Tíminn - 08.03.1978, Blaðsíða 1
aBMBaaaBBBawwataag^
Hvernig kom Hauk-
ur Heiðar f jármunun-
um til Sviss?
Hæstiréttur staðfestir fram-
lengingu gæzluvarðhalds
ESE — í gær staðfesti Hæstirétt-
ur úrskurð Sakadóms i máli
ákæruvaldsins á hendur Hauki
Heiðari fyrrum deildarstjóra
ábyrgðardeildar Landsbanka Is-
lands. Sakadómur hafði fram-
lengt gæzluvarðhald Hauks um 15
daga en þvi vildi réttargæzlu-
maður hans ekki una og kærði úr-
skurðinn til Hæstaréttar. I kröf-
um réttargæzlumannsins var far-
ið fram á að úrskurðurinn yrði úr
gildi felldur, auk þess sem Saka-
dómur og Rannsóknarlögregla
rikisins yrðu vitt fyrir ranga
málsmeðferð og rannsóknarað-
ferðir. Af hálfu rikissaksóknara
var þess aðallega krafizt að
gæzluvarðhald varnaraöila yrði
framlengt til 22. marz en til vara
að hinn kærði úrskurður stæði
óbreyttur. I dómi Hæstaréttar
kemur fram að aöalkrafa rikis-
saksóknara kæmi ekki tii álita
þar sem krafa hans kom ekki
fram fyrr en 6. marz, en hann
fékk vitneskju um hinn kærða úr-
skurð 3. marz. Að öðru leyti segir
að hinn kærði úrskurður skuli
standa óbreyttur, þar sem sýnt sé
að Haukur Heiðar hafi ekki gert
grein fyrir þvi á hvern hátt hann
kom fjármunum, þeim sem hann
dró undan til Sviss.
rjKKi lætur Ægir konungur alltaf svona blfðlega við tslandsstrendur. Og oft hafa sjómennirnir okkar
lentf hörðum átökum viðhann. Samter það nú svo aðflestir sækja áfram sjóinn, þó lent hafi i svaðil-
förum og oft lífsháska. Þegar þeir verða svo loks að hætta fyrir aldurssakir, verður þeim mörgum
tiðförult niður i flæðarmálið að horfa á sibreytileika sjávarins og finna sjávarloftið leika f vitum sér.
— Timamynd Róbert.
Hitaveitubilunin
á Suðureyri
— tekst að ná dælunni upp í dag?
ESE —Eins og greint hefur veriö
frá i fréttum bilaði hitaveitan á
Ný skipulagsstofnun
fyrir höfuðborgarsvæðið?
SST — Núum nokkurtskeið hefur
verið til umræðu hjá mörgum
bæjarstjórnum og sveitarfélög-
um á höfuðborgarsvæðinu ný
skipulagsstofnun fyrir höfuð-
borgarsvæðið. Þessi nýja stofnun
hefur ma.verið nokkuð rædd í
borgarstjórn Reykjavikur. Ef
samningar umræddra sveitar-
félaga um slika stofnun takast, er
liklegt að Þróunarstofnun
Reykjavikurborgar verði lögð
niður, og svo kynni að fara að
þessi sameiginlega skipulags-
stofnun sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu tæki til starfa um
næstu áramót.
Ólafur B. Thors borgarfulltrúi
og formaður skipulagsnefndar
Reykjavikurborgar sagði i sam-
tali við Timann, að hugmynd um
slika skipulagsstofnun hefði fyrst
komið fram fyrir tveimur —
þremur árum, þegar i undirbún-
ingi var stofnun samtaka sveitar-
félaga á Reykjavikursvæðinu.
Skipulagsmál og sameiginlegir
hagsmunir þessara sveitarfélaga
voru að sjálfsögðu ofarlega á
baugi i þeim viðræðum og varð til
þess, að hugmyndir um sérstaka
skipulagsstofnun fyrir svæðið eru
komin á það stig sem nú er, sagði
Ólafur.
Raunar væri ljóst og hefði lengi
verið, að vinna þyrfti að mörgum
skipulagsþáttum sameiginlega á
svæðinu, og sum atriði, eins og
t.d. umferðarmál, væru illleysan-
leg án góðrar samvinnu viðkom-
andi sveitarfélaga. Reykjavik
hefur nokkra sérstöðu hvað varð-
ar þessa fyrirhuguðu skipulags-
stofnun. Starfandi væri Þróunar-
stofnun Reykjavikurborgar, sem
hefði sinu hlutverki að gegna i
skipulagningu borgarinnar. Hún
heflii á að skipa sérhæfðu og
reyndu starfsliði, sem yrði vart
gripið upp annars staðar, og ef ný
skipulagsstofnun tæki til starfa,
væri fullvist að starfsmenn Þró-
unarstofnunar kæmu til með að
starfa við hana, og Þróunarstofn-
un Reykjavikur þá úr sögunni.
Ólafur sagði að i stuttu máli
mætti segja að hlutverk þessarar
nýju stofnunar yrði tviþætt.
Annars vegar samræmt aðal-
skipulag og hins vegar svæða-
skipulag á svæðinu frá mörkum
Kjósarhrepps að norðan að mörk-
um Hafnarfjarðar að sunnan, en
þeir aðilar sem kæmu til meö að
taka þátt i þessu samstarfi eru:
Reykjavik, Seltjarnarnes, Kópa-
vogur, Garðabær, Hafnarfjörður,
Mosfellssveitarhreppur, Bessa-
staðahreppur og Kjósarhreppur.
Aðspurður um, hvort allir fyrr-
greindir aðilar væru fúsir til sam-
starfe af þessu tagi, sagði Ólafur,
að útlit væri fyrir að svo yrði og
flestir væru þessu hlynntir, þótt
sum bæjarfélög hefðu enn ekki
látið álit sitt i ljós á þvi.
Ef allir aðilar lýsa sig fúsa til
þessa samstarfs er næsta skrefið
að vinna að samningsdrögum,
sagði Ólafur B. Thors að lokum.
• —
Dómsmálaráðuneytið tekur
allar ákvarðanir um
fullnustu refsidóma
sjá nánar um þetta og aðrar skipulagsbreytingar á siðu 8 I blaðinu i
dag.
Tryggjum gæði is-
lenzkrar ullarvöru
Miklar umræður hafa orðið um iblöndun islenzkrar ullar með ó-
dýrri ull frá Nýja-Sjálandi og það að hvit ull hafi verið lituð tii aö
likja eftir sauðalitunum. Heimilisiðnaðarfélag tslands hefur lengi
verið i fararbroddi hvað varðar vöndun islenzkrar ullarvöru, og
birtist greinargerð frá félaginu um islenzkan ullariðnað á bls. 9 i
blaðinu.
Tjón Kisiliðjunnar vegna náttúru-
hamfaranna i Bjarnarflagi:
Talið geta numið um
450—600 miUj. kr.
— áformað að byggja nýja
hráefnisþró
Eins og kunnugt er hefur Kisil-
iðjan h.f. átt við verulega erfið-
leika að striða frá þvi i april 1977
vegna náttúruhamfara i Bjarnar-
flagi en þá gerðist það m.a. að
hráefnisþrær f y rirtækisins
skemmdust verulega.
Ljóst er að beint tjón fyrir-
tækisins af völdum náttúrunam-
faranna i Mývatnssveit er orðið
umtalsverten gera má ráð fyrir
að þegar öll kurl eru komin til
grafar og með hliðsjón af þeim
valkostum sem fyrir hendi eru til
að tryggja hráefnisöflun geti tjón
fyrirtækisins numið um 450-600
milljónum króna og er þá ekki
tekið með i reikninginn það tjón
sem fyrirtækið fær bætt frá Við-
lagatryggingu Islands h.f. vegna
skemmda á vélbúnaði og
fasteignum né heldur tjón vegna
tapaðrar sölu.
Vegna þeirra framleiðsluerfið-
Suðureyri við Súgandafjörö, s.l.
sunnudag. Bilunin er talin vera i
dælu i borholu, á um 100 metra
dýpi, eða þá að öxull, sem liggur
að mótor við dæluna, er brunninn
fastur við legur. I gær hafði ekki
verið komizt fyrir bil
unina, en þá var kominn á stað-
inn, auk sérfræðings úr Reykja-
vik krani, sem strandferðaskipið
Esja sótti gagngert til Bolungar-
vikur, en með honum átti að
freista þess að ná öxlinum og dæl-
unni upp.
1 samtali við Kristján Pálsson
sveitarstjóra á Suðureyri i gær
komfram, aðþá hafði tekiztað ná
um 40 af þeim 100 metrum, sem
um er að ræða upp úr holunni og
góðar horfur voru á að takast
mundi að ljúka þvi verki i dag.
Kristján sagði ennfremur að
menn gerðu sér góðar vonir um,
ef um smávægilega bilun væri aö
ræða, að ljúka mætti viögerð á
einum degi þannig að hitaveitan
yrði i siðasta lagi komin i gagnið
á föstudag, en ef hinsvegar er um
meiriháttar bilun að ræða þá er
ekki gott að segja hvenær viðgerð
lýkur.
Kristján sagði að lokum, aö öll
hús á Suðureyri nytu nú hitunar
af einhverju tagi. Oliukyndingu
eða rafmagnskyndingu hefur nú
verið komið á i öllum húsum á
Suðureyri, nema i 10 húsum, en
þau eru nú kynt upp með raf-
magnsofnum, sem fengnir voru
frá Isafiröi. Þá hjálpaði það mjög
að veöur er nú ágætt og hlýtt i
veðri.
leika sem orðið hafa samfara
náttúruhamförunum, hefur Kisil-
iðjan ekki getað staðið við sölu-
áætlanir og er tjón fyrirtækisins
af þeim sökum umtalsvert, þar
sem markaöur fyrir framleiðslu
þess er góður um þessar mundir.
Fyrirtækið hefur haft til athug-
unar hvernig bregðast skuli við
þeim vanda sem viö er að glima
einkum varðandi það hvernig
tryggja skuli hráefnisöflun til
frambúðar. Hefur einna helzt
komið til álita að byggja nýja
hráefnisþró i ca. 1,5 km fjarlægð
frá verksmiðjunni. Ernú unniö að
gerð kostnaðaráætlunar um
þessa framkvæmd. Ef viðhlitandi
lausn fæst á gufu- og hráefnis-
málum fyrirtækisins er vonazt til
að starfsemi þess verði komin i
eðlilegt horf siðari hluta þessa
árs.
—SST
Alvarlegt útlit
í loðnu-
frystingu:
Ný ganga
vestur gæti
bjargað
miklu
SST — Samkvæmt þeim sýn-
um sem ég hef fengið siðustu
daga virðist flest benda til
þess að stutt sé i að loðnan i
þessari fyrstu göngu fari að
hrygna sem þýðir að ekki
veröur hægt að frysta hana
sagði Jakob Jakobsson fiski-
fræðingur i samtali viö Tim-
______Framhald á bls. 13.