Tíminn - 16.02.1978, Page 10
10
Fimmtudagur 16. febrúar 1978
SEYÐISFJÖRÐUR
Hvað myndi
sparast?
-vf«<*»#»*.**’
011 oli'a, sem notuð er á
Seyðisfirði er flutt beint þangað
erlendis frá. Frá Seyðisfirði er
oliu einnigdreift á fleiri hafnir á
Austfjörðum. Alls komu um 50
þúsund lestir af oliu þar á land i
fvrra.
— Það tekur oliuskipin þrem-
ur sólarhringum skemmri tima
að koma með oliuna til hafna á
Austfjörðum en sigla með hana
til Reykjavikur, sagði Ölafur
Ólafsson á Seyðisfirði i viðtali
við Timann. Það væri fróðlegt,
að það væri reiknað út hve mik-
ið myndi sparast i farmgjöld-
um, ef oliunni væri skipað upp
viðar um landið, en nú er gert, i
stað þess að meginhluti hennar
er fyrst. fluttur suður, en siðan
til baka til Vestfýtrða, Norður-
og Austurlands.
Þar fyrir utan tel ég það vera
nóg, sem Reykjavikurborg fær i
ýmis þjónustugjöld af lands-
byggðinni, þótt ekki sé lagt i
aukakostnað við að flytja oliuna
suður til þess eins að þvi' er virð-
ist að Reykjavik fái sin um-
skipunargjöld. MÓ.
Olíugeymirinn á myndinni tekur 12-13 þúsund lestir af oliu, eða um einn skipsfarm. Timamynd MÓ.
Nýtt sjúkrahús
er í byggingu
A siðasta ári var byrjað að
byggja nýtt sjúkrahús á Seyðis-
firði og er áætlað að það taki sex
ár að gera það fullbúið. Alls
veröur byggingin 7500 rúm-
metrar á stærð. Gólfflötur er
2300 fermetrar, en byggingin
verður á þremur hæðum. I
sjúkrahúsinu á að verða rúm
fyrir 25 sjúklinga, en auk þess
verður þar aðstaða fyrir heilsu-
gæzlustöð.
Á Seyðisfirði er elzta sjúkra-
hús á Austfjörðum. Það var
byggt upp úr aldamótum og hef-
ur þjónað byggðalaginu síðan,
og var reyndar um áratuga
skeið f jórðungssjúkrahús
Austurlands.
Meðlögum um heilbrigðismál
frá 1972 átti að hætta að hafa
sjúkrahús á Seyðisfirði, en i stað
þess átti einungis að vera þar
búsett héraðshjúkrunarkona.
Þessu vildum við ekki una,
sagði Jónas Hallgrímsson
bæjarstjóri, Höfum við nú feng-
ið það samþykkt að hér verði
áfram sjúkrahús og eru fram-
kvæmdir hafnar. Nýja húsið
stendur skammt frá gamla
sjúkrahúsinu og er ráðgert að
taka hluta nýja hússins i notkun
eftir þvi sem framkvæmdum
miðar.
MÓ.
Gamla Fjórðungssjúkrahúsið var byggt upp úr
Það er löngu hætt að svara kröfum timans.
siðustu aldamótum.
Timamynd MÓ.
Nýtt skipulag — Miklar
byggingaframkvæmdir
tEBSa
Ný skipulag var samþykkt
fyrir Seyðisfjörð á 'siðasta ári.
Aðalreglan sem það byggir á er
að gera ný og aðgengileg bygg-
ingarhverfi, jafnfraná þvi sem
þess er gætt að halda sama
svipmóti á gamla bænum og nú
er. Þar er margt gamalla og
mjög merkra húsa, sem mikill
sjónarsviptir væri að, ef rifin
yrðu.
Jónas Hallgrimsson bæjar-
stjóri sagði i viðtali við Timann,
að það væri mjög mikilvægt að
frumvarp Ingvars Gislasonar
og Tómasar Arnasonar yrði
samþykkt, en þar er lagt til, að
byggingarsjóði rikisins verði
skylt^að lána fé til endurbygg-
inga gamalla húsa. Hingað til
hefur hins vegar verið erfiðleik-
um háð að fá lán til slikra fram-
kvæmda.
Mikið hefur verið um ibúða-
húsabyggingar á Seyðisfirði
undanfarin ár. Bæði eru það
einstaklingar, sem hafa verið að
byggja, en einnig hefur bærinn
byggt leigu- og söluibúðir. A sið-
asta ári voru tvær slikar ibúðir
teknar i notkun, en alls hafa 7 i-
búðir verið byggðar af bæjarfé-
laginu samkvæmt lögum um
leigu- og söluibúðir á vegum
sveitarfélaga. Einnig er hafin
bygging á þremur ibúðum sam-
kvæmt lögum um verkamanna-
bústaði.
Mikil eftirspurn hefur verið
eftir Jóðum, og er útlit fyrir að
mikið verði um byggingafram-
kvæmdir i ár. T.d. byrjar bær-
Séð yfir i Gilsbakkahverfið á Seyðisfirði. Þar á nýja fjölbýlishúsiö
aðrisa. Við hlið fjölbýlishússins, sem þar er fyrir. Stóra húsið nær á
myndinni er sjúkrahúsið, sem byggt var upp úr siðustu aldamótum.
Vinstra megin við það er búið að taka grunn fyrir nýja sjúkrahúsið.
Timamyndir MÓ.
inn á að byggja tólf ibúða fjöl-
býlishús og verður það byggt
samkvæmt lögum um leigu- og
söluiðbúðir. mó.
Samgöngoimál Seyðfirð-
inga hafa verið vandamál
Vegurinn um Fjarðarheiði endurbyggður
Reglubundið áætlunarflug hafið
Erfiðar samgöngur hafa ætið
veriö eitt mesta vandamál
Seyðfirðinga. En nú hefur stórt
átak verið gert til að bæta þær.
Með uppbyggingu vega-r yfir
Fjarðarheiöi. Aður fyrr var
vonlaust að halda^.þar opnum
vegi að vetrarlagi, en nú er það
oröið mögulegt og batnar enn
eftir að búið verður að byggja
upp veginn um Efri staf að
Neðri staf. Akveðiðer aö hefjast
þar handa um vegagerð i sum-
ar.
Siðustu sex ár hefur mikið
verið unnið að vegagerð á
Fjarðarheiði. Versti kafli
heiðarinnar var byggður upp
sumarið 1976 og siðan hefur ver-
ið unnt að halda veginum
vetrarfærum að mestu leyti.
Nú hefur Austurflug á Egils-
stöðum ákveðið að hefja reglu-
bundið áætlunarflug til Seyöis-
fjarðar og verður flogið þangað
tvisvar i viku. Binda menn
miklar vonir við þessa sam-
göngubót. Fyrsta árið verður
um nokkurs konar reynsluflug
að ræða og mun Seyðisfjarðar-
bær standa undir kostnaöi við að
ryðja snjó af veginum út á flug-
völlinn og einnig að halda flug-
vellinum opnum. En ef fram-
hald verður á flugi eftir þetta ár
mun flugmálastjórn og Vega-
Fjarðarheiði hefur löngum verið erfiö yfirferðar. 1 sumar á að hefj-
ast handa um að gera nýjan veg af Efri staf og niður á Neðri staf.
Verður það mikil samgöngubót. A myndinni má sjá áætlunarbil frá
Vélsmiðjunni Stál á Seyðisfirði i hliðinni fyrir neðan Efri Staf, en
rétt um það bil sem billinn stendur mun nýi vegurinn koma niður
hlíðina.
Timamynd MÓ.
gerðrikisins vera skyldug til að
taka þátt f þessum kostnaði við
aöhalda reglubundnu áætlunar-
flugi til bæjarins. Mó.
Nothæf stein-
efni fundin
— sparar stórar upphæðir fyrir bæjarbúa
A siöasta ári var mikil stein-
efnavinnsla á Seyðisfirði. Um
2000 lestir af steinefni var unnið
i malbikun, um 2600lestir af efni
i oli'umöl og um 6500 lestir af
efni til steinsteypu. Þessi
vinnsla er nýjung á Seyðisfirði,
en hingað til hefur þurft að
flytja viðurkennt efni til gatna-
gerðar og byggingafram-
kvæmda til bæjarins um langan
veg. T.d. var oliumöl á götur
þar flutt frá Noregi og ofan af
Héraðssöndum og steypuefni
þurfti að flytja ofan af Héraðs-
söndum, sem er i nær 80 km
fjarlægð frá bænum.
Það var Sigurður Oddsson
bæjarverkfræðingur, sem fann
þessi steinefni i nágrenni bæjar-
ins og lét rannsaka þau. Kemur
þetta tii meö að spara mikla
fjármuni fyrir bæjarbúa. Það
var Oliumöl h.f. og Grettistak
h.f. sem unnu efnið.
Allmikiö hefur verið unnið að
gatnagerð á Seyðisfirði siðustu
árin og er nú búið að leggja
bundið sliitlag á um þriðjung af
gatnakerfi bæjarins. A næstu
Frá Seyðisfirði.
tveim árum er áætlað aö leggja búið að leggja slitlag á rúman
það efni, sem nú hefur verið helming af götunum.
unnið, á göturnar og verður þá MÓ.