Tíminn - 16.02.1978, Qupperneq 7
Fimmtudagur 16. febrúar 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á
mánuði. ... . . . -
Blaðaprent h.f.
Fordæmin 25
Óhætt er að fullyrða. að stjórnarandstaðan hafi
ekki riðið feitum hesti frá útvarpsumræðunum i
neðrideild Alþingis i fyrrakvöld. Tilgangur hennar
með þvi að óska eftir þessum umræðum hefur
vafalaust verið sá að æsa launþega gegn efnahags-
frumvarpi rikisstjórnarinnar með þeim full-
yrðingum, að hér væru á ferð óvenjulegar aðgerðir
og þvi yrðu launþegasamtökin að bregðast hart
við. Annars yrði skapað hættulegt fordæmi.
Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra
benti á að hér væri sannarlega ekki um neitt ný-
mæli að ræða. Alþingi hefur ekki sjaldnar en 25
sinnum siðan 1956 talið sig knúið til að gripa inn i
launasamninga með einum eða öðrum hætti. Lúð-
vik Jósefsson formaður Alþýðubandalagsins hefði
hafið ráðherraferil sinn i vinstri stjórninni sem fór
með völd á árunum 1956-1958 með þvi að binda
verðbætur á laun i þrjá mánuði. Ráðherraferli sin-
um i vinstri stjórninni, sem fór með völd á árunum
1971-1974 lauk Lúðvik með þvi að fella niður verð-
bætur á laun i marga mánuði. Þó þolir hann ekki
samjöfnuð við Gylfa Þ. Gislason i þessum efnum.
Árið 1959 lét minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, en
Gylfi var einn af ráðherrum hennar, lögfesta veru-
lega launalækkun. Einu ári siðar lét viðreisnar-
stjórnin.en Gylfi var einn af ráðherrum hennar
lögbanna visitölubætur á laun. Rétt er að geta þess
að Benedikt Gröndal núv. formaður Alþýðuflokks-
ins greiddi atkvæði með umræddum lögbinding-
um, en hann átti sæti á þingi i bæði skiptin.
Þannig mætti rekja þetta áfram. Efnahags-
frumvarp rikisstjórnarinnar er þvi ekki neitt ný-
mæli, heldur hafa leiðtogar núverandi stjórnarand-
stöðu margsinnis stutt hliðstæðar ráðstafanir
þegar þeir hafa metið það nauðsynlegt eins og
rikisstjórnin gerir nú til að hindra atvinnuleysi og
enn meiri kjaraskerðingu, sem ella kæmi til sögu.
Osammála um flest
Þótt helztu stjórnarandstöðuflokkarnir, Alþýðu-
bandalagið og Alþýðuflokkurinn hafi reynt að hafa
samstöðu gegn efnahagsfrumvarpi rikisstjórnar-
innar hefur eigi að siður komið i ljós, að þeir eru
ósammála um flesta hluti. Tómas Árnason rifjaði
þetta upp i útvarpsumræðunum i fyrrakvöld.
Tómas sagði:
,,Gylfi Þ. Gislason hefur lýst yfir að gengislækk-
un hafi verið óumflýjanleg eins og ástatt er. Lúð-
vik Jósepsson fordæmir hins vegar gengislækkun-
ina og telur hana ekki koma til greina. Lúðvik
Jósepsson telur það hrein fjörráða við launþega að
taka óbeina skatta út úr visitölunni og hefur um
það stór orð. Um það atriði sagði Gylfi Þ. Gislason
i þingræðu sem jafnframt var útvarpað i nóvem-
ber s.l.: ,,Hlutdeild launþega i vaxandi þjóðartekj-
um mætti tryggja með þvi að tengja laun þeirri
visitölu um þróun þjóðartekna.” Hér kemur fram
að Gylfi Þ. Gislason er i grundvallaratriðum sam-
mála þeirri stefnu að taka óbeina skatta út úr visi-
tölunni og meira en það.”
Fleiri dæmi mætti nefna þessu lik að utanrikis-
málunum ógleymdum. Það yrði þvi meira en
skrýtin sambúð ef Alþýðubandalagið og Alþýðu-
flokkurinn reyndu að vinna saman.
Hua Kuo-feng
skipta. Margt bendi til að hann
sé snjallari baktjaldamaöur
en Teng. Þær ágizkanir, að
Tengveiti þó beturi valdatafl-
inu, eins og er, byggjast eink-
um á veggspjöldum, sem oft
þykja fyrirboði þess, sem er i
vændum. Þannig hafa tveir
menn, sem hófust til valda i
menningarbyltingunni og voru
um skeið nánir samstarfs-
menn "óþokkanna fjögurra”,
orðið fyrir hörðum ádeilum á
veggspjöldum að undanförnu.
Þessir menn eru þeir Wu Teh
borgarstjóri i Peking, og Chen
Hsi-lien, sem er yfirmaður
hersins i Pekingumdæminu.
Teng er talinn vantreysta
þeim báðum. Hua er hins veg-
ar talinn halda verndarhendi
yfir þeim. Þriðji maðurinn
sem einnig hefur verið gagn-
rýndur á veggspjöldum er
Wang Tung-hsing en Hua virð-
iststyöja hann. Wang var yfir-
maður öryggissveita Maos og
margir eiga honum það að
Hua bar sigur úr býtum i
lokaátökunum við „þorparana
fjóra”. Wang lét fangelsa
„þorparana fjóra” áður en
þeir áttu sér sliks von. Fyrir
þetta er Hua honum þakklátur
og lét kjósa hann einn af fjór-
um varaformönnum flokksins
á þingi Kommúnistaflokksins
siðastl. sumar. Teng hefur
hins vegar ekki gleymt þvi að
það var Wang sem lét fangelsa
hann og ýmsa félaga hans sem
féllu i ónáð á dögum
menningarbyltingarinnar.
SÉNNÍLEGA skýrast þessi
mál ekki til fulls fyrr en þjóð-
ingið kemur saman. Gert er
ráð fyrir, að þar verði sam-
þykktar itarlegar ályktanir,
sem marki verulega stefnu-
breytingu bæði i efnahagsmál-
um og menningarmálum. Lík-
legt þykir að þær verði i anda
Tengs. Þá er þvi spáð, að for-
setaembættið verði endur-
reist, en ekki hefur verið skip-
að i það siöan Liu Chao-chi féll
i ónáð lijá Maó og var vikið úr
þvi. Liu hafði reynt aö koma
Maó frá völdum og haföi Maó
þvi svo illan bifur á forseta-
embættinu að hann lét þaö
óskipað. Sumir fréttaskýrend-
ur gizka á, að Teng ætli sér
forsetaembættið og mun Hua
getaö samykkt það, ef það
verður ekki valdamikið. Aðrir
telja, að Teng hafi meiri
áhuga á forsætisráöherra-
embættinu, en þaö reyndist
mjög valdamikið meöan Chou
En-lai gegndi þvi. Hua gegnir
þvi nú, ásamt starfi flokks-
formanns. Margir telja það of-
vaxið einum manni að gegna
báðum þessum störfum, en
Huaertalinn vilja gegna þeim
báðum, unz hann hefur treyst
völd sin betur. Teng hefur, sið-
an hann var endurreistur i
annað sinn i júli siðastl. gegnt
embætti fyrsta varaforsætis-
ráðherra og talið er, aö hann
hafi raunverulega gegnt
forsætisráðherraembættinu,
þvi Hua hefur haft nóg að gera
sem flokksformaður. Þessa
aðstööu er Teng talinn hafa
notfært sér vel til þess að
koma fylgismönnum sinum i ’
veigamikil embætti.
ÞAÐ ER talið liklegt, að
þjóðþing Kína verði hvatt
saman á þessu ári. Frétta-
skýrendur hafa átt von á að
búið væri að boða til þingsins
fyrir nokkru, en það hefur
dregizt og virðast ástæður
ekki augljósar. Skýring sumra
fréttaskýrenda er sú, að drátt-
urinn stafi af valdabaráttu,
sem fari fram bak við tjöldin.
Sennilegasta skýringin þykir
sú, að barátta þessi standi
milli þeirra sem féllu i ónáð á
dögum menningarbyltingar-
innar svonefndu, en hafa nú
hafizt til valda aftur, oghinna,
sem hófust til aukinna áhrifa i
skjóli menningarbyltingarinn-
ar og studdu "óþokkana
fjóra” til siðustu stundar, eða
þangað til þeir snerust á sveif
meðHua formanni og réðu þvi
endanlega, að hann varð hlut-
skarpari i valdataflinu en
"óþokkarnir fjórir”. Teng er
forustumaður þeirra, sem
féUu i ónáð á dögum menning-
arbyltingarinnar,. Þeir eru
taldir vilja ryðja úr vegi sem
flestum þeirra, sem þá hófust
til valda og voru um skeið
bandamenn "óþokkanna fjög-
urra”. Hua er hins vegar tal-
inn beita sér gegn þessu, enda
á hann sumum þessara manna
það að þakka, að hann valdist
tiltölulega ungur og óvænt til
forustu, þvi að þeir töldu hann
standa heldur sin megin. Hann
virðist frekar telja sig hafa
styrk af þeim en hið gagn-
stæða. Teng telur sig hins veg-
ar ekki öruggan i sessi meðan
þessir menn gegna áhrifa-
stöðum. Hann minnist þess að
þessir menn áttu þátt i þvi
ásamt „óþokkunum fjórum”,
að hann féll i annað sinn i ónáð
hjá Maó vorið 1976, þegar al-
mennt hafði verið búizt við þvi
að hann yrði eftirmaður Chou
En-lais sem forsætisráðherra
og annar mesti valdamaður
Kina. Teng vill ekki eiga á
hættu að slik saga endurtaki
sig.
SITT HVAÐ þykir benda til
þess, að Teng veiti betur eins
og er. Hann hefur það fram
yfir Hua að vera meiri hugs-
uður. Þær breytingar sem nú
eru að verða á stefnumálum
rikisstjórnarinnar, virðast
flestar komnar frá Teng og
mótaðar af honum. En Hua
virðist laginn samningamaöur
og tækifærissinni, ef þvi er aö
Teng Hsiao-ping
ERLENT YFIRLIT
Valdabarátta háð bak
við tjöldin í Peking
Teng virðist styrkja sig á kostnað Hua
Þ.Þ.