Tíminn - 16.02.1978, Síða 19

Tíminn - 16.02.1978, Síða 19
Fimmtudagur 16. febrúar 1978 19 flokksstarfið. Viðtalstímar alþingis- manna og borgar- fulltrúa Framsóknar- flokksins í Reykjavík Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, verður til viðtals laugar- daginn 18. febrúar kl. 10.00-12.00 að Rauðarárstig 18. Framsóknarfélag Reykjavíkur Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavikur verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.30 að Hótel Esju. Listi til fulltrúaráðskjörs liggur frammi á skrifstofunni Rauðar- árstig 18. Venjuleg aðalfundarstörf. . Framsóknarmenn Mosfellssveit Framsóknarfélag Kjósarsýslu efnir til fundar i Aningu, mánu- daginn 27. þ.m. kl. 20. Fundarefni: 1. Hreppsnefndarkosningar i vor. Framboðsmál og fl. 2. Kosning fulltrúa á Flokksþing 12. marz. n.k. 3. Inntaka nýrra félaga. 4. önnur mál. Stjórnin. Framsóknarfélag Garða- og Bessastaðahr. heldur fund i Gagnfræðaskólanum v/Lyngás fimmtudaginn 16. feb. n.k. kl. 8.30 e.h. Fundarefni: Kosning fulltrúa á flokksþing. önnur félagsmál. Stjórnin. Grindavík Framsóknarfélag Grindavikur heldur framhaldsaðalfund sunnudaginn 19. febrúar i Festi (litla sal) kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Akranes Framsóknarfélögin á Akranesi halda almennan fund um fjár- hagsáætlun bæjarins mánudaginn 20. febrúar kl. 21.00. Fundur- inn er öllum opinn. Framsóknarfélögin. Mosfellingar — Kjalnesingar — Kjósverjar Spilakvöld i Hlégarði fimmtudagskvöldið 16. febrúar kl. 21.00 Gunnar Sveinsson varaþingmaður Framsóknarflokksins i Reykjaneskjördæmi mætir i vistina. Kristinn Bergþórsson syng- ur, Sigfús Halldórsson leikur á pianó. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Góð verðlaun. Stjórnin. Hvergerðingar Atvinnuuppbygging eða áframhaldandi kyrrstaða er viðfangs- efni almenns fundar um atvinnumái, sem haldinn verður i Hótel Hveragerði mánudaginn 20. febrúar kl. 21.00. Frummælendur Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður og Þor- steinn Bjarnason, gjaldkeri Verkalýðsfélagsins. Atvinnumála- nefnd og sveitarstjórnarmönnum hefur sérstaklega verið boðið á fundinn. Framsóknarfélag Hveragerðis. IMbrðurlandskjördæmi vestra Aukakjördæmisþing framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi vestra verður haldið i Miðgarði, laugardaginn 4. marz og hefst kl. 2 e.h. Tekin verður ákvörðun um framboðslista Framsóknar- flokksins til alþingiskosninganna i vor. Önnur mál. Fulltrúar, mætið vel og stundvislega. Stjórnkjördæmissambandsins. hljóðvarp Fimmtudagur 16. febrúar 1978 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.00 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7,15 og 9,05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forystugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Guðlaugsdótt- ir les „Sögunaaf þverlynda Kalla” eftir Ingrid Sjö- strand (9). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Til um- hugsunar kl. 10.25: Þáttur um áfengismál i umsjá Karls Helgasonar. Kórsöng- ur kl. 10.40: Kór Söngskól- ans i Reykjavik syngur: Garðar Cortes stj. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Yara Bernette leikur á pianó Preludiur op. 23 eftir Sergei Rakhmaninof f/ Evelyn Lear syngur söngva eftir Hugo Wolf við ljóð efúr Eduard Mörike: Erik Werba leikur með á pianó 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar.. A frivaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynn- ir óskalög sjómanna. 14.30 Um skólamál Lýðræði i skólum og tengsl skólans við atvinnulifið. Umsjón: Karl Jeppesen. 15.00 Miðdegistónleikar Leo Berlin og Filharmóniska kammersveitin i Stokk- hólmi leika Fiðlukonsert i d-moll eftir Jóhan Helmich Roman. Konunglega fil- harmoniusveitin i Lundún- um leikur „Scherazade”, sinfóniska svitu op. 35 eftir Nikolaj Rimsky-Korsakoff. Sir Thomas Beecham stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar 19.40 islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 20.00 Leikrit: „Fornar dyggð- ir" eftir Guðmund G. Haga lin. gert eftir samnefndi smásögu. Leikstjóri Stein- dór Hjörleifsson, Persónur og leikendur: Steinn Styrrbjörn, fyrrum kaup- maöur og útg. maður — Val- ur Gislason, Steinn Steins- son, kaupm. og útg. maður. — Guðmundur Pálsson, Frú Þorgerður, kona hans — Herdis Þorvaldsdóttir, össurina Reginbaldsdóttir — Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Jens Pálsson, óðals- bóndi — Þorsteinn ö Stephensen, Jói skósmið ur — Arni Tryggvason, Selja-Gvendur, verkamaður — Valdemar Helgason, Frissa, ung verkakona — Þóra Friðriksdóttir. Aðrir leikendur: Helga Stephen- sen, Eyvindur Erlendsson, Guðmundur Klemenzson, Margrét Ölafsdóttir, Gisli Alfreðsson, Klemenz Jóns- son, Jón Hjartarson og Benedikt Arnason. 21.30 Lagaflokkur eftir Atla Heimi Sveinsson úr leikrit- inu „Dansleik eftir Odd BjörnssonGarðar Cortes og Guðmundur Jónsson syngja, Jósep Magnússon leikur á blokkflautu, Kristján Stephensen á enskt horn, Eyþór Þorláksson á gitar, Brian Carlile á viólu da braccia, Pétur Þorvalds- son á selló og Reynir Sveinsson á slagverk. Höf- undur leikur á sembal og stjórnar. 21.50 Kjartan Flögstad og skáldsaga hans „Dalen Portland” Njörður P. Njarðvik lektor flytur er- indi. 22.10 Tónlist eftir Gabriel Fauré Grant Jóhannessen leikur á pianó Importu nr. 5 ifis-moll ogNæturljóð nr. 6 í Des-dúr. 22.20 Lestur Passiusálma Hanna Maria Pétursdóttir nemi i guðfræðideild les 21. sálm. 22.30 Veðurfregnir og fréttir. 22.35 Fréttir. 22.50 Manntafl Páll Heiðar Jónsson á Reykjavikurmóti i skák. 22.35 Fréttir. Dagskrárlok. Leikrit vikunnar Fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.00 verður flutt leikritið „Fornar dyggðir” eftir Guð- mund G. Hagalín, gert eftir samnefndri smásögu höf- undarins. Leikstjóri er Stein- dór Hjörleifsson. en með stærstu hlutverk fara Valur Gislason, Guðmundur Pálsson og Herdis Þorvaldsdóttir. t leikritinu segir frá verka- lýðsbaráttu á árunum kring- um 1930. Steinn Styrbjörn fyrrum kaupmaður og útgerð- armaður er fulltrúi gamla timans. Steinn sonur hans hef- ur tekið við fyrirtækinu af honum, og þegar kemur til verkfalls á staðnum, reynir fyrst verulega á afstöðu þeirra beggja. Ljóst er, að höfundur er með ákveðinn atburð eða atburði i huga, þegar hann skrifar verk sitt enda af mörgu að taka. Guðmundur Gislason Haga- lin er fæddur árið 1898 i Lokin- hömrum i Arnarfirði. Hann stundaði nám i Núpsskóla og viðar. fór siðan i Menntaskól- ann i Reykjavik, en lauk ekki námi. Sjómaður i nokkur ár, fékkst siðan við blaða- mennsku og sitthvað fleira til 1929, en gerðistþá bókavörður á Isafirði og var það til 1945. Stundaði jafnframt kennslu. Starfaði mikið að félagsmál- um og stjórnmálum, einkum á Isafirði. Varð bókafulltrúi rik- isins 1955, og gegndi þvi starfi i rúman áratug. Guðmundur hefur skrifað 30-40 bækur auk þess þýtt mikið og skrifað greinar i blöð og timarit. Af þekktum bókum hans má nefna „Kristrúnu i Hamra- vik” 1933. „Virka daga” 1936 og 1938 „Sögu Eldeyj- ar-Hjalta” 1939og „Blitt lætur veröldin” 1943, auk sjálfsævi- sögu i nokkrum bindum. O Vöruðum við Ennfremur segir I greinargerð V.S.Í. að ekki hafi verið hlustað á viðvaranir sambandsins i fyrra, þegar það lagði fram útreikninga um hverjar yrðu afleiðingarnar, ef launakröfur verkalýðsfélag- anna næðu fram að ganga. Hafi með verkfallsaðgeröum verið knúðar fram kauphækkanir sem öllum, er hlut hafi átt að máli hafi verið fullljóst að atvinnuvegirnir gætu ekki boriö og myndu kalla yfir þjóðina stórfellda efnahags- örðugleika. Þessu hafiV.S.Í. spáð og hafi það komiö á daginn. Þá segir að vinnuveitendur hafi keypt sér vinnufrið á sl. voru sér meðvitandium það sem að fram- an greinir i stað þess að taka þann kostinn að standa i lengra stappi við verkalýðsfélögin og valda þjóðarbúinu meira tjóni enþegar var orðið. Hafi verið um nauð- ungarsamninga að ræða þar sem kjarasamningarnir voru. o Eining mætti launa og rakti að lokum á- ætlaða kjaraskerðingu, sem rik- isstjórnin stæði fyrir og hver áhrif hennar myndu verða. Á fundinum var eftirfarandi á- lyktun samþykkt: Aðalfundur Verkalýösfélagsins Einingar, haldinn 12. febrúar 1978 mótmælir harölega þeim aöför- um stjórnvalda að rifta gerðum samningum án nokkurs samráðs við launþegahreyfingarnar i landinu. Slik aðför er þvi alvarlegri að allar efnahagsforsendur eru nú mun betri en efnahagsspá gerði ráð fyrir, þegar samningarnir voru gerðir, og að rikisstjórnin sjálf hefur gert samninga til handa opinberum starfsmönnum sem fela i sér mun meiri kjara- bætur en launafólk innan ASI hafði fengið I sinum samningum. Rikisstjórnin er þvi með þessu að afnema frjálsan samningsrétt. Slikt getur verkalýöshreyfingin ekki þolað. Fundurinn samþykkir þvi að heimila stjórn félagsins aö segja nú þegar upp öllum launaliðum i samningum félagsins og heitir á allt launafólk i landinu að mynda órofa heild til að stöðva ráns- hendur stjórnvalda að þessu sinni. Verkalýðshreyfingin getur ekki þolað það öllu lengur að óstjórn stjórnvalda og skipulagsleysi at- vinnurekenda sé ævinlega sett yf- ir á bök launafólks á meöan fjöl- mennir hópar forréttindastétt- anna njóta vellystinganna óá- reittir. O Alþingi in hefur verið aukin verðbólga en raunverulegar kjarabætur sára- litlar. Atvinnurekendur hafa raun- verulega gefizt upp á að hamla gegn kauphækkunum. Það er óvinsælt I landi kunningsskapar- ins og af fyrri reynslu vita þeir að rikisvaldið lagar stöðuna ef illa gengur þvi atvinnurekstrinum verður aö halda áfram hvað sem öllu öðru llður. Þvi er nauðsynlegt að rikis- valdið sé virkur aðili að samningsgerðinni og segi viðsemjendum hvað viðkomandi samingsgerð hafi i för með sér. Með núverandi hagstjórnartækj- um ætti slíkt ekki að vera erfitt. Fela þyrfti þaö sérstakri stofnun er gæfi upplýsingar um hvað er raunverulega hægt að borga við viðkomandi aðstæöur hvar verð- bólgan kemur inn i dæmið hvar raunveruleg takmörk eru. Þess- um upplýsingum ætti að koma i fjölmiðla á viðtækan hátt, þar sem gerð væri grein fyrir af- leiðingum ef yfir mörkin væri farið. Launþegasamtökin gætu einnig reiknað út þetta dæmi. I þaö dæmi kæmu eðlilega margir liðir: markaðsverö inn- og út- flutningsframleiðsla stjórn peningamála fjárfesting opin- berra aðila og einstaklinga, af- borganir, skuldir o.s.frv. Laun- þegasamtökin geta siðan valið og hafnað. Þaö sem gerir stærsta muninn frá þvi sem nú er er það að þarna er verið að fást við allt dæmið. Það er verið að skipta allri kök- unni i einu á vegum samfélagsins. Kaupgjaldsbaráttan inn i kjör- klefann. — 1 mörgum kosningum undanfarinna ára hefur þessi setning hljómað hjá ýmsum flokkum. Með þeirri breytingu sem hér er rætt um yrði þetta að raunveruleika. Beint samband skapaðist milli raunverulegs kaupgjalds og kaupmáttar og við- komandi rikisstjórnar i landinu. Sá afsökunaraðili er atvinnurek- endur hafa verið fyrir lélegum kaupmætti launa og vixlgengi kaupgjalds og verölags væri horf- inn þar sem hér væri aðeins um einn aðila að ræða sem gæti stjórnað og hann gæti samið i samráöi við alla aðiia vinnu- markaðarins i einu ásamt bænd- um og sjómönnum. Með þessum breytingum tengd- ist saman raunverulegt vald og ábyrgð. Sú rikisstjórn er "á hverj- um tima sæti fengi sinn dóm um hvernig afkoma heimilanna hefði verið undir hennar stjórn á mikiu skýrari hátt en nú er. Ef sú staða kemur upp að ekki semst milli rikisins, aðila vinnu- markaðarins og sjómanna og bænda innan þess ramma er viö- komandi stofnun rikisins teldi eðlilegt heföi viökomandi rikis- stjórn ávallt þann valkost aö leggja málið undir dóm þjóöar- innar i almennum kosningum og hlita þeim úrskuröi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.