Tíminn - 16.02.1978, Page 11
Fimmtudagur 16. febrúar 1978
11
SEYÐISFJÖRÐUR
Geysimikil uppbygg
ing síðustu árin
Hér hefur veriö geysileg upp-
bygging siðustu árin, sagði
Jónas Hallgrimsson bæjarstjóri
i samtali við Timann. Á siðasta
ári bættist nýr skuttogari i flot-
ann, en áður voru hér tvö tog-
skip og einn togari, sem sáu um
hráefnisöflunina. Teljum við að
nú sé búiðað sjá velfyrir undir-
stöðunni, sem er hráefnisöflun
Hér eru tvö frystihús vel búin
tækjum og tvær bræðslur. Af-
köst Hafsildar hafa nú verið
aukin um helming og geymslu-
rými verksmiðju S.R. hér á
Seyðisfirði hafa verið aukin um
6 til 7 þúsund lestir. A þessari
vertið er ráðgert að reyna að
geyma loðnuna i allt að tvo
mánuði, og takist það má lengja
vinnslutima verksmiðjunnar
verulega. Norðmenn hafa af
þessunokkrareynslu og teljaað
unnt sé að geyma hráefnið þetta
lengi.
Hér höfum við fleiri fram-
leiðslufyrirtæki. T.d. eru starf-
ræktar tvær vélsmiðjur á
Seyðisfirði. b.e. Vélsmiðja
Seyðisfjarðar og Vélsmiðjan
Stál. Báðar þessar vélsmiðjur
hafa verið i gjaldeyrissparandi
nýsmiði, t.d. bátasmiði. Auk
þessa eru hér trésmiðjur.
Það má þvi segja að atvinnu-
lif á Seyðisfirði sé fjölbreytt og
orðið tryggt. Enda er það liðin
tið, að fólk flykktist héðan burt i
atvinnuleit. Hingað til hefur
fólksfjöldinn þó staðið i stað, en
nú þegar atvinna er orðin örugg
og samgöngur að batna er ég
fullviss um að fólksfjölgun fer
að eiga sér stað. MÓ.
Jónas Hallgrímsson bæjarstjóri
Stórkostlegar umbætur í
stjórnartíð Framsóknar
— segir Baldvin Trausti Stefánsson á Seyðisfirði
bað eru alveg stórkostlegar
umbæturnar, sem orðið hafa i
félags- og atvinnumálum okkar
Austfirðinga siðustu fimm til sjö
árin, eða allt frá þvi að Fram-
sóknarflokkurinn komst á ný i
rikisstjórn að toknu 12 ára
niðurlægingartimabili við-
reisnarstjórnarinnar sálugu,
sagði Baldvin Trausti Stefáns-
son á Seyðisfirði i samtali við
blaðamann Timans á dögunum.
Sem dæmi um þessa miklu
uppbyggingu get ég nefnt fjöl-
margt og skal fátt eitt talið. A
Hornafirði hefur frystihús verið
byggt upp sem skapar gifurleg
verðmæti og mjög stöðuga at-
vinnu. A Djúpavogi er nýtt fisk-
iðjuver i byggingu, og nýbyggt
frystihús er á Stöðvarfirði.
Þangað er lika kominn nýr skut-
togari eins og til svo margra
staða annarra, og hafa þessi
skip gjörbreytt öllum afkomu-
möguleikum fólksins.
Þá hefur verið unnið að
endurbyggingu atvinnulífsins á
Breiðdalsvik, og þar er nýtt
frystihús að taka til starfa, og
stutt er siðan nýtt frystihús fór i
gang á Fáskrúðsfirði. Þá hafa
þingmenn Framsóknarflokks-
ins og ráðherrar staðið af full-
um krafti að endurbyggingunni
á Norðfirði eftir stóráföllin sem
þar urðu i snjóflóðunum. Hér á
Seyðisfirði hafa verulegar
endurbætur og vélvæðing farið
fram i fiskvinnslustöðvunum og
tveir skuttogarar eru nú gerðir
út héðan. Þá hefur verið mikil
starfsemi i skipa- og vélsmiði
hér á staðnum og miklar
stækkanir hafa verið gerðar á
fiskimjölsverksmiðjunni.
A Borgarfirði var ráðizt i
byggingu á nýju bátalægi og
stórkostlegar hafnarbætur eru
nú að komast i gagnið á Vopna-
firði.
Þótt ekki sé fleira talið sést
vel að gjörbylting hefur orðið
hér á Austurlandi á þessum sjö
árum, sem framsóknarmenn
hafa verið við stjórnvöl hér i
þessu landi. Og sé þetta borið
saman við aðgerða- og úrræða-
leysið i tið viðreisnarstjórnar-
innar er þetta sem svart og
hvitt.
Það er þvi alger fásinna, sem
Alþýðubandalagsmenn eru að
reyna að koma inn hjá fólki, að
hér hafi ekkert verið vel gert.
Og þessi uppbygging kemur
ekki aðeins Austfirðingum til
góða, heldur færa þessi nýju at-
vinnutæki stórkostlega björg i
þjóðarbúið i heild.
Samhliða þessari uppbygg-
ingu i atvinnumálunum hefur
Baldvin Trausti Stefánsson.
verið gert stórátak i eflingu
félagslegrar þjónustu hér á
Austurlandi. T.d. er nú verið að
hef jast handa um byggingu nýs
sjúkrahúss hér á Seyðisfirði og
stórfelldar endurbætur hafa
verið gerðar á veginum yfir
Fjarðarheiði og áfram verður
haldið við það verk i sumar.
Það er þvi ekki skrýtið, þegar
allt þetta er skoðað, að okkur
finnisthálf kynlegt, þótt ekki sé
meira sagt, þegar gamanvisna-
söngvarinn góðkunni, Helgi F.
Seljan, er að hringja i menn og
senda þeim skeyti um að hann
hafi nú „reddað hinu eða þessu”
eða ,,sér hafi tekizt að knýja
fram fjármagn i þessa eða hina
framkvæmdina”. Og dæmi höf-
um við um að skeyti hafi borizt
frá Helga um „mikilfenglegan
framgang hans” i máli, sem við
vitum að hann átti engan þátt i
aðleysa. Hans hlutur var aðeins
sá að fylgjast með hvaða dag
málið fékk afgreiðslu og senda
þá skeytið, sagði Baldvin
Trausti að lokum.
MÓ.
Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli:
Heilsuhæli N.L.F.Í.
Hveragerði
Getum þess góða
Athygli okkar allra vekur um-
ræða á opinberum vettvangi um
það sem fólki likar miður. Hins
er sjaldnar getið, sem gott telst.
Það er víst orð að sönnu, að þeir
hafa orðið, sem telja sig þurfa
að kvarta, þeir ánægðu þegja
þunnu hljóði. En væri ekki
heillavænlegra að báðir hóparn-
ir létu til sin heyra, eða þessar
tvær hliðar málanna væru
ræddar jörnum höndum yrði þá
ekki meira tillit til málflutn-
ings tekið og meiri árangur af
umræðunni?
Erindi mitt með þessum fáu
linum, er að lýsa kynnum min-
um af Heilsuhæii N.L.F.t. i
Hverageröi. Þeir, sem hafa
áhuga á fyrirmyndarstarfsemi i
einu og öllu, ættu að koma hér.
Mér hefur oft dottið i hug, að
hingað ættu erindi fréttamenn
fjölmiðla t.d. sjónvarps, með
upptökutæki til að taka fólk tali,
bæði starfsfólk og dvalargesti,
myndatökutæki til að festa á
filmu þá aðstöðu, sem hér er,
ibúðir, borðsal, kapellu o.fl.
Þetta stóra heimili er athygl-
isvert fyrir frábærlega góöa
þjónustu við dvalargesti i einu
og öllu. Það fer ekki á milli
mála, að hér ræður húsum það
húsbóndavald, sem ræður vel
við hlutverk sitt. Það yfirvald,
sem nýtur fullrar hylli allra
þeirra sem hér vinna, eöa svo
hljótum við gestir að álita, þvi
það er sama á hvaða starfeþátt
heimilisins er litið alls staðar er
umhyggjan fram úr skarandi
vel af hendi leyst. Hér virðist
rikja einhugur allra.um að gera
alla hluti vel.
Fleira vekur eftirtekt, það er
þetta alúðlega viðmót allra,
sem hér vinna. Eftir þau kynni,
sem ég hefi af þessu góða fólki,
hlýt ég að álita þessi mál á þann
veg, að hér ráði foringi rikjum,
san nýtur fullrar virðingar og
vináttu starfsfólks, mikið má sá
maður vera hamingjusamur,
vonandi væri að sem flestir
mættu við slikt atlæti búa. Það
fer ekki fram hjá augum okkar
dvalargesta hér, að hver maður
er starfa sinum vaxinn á heimil-
inu, i fljótu bragði séö. Eitt er
það, sem sannar að svo muni
vera, það er þetta glaða hlýja
viðmót allra, þaö leiðir svo af
sér að gestir verða glaðir og
góðir i umgengni og allri við-
kynningu, svoþað aðöllum llður
hér vel.
Hér er vel fyrir öllu séð:
margþættri læknisþjónusta til að
likna þreyttum, lækna gigt, æf-
ingar eftir stórar aðgerðir, böð,
sund, nudd, ljós og margt fleira.
En það er einnig séð fyrir sálar-
heilsu: yfirlæknir gáfaður fjöl-
hæfur maður, flytur okkur fróð-
leik á hverju miðvikudags-
kvöldi, oft athyglisverð erindi,
sem ber að virða og þakka, þá
sezt hann sjálfur við hljóðfærin,
til skiptis, því hann er vel hlut-
gengur listamaður, hefur gleð-
ina á loft með því að fá glaða
gesti til að syngja fögur lög við
ættjarðarljóö og sálma. Þannig
skilur hann við dvalargesti lífs-
gla ða o g á nægða a ð kvöldi dags.
Á fimmtudögum eru svo hinar
vinsælu kvöldvökur meö fjöl-
breyttu efni, oft frá dvalargest-
um, en stundum hljómar hinn
fagri söngur stjórnandans, Ingi-
bjarts Bjarnasonar, sem allra
hylli nýtur fyrir drengskap við
alla og frábæra hæfileika við að
gleðja aðra. Hann gerir öllum
kvöldið ljúft og létt. Clt kom á
siðasta áriplata með hans fagra
söng. Hún varð aufúsugestur
margra þeirra sem hér þekkja
til og hafa góös af notið dvalar á
þessum dýrðlega stað. A6 krist-
inna manna sið lýkur gleöi
kvöldsins með guðsorði og
sálmasöng. Fer vel á þvi og ber
það vitni þvi hugarfari, sem hér
rikir innan veggja — afleiðing
mannkærleika, sem við öll fáum
af notið, á þessum friðhelga
stað.
Hér er séð fyrir flestu, bóka-
safn, verzlun, aðstaða er lil að
tefla og spila á spil, svo eitthvað
sé nefnt. Samkomusalurinn er
haganlega gerður, þar er að-
staða til kirkjulegra athafna,
reyndar er hér oft messað.
Bænastofa er, sem nefnd er
„ÞOGN”. Þeir sem eiga við
sorg að striða geta þangað leit-
að og fengið áheyrn. Annað
„verelsi” er kallað „SYND”, —
þangað leitar fólk með syndir
sinar og brennir þeim i tóbaks-
svælu. Enginn skyldi halda aö
hér héngju uppi heiftugar fyrir-
skipanir, þvert á móti, allt lát-
laust. Það má h'ta tilkynningu,
sem orðuð er svo „HÉR ER
EKKI REYKT”, Þetta virða
allir.
Matur er hér mikill og fjöl-
breyttur, vel framreiddur,
smekklegur og góður, fýrir
minn smekk og margra fleiri.
Þeir sem ekki undir það taka, ef
einhverjir eru, skulu hafa það
hugfast aö við erum hér á
heilsuhæli, þar sem vissar regl-
ur gilda og þærber að virða. Viö
skulum vera minnug þess, að
hér eru góðar reglur I hásæti
hafðar, það ber að þakka.
Mér hefur fundizt leynd-
ar-þögn hvila yfir þessari stofn-
un, jafnvel gætir misskilnings
sumra manna en þetta er af
þekkingarleysi. Þegar við kynn-
umst öllu betur hér, verður okk-
ur lotning og þökk efst i huga.
Og það sem eftirtekt vekur er
hversu dvalarkostnaður hér er
ótrúlega lágur, miðað við önnur
dvalarheimili, sjúkrahús, svo
ekki sé talað um hótel. Fólk hér,
gestir, hafa~ sagt i min eyru, að
það hafi prófað dvöl á hinum
sólfögru suðrænu ströndum og
svo hér, og það er ekki i nokkr-
um vafa um i hvorn staðinn það
fer — þessi verður fyrir valinu.
Það sannast hér, að hægt er
að gera stórt verk og fjölþætt
fyrir mjög lágt gjald, hvort
heldur er átt við dvalargjald, að
hluta greitt af tryggingum eða
án þeirra. Mér verður á að
hugsa. Væri þetta ekki góð fyr-
irmynd fyrir þjóðarheimilið
okkar tslendinga, sem talað er
um að sé að kollsteypast vegna
skipulagsleysis? Væri ekki allur
vandi leystur þar ef allt yrði vel
skipulagt, öllu vel fyrir komið á
látlausan og hógværan hátt, i
engan ausið of miklu, en allir
fengju nóg svo öllum gæti vel
farnazt: Ætli verðbólgugrýlan
gengiekki fljótt úr vistinni, þeg-
ar búið væri að taka upp holla
heimiíishætti? Það held ég.
Hér eru allir sem vinir,
starfsfólk og gestir, sem ofteru
þeir sömu ár eftir ár og mér
sýnist litil skipti i starfsliöi, þvi
likar vist vistin. Já, hér svifur
góður andi yfir vötnunum,
þannig þyrfti það að vera á öll-
um islenzkum heimilum. Við
viljum heita friðelskandi fólk,
eigum ekki i útistööum viö
neinn, vopnlausir og höfum ekk-
ertillt ihuga. Viö skulum vona,
að þann góða manndóm megum
við efla og varðveita um alla
framtið. Ef þið eigið erfitt með
að láta þær óskir rætast, leitið
þá til N.L.F.I. i Hveragerði þar
er góö fyrirmynd fyrir stóra
sem smáa og öllum jafnvel tek-
ið.
Beztu þökk færi ég ykkur,
elskulega fólk, fyrir góðu kynn-
in frá okkur hjónum.
Hveragerði 14. janúar 1978.
Valgaröur L. Jónsson
frá Eystra-Miðfelli.