Tíminn - 16.02.1978, Page 8

Tíminn - 16.02.1978, Page 8
8 Fimmtudagur 16. febrúar 1978 Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga Ódýr orka er allt og sumt sem Séö yfir verksmiöjusvæöið á Grundartanga. Stóra byggingin til vinstri á myndinni er ofnhús væntanlegrar járnblendiverksmiðju. Fremst á myndinni er hafnargaröurinn eins og hann litur út i dag. Timamynd Gunnar. við höfum upp á að bióða — sagði Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri ,,Allt og sumt sem við leggj- um til járnblendiverksmiðjunn- ar hér, er orka og vinnuafl. Ork- an verður i ofanálag að vera ódýrari en gerist i nálægum löndum til að vega á móti til- kostnaði við hráefnisflutninga og f jarlægð frá markaði”, sagði Jón Sigurðsson aðalfram- kvæmdastjóri íslenzka járn- blendifélagsins á fundi með blaðamönnum á dögunum, er þeir voru 1 kynnisferð á Grundartanga. Um þriðjungi framkvæmda þar er nú lokið. Fyrri áfangi verksmiðjunnar, annar tveggja bræðsluofna, verður tekinn i notkun 1 april á næsta ári og mun hann framleiða 25000 tonn kisiljárns. Siðari ofninn verður tekinn i notkun um það bil einu og hálfu ári siðar, og verða full afköst verksmiðjunnar þá 50000 tonna kisiljárns á ári. Til að framleiða eitt tonn kisiljárns þarf 9— 1000 kilówatt- stundir raforku, og i samningi járnblendifélagsins og Lands- virkjunarer ráðgert, að félagið kaupi árlega um 68 megavött afls og 550 giga- wattstundir raforku til fram- leiðslu sinnar. Aætlaður kostnaður við bygg- ingu þessarar verksmiðju er um 500 milljónir N.kr. og hefur sú upphæð ekki raskazt enn sem komiðer. Þar sem hlutafé járn- blendifélagsins hrekkur ekki til, hefúr verið leitað til erlendra lánastofnana eftir fjármagni aðallega norskra. Eins og stendur vinna um 140 manns að framkvæmdum á Grundartanga. Stærsti verk- ataki þarer Istak h/f, og sér það um byggingar og steypuvinnu ýmislega. Miðfell sér um vatns- veitugerð á svæöinu og vinna um 30—40manns að þeim fram- kvæmdum. Að auki vinna svo nokkrir Norðurlandabúar á Grundartanga og hafa m.a. umsjón með uppsetningu stál- grindahúsa. Hver var að tala um mengun? Eftir morgunandakt Jóns Sigurðssonar og rækilega útlist- un Friðriks T. Schatvet á starf- semi verksmiðjunnar i ferð blaðamanna á Grundartanga i síðustu viku, kom kaffi. Siöan voru mengunarmál á dagskrá. Um þau fjallaði Jón Steingrims- fyrir áhrifum frá slikri verk- smiðju, þótt ekki væri gott að gera sér grein fyrir þeim eins og sakir stæðu. Þaðfærieftir þ-óun mála hver afstaða fólks i byggð- arlaginu yrði til verksmiðjunn- ar en mikið væri raunar komið undir góðum samskiptum for- svarsmanna verksmiðjunnar og fólksins i sveitunum. Sigurður Sigurðsson oddviti Skilmannahrepps sagði að þær tekjur, sem fengjust af verk- smiðjunni, væru fasteignagjald og hluti landsútsvars, um aðrar hreinar tekjur væri ekki að ræða, og erfiðara væri að setja fyrir um óbeinar tekjur, þött ljóst væri að þær yrðu nokkrar. Sigurður sagði að mikið hefði verið rætt um mengun frá verk- smiðjunni, en ar yrði timinn að skera úr um. Valdimar Indriðason forseti bæjarstjórnar á Akranesi, sagði að ekki færi hjá þvi, að starfs- menn verksmiðjunnar myndu sækja ýmsa þjónustu til Akra- ness og myndi kaupstaðurinn njóta góðs af þvi. Um höfnina á Grundartanga sagði Valdimar, að hún myndi ekkert taka frá höfninni á Akranesi. Rætt hefði verið um aðstöðu fyrir korn- flutninga fyrir landbúnaðarhér- uðin i Grundartangahöfn. Það væri framtiðarmál og ef það yrði að raunveruleika kæmi það til með að taka frá Reykjavik en ekki Akranesi, sagði Valdimar. Höfn fyrir 20000 tonna skip — 150 skipakomur á ári Samhliöa framkvæmdum við járnblendiverksmiðjuna er nú unnið að gerð hafnar á Grund- artanga. Er hafnargerðin alfar- ið á vegum Hafnarmálastjórnar og vinna ar að staðaldri rúm- lega 20 manns. Framkvæmdir við höfnina hófust I mai á siðasta ári og hljóðaði kostnað- aráætlun á þeim tíma upp á 600 milljónir, en kostnaður er nú, miðað við verðlag í janúar, kominn i 700 milljónir. Við höfn- ina geta lagzt allt að 20000 tonna skip og þegar verksmiðjan verður tekin tilstarfaer reiknað með að skipakomur verði um 150 á ári. Við höfnina verður einnig byggt hafnarhús, þar sem hafnarstarfsmenn, toll- verðir og lögregla hafa aðstöðu. SSt- Unniö viö aö steypa gólfplötu i hráefnisgeymslunni. einkenni sjúkdóms i öndunar- færum, sem hlýzt af vinnu i langan tima, þar sem kisilryk er mikið. Um það var ekki meira vitað. Er nokkuð við þessu að segja úr þvi sem komið er? Fjórir oddvitar úr nærliggj- andi hreppum og tveir framá- menn bæjarmála á Akranesi voru kallaðir til fundar við blaðamenn til að kynna sjónar- mið sin og ræða ófyrirsjáanleg áhrif verksmiðjunnar á nánasta umhverfi. Eins og margkunnugt er upphófst af skiljanlegum ástæðum mikil andstaða gegn byggingu verksmiðjunnar á Grundartanga. En nú er komin verksmiðja og hvað segja heimamenn? — G'uðmundúr Brynjólfsson oddviti Hval- Hvalfjarðarstrandarhrepps sagðist óttast röskun í sveitun- um af völdum verksmiðjunnar. Þegar væru komin fram merki um minnkandi búskap og það væri alvörumál fyrir þá sem eftir sætu að búskap. Kristinn Júliusson oddviti Mela— og Leirárhreppa sagði að byggðarlagið væri viðkvæmt Tlmamynd Gunnar. son verkíræðingur. Það var fróðleg tala og upplýsing af bezta tagi. Það kom fram hjá Jóni að meðal skilyrða i starfs- leyfi verksmiðjunnar voru ákveðin mengunarmörk og sá útbúnaður sem settur verður upp i mengunarvarnaskyni miðast auðvitað við að mengun sé innan þeirra marka sem eru i starfsleyfinu. Kostnaður við að koma upp mengunarútbúnaði er nú um 6% af heilarkostnaði við verksmiðj- una en þegar Union Carbide var með i spilinu, átti mengun- arútbúnaður að kosta um 1/6 hluta af heilarverði. Sú mengun sem verður i jarn- blendiverksmiðjunni, verður fyrstogfremstrykmengun. Þau tæki sem sett verða upp, eiga að hreinsa um 99% af rykinu, gæti orðið 99,9%, sagði Jón, og miklu lengra verður vist ekki komizt i þeim efnum. Miðað við fulla framleiðslu verksmiðjunnar, 50000 tonn, safnast um 15000 tonn af ryki og af þeim fara einungis 150 tonn út i andrúms- loftið. Siðan verður bleytt i þeim 14850 tonnum, sem tekst að loka inni meö vatni og rykið kögglað. Rannsakað hefur verið hvort sem entsverksm iðj an á Akranesi gæti notað rykið.. við framleiðslu sina og kvað vera möguleiki á þvi. Sá er þö hæng- ur á, að rykið mun vera of fín- gert og yrði að blanda það ein- hverju grófara efni. 1 þvi skyni var m.a. annars athugað hvort hægt væri að nota súrál, og reyndist svo, en það var of dýrt til að það borgaði sig. Um eðli þessa ryks sagði Jón að það væri ákaflega fingert. áþekkast tóbaksreyk, maður andaði þvi að sér og frá, en litill hluti þess settist i öndunarfæri manna. Hvað varðar þetta hvita fingerða ryk, er talið að það muni hafa litil áhrif á gróður og dyr, þar sem það myndi dreifast i litlu magni á mjög stórt svæði. Til að kanna áhrif efna frá verk- smiðjunni á lifriki i grennd við verksmiðjuna er nú unnið að út- tekt á nágrenninu áður en verk- smiðjan tekur til starfa sem sið- ar meir verður borin samán við úttekt, gerða þegar verksmiðj- an hefur starfað i tiltekinn ára- fjölda. Aðspurður um atvinnu- sjúkdóma i sambærilegum verksmiðjum erlendis sagðist Jón ekki vita um þá með fullri vissu. Hann gat þó frætt okkur blaðamenn um rannsókn sem hefði veriðgerð liklega i Noregi, á 850 manna hópi. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru á þá leið að 17 manns höfðu tiltekin

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.