazt I Fer junesi, hvenær sem er. Einnig hefur komið fram að erfiðleikar eru orðnir á akstri skólabarna. Allmiklar umræður urðu á fundinum, bæði um hvað hægt væri að gera nú þegar til bjarg- ar, ef hættuástand skapaðist. t.d. ef flytja þyrfti burt búfé, og þá hvert væri hægt að flytja það. Einnig hvað hægt væri að gera, ef litið væri til lengri tima. Svo- hljóðandi tillaga kom fram og var samþykkt: Hreppsnefnd Villingaholts- hrepps samþykkir á fundi, höldnumað Þjórsárveri 7.2. ’77, að fara þess á leit við stjórn Landsvirkjunar að hún skipi þegar i stað, menn til viöræðna við fulltrúa hreppsins um þaö á- stand sem skapazt hefur við Þjórsá, vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á ánni við miðl- unaraðgerðir I Þórisvatni. Hreppsnefnd undirstrikar það álit sitt, að ástandið I sveitinni, neðan Urriðafoss, sé þannig að um verulega hættu geti veriðað ræða hér, bæði fyrir menn og skepnur. Ennfremur hafa orðiö skemmdir á mannvirkjum og landi á þessu svæði og hætta er á frekari skemmdum i framtið- inni. Þá lýsti fulltrúi Almanna- varna þvi yfir á fundinum, að þegar yrði hafizt handa um undirbúning og gerð áætlunar, um viðbrögð til björgunar ef vatnsflaumnum frá bænum þar og bæjum i næsta nágrenni. Þessi garður, sem er aðeins 300 m langur, byggður úr jarö- efni, sandi og leirmold, vel þjappaðurmeð „vibrator” valt- ara og þakinn með túnþökum, er til varnar þvi að áin flæði yfir bakka sina og geri tjón i næsta nágrenni. En það þarf meira til, svo bæirnir neðan með ánni séu ekki i jafnmikilli hættu fram- vegis og i fyrravetur, þegar út- litið var sem alvarlegast. — Hvað er til ráða? — Næsta framkvæmd, tel ég ætti að vera, að byggja grjót- varnargarða út frá bökkum ár- innar, til þess að varna þvi að hún brjóti niður bakkana, en þaðhefur hún gert frá ómunatið og i vaxandi mæli, frá þvi að vatnið tók að aukast á veturna. Að sjálfsögðu er þaö verkfræði- legt atriði, á hvern hátt varnar- garðarnir verða hannaðir og hvernig framkvæmdum verður hagað við þá. Þessi mál eru i athugun, t.d. hefur Steingrimur Ingvarsson, deildarverkfræðingur hjá Vega- gerð rikisins, athugað aöstæð- ur. Fleiri hafa þar komið viö sögu. Sótthefur verið um fyrir- hleðslustyrk til fjárveitingar- nefndar Alþingis. Þarna er, eins og allir vita er til þekkja, mikið vandamál sem þarf að leysa á farsælan hátt. Hér er ekki eingöngu um fram- tiðarbúsetu og mannlif að ræða á bökkum Þjósár. Stór hluti byggðarinnar i neðanverðum Flóanum er i yfirvofandi hættu, ef ekki verður haf izt handa með varanlegar varnaraðgeröir hið fyrsta, sagði Haraldur Einars- son oddviti Villingaholtshrepps að lokum. Meðfylgjandi myndir eru frá flóðinu I Þjórsá i fyrravetur. Myndirnar sýna flóðhæöina hjá bænum Ferjunesi, sem er á ár- bakkanum, nokkur hundruð metrum neðar með ánni en Mjó- sund og Forsætisbæirnir. Stefán Jasonarson Straumurinn færir giröinguna næstum þvi i kaf. Fjær sést ishellan á Þjórsá. háttuástand skapaðist. Gæti sú áætlun verið fullgerð i siðasta lagi á morgun og þá þegar send hingað i sveitina til þeirra aöila er hugsanlega þyrftu að bjarga bústofni eða verðmætum vegna ■ árflóðsins, ” Af hálfu Almannavarna var brugðið fljótt við og næsta dag 1 lrr\ m ó m1111n 11m K rnt tfl ntn in ff <5 * -‘i s KUIIl accliUU UIIl UI UllIlUlIl lllg cl búfé, frá þeim bæjum sem voru i yfirvofandi hættu af völdum árinnar. Sem betur fór þurfti ekki að flytja búfé af flóðasvæðinu, þar sem flóðin fóru heldur að réna, er kom fram i febrúar. Hámarki náðu þau 6. febrúar. Þróun málsins varð sú, aö með aöstoð Sambands sunnl. | sveitarfélaga var ákveðið að P gera tilraun með að byggja i varnargarðjþar sem árbakkinn er lægstur, á móts viö bæinn Mjósund, og beina á þann hátt Ilér hindraði vegurinn vatnsflauminn i aö streyma óbeizlaöur vestur yfir flatlendiö. Rætt við Harald Einarsson oddvita Villingaholtshrepps

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.